Þjóðviljinn - 06.05.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.05.1966, Blaðsíða 8
g SÍÐA — ÞJÓÐVIL-JINN Föstudagur 6. maí 1966 9 • FÍB sendir nýtt Ijósastillingatæki út á land • Félag íslenzkra bifreiðaeig- enda hefur fest kaup á nýju, mjög handhægu tæki til ljósa- stillinga bifreiða og er ætlunin að ferðast með tækið um land- ið og koma bannig til móts við bifreiðaeigendur í byggðarlög- um þar sem engir möguleikar eru á Ijósastillingum. Framkvæmdastjóri FÍB skýrði blaðamönnum frá þesisu á mánudag og sýndu tækið og notkun þess Tækið er þýzkt, frá fyrirtækinu Hella, og hef- ur það framyfir þann ljósastill- ingaútbúnað sem hingað til hefur verið notaður 03 smíðað- ur er hérlendis, að það er jafn- framt’ ljósmagnsmælir og með því má stilla öll ákstursljós. m.a. þokuljós. Aðalkosturinn er þó hve lítið rým; þarf við mælingar með þessu tæki. hægt er að n°ta það útj og flytja það á milli f bil og ein- mitt þessvegng verður það not- að til mælinga úti á landi. Magnús sagði. að FÍB hefði byrjað á ökuljósatillingum í • Björn Ómar bifvélavirki (lengst til hægri) snir Gesti Ólafssyni frá Bifreiðaeftirlitinu (til vinstri) og Gísla Jónssyni Ijóstæknifræð- ingi nja ljósastillingatækið. febrúár í bráðabirgðahúsnæði sem félagið hefur fengið að Langholtsvegi 171 og hafa síð- an verið stillt Ijósin á hátt á fjórða þúsund bifreiðum. Not- aður er spjaldaútbúnaður, sem smíðaður er hérlendis og hef- ur reynzt prýðilega, þar sem nóg húsrými er fyrir. hendi. en við stillingar með spj aldinu þarf a.m.k 15—16 metra gólfrými og ekki hægt ag nota það uf- anhúss. Björn Ómar Jónsson bifvéla- virkj mun ferðast með nýja Ijósastillingatækið um landið og verður byrjað á stiliingum í Borgamesi í dag og siðan haldið áfram úr einnj sveit í aðra. Sögðu þeir Bjöm og Magnús að reyndjst tækið eins og vonir stæðu til. yrðu keypt fleirj fljótlega. Eru bifreiðaeigendur hvatt- ir tii að notfæra sér þessa þjónustu FÍB og minna má á, að reglugerðin um ljósa- stillingar tók gildi 1. april sl. og fær nú engin bifreið skoð- unarvottorð nema þetta atriði sé í Jagi. • Á l'americaine • De Gaulle heimsótti fyrir skömmu borgina Lille. Áður en harfn kæmi þangað kynntu siðameistarar sér að venju und- irbúning borgarstjómarinnar undir heimsóknina og komst þá að því að ætlunin væri að bera á borð fyrir forsetann humar ,,á l’americaine“. Borg- arstjómin fékk þá fyrirmæli um að framreiða annan rétt. Siðameistaramir höfðu ekkert að athuga við humar með „sauce tartare“. • Glettan • „Hvaðan er þetta Ijósa hár á kylfunni þinn|?“ • Þankarúnir • Margir rithöfundar , geta þakkað velgengni sfna því, að það verður að kaupa bækumar áður en hægt er að lesa þær. Sir Iaurence Oliver. brezkur leikari. • Þrautin • Getið þið lagt saman í skyndi þessar tölur: 1 3 5 7 9 11 13 15 17? Svar: • Svarið er auðvitað 81, en ó- líkt fljótlegra er að margfalda töluna níu- með sjálfri sér en að leggja saman hverja töluna við aðra. • Kvöldvaka • Á kvöldvöku er flultur þátt- ur eftir Helga Haraldsson bónda, og þykjumst við illa sviknir ef þar er ekki kominn einhver sérkennilegasti penni Islands, stórmikill atkvæða- maður í deilum um höfund Njálu og harðsvíraðastur gagn- rýnir Gerplu Halldórs Lax- ness. Var það ekki hann sem setti saman í tilefni antihetju- skapar Gerplu .eftirfarandi víti til varnaðar: „Leitaði ég þér lúsa r/ hjá Laxnesi"? Síðasta ferð Reynistaða- bræðra hefur orðið skáldum freisting — nú heyrum við um þá viðburði frá sjóriarhóli veð- urfræðings. Rússar og Gyðingar etanda fyrir fróðlegum næturhljóm- leikum. