Þjóðviljinn - 06.05.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.05.1966, Blaðsíða 7
MS Föstudagur 6. maí 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA ^ Nýjar leiðir húsnœðismáiu Eftir Guðmund Vigfússon Við þær aðstædur sem ríkja hér á landi eru húsnædismálin eitt örðugasta og torleystasta vandamál hverrar fjölskyldu. Við búum við ófullkornið lána- kerfi til íbúðabygginga. Lánin nema yfirleitt 280 þús. kr. á í- búð og það er ekki nema tæp- lega 30% af byggingarkostnaði meðal-íbúðar. . Þótt reynt sé að hækka lán- in í krónutölu, eins og verka- lýðssamtökin knúðu íram með júnísamkomulaginu 1964, hrekk- ur það skammt í hömlulausri verðbólgu og dýrtíð. Lánshækk- unin er óðar horfin og meira til í svelg dýrtíðarinnar og húsbyggjandinn stendur eftir ver settur en áður, og þarf að svara út hærri upphæð úr eig- in vasa eða með óhagstæðum og stuttum skyndilánum. Þetta er ástand lánamálanna undir marglofaðri viðreisn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins. En lítum einnig á þá alvarlegu hlið að íbúðarhús- næði almennings hefur verið gert að beinni braskvöru, notað til okurstarfsemi og stórkost- legrar féflettingar á almenn- ingi. Ástandið í lánamálunum og hinn langi vinnutími launa- manna gerir fléstum erfitt eða útilokar að annast sjálfir fram- kvæmdir frá byrjun byggingar, enda er það út af fyrir sig hvergi talinn hagkvæmur byggingarmáti. Þorri þeirra, a. m. k. hér 'í Reykjavik, sem þurfa að eignast íbúð, verður því að kaupa þær misjafnlega á veg komnar. Og seljendumir eru í flestum tilfellum ýmsir byggingaraðilar, sem hafa það að atvinnu Og gróðastarfsemi að byggja íbúðir, og fá til þess lóðir hjá borgaryfirvöldum. Lélegt skipulag og forn- eskjuleg vinnubrögð gera bygg- ingarnar óeðlilega dýrar. Það er t.d. algengt að þrír aðdlar byggi sama sambýlishúsið, sinn stigaganginn hver! Allir koma þeir með sín einkatæki, eigin vinnuflokka og hver með sitt efni til byggingar sama hússins. Þetta enu fráleit vinnu- brögð og þau eiga að hverfa. Það er þannig ,.skipulagður“ byggingariðnaður sem býður fólkj í húsnæðisþörf íbúðir til verður borgarfélagið sjálít að sölu í margvíslegu ástandi, fok- heldar, fokheldar með miðstöð,, komnar undir tréverk os.frv. Þess- ar byggingar eru raunverulega dýrar, en eigi að síður tekst mörgum, serh fyrir þeim standa ýmist sjálfir eða sem leppar annarra fínni og fjórsterkari bakaðila, að hirða af þessari starfsemi ótrúlegan gróða. 30n/n álagning á raunverulegan bygg- ingarkostnað er ekki óalgeng, þ. e. 200-300 þús. kr. gróði á íbúð. Og þetta fé er sótt í hendur íbúðakaupendanna. sem yfirleitt eru fjárvana og búa við léleg lánsskilyrði. Þetta er einhver ófélegasta gróðastarfsemi og féfletting sem þekkist í þjóðfélaginu og er þó víða pottur brotinn. Ég hefi ekki spumir af neinu ná- lægu þjóðfélagi sem líður slíka starfsemi í húsnæð’smál- um, sem horfir án aðgerða upp á eina brýnustu lífsnauðsyn fólksins gerða að gróðavæn- legustu braskstarfsemi þjóðfé- lagsins. Allar nágrannaþjóðir okkar og þótt lengra sé leitað. hafa fyrir löngu viðurkennt þá skyldu samfélagsins, ríkisins eða sveitarfélaganna, að veita almenningi öfluga opinbera að- stoð til þess að koma upp yfir sig og sína nauðsynlegu hús- næði á