Þjóðviljinn - 21.06.1966, Síða 2

Þjóðviljinn - 21.06.1966, Síða 2
I 0 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 21. júní 1966. Minnincfarorð Sigurður Jónsson frá Hjalla Sigurður Jóns, eins bg hann var kallaður heima í sveitinni í gamla daga, er nú horfinn sjónum okkar. Hánn lézt á • sjúkrahúsi hér í Reykjavík 13. júní s.l. Það kom raunar ekki vinum hans og vandamönnum á óvart, því hann átti við vanheilsu að stríða síðustu 10 árin. Og' nú fyrir nokkru er hann fékk síð- asta áfallið þurfti ekki að ef- ast lengur. En þrátt fyrir það, í hvert sinn, sem vinur hverfur sjón- ulft manns, er eins og grípi mann tómleiki og þungi. Lík- ast því sem snögglega syrti* í lofti. Svo þegai\rofar til 1 hug- anum og maður nær eðlilegu jafnvægi,- koma fram í hugann ýmsar svipmyndir frá liðnum samverustundum þess vinar sem horfinn er og þá um leið úr lífi hans, starfi og umhverfi. Og þá er manni þannig' farið, að maður vill festa þau á blað í þakklætisskyni fyrir íama vegferð. Og víst er um það, að mér er einmitt þannig farið nú þegar vinur minn Sigurður \ Jónsson frá Hjalla er ailur. Þótt hinsvegar geri ég mér þess fulla grein, að ég geri það ekki eins vel og skyldi, í stuttri minningargrein. Sigurður Jónsson fæddist á Hjalla í Reykjadal í S-Þing- eyjarsýslu 6. júlí 1901. Sigurður var eitt að 6 bömum þeirra hjóna: Herborgar Helgadóttur og Jóns Sigurðssonar, sem lengi' átti saeti í sveitarstjóm. Þau hjónin, Jón og Herborg eru mér að nokkru í bams- minni, þvf þau létust bæði fyr- ir árið 1930, þegar ég var að- eins fjórtán ára. En þrátt fyrir það veit ég að lífsbarátta þeirra og bamanna var hörð, sém og margra í þann tíðv en samt sem áður voru það þau, sem veittu, enda rómuð fýrir gestrisni og þangað var gott að koma. Þarna á Hjalla dafnaði Sig- urður í skjóli fbreldra sinna og fór snemma að taka þátt í öll- um búverkum. 1 þessu sam- bandi minnist ég þess um sumar, er ég var á tíunda ár- inu í fylgd með fullorðnum vestan Reykjadalsár, beint á móti Hjallaengi, að okkur var litið yfir í nesið austanmegin. Þar sáum við 6 manns að hey- vinnu. Þar á meðal fjóra karl- menn er veifuðu orfum sínum þar í skákinni. Það voru syrjir Jóns og Herborgar. Og sá sem með mér var gat ekki orða hundizt og sagði: „Það er al- deilis orðið lið hjá Jóni bónda“. Þetta var á þeim dögum, er sláttuvélar voru ekki komnar til sögunnar bg þótti því mjög gott að hafa ráð á 1 góðum slátfcumönnum, sem og þeir voru. Sigurður Jónsson fórsnemma að blanda geði við annað fólk og varð snemma fær á sviði samræðna, hvort heldur var í fnrmi funda eða persónulegra samtala. Ungur að árum braut hann sér vég til nokkurrar skólagöngu og mun hafa ætlað sér lengra á því sviði en varð. En fjárhagur og aðrar ástæður munu hafa stöðvað' það. Hann fór í Unglingaskóla að Breiðumýri 1921—22 og Gagn- fræðaskóla Akureyrar 1924—25 1 og hlaut þar lof nafna síns Sigurðar Guðmundssonar skóla- meistara, ásamt ágætiseinkunn. Að þéssu námi loknu kom hann aftur heim í Reykjadal- inn og fór að taka. mikinn þátt í félagsmálum. Hann var einn þeirra manna, sem varð snort- inn af baráttu Ungmennafélag- anna m.a. í skólamálinu fræga, sem Amór Sigurjónsson hafði forustu í Dg félagar hans á