Þjóðviljinn - 15.05.1966, Page 3

Þjóðviljinn - 15.05.1966, Page 3
Sunnudagur 15. maí 1966 — ÞJÓÐVIUINN — SlÐA J STÝRIMAÐUR Á SJÓ OG í LOFTI Viðtal við Höskuld Skarphéðinsson ( Á snyrtilegu maíkvöldi mjakast undirritaður inn eftir Suðurlandsbraut. Meðal þess sem fyrir augu ber eru malbikunarvélar borgarinnar: þær eru á síðustu stund látnar gera tilraun til að slétta pólitískar hrukkur af ásýnd Geirs og hans félaga. Fjölmargir taka að sjálfsögðu ekki séflega mikið . mark á slíkum umsvifum í nánd við kosningar: Skal nú einmitt haldið til stuttrar viðræðu við einn þeirra manna, Höskuld Skarphéðinsson, nýtt nafn á lista Alþýðubandalags til borgarstjórnar- kosninga, stýrimann bæði á sjó og í lofti — þótt undarlegt megi virðast. Höskuldur . Skarphéðinsson býr í háhýsi við Sólheima ásamt konu sinn; Jónínu Ósk- arsdóttur og bömum þeirra tveim Ungur maður, fæddur J932 -— E'kkj átt þú ætt þína að rekja til sannra Vesturbæinga? —> Nei. ég er fæddur Bild- dæiingur. Og ég geri ráð fyr- ir því að saga mín sé svipuð og margra annarra úr þeim plássum. Ég fór á sjó um lejð og ég fengi sæmilegum vett- lingum valdið: rækjuveiði og dragnót £ Amarfirði, síðan á síld, þá , á togara. Þaðan lá leiðin í Stýrimannaskóiann. sem ég lauk við 1955. Þegar ég hafði verið stýrimaður á togara um skeið fór ég til Nor- egs að fá utanlandssiglinga- tíma Qg var þar í halft arrnað. ár og tók svo farmanninn hér hoima 1958. Þegar svo frægt strið brauzt út á milii íslend- inga og Breta, fór ég í sjó- herinn. ★ — ‘17'ar það skemmtiiegt stríð' T sem þið landhelgismenn stóðuð í þá? — Það gat ýmisleigt skemmti- legt komið fyrir. mikjl ósköp. Þegar ég var á Þór kom það einhverju sjnni fyrir að við skutum úr rifflum niður bauju fyrir brezkum togara. Togara- menn tóku ekki eftir því með hvaða hætti þetta gerðist: bauj- an var öinfaldlega horfin allt í einu, en þejr urðu ákaflega æstir og kölluðu á herskip á vettvanig og hófu upp klö'gu- mál — úr þessu varð skemmti- legt þras. f viðtalinu er m.a. talað um það ágæta þorskastrið sem íslendingar áttu í við Breta. — Þessi mynd birtist í Evcning Standard, brezku blaði við upphaf styrjaldarinnar — má vcra að teiknarinn hafi ekki farið svo fjarri hugmyndum brezks almcnnings þá um íslcnzku varðskipin. VVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVWVVVVVVVtaMVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVt VVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV v Vorljóð Sólin góða sendir yl, sumarljóðin vakna. Vetraróðs með ofsabyl ei mun þjóðin sakna. Lindin kliðar létt og hrein ljúfum friðartónum; særinn niðar hljótt við hlein; hríslur iða krónum. Vorið syngur, fiðlar foss fullur kyngihljóðum, strýkur slyngum yfir oss ástar fingurgómum. • Fuglar kvaka unaðsóm, ástar vakin hlýja. Vindar slaka; í vígaróm vængjum blakar kría. Skal nú vænum skrýdd á ný skrúða grænum jörðin. Himinblænum andar í allífs bænargjörðin. Syngur lóa dírrindí, drýpur nóg til fanga; vellur spói vallmó í vaktir skógar anga. Dreifast