viðráðanlegu verði mið- að við launatekjur og afkomu. Nágrannaþjóðir okkar búa allar eða flestar vlð lánakerfi til íbúðabygginga sem tryggir mönnum 00-90ft'l| og jafnvel í vissum tilvikum allt að 100% kostnaðarverðs íbúða, sem lán til langs tíma og með lágum vöxtum, Hluti láns er jafnvel afborganalaus, sem sérstök styrktarlán til þeirra, sem Bæjarfélagið sjálft verður að hafa forystu um lausn húsnæðisvandamálsins. lægst laun hafa eða verst eru settir. Ég hygg að það þætti mikil fásinna í ílestum öðrum lönd- um að íbúðarþörf almennings væri afhent bröskurum og fjár- plógsmönnum sem tekjumikil íjárgróðastarfsemi. En þetta þykir góð latína á fslandi í dag og nýtur viðurkenningar og stuðnings valdhafa og lána- stofnana — og jjað sem merki- legast mætti þykja — sjálfra stjórnenda fjölmennasta byggð- arlagsins í landinu, höfuðborg- arinnar. Á þessu verður að fást breyting og að því hefur verka- lýðshreyfingin . og Alþýðu- bandalagið unnið. Fyrsta skref- ið sem um munar var stigið með ákvörðuninni um bygg- ingu 1250 íbúðanna, sem verka- lýðsfélögin fengu framgengt með samningunum í fyrrasumar. Þar er um að ræða félagslegt átak sem á að tryggja lækkun byggingai'kostnaðar og betri lánakjör en hingað til hafa tíðkazt. Er það von allra, að hér megi vel til takast og já- kvæður árangur náist. En hér þarf meira til, eigi að fást fram sómasamleg fram- tíðarlausn húsnæðismálanna. Það ' verður að hrífa íbúðar- byggingarnar almennt úr klóm einkabrasksins og gróðahyggj- unnar. Húsnæðismálin á að leysa á grundvelli félagslegra aðgerða. Framkvæmd bygging- arstarfseminnar á að skipu- leggja í stórum áföngum og beita við hana nútíma vinnu- brögðum og tækni. Þetta á al- mennt byggingarfélag fólksins sem á að njóta íbúðanna að gera sjálft og njóta til þess öflugs fjárhagsstuðnings frá opinberum lánastofnp.num. Lán til slíkra íbúða eiga að nema allt að 8t)% byggingar-. kostnaðar, en 20% framlag ein- staklinganna að greiðast á byggingartímanum eða nokkru lengri tfma. Og þessi lán þurfa að vera til langs tíma og vextir lágir. Það er skilyrði þess, að húsnæðiskostnaðurinn geti ver- ið hóflegur. Léleg lán með vfsi- tölubindingu, eins og nú er, stefna hins vegar í þveröfuga átt. I stefnuyfirlýsingu Alþýðu- bandalagsins í borgarmálum, sem Þjóðviljinn birti sl. þriðju- dag eru þessar nýju leiðir nán- ar raktar og rökstuddar, Ég verð í haeginatriðum að vísa til þess en ég vil hvetja menn til að kynna sér þá leið og þær leiðir, sem þar eru settar fram, tjl lausnar á húsnæðismálum Reykvíkinga og um leið margra annarra landsmanna því vissu- lega takmarkast vandamálið ekki yið. Reykjavík eina, þótt þungi þess sé einna mestur hér og í nágrannasveitarfélögunum. Höfuðatriði hinnar nýju leið- atT húsnæðismálúnum ér, að félagsleg viðhorf og félagsleg tök leysi af hólmi baslið og braskið sem viðgengst í íbúða- byggingunum. Lausn þess vandamáls að komast yfir í- búð, sem unnt er að búa í við sæmilegt öryggi, má ekki og á ekki að vera einstaklingnum og fjölskyldu hans fjárhagsleg drápsklyf í tíu eða tuttugu ár, sem sviptir hann öllum tóm- stundum og möguleikum til félagsstarfsemi og menningar- lífs. Samtímis því sem venjlegur hluti nauðsynlegra íbúðabygg- inga væri framkvæmdur eftir hinni