Þjóðviljinn - 02.06.1966, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 02.06.1966, Qupperneq 10
Ennþá unnið að myndun meirihluta í bæjarstjórnum ellefu kaupstaða Meirihluti eins flokks aðeins í Reykjavík, Neskaupstað og Ólafsfirði ■ Þessa dagana er unnið að myndun starfshæfs meiri- hluta í hinum nýkjömu bæj- arstjómum í kaupstöðum landsins. Aðeins í Reykja- vík og tveimur kaupstað- anna, Neskaupstað og Ól-' afsfirði, hlaut einn flokkur hreinan meirihluta bæjar- fulltrúa og Alþýðubandalag- íð í Neskaupstað hlaut eitt hreinan meirihluta atkvæða á bak við bæjarstjómarmeiri- hluta sinn. Meirihluti S'jálf- stæðisflokksins í Reykjavík lafir aðeins á því hve mörg atkvæði andstæðinga þess féllu „dauð“ og sömu sögu er að segja um meirihluta þess í Ölafsfirði, þar munaði raun- ar aðeins broti úr atkvæði að Sjálfstæðisflókkurinn tapaði meirihluta sínum eins og í Vestmannaeyjum og á Sauð- árkróki. Þjóðviljinn hsfur þegar skýrt frá því að á fyrsta fundi bæj- arstjómar Neskaupstaðar eftir kosningar var Bjarni Þórðarson er.durkjörinn bæjarstjóri og ,er það í 5. sinn sem hann er kjör- inn í þá stöðu. Baejarstjóm Ól- afsfjarðar hefur einnig haldið fund og var Ásgrímur Harfc- m<mnsson endurkjörinn bæjar- stjóri og er það í 6. sinn sem hann er kjörinn. Einnig varSig- valdi Þorleifsson endurkjörinn forseti bæjarstjómar. Þá verður fyrsti fundur borgarstjórnar R- víkur haldinn í dag og verður Geir Hallgrímsson væntanlega endurkjörinn borgarstjóri. I gær leitaði Þjóðviljinn sér upplýsinga um það hvað liði samningaviðræðum um myndun meirihluta í bæjarstjómum í nokkrum öðrum kaupstöðum en þær em víða enn skammt á veg komnar. Kópavogur Ólafur Jónsson bæjarfulltrúi H-listans í Kópavogi skýrði blað- inu svo frá að viðræður væru byrjaðar milli bæjarfulltrúa H- listans og Framsóitnarflokksins um áframhaldandi samstarf þessara aðila um stjórn bæjar- íns en núverandi bæjarstjóri í Kópavogi er Hjálmar Ólafsson, en forseti bæjarstjórhar var Ól- afur Jensson. Fyrsti fundurhinn- ar nýkjömu bæjarstjórnar verð- ur væntanlega haldinn um miðj- an þennan mánuð. Hafnarfjörður Hjörleifur Gunnarsson bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði sagði að enn væri ófáðið hvenær bæjarstjómin héldi fyrsta fund sinn. Sjálfstæð- isflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn halda sameiginlega meiri- hluta sínum í bæjarstjórninni þótt hvor flokkur um sig tapaði einum bæjarfulltrúa til óháða listans og Framsóknarflokkurinn þeim þriðja. Bæjarfulltrúar ó- Ný flugleið 'il Kína PARÍS V/6 — Samkosnulag hef- ur náðst milli Frákklands og Kínverska alþýðulýðveldisins að koma upp fyrstu flugleiðinni milli Vestur-Evrópu og Kína. Samkvæmt samningnum sem var birtur í dag verður flogið á milli Parisar og Shanghai um Karachi og Pnompenb, höfuð- borgar Kombodja. Franska flugfélagið Air France er sagt áætla að hefja ferðir til 'hanghai 19. september. háða listans hafa ritað fulltrúum hinna flokkanna þriggja í bæj- arstjórninni, Sjólfstæðisflokks- ins, Alþýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins, bréf og boðið upp á samvinnu allra flokkanna um stjóm kaupstaðarins, en hinir flokkarnir hafa ekki enn svarað því tilboði óháðra. Núverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði er Hafsteinn Baldvinsson og Sjálf- stæðisflokkurinn átti einnig for- seta bæjarstjómar, Stefán Jóns- son. Húsavík Sl. kjörtímabil stóðu Alþýðu- bandalagið og Framsóknarflokk- urinn að stjóm bæjarins og er Áskell