Þjóðviljinn - 17.06.1966, Page 7
t
Föstudagur 17. júní 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 7
Ðagskrá hátíðahaUannú
Framhald aí 1. síðu.
auk annars efnis leikhúskvart-
etiijn syngja lög úr „Járn-
hausnum“, leikþáttur verður
sem nefnist Einkunnabókin,
vafalaust skemmtiefni börnum
og unglingum, sem óttast
gjarnan og hata slíkar bók-
menntir. Þeir Alli Rúts og
Karl Einarsson flytja skemmti-
þátt, sem þeir hafa ákveðið að
kalla „Gög og Gokke“ eftir
gamanleikurunum frægu. Enn-
fremur syngur Alli einn gam-
anvísur, og hinn góðkunni
leikari Rúrik Haraldsson fer
með gamanþátt. Heimir Sindra-
son og Jónas Tómasson leika
og syngja, svo verða skáta-
söngvar og að sjálfsögðu lúðra-
sveitarleikur. Það eru þeir
Gísli Alfreðsson og Klemenz
Jónsson, sem völdu efnið og
önnuðust undirbúning þes^ar-
ar skemmtidagskrár barnanna,
Gísli verður kynnir og stjórn-
andi.
Klukkan fjögur fer fram vin-
sælt skemmtiatriði, sem er
dans barna og unglinga í
Lækjargötunni. Það er Her-
mann Ragnar Stefánsson, sem
stjórnar dansinum, hljómsveit-
in nefnist Toxic og vafalaust
nota nú foreldrarnir tækifærið
til þess að lofa börnunum að
fá sér snúning, það er þá frek-
ar stætt á því að láta ungling-
ana sitja heima um kvöldið.
Á Laugardalsvellinum verð-
ur fjölbreytt. dagskrá að vanda.
Þar leikur Lúðrasveitin Svan-
ur klukkan 16.00, en klukku-
stundu síðar flytur Baldur
Möller, formaður íþróttabanda-
lags - Reykjavíkur, ávarp.
Glímusýning verður undir
stjórn Rögnvalds Gunnlaugs-
sonar, KR-ingar og Ármenn-
ingar sýnu áhaldaleikfimi, sem
jafnan er augnayndi. Drengja-
flokkur Ármanns sýnir enn
glímu undir stjórn Harðar
Gunnarssonar — muna nú að
bola ekki, strákar! Svo fer
fram eitthvað sem kallast
„vítaspyrnukeppni'* milli
Reykjavíkurmeistaranna Þrótt-
ar og Knattspyrnufélagsins
Vals. Vafalaust skemmtilegt
fyrir knattspyrnuunnendur.
Boðhlaup verða milli drengja
og stúlkna frá íþróttanám-
skeiðum Reykjavikurborgar,
og svo verður hámark þessar-
ar íþróttahátíðar: Keppni i
frjálsum íþróttum. Keppt er
um hinn veglegasta grip, for-
setabikarinn, sem gefinn var
þann 17. júní 1954. Leikstjóri
verður Sveinn Björnsson og
honum til aðstoðar Reynir Sig-
urðsson.
Og svo víkur sögunni ofan í
miðbæ aftur. Hljómlistarunn-
endum skal eindregið bent á
hljómleika, sem verða í Hall-
argarðinum svonefnda klukkan
fimm. Lúðrasveit Reykjávík-
ur leikur undir stjórn Páls
Pampichlers Pálssonar. Um
kvöldið er svo kvöldvakan á
Arnarhóli: \
Lúðrasveitin Svanur er enn
í eldinum og hefur leik sinn
klukkan 20.30 — við höfum
víst ekki getið þess, að stjórn-
andi er Jón Sigurðsson, trom-
petleikari. Geir Hallgrímsson
borgarstjóri flytur ræðu, og
svo verður leikinn Reykjavík-
urmarsinn eftir Karl O. Run-
ólfsson, en höfundur stjómar
sjálfur í það sinn lúðrasveit-
inni. Fóstbræður taka lagið
undir stjórn Jóns Þórarinsson-
ar, og Þorsteinn Ö. Stephen-
sen flytur Gunnarshólma Jón-
asar Hailgrímssonar. Þeir
Bjarni Guðmundsson og Guð-
mundur Sigurðsson hafa samið
einn mikinn gamanþátt, sem
Karl Guðmundsson, leikari,
flytur. Kvöldvökunni lýkur
með söng þeirra Svölu Niel-
sen og Guðmundar Jónssonar,
en undirleikari er Ólafur
Vignir AlbertSson.
Og svo dansa Reykvíkingar
og aðrir þjóðhátiðargestir til
klukkan eitt á eftirtöldum
stöðum: Lækjartorgí, Aðal-
stræti og í Lækjargötu. Kynn-
ir á Lækjartorgi er Svavar
Gests.
Kaupfélag Þingeyinga
Húsavík
Takmark frumherjanna stendur óbreytt.
Betri lífskjör fyrir fólkið í landinu með
samvinnurekstri.
Verzlið við eigið kaupfélag.
«
Kaupfélag Þingeyinga
Húsavik
Samvinnuverzlun
l
tryggir yður sanngjarnt verð.
Verzlum með flestar innlendar og
erlendar vörutegundir.
Kaupfélog A-Skafffellinga
Höfn, Hornafirði
Samvinnuverilun tryggir sannvirði
Viðskipfamenn! Munið, oð með því oð verzla
við kaupfélogið fryggið þér bezt yðar eigin hag
- Kappkostum að veita sem bezta þiónustu
Kaupfélagiö FRAM
eskaupstað
Hraðfrystum allar fiskafurðir Saltfiskverkun Skreiðarverkun
Fiskimiölsverksmiðja r * / •
Hraðfrystihús Patreksfja rðar h.f.
PATREKSFÍRÐI. 4
Það er hagstætf að verzla í eigin búðum.
Seljum hvers konar neyzluvörur
innlendar og erlendar.
Samvinnuverzlun styður að hag
heimilisins.
Kaupfélag Hrútfirðinga
Borðeyri
SAMVINNUMENN.
Verzlið við eigin samtök,
það tryggir yður sannvirði.
Kaupfélag
Svalbarðsey. or