Þjóðviljinn - 15.05.1966, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 15.05.1966, Qupperneq 1
SJOMANNADAGUR Sunnudagurinn 15. maí 1966 — II. blað Sfórfelldar breyfingar hafa orð/ð á veiSitœkni siSusfu árafugina, en sildin reynisf enn œSi s/ygg og off sfopul Svípull er sjávaraílinn, segir í gömlu íslenzku orðtaki, og lengi haía þessi orð átt betur við síld- ina en nokkurn annan nytjafisk við Islandsstrend- ur. Háttsemi þessa silfraða og sprettharða fisks hefur löngum reynzt mönnum lítt leysanleg ráð- gáta og óvissan við síldarútgerðina oft á tíðum engu minni en jafnan fylgir þátttöku og miðakaup- um í happdrætti. Á dögum frumstæðs veiðibún- aðar og takmarkaðra hjálpartækja gat til beggja vona brugðið um afkomuna hjá útgerð og sjó- mönnum; reyndist síldin stygg og stopul — og það vildi tíðum brenna við — varð afraksturinn ekki upp á marcra fiska í vertíðarlok. En væru aðstæður hagstæðar og síld í ríkum mæli á mið- unum mátti fá drjúgan hlut á skömmum tíma. Og vonin um góða veiði lokkaði alltaf stóran hóp á hverju sumri í síldarævintýrið. Síðustu árin hafa miklar breytingar orðið á síldveiðunum hér við land. Veiðitíminn hefur lengzt til muna, og gjörbreytt veiðitækni með til- komu fullkominna fiskleitartækja og veiðibún- aðar veldur því að nú er lotterí síldveiðanna ekki eins óútreiknanlegt og óvíst og fyrrum. Vegna kraftblakkaiinnar og fisksjárinpar eru viðhorf breytt. Og þó hefur ævintýrið ekki yfirgefið síld- ina; enn fyllist stór hópur marina spenningi happ- drættisins þegar líður að sumarsíldveiðum. Upp- haf þeirra er ekki fjarri; lokadagurinn var á mið- vikudaginn, fyrir nokkru var hafin skipuleg síld- arleit fyrir Austurlandi, útvegsmenn búa skip sín til veið.a, verksmiðjur í landi eru standsettar og hreinsað er til á plönum söltunarstöðvanna — hvarvetna búast menn til starfa af krafti. í dag, á sjómannadaginn, þykir Þjóðviljanum hlýða að helga hluta af þessu aukablaði síld og síldveiðum — og verða þá einkum rifjaðir upp fyrri tíma starfshættir við veiðarnar. Sjá frásögn og myndir á 5. síðu / Hún er jafnan mörg saman í miðaldaævintýri einu af kóngssyni og kóngsdóttur er söguhetjan spurð að því, hver fiskur hann vildi helzt vera. „Það ætla ég, að ég vildi helzt síld vera“. ,,Hún er þó smálegur fiskur, eða hví viltu hún vera?“ ,,Því,“ segir hann, ,,að hún er jafnan mörg saman, en mér þætti því betur, sem mér fylgdi fleiri“. / Fögur var sú síldin 1 gamalli íslenzkri þjóðvísu er vel vaxinni stúlku líkt við síld: Hann fór um hana höndunum eftir sinni vild, hún var mjó sem önnur síld. i Og í annarri vísu segir: Fögur var sú síldin í vöggunni lá og sá sveinninn, er svaf þar hjá. Gefí guB sild að landinu Annars er síldar ekki getið .að neinu ráði í íslenzkum sögum eða lagaákvæðum fram eft- ir öldum og voru þó ýmis ákvæði um síld og síldfiski í fornum norskum lögum, svo sem í Frostaþingslögum. Eitt ákvæði þeirra er um það að ef guð gefi síld að landinu megi menn veiða hana jafnt á sunnudögum sem öðrum dögum. Þeirrar tíðar mönnum hefur verið ljóst, að grípa varð síldaraflann með- an hann gafst — ekki væri treystandi að síld- in héldist lengi við landsstrendur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.