Þjóðviljinn - 17.06.1966, Page 4

Þjóðviljinn - 17.06.1966, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVmJTNW — Föstedagur 17. júoí 196S. yj^ssn .iv.;,i.!kLn. \j\ jL^ Jl WgM Jcr ^ fc • -Sajj-HilPI ptjj. :' ;• 1B&' ' ' ■ r jggætwiljp j-CMSp •. ÍEWr '■ jí; ':Æ:4 1 •**,i''^ 'H ys 1 Almannagjá 17. júní 1944, á stoíndcgi lýöveldis á Islandi. MYNDIR ÚR LÍFI OG BARÁTTU ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU / I Landneminn réttlausi Garðar sigldi — á Skjálf- anda, þar skutu þeir báti og gekk á Náttfari, þræll hans. Þá slitnaði festin og kom hann í Náttfaravík fyrir utan Skugga- björg, en Garðar kom öðrum megin fjarðarins og var þar um veturinn. Því kallaði hann þar Húsavík. Náttfari var eftir með þræl sinn og ambátt . . . Eyvindur . . . nam Reykjadal upp frá Vestmannsvatni . . . Náttfari . . . eignaði sér áður Reykjadal og hafði merkt á viðum. En Eyvindur rak hann á braut og lét hann hafa Nátt- faravík. AAikils háttar þræll . . . Þeir brutu hinn sama dag skip sitt undir hömrum miklum í illviðri . . . en um veturinn tók við þeim öllum Atli (í Fljóti), þræll GeirT mundar heljarskinns og bað þau engu launa vistina, sagði Geirmund ekki vanta mat. En er Atli fann Geirmund, spurði Geirmundur, hví hann var svo djarfur að taka slíka menn upp á kost hans. Atli svaraði: „Því að það mun uppi meðan ísland er byggt, hversu mikils háttar sá maður mundi vera, að einn þræll þorði að gera slíkt utan hans orlofs.“ Geirmundur svaraði: „Fyrir þetta þitt til- tæki skaltu þiggja frelsi og bú þetta, er þú hefur varðveitt.“ Og varð Atli siðan mikilmenni. (Ur Landnámu). Hnífakaup? Síðast bjó Illugi að Hólmi innra á Akranesi, því að hann keypti við Hólm-Starra bæði löndum og konum og fé öllu. Þá fékk Illugi Jórunnar, dótt- ur Þormóðar Þjóstarssonar af Álftanesi, en Sigriður hengdi sig í hofinu, þvi að hún vildi eigi mannakaupið. (Úr Land- námu) Börn og gamalmenni Þá gerði vetur mikinn þar eftir hinn næsta, og eiga þeir fund, Reykdælir, að Þverá, að Ljóts hofgoða. Og það sýndist mönnum ráð á samkomunni, að heita til veðrabata. Vill Ljótur því láta heita, að gefa til hofs, en bera út böm og drepa gamalmenni. En Áskatli þótti það ómælilegt og kvað engan hlut batna mundu við það heit, sagðist sjá þá hluti, að honum þótti líkara að batna mundi, ef heitið væri . . . gera skaparamnn tign í því að duga gömlum mönnum og leggjaþar fé til að faeða upp börnin. Og svo lauk nú þessu máli að Ás- kell réð, þó að margir menn mæltu í móti í fyrstu. (Úr Reykdæla sögu) Hergilseyjar- bóndi . . . Róa þeir til eyjarinnar og ganga á land og sjá nú mennina á Vaðsteinabergi, og snúa þangað og hyggja allgott til sín. En þeir eru uppi á berginu, Ingjaldur og þrællinn. Börkur kennir brátt mennina og mælti til Ingjalds: „Hitt er nú ráð, að selja fram Gísla eða segja til hans ella, og ertu mannhundur mikill, er þú hef- ur leynt bróðurbana mínum og ert þó minn landseti, og væri þú ills verður frá mér, og væri það sannara, að þú værir drep- inn.“ Ingjaldur svarar: „Éghef vond klaeði, og hryggir mig ekki, þó að ég slíti þeim eigi ger. Og fyrr mun ég láta lífið en ég geri eigi Gísla það gott, sem ég má, _og firri hann vand- ræðum.“ (Úr Gísla sögu) v ■ Synjað Grímseyjar (Ólafur konungur digri sendir Þórarin Nefjólfsson til íslands með erindum sínum að falast eftir Grímsey, en sendir orð Guðmundi ríka á Möðruvöll- um að flytja með sér málið, hann ráð þar mestu um, og er Guðmundur fús til). „Eftir það eiga Norðlending- ar stefnu milli sín og ræða þetta mál. Lagði þá hver til slikt, er sýndist. Var Guð- mundur flytjandi þessa máls, og sneru þar margir aðrir eft- ir því. Þá spurðu menn, hví Einar bróðir hans ræddi ekki um, — „þykir oss hann kunna‘‘ segja þeir, „flest gleggst að sjá.