sínum- tíma. Og sannárlega varð Sigurður Jónsson hlut- gengur í hópi þeirra manna, kem vildu lyfta þjóðinni úr ein- angrun og fátækt til aukinnar velsældar og menningar. Hann var meðlimur í ungmennafé- laginu „Efling“ í Reykjadal f tugi ára og mun vera annar af tveimur, sem lengst hafa set- ið í stjóm þess félags. Þetta undirstrikar það hversu við fé- lagar hans bárum mikið traust til hans. Sigurði hlotnaðist einnig traust sveitunga sinna er hann var kjörinn í sveitar- stjóm, sem hann sat í um 10 ár eða þar til hann fór meira að sinna kennslustörfum, sem hann hafði að vísu áður stund- að samtímis öðmm störfum. Hann var m.a. kennari í Reyk- q, dælahreppi 1928—31. Hólsfjöll- um 1936—37 og 1941—43. Rauðasandshreppi 1943—44 og 1945— 46. Lundarreykjadal í Borgarfirði 1944—45. Skorradal 1946— 47. Mjóafjarðarskóla í S- Múl 1946—47. Auk þess var hann víða heimiliskennari. Það mun ef til vill margur halda sem þekkti Sigurð aðeins af afspum, að hann hafi verið mælskumaður, en svo var ekki. Hann var raunar ekki glæsi- Glað- ir félagar „Hann bætti því við að þetta ástand mundi ekkihald- ast mörg ár í viðbót, sovézka spilaborgin mupdi hrynja, áð- ur en varir. Stjómendurnir eru sjálfum sér sundurþykkir, sagði hann, og á bak við tjöldin eiga sér stað mikil á- tök — miklu meiri en Vest- urlandabúar vita. „Vonandi brenna þeir í vítislogum þessara átaka“, sagði hann. ,,Ég ber nefnilega þá von í brjósti að komast heim aftur að áliðnu ári — eða svo“. Rahr sagði að ég skyldi taka þetta • mátúlega alvarlega. „Tarsis er afskaplega bjart- sýnn“, sagði hann. Það þótti mér einnig. En kannski veit hann eitthvað sem við hin vitum ekki, kannski . . . Ég sagði: ,,Ég er mjög glað- ur yfir því, herra Tarsis, að þér skuluð ekki vera geggj- aður“. „Það er ég líka“, svar- aði hann.‘‘ (Margunblaðið í fyrradag; úr viðtali sem Matthías Jo- hannessen á í New Yorkvið rússneskan rithöfund, Valerí Tarsis.) Vor- kunnarmál Vikublaðið Frjáls þjóð hef- ur um margra ára skeið lagt á það ofurkapp að flytja hverskyns illmæli um Sósíal- istaflokkinn og einstaka for- ustumenn hans, oft hreinan uppspuna, jafnoft rangfærsl- ur, og hefur sú þjónusta að vonum verið vel þegin af hernámsblöðunum. 1 því sam- bandi hefur blaðið ékki hvað sízt fjallað um aðild Sósíal- istaflokksins að störfum Al- þýðubandalagsins og jafnan hagað skrifum sínum um þau viðfangsefni svo að. af gæti spunnizt sem mestur ágrein- ingur og óvild. Samt hefur svo átt að heita að hér væri að verki umhyggja fyrir Al- þýðubandalaginu, og því höfðu ýmsir gert sér vonirum að lát yrði á þessari iðju eft- ir að stofnað hafði veriðform- legt bandalag í Reykjavík og ritstjóri Frjálsrar þjóðar var orðinn einn af stjórnarmönn- um þess. En því miður, rit- stjórinn virðist líta á þessa vegtyllu sína sem aukið hag- ræði til efnisöflunar; hann er nú tekinn að birta mjög ýtarlegar fundargerðir ' i Frjálsri þjóð, kryddaðar at- hugasemdum. og ályktunum sem ganga mjög á svig við sannleikann. S'amt væri það óheimil á- lyktun að ritstjóri þessi vilji Alþýðubandlaginu illa. Hann er aðeins haldinn þeirri sál- fræðilegu meinloku semnefn- ist þráhyggja eða einæði; 11 ajw«4ui:i........... ' — hann hefur einblínt svo mjög á eitt lítið