Þjóðviljinn - 15.05.1966, Síða 7
Sunnudagur 15. maí 1866 — ÞJÖÐVXLJINN — SlÐA ’J
reykrör Það sem lá frá elda-
vélinni, sem var í lúkarnum,
og því ekki haegt að hafa þar
hita eða laga kaffi til að
hlýja sé á en svo idla f ór
þó ekki að Það f*rj fyrir borð,
þvi það var handsamað á floti
og bundið, að ég má fullyrða
vel, og einhverju troðið í gat-
ið sem var á dek-kinu svo
minni sjór færi niður, því ó-
hugsandi var að festa rörið
aftur á sínum stað eins og
ástatt var.
Fór veðurhaeðin nokkuð
minnkandi eftir Því sem vest-
ar dró en sjój- engu minni og
mikil snjókoma. Gekk þetta
svona tiðindaiaust fram á
mánudag að við sáum fyrst
land, en óglöggt þar sem við
vorum alllangt frá þvi. Hafði
skipstjórinn passað sig með
að vera sem fjærst landi.
Þegar landið sást var snúið
að því o? reyndist þetta vera
Stigahliðin; var þá ákveðið að
fara inn á Önundarfjörð. Þeg-
ar uppundir land kom, var far-
ið að draga úr sjónum og
var Þá farið að reyna að koma
reykrörinu á sinn stað og
staga það eins og áður var
og þrífa lúkarinn sem emgin
með þvi og þá að taka á okk-
ur náðir og njóta hvildar i
sælum svefni.
En það fór þama sem oftar
að þar f«r öðruvisi en setlað
er. því rétt þegar allt var að
komast í ró og þeir tveir sem
áttu fyrst að vaka og gæta
skipsins litu upp, kom Jakob
dragandi sín legufæri en stöðv-
aðis-t rétt framan við stefni á
Njáli. og varð því að standa
til skiptis með friholt á miUi
skipanna þar til siðarj hluta
naetur, að' veðrið lægði það
mikið að skipsmenn á Jakob
gátu dregið legufærin inn og
fært sig innar í höfnina.
Þama var legið í tvo daga;
þó allir væru ebki búnir að
jafna sig eftir volkið var eng-
in værð eða árangurs von að
biðjast hennar.
Var þá orðið sæmilegt veð-
ur og lagt út til veiða. Var
farið austiur fyrir . Isafjarðar-
djúp og þar lagzt. Þar var illa
tekið á móti agninu, og þó
sæmilegt veiðiveður fyrsta
dægrið, en fór þá að storma
og bættist í það með auknum
sjó, og eftir tvo sólarhringa við
lélega veiði, nokkurt frost og
hríðarveður vai'ð að leysa og
Til vlnstrl er svonefndur talíukrókur en hægra megin á mynd-
inni er hákarlasókn: Við öngulinn eru hákarlahlckkirnir festir. I»á
kemur vaðsteinninn og bálkurinn til vinstri.
vanþörf var, þar seim allmikill
sjór hafði farið niður og svo
allflestir sjóveikjr og sumir
niðri allan tímann en aðrir
það harðarj að vera uppi af
og til á sínum vöktum. Var
skipstjórinn sjóveiíkur engu
síður en aðrir. enda var hann
það all-a sína sjómannstíð. en
hann sýndi þar sem oftar karl-
mennskuna og þrekjð. því hann
stóð allan tímann við stjóm,
enda var það okkj á færi með-
almanns að hafa stjórn sikips-
ins á hendi í þessu ferðalagi.
en slíkt má telja með einsdæm-
um að standa á bersvæði í
slíku veðri frá því á aðfara-
nótt sunnudags og þar til á
mánudag, þaf sem ekikert stýr-
ishús var á skipinu. Vorum
við stundum að ee4.a þess til.
að hann mund{ búa að hinu
viðurkennda sauðakjöti á
Siglunesi, en þar var fé talið
bera af, hvað vænleika snerti.