Einarsson bæjarstjóri, en hann er Framsóknarmaður, og forseti bæjarstjómar var Jóhann Hermannsson bæjarfulítrúi Al- þýðubandalagsins. Nú í kosning- unum missti Alþýðubandalagið tvo bæjarfulltrúa til óháðs lista, en forsvarsmenn hans lýstu sig í andstöðu við núverandi bæjar- stjórnarmeirihluta. I viðtali við Þjóðviljann í gær sagði Jóhann Hermannsson að fulltrúar óháðra, Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins myndu eitthvað hafa ræðzt við um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Húsa- víkur en sér væri ekki kunnugt um árangur þeirra viðræðna, en hins vegar kvaðst hann telja eðlilegt að þessir aðilar tækju nú að sér stjóm kaupstaðarins. Hafa þeir samanlagt 5 bæjar- fulltrúa af níu. Vestmannaeyjar 1 Eyjum missti Sjálfstæðis- flokkurinn meirihluta sinn í kosningunum og hafa að undan- förnu farið fram viðræður milli Alþýðubandalagsins, Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins um myndun nýs meirihluta. Fyrsti fundur hinnar nýkjömu bæjarstjómar verður haldinn í dag kl. 4. Sauðárkrókur Þar missti Sjálfstæðisflokkur- inn einnig meirihluta sinn og standa yfir viðræður um mynd- un nýs meirihluta í bæjarstjóm- inni og er frekari frétta af þeim að vænta síðar í vikunni. n I I ! I i * Bömin raöa sér upp með hjólin fyrir skoðunina. —(bjósm. Þjóðv, A.K.). / . . ... " r’ '■[ Reiðh/olaskoSun í skólum Reykjavíkur hófst í gær Þessa dagana fer fram al- menn reiðhjólaskoðun í átta barnaskólum hér i borg á vegum Iögreglunnar í Reykja- vík og Umferðarnefndar R- víkur. Yfirumsjón- með skoð- uniani hefur Ásmundur Matt- híasson, Iögregluvarðstjóri. Reiðhjólaskoðunin hófst í gærmorgun í Hvassaleitisskóla og hélt áfram í Miðbæjar- barnaskóla eftir hádegi, en bömin mæta með hjól sín við þann skóla sem þau sóttu s.I. vetur. I Miðbæjarþarnaskólann komu um fimmtíu börn með hjól sin. Fengu krakkarnirað sjá skuggamyndir sem teknar hafa verið undanfarið af um- ferðinni í Reykjavík, t.d. var þeim sýnt hvemig fer stund- um fyrir þeim hjólreiða- mönnum sem kunna ekki um- ferðarreglurnar. Skuggamyndasýningar eru nýjung á þessu sviði og þetta er í fyrsta sinn sem gerð hef- ur verið svo víðtæk reið- hjólaskoðun hér þó að hjól hafi verið skoðuð í skólum undanfarin ár. Merkin límd á hjólin eftir skoðun. Eftir myndasýninguna var haldið út í portið og þar var útþúnaður hjólanna rækilega skoðaður af þrem lögreglu- þjónum. Þau böm sem voru með hjól í góðu standi fengu viðurkenningarmerki sem þau festu á hjólin en hin geta fengið þau í viðkomandi skól- um þegar gert hefur verið við það, sem athugavert þótti við reiðhjól þeirra. Fimmtudagur 2. júní 1966 — 31. árgangur — 120. tölublað. Aðalfundur ÆFR er í dag Aðalfundur Æskulýðsfylkingarinnar í Reykja- vík verður haldinn í kvöld kl. 8,30 í Tjamar- götu 20. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Svavar Gestsson ræðir úrslit borgarstjórnar- kosninganna og starfið framundan. Félagar, mætið stundvíslega og munið eftir fé- lagsgjaldinu. Stjómin. Loftleiðir kaupa ný þjálfunartæki Loftleiðir hafa nú keypt nýtt flugþjálfunartæki og verður það tekið í notkun í dag. Tækinu hefur verið komið fyrir í kjall- ara í skrifstofubyggingu félags- ins á Reykjavíkurflugvelii, það er frá enska fyrirtækinu Redi- fon og kostar hálfa áttundumilj- ón króna. Þrátt fyrir það telja Loftleiðir, að tækið gcti borgað sig upp á 4—5 árum, svo mikið æfingaflug sparast, en auk þess fá flugmenn með þessu margfalt stöðugrl þjálfun en clla mundi. Fyrir