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 Við vinnuna. 15.00 Miðdegisútvarp. Guðm. Guðjónsson syngur. Strauss- kvartettinn ieikur Riddara- kvartettinn eftir Haydn. W. Backhaus og Filharmoníusv. í Vín leika Píanókonsert nr. 2 op. 19 eftir Beethoven; Hans Schmidt-Isserstedt stjómar. D. lordáchescu synguraríu úr Don Giovanni eftir Mozart. 16.30 Síðdegisútvarp. Hljómsv. Guy Laypaerts, Rothenberger, Emst Groch, kór og hljöm- sveit, Magnante, Belgísku nunnumar, hljómsveit Tates o.fl. leika og syngja. 17,05 Þorkell Sigurbjömssbn kynnir nýjar músikstefnur. 18.00 Lög eftir Jón Leifs og Sigvalda Kaldalóns. 20.00 Kvöldvaka. a) Færeyinga Saga. b) Síðasta ferð Reyni- staðabræðra. Jón Eyþórsson flytur ábendingu. c) Á Kili. Guðjón Guðjónsson flytur þátt eftir Helga Haraldssön bónda á Hrafnkelsstöðum. d) Tökum lagið. e) Þórður Hall- dórsson frá Dagverðará flytur frumort kvæði og stökur. 21.25 Útvarpssagan: Hvað sagði tröllið? 22.15 Islenzkt mál. Jón Aðál- steinn Jónsson flytur þáttinn. 22.35 Næturhljómlcikar a) Fiðlukonsert nr. 1 op. 19. eftir Prokofjeff. Oistrakh bg Rússneska ríkishljómsvéitin leika; Kondrasjin stjómar. b) FacSimilie, balletthljómév. eftir Bemstein. Filharmoníu- sveitin í New York leikur; höfundur stjórnar. Ey ðing ag verndun Framhald af 8. síðu. ýerður annað séð en verig sé að leggja í rúst, af ráðnum hug að þvi er virðist. einn að- alatvinnuveginn. iðnaðinn, með skefjalausum innflutningj iðn- aðarvara. Það er svo sem sam- ræmi í hlutunum. eicki vantar það. en það er önnur saga. Búast má svo við eftir því sem á undan er gengið í hlið- átæðum málum. að röðin komi að grágæsunum og herferð haf- in gegn þeim og þær, þegar á næsta sumrj reknar hundruð- um og þúsundum saman í girð- ingu þegar þær eru í sárum og eiga sér engrar undankomu auðið. svo ómannlegt sem slíkt er, og drepnar þar á hinn villi- mannlegasta háft vegna þess a5 þær eru með þéim ósköpum gerðar að eta eitthvað af grasi. Verðlaunin Hvaða ,.meindýr“ skyldj svo verða fyrir næstu atlögu ef þessum skrælingjaskap á að halda áfram? Gæti það t.d. ekki orðið sólskríkjan? Hún tjnir upp ejtthvað af gras- fræjum úr nýsánum túnaslétt- um á vorin og. trúlega þyrfti varla annað en afl einhver snakillur bóndi reiddist þvílik- um dónaskap og hnipptj rösk- léga í viðkomandj þingmann. Málið yrði þá væntanlega kom- ið tíl kasta Albingjs og skipu- lögð herferð hafin gegn sól- skríkjunni Vj^ hverju má svo sem ekkj búast? Eitthvað verða þjngmenn líka að gera fyrir atkvæðin. annars getur e.t.v íarið ilía fyrir þeim. Það hefur sýnt sig áþreif- anlega o<j eftirminnilega að þegar maðurinn ætlar afl fara að ráðsmennskast mefj breyting- ar j ríkj náttúrunnar, hafa slík rassaköst ævjnlega leitt til ófarnaðar