Landlegur
Þegar inn á' Önundarfjörð
kom voru þar no-kkur skip
sem öll voru á handfæraveið-
um, og þá á veiðum út af
Vestfjörðum þegar hriðarbyl-
urinn skall á. sem var nokkuð
siðar en við urðum hans var-
■r Var því stutt fyrir þau að
leita hiafnar. Meðal þeirra,
skipa var Jakob frá Akureyri,
og lögðumst við nokkuð fyrir
^ftan hann. Þóttumst við allir
fullsaddir af ferðálaginu og
fórum að ylia ok'kur á kaffinu
og neyta þess sem hve.r hafði
leita lands. Var þá fariðtil Að-
alvíkur.
A dansleik
Laugardaginn 27. marz um
kvöldið var dansleikur á Aðal-
vík, og fórum við nokkrir
þangað. Sumir höfðu með sér
að heiman skó til að vera á, en
þeir sem ekki höfðu þá létu
sjóstígvélin duga og var ekki
sjáanlegt að dömumar hefðu
neitt við það að athuga að
dansa við okkur sem vorum
sjóaralegir í fótabúnaði.
Skemmtum við okkur vel og
virtist svo með alla, þó ekki
væri margmenn hljómsveit,
því þar var eins og víðar á
þeim tímum einföld harmon-
ika.
Morguninn eftir var farið til
veiða. Var það pálmasunnudag-
ur, norðan kaldi og nokkur
sjór, bjart vgður en nokkur
bakki til haisins og fljótlega
fór að blása aftur og sjór að
þyngjast. Nú ætlaði gamli mað-
urinn að þráast við að fara
að landi. Var ekki mjög mikil
hríð og sást til lands öðru hvoru,
en tæplega hægt að vera að
veiðum. Eftir allstóra kviku,
sem gekk yfir skipið, lagðist
það flatt við vindi og var þá
auðráðið að legufæri hefðu
slitnað. Var eins og Odd hefði
eitthvað órað fyrir þessu, því
fyrir stuttu .var hann kominn
alverjaður f káetukappann og
stóð þar svo við þurftum ekki
lengi að biða eftir fyrirsögn
hvað gera skyldi. Vai* nú stjóra-
færið dregið inn á handspilinu
af nokkrum hluta skipshafnar,
en hinir undirbjuggu seglin,
svo þau væru til, þegar spil-
mennirnir voru búnir með sitt
starf. Var stefna tekin á Aðal-
vík og gekk landleiðin án þess
að verða fyrir teljandi áföllum
upp á víkina, og þar var lagzt.
Gekk þetta svona um lengri
tíma. að það var farið út til
veiða Og aftur til Jands eftir
1-2 sólarhringa og ávallt var
það Aðalvík sem varð fyrir val-
inu.
Rennt fyrir fisk
Um miðjan apríl voru flestir
orðnir frekar tæpir með mat og
fór því skipstjóri til fundar við
kaupmann sem var á Aðalvík,
Guðmund Sigurðsson að nafni,
en hann fluttist síðar til Siglu-
fjarðar. Vildi Guömundur allt
fyrir okkur gera sem hann gat,
en birgðir voru af skomum
skammti. Því var af góðum hug
skipt á milli okkar sem á skip-
inu vorum, en það voru ekki
fjöibreyttar fæðutegundir sem
beöið var um.
28. apríl var sumardagurinn
fyrsti. Var þá farið til veiða í
góðu vcðri, sólskini og hæg-
viöri, en nokkur sjór og bakki
til hafsins. Var nú leitað á þau
hákarlamið sem bezt eru talin
og þar lagzt. Renndu þar allir
vöðum sínum, en Oddur skip-
stjóri sagðist ætla að vita hvort
ekki væri hægt að ná í fisk í
soðið, þvi að lítið höfðum við
haft af þeirri vöra til matar.
Renndi hann færi. sem einhver
átti í skipinu, og tókst það vel,
og fljótlega og var farið að
sjóða. En það ætlaði ekki að
ganga vel að komast til að
njóta krásarinnar því hákarl
gaf sig fljótt til og því var nóg
að starfa. Var Oddur búinn að
draga allvel af fiskinum en síð-
ast kom hann með hákarl, sem
hafði krækzt í nösina, og sagði
hann þá að bezt væri nú að
skipta um veiðarfæri, og var
þáléttur í lund að venju. Bjó
nú út aukatæki sem var ávalit
haft fremst á skipinu og kallað
kempa, en þegar það tæki var .
notað, voru fimm tæki úti sem
kostaði meiri vinnukraft og þv£
sett á þriðjungavaktir sem
kallað var, þ.e. átta voru á
dekki en fjórir niðri.
