Þjóðviljinn - 17.06.1966, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. JfinÍ Ífi66 — ÞJÖBVIEJINN — SÍÐA 3
Enn um Reynistaða
menn a
Kili
Hinn 6. maí sl. hélt Jön Ey-
þórsson veðurfræðingur erindi í
útvarpið um Reynistaðamenn á
Kili. Var hann þar að gera at-
hugasemdir viS samskonar er-
indi, er áður hafði verið flutt
á sama vettVangi, eftir Þormóð
Sveinsson á Akureyri, glögg-
an mann á söguleg fræði.Samt
var þetta erindi Þ.S. hugarfóst-
ur, svo sem margt hefur orðið
í sambandi við slysið á Kili
1780. Þormóður gerði, minnir
mig, mikla hugarsmíð afhrakn-
ingum þessara manna og fjár-
ins, sem þeir ráku, í vötnum
upp af Hrunamannahreppi, þar
sem leið þeirra lá. Þetta vildi
Jón Eyþórsson hrekja, tíðin
hafði verið góð, eftir hitamæl-
ingum Hannesar biskups Finns-
sonar í Skálholti, sjálfsagt lít-
ið orðið í vötnunum og auð-
velt að reka féð yfir þau, þótt
vita megi að minnsta kosti jök-
ulfallið er sundvatn á fé.
En hér bætir Jón ekkert úr
skák. Ef hann, eins og Þ.S.
álítur að viti bornir menn sund-
reki fé í frosti, þá þarf hann
að vita betur. Og hvað sem
líður hitamælingum í Skálholti
á hádegi, þá er vízt, að á þess-
um tíma er frostupp á fjöllum,
dag og nótt. Dvöl þeirra Reyni-
staðamanna, efst í Hruna-
mannahreppi er aðeins bið eft-
ir því að vötnin frjósi, ogmunu
þeir þó hafa teflt á tæpt vað
í því efni £ Jökulfalli, og þurft
á mannsöfnuði að halda til að
draga eina og tvær kindur í
senn yfir ísinn, enda fylgdu
þeim margir Hreppamenn, ytra,
þangað norður. 'Þ.S. má segja
það, að léttara fé £ rekstri gátu
þeir norðanmenn ekki fengið
en £ Skaftaféllssýslu, og hefur
fjöldi af fénu verið forustufé,
og sennilega allt léttrækt. (Ég
hef sjálfur átt skaftfellskar ær).
Þetta fé fer með lestagangs-
hraða eða vel það, 4 km á
klukkustund og er ákaflega
þolið á göngu, en það er lög-
mál, númer eitt, £ rekstrí fjár,
að það blotni ekki £ frosti. Hita-
mælingamar £ Skálholti sýna
það að tfð hefur verið stilltog
orðspor af þvi riorðan fjalla
er á líka lund, aðeins getið
um rosa af landátt, en ekki
snjókomu. En Jón Eyþórsson
segir merkilega sögu eftir
merku fólki í Ytri-Hrepp, en
hún er á þá leið, að þeir hreppa-
menn, sem íylgdu þeim norðan-
mönnum að Jökulfalli, hafi
litlu eftir að þeir snéru við
hreppt hið versta veður, snjó-
byl, svo að þeir hafi ekki allir
vitað hvaða leið var rétt að
fara. Líklega er fótur fyrir
þessari sögu, jen þó gat varia
skeð að Hreppamenn safni þá
ekki liði til liðs við þá norð-
anmenn, því þá hlutu þeir að
vita þá í nauðum stadda. Þáð
verður ekki, og þessvegna þarf
líklega að breyta snjóbyl í
æsilega stórrigningu. Nóttina
sem þeir norðanmenn eru í
Gránunesi hreppa þeir stór-
rigningu og féð verður hold-
vott, þetta holdvota fé reka
þeir svo á stað, en brátt er
komið frost, og þegar að Bein-
hól er komið. er féð orðið
gangslaust og fjöídinn af þvi
biður dauða síns. þar sem það
er komið. Þetta er eðlilegasta
skýringin á dauða fjárins þama
við Beinhól, en ég hafði gert
ráð fyrir 'því að staðið hefði
vérið fyrir þvi, þangað til það
var fennt. Hér þurfti ekki að
vera um neinn snjc að ræða,
bara talsvert frost. til þess að
svona tækist tii með féð. Þeir
eru staddir á hagleysu, en geta
sýnilega ekki hreyft sig með
féð- Hestar gerast hungraðir oe
eru hraktir, og eitthvað af
þeim gat drepizt. Tveir hestar
i ferð Sigurðar prests Gunnars-
sonar og J. e. Schythe dráp-
ust á Fagradal á Brúaröræfum
1840, við tjald þeirra félaga.