félagslegu leið, þarf einn- ig að styðja betur en nú er gert alla heilbrigða sjálfsbjarg- arviðleitni einstaklinga. I-Iækka þarf verulega lán til þeirra, sem byggja vilja og byggt geta íbúðir til eigin nota. Þann þáttinn, sem ekki verður leystur með þátttöku í þeim félagssamtökum sem stæðu fyrir stórum hluta í- búðabygginganna, né heldur af einstaklingunum sjálfum, verð- ur borgarfélagið sjálft að ann- ast. Er þar fyrst og fremst um að rasða byggingu leiguí- búða fyrir barnmargar og tekjulágar fjölskyldur, aldrað fólk sem er í húsnæðisvand- i-æðum, og svo ung hjón sem eru að byrja búskap. Að lokum þetta: Húsnæðis- vandamálið er svo stórt og af- drifaríkt og grípur svo víða inn í önnur vandamál sem við er fengizt, að það er skylda bæjarfélagsins að láta lausn þess meir til sín taka en verið hefur Bæjarfélagið sjálft verð- ur að hafa forustu um lausn málsins og það getur vissulega haft drjúg áhrif á afstöðu rík- isvaldsins. sem hér verður einnig að korna mikið við sögu. Alþýðubandalagið hefur jafn- an látið húsnæðismálin mikið til sín fcaka innan borgai-stjóiTi- ar og réynt að þoka umbótum á þessu mikilvæga sviði áleið- is. eftir því sem áhrif þess og aðstaða hefur leyft. Svo mun einnig verða á komandi árum. Og það er ekki sízt vegna þessa mikilvæga máls, sem varðar svo mjög alla aðstöðu og af- komu launastéttanna og þá ekki sízt ungu kynslóðarinnar, sem Alþýðubandalagið þarf á auknum liðstyrk að halda.a* Þeir sem vilja styðja hina félagslegu leið í húsnæðismál- unum þurfa nú að þjappa sér saman og gera samtök sín á- hrifarík og sterk. Leiðin til þess er að standa með mál- stað og hagsmunum launastétt- anna, og gera Alþýðubandalag- ið að sem öflugustum aðila i borgarmálum. Hæstu vinningar í Happdrætti DAS Nýll var dregjð í 1. fl. Happ- drættis DAS um 300 vinninga og féllu hæstu vinningar þannig: íbúð eftir eigin vali fyrir kr. 1.000.000.00 kom á nr. 9391. Um- boð Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali kr. 200 þús. kom á nr. 23666. Umb. Hafnarfjörður. Bif- reið eftir eigin vali kr. 150 þús. kom á nr. 23886. Umb. Aðalum- boð. Bifreið eftir eigin vali kr. 150 þús. kom á nr. 25106. Umb. Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali kr. 150 þús. kom á nr. 37266. Umb. Vestm.eyjar. Bifreið eftir eigin vali kr. 150 þús. kom á nr. 37652. Umb. Aðalumboð. Bjfreið eftir eigin vali kr. 150 þús. kom á nr. 39601. Umb. Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali kr. 150 þús. kom á nr. 58549. Umb. Aðal- umboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 50 þús. kom á nr. 60376. Umb. Aðalumboð. Hús- búnaður eftir eigin vali fyrir kr. 25 þús. kom á nr. 9310. Aðal- umboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 20 þús. kom á nr. 45744. Verzl. Roði og 51742. Umb. Aðalumboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fjtrir kr. 15 þús. kom á nr. 9153. Hafnarfj. 33342 Umb. Vestm.eyjar, 56296. Umb. Aðal- umboð. (Birt án ábyrgðar). ____:______ V Ambassador Finna Hinn nýi ambassador Finn- lands, herra Pentti Suomela af- henti nýlega forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, að við- stöddum utanríkisráðherra. (Frá skrifstofu forseta Islands). L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.