Þarna var sæmilegt veður. en
vaxandi stormur og hríðarveður
sem jókst þó svo að eftir rúm-
an sólarhring var orðið illfært
við veiðar, en þar sem þetta
var það líflegasta sem viðhöfð-
um komizt í vildu allir halda
sig að verki meðan hægt var.
En Nj’áll réði því. f einni kviku
sem að skipinu reið, sitnaði
stjórafærið.
Var þá ekki annað fyrir
hendi en að leita lands, þar
sem skipið hafði slitið tvisvar
en við ekki haft nema eitt vara>-
dregg. Þótti því mestar líkur
til að fsafjörður væri sá stað-
ur sem úr þessu mundi geta
leyst og því farið þangað. Gekk
ferð þangað vel, en þar var
ekki um auðugan garð að
grisja. Hjá verzlun einni þar
var hægt að fá dreggið, en
keðjuna sem við það átti að
festa var ekki hægt að finna,
og má ótrúlegt heita á þeim
mikla útgeröarstsað.
Af tilviljun hitti skipstjórinn
góðkunningja sinn frá Siglu-
firði, Jón, Barðason að nafni,
sem þá var með bát frá Akur-
eyri og hélt út frá ísafirði.
Tjáði Oddur honum sín vand-
ræði. en Jón taldi að það hlyti
að vera hægt að finna þetta bg
fóru þeir báðir að leita en án
árangurs. Taldi Jón að ófært
væri að una við þessi málalok
og sagði að þeir skyldu koma
ofan að báti þeim, sem hann
var með, en hann hét Skai-p-
héðinn. Tók hann þar af vara-
keðju bátsins það sem þeir
töldu duga og lánaði okkur. en
því var skilað aftur þegar Jón
kom norður.
friður við veiðar. Var það 10.
maí að við vorum að veiðum og
skall þá á okkur einn hriðar-
bylurinn, svo að ekki var fært
að vera við veiðar. Var því
leyst bg tjáði skipstjóri okkur
að þar sem- ís hefði verið
skammt undan áður en hrið
skall á, ætlaði hann að fara
heim enda var útivist okkar
orðin alllöng og allir glaðir yf-
ir því. Var nú tekið strik djúpt
fyrir Skaga.
Þegar við vorum komnir
nokkuð austur í Húnaflóa var
korpið inní þéttan ís. svo að
ekki var hægt að snúa við.
Varð skipið á stuttum tíma al-'
gjörlega fast í ísnum, svo að
ekki varð því rótað. Leið nokk-
ur tími að ekkcrt var hægt að
gera og beðið meö þá von að
ísinn greiddist. en það varð
ekki, heldur þvert á móti. En
til þess að reyna eitthvað, var
fariö að kanna, hvort hægt
væri að ganga ísinn og reynd-
ist svo. Var þá tekið stjóra-
færið og það dregið á enda og
fest um ísjaka og síðan reynt
að spiia skipið áfram með þvi
að stjaka frá kinnung þess
þegar stjórafærið var strengt.
Mjakaðist þetta lítilsháttar á-
fram stundum en oft ekkert.
Var nú haldið áfram með þetta
langt fram á nótt, en þá hætt,
enda allir búnir að fá sig full-
þreytta og enginn árangur af
þessu sjáanlegur eins bg þá
stóð.
Þegar við vorum búnir að fá
okkúr kaffi, bað skipstjóri ein-
hverja tvo að taka vakt það
sem eftir væri nætur og fylgj-
ast með ef ísinn færi að lóna.
Fóru þá menn að tínast upp í
kojur sínar og enginn gaf svar.