Þeir deyja brátt úr lofteitrun
þeir Sigurður á Daufá og Guð-
mundur Daðason, og nú gat
það skeð að Jón Austmann
freisti þess að komast með
bræðuma til byggða, þvi það
er engin sönnun fyrir þvf, áð
beinin sem blésu upp á Kili
1846, séu bein þeirra bræðra.
Hefðu þeir dáið fyrst og verið
lagðir þarna til geymslu og
v'arnar vargi, hefðu þeir verið
f fullum klæðnaði, meira að
segja vel klæddir og eftir 66
ár, uppi á þurmm og köldum
Kili, hefðu þessi föt enn verið
Eftir
Benedikt
Gíslason
frá Hofteigi
að meira eða mirina leyti lítt
fú’in, húr þeirra bræðra sömu-
leiðis og haldið lit, ekki síður
en kynhár Sigríðar Vidalíns,
biskupsfrúar f Skálholti, eftir
meira en 200 ár, er sáust að
hefðu verið rauð. En Jósep
læknir slcoöar skinin bein.
Sannarlega hefðu líkin sannað
það sjálf aö þau voru af þei,m
bræðrum ef svo hefði verið. En
þá koma þeir sem segja að
líkunum hafi verið rænt úr
tjaldinu og flett klæðum, og
þykist nú sá illi fögnuður í
fullri jötu standa. En
hári þeirra bræðra hefðu þeir
þó ekki rænt, og það er ófúið
eftir 66 ár. En það eru hungr-
aðir og hraktir hestar, sem þeir
Jón leggja á Kjalveg (hraun)
og enginn þeirra kemst lífs af.
ísar strax ótraustir i Seyðis-
árdrögum, þar sem hestur Jóns
Austmanns fannst í feni. Um
einn hest er getið að hann hafi
komizt norður af. Ef þjóðsög-
una um Gránu i Gránunesi
væri nokkuð að marka, þáhafa
þeir misst hana frá sér um
nótt og ekki getað eftir leitað.
Átta voru hestarnir í feröinni,
og einhverjir af þeim voru
taldir liggja dauðir hjá fénu.
Sumt af því bjargast, en
nauðafátt. Annars er frumrann-
sókn þessara mála svo til eng-
in, allt snýst um lfkrán úr
tjaldinu, sem um málið hefur
geymzt, sem aldrei hefur verið
nema hugarburður, en ástfóst-
ur iriikið í hugmyndaheimi
manna. Þá sögu sagði Jón Ey-
þórsson einnig eftir einhverj-
um, að þeir tjaldbúar hefðu
verið að töngla hrátt kjöt. Við
það eiga fullhraustir menn að
dunda, dagleið frá Þórarins-
stöðum í Hrunamannaheiði!
Engin sannindi birtust um það
að mennimir hefðu lifað ein-
hvern tíma í tialdinu. Um það
gátu þó sézt óræk merki, að
örna sinna hefðu þeir gengið
út fyrir það. Um slíkt hefur
ekki verið að ræða. Ég hef
skriíað um þetta mál í bók-
inni „Fólk og Saga“ og gerði
þar ráð fyrir því oð bræðumír
hefðu dáið fyrst af lofteitrun í
tjöldum og var það að ábend-
ingu Sigurðar Ölasonar lög-
fróeðings, fróðs og viturs manns.
Allir hlutu að sjá hvað h'k-
fundurinn á Kili var keimlfk-
ur líkfundi Svía á Hvíteyju og
þeir töldu mennina hiklaust
hafa dáið af lofteitrun, sem þar
fundust. Mörg dæmi munuvera
um slíkt og sagt hefur mér
skilríkur Þingeyingur, að Sig-
urgeir á Helluvaði, nýlega dá-
inn merkismaður, hefði bjarg-
azt nauðuglega frá lofteitrun í
tjaldi á Mývatnsöræfum. Bræð-
urna var hægt að grafa með-
an jörð var lítt frosin, en með
engu móti snemma vors. Hann
er óviðfelldinn þessi gröftur á
bræðmnum, og ég held að sú
skoðun þurfi endurskoðunar
við, um leið og ferð Jónsverð-
ur þá heldur ekki neinn flótti,
ef hann leggurú stað með bræð-
urna eftir að hann sér að fénu
var óbjargandi, öllu í klaka-
böggli. Við nánari athugun er
það líka ljóst, að það em alls
ekki bein þeirra bræðra sem
fundust 1846. Það em nógir
menn til að bera bein á
Kili, fyrr og síðar. Segja má
að styttra hafi verið fyrir Jón
að halda til baka, en ekki norð-
ur af, en hann hefur ályktað,
að eftir rigninguna væm vötn-
in sunnan við ófær og það mun
honum einnig hafa reynztnorð-
an megin, er þangað kom.