h’jarðir vors um vang vítt ákvarðað svæði, syngja um arð og fæðufang fósturjarðar kvæði. Ylna manna hjörtun hörð, hugans fannir slakna, mátt sinn kannar móðir jörð, menn til anna vakna. Góða vor, um bæ og ból bræddu úr sporum klaka. Þeirra torleið signdu, sól, sem að þora að vaka. Frímann Einarsson. w uvv\u\vu\uvvu\vn\mvnvuvu\\vvwvHuvunvmnAuuuuvuviuu\uuummu\vvv\u\vvvuawuvvuwv Ilöskuldur Skarphéðin,sson. tvíræða — ef menn vilja fá einhverjar breytingar fram, þá verða menn að bindast sam- tökum, taka þátt í pólitísku starfi. annars verður allt vjð það sama — eins og lrggur í augum uppi. — Af hverju hefur þú helzt áhyggjur? — Húsnæðismál verða að sjálfsögðu efst á blaði, það hlýtur að vera mesta áhyggju- efnj ungs fólks að ei©a sér fastan samastað. Það er ekkert sældarbrauð að ejga sinn næt- urstað undir náð húseigenda — en vilji menn komast hjá því er í dag ekkf um annað að gera en leggja nótt við dag til að-leysa þennan vanda — á kostnað fjölskyldulífs á kostn- að hugðarefna sinna. Um þetta hefur margt verið skrifað og mætti skrifa’vog tala endalaust. Og ég treysti Alþýðubandalag- inu bezt til að ráða fram úr þessum vanda. — Finnst þér að fleirum fari sem þér, að vilja gerast virkari í stjómmálum en áð- ur? •— Já, mér finnst ég hafa orðið þess töluvert var, að fólk gem hefur verið á svipuðu róli og ég, sé komið á þá skoðun, að það þurfi að taka þátt í samtökum til að spoma við þeirri þróun sem hefur orðið undanfarin ár' og í því að ný stefna verði mótuð. En í bardaga, sem heitið gæti lentum við fyrst þegar ég var á Maríu Júlíu — það var út af Bjargi þegar við fór- um um borð í Penther. Skips- menn voru hjnir yerstu og þar • urðu nokkur slagsmál. Ég held við hefðum haft mikla mögu- • leika á því að koma þeim tog- ara inn, en okkur var skipað á brott. Fyrir einhvern mis- sk,ilning varð bátsmaðurinn á Maríu Júlí'U einn eftir um • borð í togaranum, og ætluðu þeir þá heldur en ekki að þjarma að honum Sóttu þeir að honum með spanna, en það var kraftur í karli —' rykkti hann öðrum spannanum af þeim og lögðu þeir þá á flótta, Það sauð i mörgum þessa daga: einhverju sinni komum við að togara út af Gletting, og skipsmenn gerðu sig líklega til að vama okkur uppgöngu með öxum og sVeðjum. — Þú hefur lent í herleið- ingu? — Það var miklu seinna, löngu eftir þorskastríðið. Það var í fyrravor að komjð var að togaranum Aldershot út a.f Digranesi. Hann lagði á flótta og var eltur, og gafst hann ekki upp fyrr en föstu skotj hafði verið skotið nálægt hon- um Fórum við um borð tveir stýrimenn, og þótti okkur auð- sýnilegt, að hann hefði höggv- ið frá, en skipstjóri þrættþ og sagðist hafa misst tróllið. Hann fór svo með okkur yfir í Þór og lofaðj að halda sömu leið til baka en við mundum reyna að slæða upp trollið þar sem við töldum hann hafa verlð að veiðum. Urðu.m við eftir í Aldershot tveir stýrþnenn og ‘ áveir hásetar. Þegar svo var bújð að keyra nokkrar mílur stoppar skipstjóri og vildi ekki lengra, það verður nokkurt