“ Þá svarar Einar: „Því er ég fáræðinn um þetta mál, að enginn hefur mig að kvatt. En ef ég skal segja mína ætlan, þá hygg ég, að sá muni til vera hérlandsmönnum að ganga ekki undir skattgjafir við Ó- laf konung og allar álögur hér, þvílíkar sem hann hefur við menn í Noregi. Og munum vér eigi það ófrelsi gera einum oss til handa heldur bæði oss og sonum vopum og allri ætt vorri, þeirri er þetta land bygg- jr, og mun ánauð sú aldrei ganga eða hverfa af þessu landi. En þótt konungur sjá sé góður maður, sem ég trúi vel, að sé, þá mun það fara héðan frá sem hingað til, þá er konungaskipti verður, að þeir eru ójafnir, sumir góðir, en sumir illir. En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu, því er þeir hafa haft síðan er land þetta byggðist, þá mun sá til vera að Ijá konungi einskis fangstaðar á, hvorki um landa- eign hér né um það að gjalda héðan ákveðnar skuldir, þær er til lýðskyldu megi metast. En hitt kalla ég vel fallið að menn sendi konungi vingjafir, þeir er það vilja, hauka eða hesta, tjöld eða segl.eða aðraþá þluti, er sendilegir eru. Er því þá vel varið, ef vinátta kemur í mót. En um Grímsey er það að ræða, ef þaðan er enginn hlutur f luttur,, sá er til mat- fanga er, þá má þar fæða her manns. Og ef þar er útlendur her og fari þeir með langskip- um þaðan, þá ætla ég mörg- um kotbóndanum munu þykja verða þröngt fyrir dyrum.“ Og þegar er Éinar hafði þetta mælt og innt allan útveg þenn- an, þá var öll alþýða snúin með einu samþykki, að þetta skyldi eigi fást. Sá Þórarinn þá erindislok sín um þetta mál. (Úr Heimskringlu) Utanstefnur . . . Viljum vér engar utan- stefnimgar hafa framar en lög- bók vottar, því að þar höfum vér margfaldan skaða af fengið, og við það þykjumst vér eigi búa mega... Biðjum vér eink- anlega virðulegan herra Hákon konung hinn kórónaða og alla aðra dugandismenn, að þeir þröngvi oss eigi framar en lög votta til meiri álaga. (Úr sam- þykkt alþingis 1302) Dönsk stjórn 1391. Héldust öll drottning- arvöld á íslandi . . . Tekinn til kóngs sá maður, er Eiríkur hét, barn að aldri . . . var þessi maður sagður systurson drottningar, Margrétar, en fað- erni hans væri í þýðversku landi. Fannst öllum Noregs mönnum lítið um þá breytni og einkanlega í skattlöndunum. (ísl. annálar) Jón Gerreksson 1433. Var Kirkjubólsbrenna suður, er junkeri ívar Vig- fússon var skotinn til dayþa. Var fyrir brennunni Magnús kæmeistari í Skálholti, er sum- ir sögðu son biskups Jóns. Hann bað fyrst systur ívars, er Margrét hét, og fékk eigi. Þeirra faðir var Vigfús. er hirðstjóri hafði verið . , . En Margrét komst úr eldinum um ónshúsið, hafði hún getað gert þar holu með skærum sínum. Vildi hún engan mann eiga nema þann, sem hefndi bróður, hennar. Tók sig þá til Þorvarð- ur Loftsson frá Möðruvöllum í Eyjafirði og lét drekkja Jóni biskupi í Brúará með taug og steini í einum sekk. Giftist hann síðan Margréti... (ísl. annálar) Hofmenn höggva Jón Grímsson hafði fyrrum riðið á Varmalækjarmelum, mætti þar Oddi, sem síðar ,var kallaður handi. Þeim bar eitt- hvað á milli . . . og hjó Jón svo af honum höndina. Þá mælti Oddur við þann dreng, sem með honum var: „Það er sitt hvað: hofmenn höggva eða hundar naga, og taktu upp höndina, strákur.“ Einokun, mann- fellir 1602. Kom fyrst inn sú danska sigling, höfðu fengið af kóngi hafnirnar. Urðu þá mikil og vond umskipti til kauphöndlunar, þo passbréf þéirra væri öllu gott af kóng- inum gefið. 1603. Mannfall af fátæku fólki um allt ísland af harðindum og sulti. Gekk og blóðsótt, dó og mannfólkið af henni mörgum tugum saman í hverri kirkjusókn. Eyddust bæir. FiskileysL Danskir í all- ar hafnir, ekki haldið kóngs- bréf. Misgreiningur með kaup- mönnum og íslendingum. 1631. Kom inn nýr taxti, harðari hin- um fyrra, og vildu ekki íslend- ingar undir ganga . . . en báð- Hernámsliðið státið og glatt. Hér sjáum við nokkra háttsetta yfirmcnn liernámsliðsins spóka sig og hafa boðið með sér uppáhaldsdýri Vallarins í þann tíð, George liðþjálfa . . .

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.