Þjóðviljinn - 04.06.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.06.1966, Blaðsíða 8
g SlÐA « >JÖÐ-VILJINN — Laugardagur 4. ffim' 196B. WKLLIAM MULVIHILL IFLUGVÉL I HVERFUR| ið upp tveim vatnsstöðvum í eyðimörkinni. Þeir hvíla sig nokkra daga og safna kröftum. Þeir fara affcur af stað með meira vatn, en nú geta þeir gengið í tvo daga án þess að eyða af þvi vatni sem þeir hafa meðferðis; þeir drekka úr vatns- fetöðvunum. Þeir halda áfram og grafa niður tvæf vatnsgeymslur í viðbót, hina síðari fjórar dag- leiðir héðan. Loks myndu þeir vera búnir að koma sér upp langri röð af vatnsstöðvum þvert yfir eyðimörkina og loks kemur að því að einhver getur lagt af stað án þess að hafa neina byrði að bera; segjum að hann fyndi tvö egg full af vatni t>g jafnvel mat við lok hverrar næturgöngu. — Þetta virðist gerlegt, sagði O'Brien. — Ég er ekki viss um að ég gæti þraukað svo lengi. sagði Bain. Þetta er ágæt ráðagerð ef mannlegt eðli er ekki tekið með í reikninginn. — Við gætum skípzt á, sagði Grace. — Ég gæti farið í fyrsta skipti. Það er auðveldasta ferðin. — Ég gef mig fram í síðustu íerðina, sagði Smith. — í loka- sprettinn. — Það ®r ekki nauðsynlegt, sagði Grimmélmann. Þú myndir bara leggja lífið í hættu. Með þessum eggjaskumum er hugsan- legt að rannsaka svæðið um- hverfis okkur. Við gætum rekizt á aðra uppsprettu eða veg. Það þjónar engum tilgangi að annar pkkar flani út í óvissuna á sama hátt og Sturdevant. Enginn okk- ar hefur rétt til að ætlast til þess af öðrum. Hárcrreiðslait Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steimi o« Dódó Laugavegi 18 III. hæð (lyftal SÍMI 24-6-16 PCRMA Hárgrelðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SlMI 33-968. DÖMUR Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. HárgreiSslustofa Austurbæiar María Guðmundsdóttir Laugavegi 13 Símr 14-6-58. Nuddstofan er á sama stað. — Því er ég sammála, sagði Bain. — Við höfum enga þörf fyrir hetjuskap. Ef Sturdevant tekst það ekki, þá tekst okkur það ekki heldur. Við skulum nota eggin til • að koma okkur upp vatnsgeymslum í þeim til- gangi að kanna umhverfið. en við skulum ékki fara að senda neinn af stað i von um að hann finni hjálp áður en hann deyr úr þorsta. Ef þið eruð ekki sam- mála þessu, þurfið þið ekki að reikna með mér. — Auðvitað hefurðu á réttu að standa, sagði Grimmelmann. — Ég var bara að velta fyrir mér hvernig við gætum haft not af eggjunum, Það er hugsanlegt að við séum ekki nema tvær eða þrjár dagleiðir frá litlum 26 bæ, kannski nær. Ég held við komumst héðan bráðum. — Því get ég ekki trúað, sagði Grace. — Mér finnst ég hafa verið hérna hálfa ævina. — Það hefurðu líka verið, sagði O'Brien. — Hvað tilfinning- ar Og reynslu snertir. Hann tal- aði hægt og með áherzlu og þau hin litu upp og kinkuðu kolli. — Við erum meira lifandi héma. sagði O'Brien, — Höfuð- skepnurnar eru allt í kringum okkur. Sólin, loftið, náttmyrkrið og hitinn sem titrar yfir fjallinu um hádegið. Við lifum vegna þess að við erum nær dauðanum; við erum raunvenulegri hér en þarna úti. Smith kinkaði kolli og leit á Bain. Grimmelmann skildi og brosti- eins og O'Brien hefði kom- izt að einhverju um hann. sem hann hafði ekki fyrr vitað sjálf- ur. — Það eru einmitt vandræðin, sagði Bain. — Við erum horfin affcur til náttúrunnar. En hann skildi þetta líka, því að hann hafði lifað hálfa ævina fjarri hringiðu menningarinnar. Og Smith skildi það: Tilfinningin fyrir tfmanum í einmangjegum giljunum. lyktin og bragðið af matnum sem þau átu, sætt vatn- ið, dýrð sólaruppkomunnar. — Hváð finnst þér um að nota strútseggin á þennan hátt? spurði Grace O'Brien. — Þú hef- ur ekki sagt mikið. — Við höfum ekki um margt áð velja, sagði veiðimaðurinn mikli. — Ég lít svo á, að fyrr en var-ir hljótum við að rekast á eitthvað. Við skulum halda tvær eða þrjár dagleiðir í allar áttir. Tveir menn sem bera með sér allt það vatn sem hægt er1 i skurnunum og grafa niður tvö stykki á sex stunda fresti eða þvi sem næst. Við leggjum upp og komum til baka sömu leið og höfum ekki annað að bera en tóm skurnin. Það er aðeins eitt atriði: Við verðum að gæta þess að koma þeim þannig fyrir, að við getum fundið þau aftur og þann- ig að dýr komizt ekki að þeim. — Við merkjum staðina með