og í mörgum tilfell- Um baft allt önnur áhrif en til var ætlazt. Gott dæmi um slíkt er þeg- ar hin nýja ríkisstjóm Kína tók á sig rögg og hóf skipu- lagða herferð' gegn spör'Þiglum landsins vegna þess að þeir átu af korai bændanna á ökr- unum. Herferðin gekk að ósk- um, en þá ætlaði allt að fara á kaf í skorkvikindum svo að stjórain sá þann kost vænstan að hætta þeirri herferð. sem betur fer Lög um eyðingu svartbaks, á Alþingj skilyrði slaust að af- nema tafaTlaust, og öðrum svipuðum lagafrumv., sem Alþingi hefUr til meðferðar á að vísa á bug. Það hefur mik- ið yerið gortað af Alþingj fs- lendinga, sem elzta þjóðþingi j heimi. Þeirrj stofnun er lít- ill heiður að því að gefa út lög sem fyrirskipa mönnum að drepa dýr á hinn ómannlegasta og ruddalegasta hátt, svo sem með eitri, dýrabogum og fieiri aðferðum. sem ósæmandi eru siðuðum mönnum. Breytir það engu, þótt um svokölluð mein- dýr sé að ræða. Svartbakur, hrafn og kjói eru ófrjðaðir allt árjð og því réttdræpir hvenær og hvar sem er, ekkert síður við hreiður sín frá ósjálfbjarga ungum. sem svo ekk; bíður annað en kvalafullur hungurdauði. Slikt er hrein óg bein villimennska svo að engu tali tekur og keyr- ir þó alveg um þverbak að íslenzka ríkið. sem telur sig menningarríki skuli veita verð- laun til þvi'líkra og annarra svipaðra óhæfuverka. Dýravernd Það ber því tafarlaust að hætta öllum verðlaunaveiting- um til dýradráps. hverju nafni sem það nefnist. íslenzku þjóð- jnni er, vægast sagt, lítjll sómi að sílkum ráðstöfunum og -vafalaust eru þær gegn vilja mikils meirihluta hennar Á íjárlögum fyrjr árið I96fi er,u ætlaðar kr. 3()í).000 tjl svartbaksdráps. Skrjfstofulaun og annaf kostnaður við emb- ættj ,.veiðjstjóra“ getur varla verið minni en sú upphæð, eða kr 300.000. Þá er eftjr að telja verðlaunaveitingar og annan kostnað við dráp refa og minka, sennilega ekkj undir kr. 400.000 (o» svo á vísf að fara að rækta mink aftur). íslenzka ríkið mun þannig eyða um 1 dýralífs miljón króna árlega tjl þess að drepa og kvelja dýr. Slík er reisn þessara-r steigurlátu þjóð- ar. sem aldrej þreytist á að raupa af menntun sinni. áett- göfgj og fslendingasögum. En hvemig er svo háttað dýravemdunarmálum á ís- land? Viil ég drepa á það með nokkrum orðum. Allar menn- ingarþjóðir hafa öflug dýra- verndunarfclög og eyða miklu fé til dýravemdunarmála. Því miður hafa margir fslendingar farð svq illa með dýr og fara enn, þótt ástandjfi hafi í þeim efnum batnað mjög hin síðari ár, að nauðsynlegt þóttj að setja lög um dýraverndun og var loks gert fyrir þrotlausa baráttu góðra manna. í gildi eru lög um dýra- vemd, nýleg eða frá árinu 1957, all ítarleg. og á ýmsan hátt góð. en þv'í miður dálítið götótt. Hvemig eru þessi lög svo haldin? Því er fljótsvarað. þau eru þverbrotin á ýmsan hátt og af mörgum að engu höfð. Löggæzluvaldinu ber vjtanlega skylda til þess að gæta að því að þessj lög , séu haldin, svo sem önnur lög, en áhugi yfirvalda virðist harla lítill fyrir þessum lögum. f kaupstöðum eru það lög- reglustjórar og sýslumenn á- samt lögregluþjónum, en í sveitum hreppstjórar. sem þess- ara laga eiga að gæta sem annarra, svo