vandamál aðhann sér ekki neitt annað. Sumir menn halda að mannkynið verði farsælt ef það hættir að éta hvítasykur; aðrirhalda að grænmetisát sé bót allra meina; enn aðrir telja mönn- um nauðsynlegast að læra réttar aðferðir við andardrátt og standa helzt á höfðistund- arkom á degi hverjum; rit- stjórinn telur að með réttu „skipulagi Alþýðubandalags- ins” verði allur vandi Ieyst- ur í bráð og lengd. Sjálfsagt er að virða ritstjóranum þessa hvimleiðu tneinloku til vorkunnar, en hún má ekki torvelda Alþýðubandalaginu eðlileg störf að þjóðmálunum sjálfum.. Að sanna mál sitt Á tuttugu ára afmæli lýð- veldisins var Bjama Bene- diktssyni forsætisráðherra það efst í huga að flytja vamar- ræðu um ágæti dátasjón- varpsins. 1 ár fjallaði hluti af ræðu hans um nauðsyn tollgæzlu: „Einungis er ræki- lega skoðaðu^r farangur fárra, en enginn veit fyrirfram hver fyrir verður, né mundi nokk- um stoða að bera fyrir sig, að ekki væri skoðað jafnræki- lega hjá öllum“ o.s.frv. Ber vissulega að meta það hversu mjög forsætisráðherranrt legg- ur sig f framkróka ár eftir ár til þess að sanna í verki þau orð sem hann mælti í ræðulok um Jón Sigurðsson: „Enginn skyldi og jafna sér við hann, því að fordæmi hans sýnir, að séint verða allir jafnir að viti, dug og stórhug." — Austri. máll, en gæddur þeim kostum að vera rökvís og fylgja orð- um sínum og hugsun vel eftir, ásamt sinni traustvekjandi framkomu, Þess má geta að Sigurður var mjög róttækur i skoðunum, var m.a. einn af stofnendum Sósíalistaflokks- deildarinnar i Reykdælahreppi og mætti fyrir hennar hönd á flokksþingum. Einnig var hann fulltrúi bókaútgáfunnar „Mál og menning" um margra ára skeið heima í Reykdælahreppi. Og nú í dag 21. júní er við gömlu ungmennafélagamir úr „Eflingu“ fylgjum honum síð- asta spölinn munu mörg okk- ar hugsa til þess tíma þegar hann var enn ungur í sveit bkkar, hvort heldur hann var í ræðustól . á ungmennafélags- fundi eða á sveitarstjórnar- fundi, hversu honum var lagið að bera klæði á vopnin, ef að deilur risu í einhverju máli, og hvemig honum tókst að komast inn í sálarástand hvers og eins. Slíkur var næmleiki Si gurðar Jónssoh ar. Að lokum vil ég geta þess að Sigurður var alla tíð ókvæntur. Hann hélt heimili ásamt systur sinni í Barmahlíð 35 hér í borg nú síðustu árin. Henni og öðr- um aðstandendum vil ég óska góðra daga. En síðasta ósk mín til Sig- urðar Jónssonar er sú, að á þessu landi, sem kallað er land- ið eilífa, megi hann njóta slíkr- ar sólar og fegurðar, sem við báðir tveir nutum eitt síðsum- arskvöld fyrir mörgum árum á leið milli bæja í Reykjadal, þegar sólin hvarf í hafið norð- an Kinnafjalla, en rDðaði him- ininn svo að hann var líkast- ur rúbín. Gísli T. Guðmundsson. STENT0F0N innanhússkallkerfi STENTOFON transistor innanhúskallkerfið auð- vejdar samstarf á vinnustöðum og , skrifstofum, sparar tíma, peninga og fyrirhöfn, þar sem STENT- OFON er tæki þar sem einn getur talað við alla og allir við einn. STENTOFON-kalltækið er ódýrt STENTOFON-kalItækið er fallegt. STENTOFON-kalltækið er endingargott. Allar nánari upplýsingar h’ja umboðinu. Georg Ámundason & Co Frakkastíg 9. — Sími 15485. /

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.