Þjóðviljinn - 06.05.1966, Page 6

Þjóðviljinn - 06.05.1966, Page 6
X g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 6. maí 1966 ATVINNU- OG HAFNAR- MÁL STEFNUYFI RL^SIiyG j ' ALPÝÐUBAN OAIAGSIilS Í BORGARIVIÁLUM Alþýðubandalaginu er Ijóst. að efnahagsleg vel- ferð borgarinnar og íbúa hennar, er bundin blóm- legum atvinnurekstri, þar sem hver maður hef- ur verk að vinna eftir starfsgetu og hæfni. Því mun Alþýðubandalagið beita sér fyrir eftirfar- andi verkefnum og lausn þeirra innan borgar- stjórnar Reykjavíkur: 1. 2. 3. 4. Gerðar verði ráðstafanir til þess, að borgarfull- trúar eigi á hverjum tíma, aðgang að réttum upplýsingum um atvinnuástand í borginni, þann- ig að glögg heildaryfirsýn sé ’jafnan fyrir hendi um atvinnulega þörf borgarbúa. Þá skal það skoðað innan verkahrings borgarstjórnar að koma í veg fyrir samdrátt innan atvinnuveganna sem leitt gæti til skorts á vinnu. Til að auðvelda betta verkefni verði samin áaetlun um æskilega atvinnu- lega framþróun í borginni á vegum einstaklinga, félaga og borgarinnar sjálfrar og þessi framþró- un örfuð með tiltækum ráðum ef þörf gerist og atvinnuleysi þannig fyrirbyggt. Borgarstjórnin sjái um, að tiltækar séu með stuttum fyrirvara lóðir, handa þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem byggja vilja atvinnufyrir- tæki'í borginni, svo enginn þurfi af þeim ástæð- um að flvtja atvinnúrekstur sinn út fyrir borgar- mörkin Þá beiti borgarstjórnin sér fyrir þvi, að alltaf sé fyrir hendi nægilegt rafmagn. á hóf- legu verði til iðnreksturs og annarra atvinnu- þarfa í borginni og uppbygging iðnaðarins þann- ig auðvelduð. Borgarstjórnin stuðli að aukinni útgerð héðan írá Reykjavík svo og stórauknum fiskiðnaði, með öll- um tiltækum ráðum. í því sambandi verði Bæjarútgerð Reykjavíkur efld og þessu óskabarni íbúa Reykjavíkur sert kleift að komast unn úr því niðurlægjandi ástandi sem hún hefur verið sett í á síðustu árum, eigend- um hennar til stórtjóns. Togarafloti Bæjarútgerð- arinnar verði endurnýjaður með skuttogurum af þeirri stærð sem bezt hentar til að afla þessu fyr- irtæki hráefnis til vinnslu. Strax á vfirstandandi ári verði hafizt handa um smíði fvrstu skipanna í bessari endurnvjun. Þá verði allar greinar fiskiðnaðarins sem Bæjarút- gerðin hefur nú með höndum, stórauknar, svo og nýium vinnslugreinum bætt við svo fl'jótt sem kostur er á. Stefnt verði að sem 'mestri fúllvinnslu allra fisk- afurða. t Jafnhliða slíkri uppbyggingu Bæjarútgerðar Revkjavíkur sem að framan segir, sem mundi gera hana að stærsta útflutningsfvrirtæki borgarinn- ar með fn1lkr>mnu fi5=k'<.f>rk<:miðinsniði. bá verði Bæiarúfa'erðin líka gerð að biónustufvrirtæki í bágu borgarbúa og sjái beim fvrir nýium og góðum fi«kii til daolevrar név/lu. svo o» fullunn- um fiskafurðum á markað borgarinnar og nær- liggjandi staða eftir því sem þróunin leiðir í ljós að heppilegt sé. Myndi það efla rekstrargrund- völl þessa fyrirtækis, jafnframt því sem það tryggði hagsmuni fólksins, en þetta tvennt getur farið og á að fara saman. Til að tryggja þennan tvíþætta rekstur Bæjarútgerðar Reykjavíkur, þar sem meginuppistaða vinnslu hráefnisins yrði tog- arafiskur, bá láti borgarst’jórnin einnig smíða nokkra vélbáta handa Bæjarútgerðinni og tryggi henni þannig úrvalsfisk af nærliggjandi miðum, svo sem hér úr Faxaflóa. Borgarstjómin snúi sér að því í' byrjun næsta kjörtímabils, að ákveða með hjálp sérfróðra manna heppilegan stað, sem hafi upp á að bjóða nægjanlegt landrými undir dráttarbraut og þurr- kví, utan núverandi hafnarsvæðis. Staðurinn skal valinn með tilliti til þess, að þar geti fram farið ekki aðeins viðgerðir og viðhald á fiskiflotan- um, heldur líka á verzlunarflotanum, svo og ný- byggingar stálskina. Þá hafi borgarstjómin einn- ig forustu um, að myndaður verði íslenzkur fé- la^sskapur, sem taki að sér þetta framtíðarverk- efni. Atvinnuframkvæmdir, sem borgin sjálf annast, skulu á öllum tímum vera vel undirbúnar og við þær framkvæmdir skal nota fullkomnustu tækni sem völ er á. Þannig á borgarstjómin að ganga á undan með góðu eftirdæmi og hafa um það forustu á hvern hátt ný tækni er tekin í þjón- ustu við framkvæmdir í borginni. 