Hér má enn segja það að
frumrannsókn á þessum atburði
sé engin til og hafi lítt verið
framkvæmd. Allt bendir strax
í hjátrú og glæpagrun um lík-
rán, og síðan taka við röklaus-
ar sögur og getgátur, en áöllu
þessu er etfitt að byggja nið-
urstöðu nú á tímum: Ein af
þessum röklausu sögum, og sú
sem mest er haldið uppi, að
hér hafi verið barn 1 för, 11 —
12 ára drengur. Reynistaða-
hjón eiga að senda barn í lífs-
hættulegar mannraunir! Þau
hefðu varla komizt hjá stórvít-
um fyrir slfkt athæfi. Hús-
bændur bám ábyrgð á börnum,
og gerast dæmi um það, að þau
verða fyrir útlátum ef þau far-
ast fyrir hándvömm. Hér var
líka um þá ferð að ræða, að
börn komu að engu haldi, og
gátu ekki komið að neinu haldi.
Það verður að minnsta kosti
að vera búið að staðfesta Ein-
ar, en eftir bann tíma bera
menn ábyrgð á sjálfum sér.
Þau Reynistaðahjón, Halidór
og Ragnheiður, ganga í hjúskap
1759 og árið eftir 20. október
1760 fæðist fyrsta barn þeirra,
Hólmfríður. Björg var fædd 11.
marz 1763 og milli þeirra er
Bjarni f. um áramót 1761—62,
gat hann að vísu verið tvíburi
við Hólmfríði. Líklegt er þó að
Einar fœðist um áramót 1764
—65 og verið á 16. ári. Hann
er náttúmlega hálfgert barn
fyrir þvf, o'g sama er um Bjarna
að segja þótt hann sé um 19
ára að aldri. Þessir unglingar
duga ekki neitt í neinu og þeir
eru öllu óvanir, sem nokkur
mannraun er í. Hefur þjóðin
reynt að gera sem mest úr
Bjarna, en sem minnst úd Ein-
ari, en þeir em hvor sem ann-
ar, óharðnaðir unglingar. Sézt
það bezt hvaða traust Jón Aust-
mann hefur getað borið til
Bjarna, að strax austur í
Skaftafellssýslu Jcaupir hann tii
liðs við sig Guðmund. son Daða
prests í Reynisþingum, sem ef-
laust hefur verið mikið karl-
menni. eins og faðir hans var
talinn að vera. Þessir ungling-
ar gefa sig strax f fyrstu raun
og það er ekki ósanngjarnt að
trúa þvi, að Jón Austmann
freisti þess að bjarga þeim
norður, og gætu þeir þá verið
lifandi, Sigurður og Guðmund-
ur, og átt að freista þess að
snúa við niður í Gránunes með
féð, ef það kæmist á ról, og
því fari Jón ekki með allahest-
ana. En líkin f tjaldinu og
beinin við Beinhól sýna úrslit
málsins
Síldveiðiskipstfórar -
útgerðarmenn
Höfum flestar útgerðarvörur til síldveiðanna, svo sem alls konar
lása og vírklemmur, snurpuhringi, blakkir úr tré og járni, gálga-
blakkir, háflása, lásavír, hífivír, snurpuvír og alls konar tógverk
úr sísal, hampi og gerviefnum.
TÖKUM yARANÆTUR TIL GEYMSLU OG VIÐGEKÐA.
«
Önnumst nótaviðgerðir á Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði,
Stöðvarfirði og Breiðdalsvík, eftir ástæðum.
*
Ef skipshöfnin tekur sér frí einhvem tíma sumars, þá sjáum við
um skipið á meðan.
Netagerð Jóhanns Klausen, Eskifirði
Kaupfélag Siglfiriinga
KAUPUM landbúnaðarvörur.
1 \
SELJUM allar nauðsynjavörur til lands og sjávar,
járnvörur og byggingarvörur.
STARFRÆKJUM SÍLDARSÖLTUN,
ÁVÖXTUM SPARIFE.
TRYGGJUM á vegum Sa mvinnutrygginga og Lífi
tryggingafélagsins Andvöku.
Kaupféiag Siglfiriinga
S i g 1 u f i r ð i .
FEROAMENN
í Mjólkurbar Mjólkursamsölunnar er
framreiddur heitur og kaldur matur.
Smurt brauð — skyr og rjómi allan
daginn. — Allir ferðamenn eiga leið hjá
Mjólkurbarnum, Laugavegi 162 er þeir
koma til Reykjavíkur.
OPNUM Kl. 7 f.h.
Mjólkursamsolan