og hinn almenni borgari, sem ber skylda til þess að kæra til viðkomandi yfir- valda, komist hann að því að 1 agabrot séu framin. Skal ég nefna nokk:Ur dæmi um algeng brot á þessum lög- um. Settar reglur um aflífun húsdýra cru ekki haldnar. Meiri’hluti sláturhúsa á land- inu fullnægir ekk; settum regl- um um útbúnað Frjðarir fuglar eru víða drepnir miskunnarlaust, í sum- um sveitum eru álttir drepnar í stórum stíl og viðkomandi svo ósvífnir að fá jafnvel skrokka þeirra geymda í frystiHúsum nærliggjandj kaupstaða og sleppa með það enda þótt lög- regla sé á þekn stöðum Bóndj nokkur auglýsti í fyrra eftir mönnum til þess að drepa gæsir á friðunartíma þedrra. Ekki heyrðist ,eitf orð frá lög- gæzluvaldinu. og er þó óiík- legt að auglýsingin hafi farið fram hjá öllum löggæzlumönn- um. Ég er hræddur um að all- mdkið ,.fjaðrafok hefði orðið í hæsnahúsinu“ ef einhver hefði auglýst eftir mönnum til að selja brennivi'n eða tollsvikn- ar sígarettur. Má þó ekki skilja orð mín svo að ég sé að mæla bót slikum lögbrotum. Styrjöldin * Ráðuneyti það sem dýra- veradunarlögin heyra undir hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar veitt mjög svo neikvæðar undanþágur frá lög- unum. Alþingi eitt getur breytt lögum, en ráðuneyti hefur énga heimild til nð vejta undanþág- ur nema undanþáguheimild sé í iögunum sjáifum, en svo er ekkj í þessum tilfellum sem ég á' vjð. Karl Kristjánsson og annar bingmaður til, berjast fyrir því að undanþága verði enn veitt til flekaveiða vjð Drang- ey. eða jafn,vel að benn við henni, svo sem er í lögum. verði úr gildi numið, Það er nóg til að eta á fs- landi, þótt fuglar séu ©kki veiddir á svo ógeðslegan hátt. Vonandj bor Alþingi gæfu til þess að vísa á bug þessari ó- hæfu í eitt skipti fyrir öll. Engin menningarþjóð leyfir slíkan barbarisma við fuglaveið- ar. Verði slíkt leyft, yrðj fs- land eitt um þvílíkan ,.heiður“ Stuttu eftjr síðustu aldamót afnámu Vestmannaeyingar þessa hrottalegu veiðjaðferð. með samkomulagj fyrjr forgöngu Oddgeirs Guðmundssonar. sem há var sóknarprestur f mestu hrossasveitum lands- ins er ekikj tji fóður eða hús handa hundruðum og jafnvel þúsundiim hrossa. enda þótt slíkt sé lögboðið. Það er oft ömurleg sjóm, sem blasjr við ef farið er eftir bjóðveginum norður um Mnd snemma á vorin. að sjá þfssa vesaljinga skáldótfa og horaða snuðrandj meðfram vegjnum. eftir að haf,a bari?; gaddjnn allan veturjnn og staðifl útj í hvaða veðrum sem er. Allskonar þjáningarfullar að- gerðir eru gerðar á dýrum tjl að reyna að halda í þejm iíf- tórunnj án deyfingar af óhlut- vöndum og oft klJaufskum mönnum og kallaðar lækning- ar, en eru ekfci annað en barb- arjsmi af versta tagi. Oft á tíðum deyja svo skepnuraar eftir ómælanlegar þjáningar. sem af slíkri meðferð hafa hlotizt. Þá sjaldan að dæ-mt er í kærumálum vegna brota á dýraveradunarlöguntim, eru dómar í flestum tilfellum svo vægir að engu er líkara en að dómsvaldið sé að hæðast að málefnjnti. Dæmi þess eru deg- inum ljósari. f þessu 'sajnbandi vil ég geta þess hér að fiárbyssur hafa ekkj fengjzt hér um margra ára skejð. þrátt fyrir hinn ó- hemjulega innflutning og