þóf, hann talar við sitt útgerð- arfélag og setur síðan á fulla ferð til Englands, seíjir að mik- ið liggi við, að hann nái í markað þar á tilsettum degi. Við mótmælum vitanlega en þá kallaði óvinurinn til menn og gerðu þeir sig líklega til að ráðast upp í brú og híöfðu axir á lofti, varð að halda þeim í skefjum með byssum. Þá nagldu þeir aftur aðra hurð- ina en héldu vörð um hina. Á þessu gekk fram á nótt en þá fengum við leyfi til að beita byssum og yfirleitt öllum til- tækum ráðum til að stöðva togarann. Þetta mál verður líklega dæmt í hæstarétti inn- an skamms — Og nú ert þú orðinn stýri- maður i lofti? — Já, ég hef verið á nýju flugvélinni. Sif, síðan í fyrra- haust og verð ejtthvað áfram. Mér skilst að það eigi að gefa stýrimönnum landhelgisgæzl- unnar kost á að vinna á henni til skiptjs. Það er annars skemmtilegt fyrir mig, að svo vildi til, að ég var með í að takaN fyrsta togarann sem Sif fann að hæpnum veiðum — hann var brezkur. w ★ — nn ert lentur > V* stjómmálum? — Ég skal játa að ég hafði eiginlega aldrei ætlað mér að gera það en ástandið í dag er orðið þannig, a^ mér finnst, að þejr sem hefðu ef til vill ekki kosið sér annað hlut- skipti en vera hlutlausir á- horfendur geti það ekki leng- ur. ‘ Ég hef auðvitað haft minar skoðanir á stjórnmálum. ver- ið vinstrimaður, en látið þar við sitja. Viðhorf mitt í dag er hinsvegar það að það þurfi að taka beina afstöðu o? ó- ★ — TVTú fer sjómannadagurinn 11 í hönd — hvað finnst þér um þennan hátiðisdag? — Mér hefur alltaf fundizt að binn ei-ginlep-i sjómannadag- ur væri lokadagurinn, ellefti maí, þess varð ég sérstaklega var meðan ég var fiskimaður. Sjómannadagur undanfarjnna ára hefur mér furj/lizt heldur innantómur og einíum til þess gerður að gefa góðum — og vondum — ræðumönnum tilefni til að tala Þar að auki er ver- ið að ramba með þennan dag til og frá ejns og jólin í Del- iríum búbónis. Nei væri þá nær að sjómenn heimtu af löggjafanum lögboðinn sjð»- mannadag, sem haldjnn væri m«ð reisn og á þann hátt að þeim finndist. að þessi dagur kæmi þeim við. 1 * á.b. k'VVVVY/VVVVVVVVVVVVlVVVVVVVV'VVVVVVVVVVVVVVVVVVWWWVVVWVWWWWWWWWWWW Rose Nyland: Steinar í læk (Lag: Fyrir fortjaldinu úr „Drei Grosohen Oper“: Og hákárlamir hafa ténnur, / hafa tennur, beittan kjaft. / Maður nefndur Maggi dólkur / meistari í að fitla um skaf t). Sumar og haust og vor og vetur um víðikjarrið lækinn ber- Elsku tungl, þér veit enginn betur, hvort ást á þak yfir höfði sér. Þegar víðir, grænar grundir gleður augað — nóttin björt, þá eru kossar þessar stundir þegnir bæði fast og ört. Þótt sól og máni um loftið líði og leggist yfir jörðu húm og sumir aki og sumir ríði, suma vantar hjónarúm. Okkar líkami er svo gjörður, og eftir því er mórallinn. Vér erum steinar, agnarörður, og yfir oss streymir lækurinn. (Þýtt af Sveini Bergsveinssynf í Berlín, 17. marz 1966.) 'VX'WVWIVVWVVVVVVVVVVVIVVVVVVV'VVVWVWVVVVVIVIVVVVVVVVVV'VVVVVVVVVVVVVV'VVIVVI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.