Varð endir sá að það lenti á
Sigurði Guðmundssyni, bónda
á Vatnsenda í Héðinsfirði, full-
orðnum og gætnum sjómanni,
og bað hann mig að vera með
sér sem ég og gerði. Var eins
og áður er sagt stórhríð og
hvergi sást í land. Vissum við
ekkert hvert okkur bar með
ísnum. Um nóttina hægði en
snjókoma svipuð.
Þegar á morgun leið hitaði
ég kaffi og vakti þá sem sváfu,
en síðan fóram við Sigufður
að sofa. Þegar allmikið var á
.dag liðið vöknuðum við og
hafði ekkert gerzt; enginn vissi
nákvæmlega um stöðu skipsins,
þar sem hvorki sást til lands
eða sólar, en allar líkur til að
rekið væri inn £ Húnaflóa.
Þegar kvöld var komið og allri
viðleitni til að komast áfram
var lokið, tókum við Sigurður
næturvaktina aftur, en aðrir
fóru að hvílast, þó sumum yrði
ekki svefn vært. Þótti þeim
\) I
'iy.fi
. .V.
■l.
í
Fastir í ís
Var nú farið að skána veð-
ur og lagt til veiða. Áfram
héldust eilífar óstillingar, aldrei
Hákarlaskálmar.
Svona litu þau út flest norðlenzku hákarlaskipin, sem gerð voru
út fyrir hálfri öld cða svo.
frekar óhugnanlegt útlitið og
vora engan veginn rólegir,
enda full ,alvara á ferðinni, því
að ef straumur hefði komið i
ísinn hefði hann fljótlega lagt
þetta gamla tréskip saman og
við staðið á ísnum, án þess
að nokkur von væri um björg-
un. Þá voru ekki til staðar
talstöðvar eða flugvélar til að
festa við von um björgun.
Ut úr ísnum
Síðari hluta nætur fór að
losna um ísinn nokkuð langt
frá okkur landmegin og hélt á-
fram að greiðast nokkur
raum, sem nálgaðist skip-
ið, og jafnframt létti dimm-
viðrinu nokkuð. Kom okkur
Sigurði saman um að ég færi
að hita vélina upp og hafa hana
til gangsetningar, ef ísinn losn-
aði sundur það að við gætum
eitthvað rótað skipinu. Hélt
þetta áfram að greiðast, svo
að líkur bentu til að við mund-
um komast í auðu vökina og
vöktum við því þá sem sváfu,
og þeirra ó meðal var vélstjór-
inn, Jón Kristjánsson, sem síð-
ar var vélstjóri hjá Rafveitu
Siglufjarðar.
Settum við nú vélina í gang
og var þá komin iandsýn og
ísinn það greiður að ákveðið
var að reyna að troðast áfram,
en rétt í því að lagt var af stað
sáum við skip koma að vestan
og þar sem virtist að áfram-
hald yrði á því að ísinn losn-
aði meir í sundur ákvað skip-
stjóri að bíða eftir skipinu.
Reyndist þelta vera Vonin frá
Akureyri.
Þegar Vonin kom til okkar
fóru skipstjórarnir að taka ráð
sín saman; m. a. var ákveðið
að hafa annað skipið í gangi
til að spara olíu. Rætt var um
hvort skipið ætti að vera á
undan fyrst. Sagði Guðmundur
Jónsson skipstjóri á Voninni
með sinni venjulegu léttu lund
og gleðibrag: „Mér er sarha þó
Vonin verði á undan fyrst, enda
þótt stefnið í henni sé brotið“,
en slripið hafði lent á ísjaka
og brotnað á nokkram parti inn
að byrðing.
Þetta kom þó ekki til, því
að ísinn lóriaði í sundur það
mikið að vonir stóðu til að við
mundum sleppa út úr þessari
ísbreiðu. Vora bæði skipin með
sínar vélar í gangi og farið eft-
ir þessari ísrauf sem myndazt
hafði, en hún hafði stefnu á
Skagaströnd, og sluppum við úr'
ísnum rétt þar fyrir utan, en
um hálfa sjómílu var auður
sjór út með. Var engu leift af
afli vélanna til að komast sem
fyrst fyrir Skaga. Vonin var
allmikið á undan, þar sem hún
hafði stcrkari vél en fór þó
ekki það langt að Guðmundur
fylgdist með okkur austur fyrir
Skagann sem var rétt hægt að
smjúga, en grannt var farið.