um það bil fimm árum leituðu Loftleiðir tilboða í slík flugþjólfunartæki, en ekki varð þá af kaupunum, m.a. vegna þess, að réttara þótti að bíða með kaup á dýrum tækjum þar til séð yrði hvaða flugvélateg- und tæki við af DC-6B-vélum félagsins. Með tiikomu Rolls Royce flugvéla félagsins varð enn ljósari nauðsyn þess að félagið eignaðist slík þjálfunartæki, og fyrir rúmu ári var gengið frá kaupum og smíði. Tæki þetta er eftirlíking af flugstjórnarklefa og flugeigin- leikar miðaðir við Rolls Royce 400, en með litlum tilkostnaði má breyta klefanum í æfinga- tæki fyrir þotur, ef þess skyldi reynast þörf. 1 tæki þessu má þjálfa flugmenn í blindflugi á- samt aðflugi að öllum þeim flugvölltim, er hafa aðflugsvita, en í tækinu eru fjórar miðunar- stöðvar og fjórar talstöðvar eins og í flestum stærri flugvélum. Þá má framkalla bilanir á mið- unarstöðvum, mælum, hreyflum, eld í' hreyfli og fleiri neyðartil- felli og þjálfa flugmenn í að bregðast við þeim. Allir flugstjórar í reglubuqdnu atvinnuflugi verðá að ganga undir hæfnispróf á sex mánaða fresti, en flugmenn á eins árs fresti. Loftleiðir vona, að hluti af hæfnisprófum geti fariðfram i tækinu, flugmenn fá meiri tíma í þesskonar tækjum sem eins og áður er sagt spara mikið fé, en stórar flugvélar á borðvið Rolls Royce 400 kosta um 40.000 kr. á hvern flugtíma. Kennari við tækið hefur verið ráðinn Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi flugstjóri, en við- gerðarmaður verður Halldór Sig- urjónsson. Hafa þeir báðirverið á námskeiði í Englandi og lært rekstur og viðhald tækisins. Þeg- ár í dag, fimmtudag, verður tæk- ið tekið í notkun, en að jafnaði munu 4—6 flugmenn hafa nct af því daglega. Gott veiðiveður en síldin stygg Gott veður var á síldármiðun- um fyrra sólarhring, en lítil veiði. Síldin er mjög stygg og auk þess var lítið um síld. Alls fengu 14 skip 1977 tonn: Ingvar Guðjónsson GK 130 t. Búðaklettur GK 170. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 181. Arnar RE 170. Reykjaborg RE 90. Vigri GK 190. Fróðaklettur GK 100. Gunn- ar SU 200. Hólmanes SU 86. Ásþór RE 186. Guðrún Jónsdótt- ir ÍS 90. Gísli Árni RE 234. Fák- ur GK 90. Hoffell SU 60. SkipuB nefnd tíl að endur- skoða skipun sveitarfélaga Félagsmálaráðherra hefur skip- að níu manna nefnd til þess að endurskofta skiþtingu landsins i sveitarfélög með þaft fyrir aug- um að stækka sveitarfélögin. Jafnframt skal nefndin athuga j hvort ekki sé rétt að breyta sýsiuskipuninni og taka upp ! stærri lögbundin sambönd sveit- arfélaga en sýslufélögin eru nú. Nefnd þessi skal skila tillögum sínum i frumvarpsformi eigi síftar en á árinu 1968. 1 nefndina eru skipaðir þess- ir menn: Samkvæmt tilnefningu Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga eru skipaðir í nefndina þeir Jónas Guðmundsson formaður sam- bandsins, Páll Líndal, borgar- lögmaður og Jón Eiríksson, odd- viti Skeiðahrepps. Eftir tilnefningu Dómarafélags Islands Ásgeir Pétursson, sýslu- maður. Eftir tilnefningu Alþýðuflokks- ins Unnar Stefónsson, viðskipta- fræðingur. Eftir tilnefningu Framsóknár- flokksins Daníel Ágústínusson, fyrrverandi bæjarstjóri. Eftir tilnefningu Sjálfstæðis- flokksins Jón Árnason, alþingis- maður. Eftir tilnefningu Alþýðubanda- lagsins Bjarni Þórðarson, bæjar- stjóri. Án tilnefningar Hjálmar VII- hjálmsson, ráðuneytisstjóri, sem jafnframt hefur verið skipaður formaður nefndarinnar. \ i (Frá Félagsmálaráðuneytinu).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.