8. Jafnhliða framkvæmdum við væntanlega ,,Sunda- höfn“ skal haldið áfram uppbygsingu núverandi Reykjavíkurhafnar. Stefnt sé að því að útbúa sem bezt skilyrði fvrir fiskiskinaflotann í vestur- höfninni. Þá verði fundinn heppilegur staður fvr- ir smábáta borgarbúa og byg.gð bátakví, sniðin -við hæfi þessara báta, þar sem eigendur beirra hefðu athvarf og griðland fyrir báta sína. Hraðað verði framkvæmdum að unpbyggingu nýrra hag- anlega gerðra vörugevmsluhúsa við austurhöfn- ina. í samræmi við kröfur tímans, og við bað miðað að hægt sé að beita' fullkomnustu tækni við út- oe unpskipun samhliða afgreiðslu á vörum úr húsunum. Alþýðubandalagið vill leggja á það sérstaka á- herzlu innan borgarstjórnar, að við nýjar hafn- arframkvæmdir svo og við fullnaðar útbygg- • ingu á núverandi Reykjavíkurhöfn, verði tekið fullt tillit til þarfa útflutningsiðnaðarins og hon- um séð fyrir nægjanlegu landrými undir vinnslu- stöðvar sem næst höfnunum sjálfum. Þau mis- tök sem áður hafa verið gerð hér á þessu sviði, þegar fiskiðnaðarfyrirtæki hafa verið hrakin burt frá höfninni, mega ekki endurtaka sig. Þá skal á hverjum tíma sjá um, að fyrir hendi sé við fiskiskipahöfnina heppilegt geymslurými í þágu bátaflotans til geymslu á veiðarfærum og til ann- arra þarfa. Leigu fyrir slíkt húspláss skal jafn- an stillt í hóf, svo og gjöldum fyrir aðra þjón- ustu við fiskiskipaflotann. HEILBRIGÐISMÁL 1 Alþvíiubandalaeiíl vill beita sér fyrir eftirfar- andi ráð't^^uniim f heilbrigðismálum: Heilsuvernd Áætlun sé gerð um útrýmingu alls heilsuspill- • andi húsnseðis í borginni. Áherzla sé fyrst og fr<=mst lögð á útrýminpu hinna fjölmörgu óhæfu íbúða í eigu borgarsióðs. i Starfsemin í Heilsuvemdárstöð Reykjavikur verði '• efld og nýium starfsgreinum bætt við. svo sem almennri geðvemd, heilsuvemd aldraðs fólks og sjónvernd. i Eftirlit með almennum hollustuháttum á vinnu- stöðum verði hert og strangar kröfjm 'ærðar um slvsavarnir þar. Ennfremur sé gengið rfkt eftir, að vamir gegn atvinnusjúkdómum verði auknar 4 og slíkir vinnustaðir háðir nákvæmu eftirliti. At- hugað verði hvort ekki sé rétt. að sérstök deild í Heilsuvemdarstöðinni ræki þennan þátt heilsu- vemdar. Sérfróðir menn verði fengnir til að framkvæma * ítarlega og hlutlæga rannsókn á áfengisvanda- * málinu í borginni, svo sem nú er gert í öðrum höfuðborgum Norðurlanda. Skal síðan á grund- velli þeirrar rannsóknar gera öflugar ráðstafanir til umbóta á því sviði. 5Aukið verði eftirlit með hverskonar matvöru, sem • hÖfð er á boðctólum í borginni. Sjúkrahjálp IÞegar á næsta ari verði hafin: bygging B-álmu • Borgarsjúkrahússins 1 Fossvogi. Þörf þeirrar bygg- ingar verður brýn á næstunni, enda nýting s’júkra- hússins mjög ófullkomin á meðan hana vantar. | Undirbúinn verði rekstur hjúkrunarskóla í sam- bandi við sjúkrahús borparinnar. Jafnframt er nauðsynlegt að grundvölluð verði kennsla í hin- um ýmsu starfsgreinum innan siúkrahúsa (að- stoðarhjúkrun, rannsóknir, félaesmál siúkra- þjálfun, föndur o.fl.). Skal pkinulagnine bessa þáttar fara fram í samvinnu við ríkisvaldið. [Haldið verði áfram endurskoðun læknisþjónust- • unnar utan sjúkrahúsa í því skyni að hún nýtist sem bezt og komi borgarbúum að sem fyllstum notum Tannlæknaþjónustu í skólum borgarinnar verði '• sem allra fyrst komið í sómasamlegt horf.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.