Þar sem Vonin ,var á undan
voru það þeir sem völdu leið-
ina og töldum við að það sem
Vonin færi mundi Njáli vei-a
fært.
í heimahöfn
Þegar fyrir Skaga kom var
vel rúmur sjór til siglingar og
komust bæði skipin til sinnar
heimahafnar, en allmörg skip
lentu inn á Norðurfirði og fjörð-
um þar nærri, en þar sem eng-
an kost var þar að fá handa
skipshöfnum þeirra var það ráð
tekið að áhafnirnar, sem flest-
ar voru úr Eyjafirði, gengu
heim en eftir voru í skipunum
2 og 3 menn til að gæta þeirra.
Vorum við glaðir að hafa
komizt á leiðarenda og var
morguninn eftir farið að losa
úr skipinu lifrina sem var þó
vart hægt að kalla því nafni,
þar sem hún var orðin eitt
mauk eftir allan þennan þvæl-
ing. Notaðar voru vatnsfötur til
að ausa upp í tunnurnar, sem
losað var með, en þær voru
dregnar upp á dragreipi sem
tveir menn tóku í, og var þessi
losun mjög óþrifaleg .vinna. Að
því loknu var skipið hreinsað
eftir föngum. Var þó hvorki
sápa né heitt vatn fyrir hen/i,
aðeins kaldur sjór. Má hfer
geta sér til um það, h- t su
gott loft hefur mvndazt í : i ifn-
klefa og í skipinu yfirleitt með
slíkan farm sem þer^íaa*.
Að þessu loknu var farið
með skipið út á höfn og þvi.'.„."
lagt þar, en bar sem áhöfnin'
bjó að heita mátti öll utan
kaupstaðarins, þá fóra flestir til.
sinna heimila. Ég og Stefán
Sveinsson voram búsettir á
Siglufirði og báðir á svipuðum
aldri. Bað því skipstjóri okkur
að búa í skipinu og gæta þess
sem við og gerðum.
Skipinu lagt
Nokkrum dögum síðar fór ís
að reka inn fjörðinn og sjáan-
lega mikið magn utan fjarðar.
Fórum við þá til verzlunarstjóra
Gránufélagsins á staðnum og
tjáðum honum að ís ræki inn
íjörðinn og óskuðum eftir að-
stoð til að koma skipinu upp
að bryggju, þar sem ísinn gæti
ella hrakið það að landi. Hann
brást illur við og sagði að það
væri skráður skipstjóri á skip-
ið og það því á hans ábyrgð og
sér óviðkomandi. En skipstjór-
inn átti heima á Siglunesi og
staddur þar þá stundina og því
ekki hægt að ná sambandi við
hann.
Voram við strákarnir von-
sviknir eftir þessar viðtökur,
ep þótti illt, þar sem við vor-
um beðnir fyrir skipið, að sjá
það reka upp í fjöra meðan ís-
inn um sig vafinn. Fórum við
því að hugsa, hverjar leiðir
væra færar til að koma okkár
áhugamáli í framkvæmd. Vissi
ég að maður að nafni Páll Guð-
mundsson sem bjó í næsta húsi
við mig hafði verið vélstjóri á
Njáli og ákváðum við að leita
hans hjálpar sem var auðsótt,
enda held ég að hann hafi fárra
bón neitað. Þóttumst við hafa
vel veitt og fórum við þrír i
skipsbátnum til að vinna að því
að koma skipinu á öruggan stað.
Þar sem ég minnist á skips-
bátinn vil ég. geta þess að það
var gaflkæna sem ekki fleytti
allri skipshöfninni á sléttum
Sjó, og voru það öll björgun-
artækin þar um borð; þar var
ekki einu sinni bjarghringur,
hvað þá belti, og má telja víst
að sá maður, sem hefði fundið
Upp á því að tala um að slíkt
yrði fengið um “orð í skip sem
Framhald á 9. síðu.
v