all- an heildsalaskarann og þó að i Reykjavík einni séu að minnsta kostj 7 sérverzlanir, seim selja skotvopn til fugla- og dýraveiða svo og mark- sikytteríis. Að vísu hefur ein verzlun haft til sölu sérstaka gerð af fjárbyssum en hún er fyrir sláturhús, en hentar alls ekki bændum. vegna þess hve ná- kvæma meðferð og hirðingu hún þarfnast. Þessa mynd sem ég hef í fá- um orðum dregið upp af því hvernig dýravemdunarlögin eru haldin hér á landi/ læt ég nægja a^ sinni. en af nógu er að taka Alþingj veitir árlega kr. 25.(100' styrk til dýravemdunar- mála. Það er allægsta íjárveit- ing. sem sú vjrðulega stofnun veitir og kvað þó ekk; vera sparsöm úr hófi fram og mun Jietta ver.a ejnn fertugastj hluti þess sem íslenzka ríkjfi kost- ar tjl þess að drepa dýr Ekkí er tjl nejnn sérstak- ur dýravemdunareftjrlitsmaður frá rikinu En ríkis hpfur sér- stakan eftirlitsmann til að annast dýradráp og líta eftir því að dýr séu ejnnig drepin af öðrum. Mikil er sú menn- ing! Það sem gert er til þess að ha-mla á mótj jllrj meðferð á dýrum er að öllu leyti sjálf- boðavinna góðra manna í dýra- verndunarfélögumim. en þau eru máttvana vegna fjárskorts. fjárvejtinganefnd Alþingis sér um það. Sjálfsagt er as leggj,a niður embættj veiðistjóra. að þviliku embætti er enginn vegSauki, sömuleiðis að ríkið hætti ÖH- um greiðslum og verðlaunutn, eða hvað annars sem lí-kt héit- ir. til þess að drepa dýr. Fjárupphæðum æm til sliks hafa runnið ber, og það strax. að veita Sambandj dýravérmd- unarfélaga fslands til ráðstöf- unar til dýravemdunarmála. Öll lög sem ómannúðjeg eru gagnvart dýrum ber Alþingi áð nema úr gildi, oa það tafar- laust. Skiptir engu málj þótt um svakölluð meindýr sé áð ræða. Þýzki heimspekin'gurtnn Scho- penhauer sagði: „Það er öru&gt mál að sá maður sém er grjmmilegastur við dýrin ér ekkj góður maður“. Sama hlýt- ur að gilda um þjóð. Og fs- iendingar fara margir hverjir illa með dýr og ríkisvaldið gengtir á undan slífeu í sum- um tilfelium. ýmst með lagá- boðum eða hirðuleysi og nízku. íslendinigar eru því eftir þessu ekfei góð þjóð og ekki menningarþióð meðan svo er um breytni hennar gagnvart smæstu og vamarlausustu smælingjunum, dýrunum. Breytir þar engu um oflát- uh'gslegur meraningarlofsöngur forustumanna þjóðarinnar á helzt-u tyllidögum hennar. Ýmsir þjngmenn og ráðhérr- ar hafa kvartað undan þvérr- andj vjrðingu almennings fyr- ir æðstu stofnun þjóðarinnar, Alþingi. Það eru víst fá skipti sem Alþiugi hefur fjallað urri mál er varða dýraverndun án þess að verða sér til vanvirðu. Nægir að nefna. lögin um aflífun húsdýra er tók tvö ár að koma í gegn um þing- ið 1920—1922 'Og þr’jú ár tók að fá samþykkt lögin um vöri- un húsdýra 1930—'1933 Á*einu þinginu kostaðj báð níu umræður um frumvarpið Oir var síðan svæft. Svo sjaíf- sögð sem bæðí þessj lög éru. Sumjr þingmenn höfðu í frammi í þessum umræSum öllum hjnar furðulegustu og óhugnanlegustu staðhæfingár. Vonandj eykUr Alþingj sj'álft ekkj enn á slíkt virðjngar- leysj með þvj að gefa út lög, sem stríða gegn siðgæðisvit- und ailrq sæmileera manna Haukur 1» Oddgeirsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.