steinum eða kannski með taubút á lurk, sagði Smith. — Eyðimörkin er ekki alveg án kennileita. sagði Grimmel- mann. — Þegar við erum kom- in yfir þessa sandauðn, þá breyt- ist landslagið, það er ég viss um. Það verður jafnþurrt. en það verða tré og dálítið gras bg það verður hægt að finna eitt- hvað að miða við — Við getum lagt af stað ann- að kvöld, sagðl O'Brien. — Ég fer með öðrum hvorum ykkar. Hann sneri sér að Smith og Bain. — Ég fer með þér, sagði Smith. — Allt í lagi. sagði O'Brien. — Kannski kem ég til baka með nýtt kjöt. Að . minnsta kosti eykur þetta möguleika okkar til að útvega mat. — Taktu með þér poka af melónum, sagði Grimmelmann. — Og kveikið bál á hverjum degi, sagði Grace. — Með mikl- um reyk. — Allt í lagi, sagði O'Brien. in spennt og eftirvæntingarfull. Smith hafði rekizt á felustað eggjanna og nú ætluðu þau að fara að víkka þennan heim sinn. Þeim yrði bjargað. — Ég ætla að fara að sofa, sagði O'Brien. Hann reis á fæt- ur og hvarf inn í myrkrið í hellinum. Grace fylgdi á eftir. Hinir fundu líka svefnstaði sína. Svefninn var flótti frá sult- inum og wmhverfinu. Svefninn var draumar. Bain fór síðastur; þetta var bezti dagurinn þeirra hingað til; eggjaskurnaleiðangur- inn gæti orðið þeim til bjargar. Þau gætu verið komin aftur í menninguna innan viku......... — Það virtist ekki óhugsandi lengur. Dagarnir liðu og þau voru önnum kafnari en nokkru sinni fyrr. O'Brien og Smith höfðu farið út í eyðimörkina í norður- átt. Þeir höfðu aðeins fundið óendanlegar steppur en ekkert vatn. Ferðin hafði tekið sex daga, þrjá á útleið og þrjá til baka, og beir höfðu drukkið vatnið sem þeir skildu eftir. O'- Brien skaut gemsu síðasta dag- inn. Þá höfðu þeir hvílt sig. O1- Brien hlutaði hana í sundur og Smith hafði sótt fangið fullt af dauðum greinum af steppunni. \ Þeir steiktu sér þykk. kjötstykki i og óskuðu þess að þau hin væru þarna líka. því að þeir höfðu hvorki tíma né eldivið til að reykja kjötið. Þeir átu eins og þeir gátu í sig látíð <>g sofnuðu örþreyttir, ofmettir og með ó- gleði. Eldurinn kulnaði, en þeim tókst að kveikja hann aftur þeg- ar þeir vöknuðu snemma kvölds. Þeir steiktu stór kjötstykki og flýttu sér til baka sömu leið og þeir höfðu komið. Nóttin var bráðum búin og þeir urðu að ná að síðasta vatnsgeymslustaðnum. Þeir höfðu ekkert fundið. en ferðin hafði borgað sig vegna kjötsins. Þeir fóru sér hægt síð- asfca spölinn og O'Brien var næst- um búinn að skjóta gasellu, en hún var of langt burtu og hvarf þegar hann lyfti byssunni. C Grimmelmann fann spjótsodd í sandinum inni í hellinum. Hann var sjö þumlungar á lengd, mjór og vel fbrmaður. gerður úr þungum svörtum tinnusteini. Hann hélt á því í hendinni og skoðaði hvassar brúnirnar, skyn- samlega festinguna sem búsk- mennirnir og hereró-smiðirnir höfðu útbúið til að halda tré- skaftinu. , Þetta var vel unnið, gamalt og frumstætt áhald. Hann stakk því í djúpan vasann á vinnujakkanum sínum. Hann ætlaði að geyma það, Dragið ekki að stilla bílinn ★ HJÖLASTILLINGAR ★ MÓTORSTILLINGAR Skiptum um kerti og Dlat.ínur o.fl BÍLASKOÐUN < | Skúlagötu 32 simi 13-100 LATID EKKI SLYS HÁFA ÁHRIF Á FJÁRHAGSAFKOMU YOAR TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRS LINDARGÖTU 9 REYKJAVÍK SÍMI 22122 — 21260 LEDURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR fyrir herra fyrir drengi Verð frá kr. 1690,00 VIDGERDIR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATLAS0NAR Bröttugötu 3 B Sími 24678, 4767 — Þórður er kynntur fyrir klúbbfélögunum og þeir taka meyjarinnarý Hingað til heíur éngum tekizt að sigra Fred, svo hann strax í sinn hóp. — Ég hefði aldrei getað komizt með bát- það er hann; sem þarf að verja títilinn. — Gaman að sjá, hvort inn hingað einn, en með aðstoð Þórðar var þetta hreinn barna- « Antwerpenskipið er fljótara en mitt í úfnum sjó, segir hann. dá- leikur, segir Stanley og gefur hinum nýja vini sínum allan heið- lítið taugaóstyrkur. — Gaman að sjá það! urinn. — Nú snýst allt um keppnina milli Ethel II. og Haf- * BILLINN Rent an Icecar 1 8 8 33 Leðurjakkar - Sjóliðajakkar á stúlkur og drengi — Terylenebuxur, stretch- buxur, gallabuxur og peysur. GÓÐAR VÖRUR — GOTT VERÐ Verzlunin Ó. L. i Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.