Þjóðviljinn - 22.06.1966, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÖBVTLJINN — Midvikudagur 22. 5ú»í 1968.
HRAFN ÖNUNDUR:
17. júní — anno 1966
Hin marglita randwflwga —
mannfjöldinn á Arnarhóli —
suöar í sólskininu
og spókar sig í andliti
rυumanns
meöan hann þerrar
svita sinn
með Jóni Sigurðssyni.
Sólin siglir um himininn
og föndrar við að láta
kókflöskubrotin skína
í fánalitunum
en nýsprottnir ísmerikanar
meö fálkaorður plastmennskunnœr
dinglandi á brjóstinu —
keyptar frá Hong Kong
á gœðaverði frelsisins —
láta sér líða vel
undir Texas-höttum
þjóðernis síns.
Jón Sigwrösson löngu oröinn aö eir.
• Farfuglaheimili opnað á Akureyri
• Um siðustu mánaóamót var
opnað Farfuglaheimili að
Grund. Hörgárbraut á Akur-
eyri. Er Það Karl Friðriksson
sem hefur tekið ad sér að reka
þar gistiheimili fyrir farfugla,
en fram að þessu hefur verið
erfitt að fá inni fyrir þá sem
leitað hafa ódýrrar gistingar.
vegum Bandalags Isl. Far-
fugla (B.F.I.) eru nú rekin 4
gistiheimili. Auk skála fyrir of-
an Laekjarbotna, eru gistiheim-
ilin að Laufásvegi 41 í Rvík,
á Akureyri, í Vestmannaeyjum
og að Fljótsdal í Fljótshlíð. Á
myndinni hér að ofan sést nýja
farfuglaheimilið á Akureyri.
13,00 Við vinnuna.
15,00 Miðdegisútvarp. Logreglu-
kór Rvikur syngur. J. Suk
og J. Hala leika Sónötu nr.
1 op. 78 fyrir fiðlu og píanó
eftir Brahms. J. Peerce, Z.
Milanov. L. Warren o.fl.
syngja atriði úr „Grímu-
dansleiknum“ eftir Verdi.
M. Kampelsheimer og félag-
ar úr Vlach-kvartettnum
leika Bagatellur fyrir tvær
fiðlur, selló og harmoníum,
op. 47, eftir Dvorák.
16.30 Síðdegisútvarp: Promen-
ade-hljómsveitin í Berlin
leikur vinsæl lög úr ballett-
um. Hljómsveit M. Miller
leikur og syngur þrjú lög,
C. Magnante og harmoniku-
hljómsveit hans, S. Wold og
P. Sörensen syngja, E. Stem
og hljómsveit hans leika
franska lagasyrpu, Norman
Luboff kórinn syngur og M.
Travis leikur á gitar.
18,00 Lög á nikkuna: Harry
Moonten leikur. Harmoniku-
hljómsveit Jularbos leikur
sænsk lög.
20.00 Sterkasti þátturinn: Séra
Sváfnir Sveinbjarnarson á
Breiðabólstað í Fljótshlíð flyt-
ur synoduserindi.
20.30 Efst á baugi.
21,00 Lög unga fólksins. Gerður
Guðmundsdóttir kynnir.
22,15 Kvöldsagan: Dularfullur
maður Dimitrios.
22,35 Úr tónleikasal: ,.The New
York Chamber Soloists“.
(Hljóðritað í Austurbæjarbíói
í fyrra mánuði). a) Tvö bæna-
ljóð fyrir tcnór, óbó, fiðlu,
víólu og selló eftir Mel Po-
well. b) Kvartett fyrir óbó
og strengi eftir E. Schwartz.
c) Crudel tiranno Amor —
kantata fyrir tenór. fiðlu, ví-
ólu, selló og píanó eftir
Hiindel.
23,15 Dagskrárlok.
• Axel er
í hættu
• Erlendir ferðamenn í Sovét-
ríkjunum geta ekki talað við
almenning því þeir eru um-
kringdir svokölluðum leiðsögu-
mönnum sem allir eru njósn-
arar.
(Valeri Tarsis í viötali við
íslenzka blaðamenn).
Og ég vil skjóta því hér inn
í, að við vorum algerlega frjáls-
ir ferða okkar, ' alls engum
hömlum háðir.
(Axel Thorsteinsson í grein í
Vísi um ferðalag til Moskvu).
• Þýðing sál-
fræðinnar
• Einu sinni var maður, með-
alhár maður, sem fannst hann
ekki eiga heima í húsi sínu.
Einkum kunni hann illa við
sig f setustofunni. Þar fannst
honum hann eitthvað svo lít-
ilsigldur án þess að gera sér
grein fyrir ástaeöunni. Það var
háfct undir loft, en Jx^gar búið
var að mála loftið með sama
lit og veggina, þannig að það
virtist lægra, og dekkra óklæði
var sett á húsgögnin fannst
honum hann sjálfur verka
hávaxnari, stærri og myndar-
legri.
(Úr greinaflokki í Fálkanum).
• Lýðræðisást
• „ ... Er ekki kominn tími til að
láta athuga fréttaflutning þenn-
an, og eru ekki of margir
fréttamenn Ríkisútvarpsins á-
hangendur ríkisins með 140
miljón kjósendur, sem fá að
„kjósa“ um einn lista? Er ein-
hver eða einhverjir þeirra
þjálfaðir í því ríki?
Lýðræðissinni“.
(Úr bréfi \ Morgunblaðinu).
• Limra vegna
Tarsisar
• í viðtali sem Matthfas Jó-
hannessen átti við Valerí Tars-
is og birtist í Morgunblaðinu á
sunnudaginn, kveðst síðar-
nefndur hlakka mest til þess í
sambandi við væntanlega fs-
landsför að sjá sólin®.
Tarsis at the sight
of our sunny day at night
just shook his head
forgot to see red
and evcn Black and White.
• Leiðrétting
• 1 viðtali við Halldór Júlíus-
son scm birtist í Þjóðviljanum
föstudaginn 17. júní var sagt
í myndatexta að einn skóla-
bróðir hans helði veriö Guð-
mundur Björnsson landlæknir.
Þetta cw mishermi, það var
Guðmundur Björnsson, sýslu-
maöur í Borgarnesi, sem var
bekkjarbróðir Halldórs. Guð-
mundur landlæknir varð stúd-
ent 10 árum fyrr. Er hér með
beðizt velvirðingar á jxwsum
mistökum.
• Heilabrot
• Setjið upp dæmi (brot einn-
ig leyfð) úr öllum tíu tölustöf-
unum, frá 0 upp í 9, en notið
hvem þeirra aðeins einu sinni,
þannig að útkoma dæmisins
verði 1.
968 01
I —----1--
8hi ee
:jvas
• Brúðkaup
• 4. júní voru geíin saman i
hjónaband af séra Arngrími
Jónssyni ungfrú Magnea S.
Guðmundsdóttir og Jóhann Gil-
bertsson, Bólstaðahlíð 16. (Nýja
Myndastofan, Laugavegi 43 b,
sími 15125).
• Laugardaginn 11. þm. voru
gefin saman í hjónaband af
séra Garðari Þorsteinssyni ung-
frú Bryndís Ásgeirsdóttir, Stiga-
hlíð 6, og Úlfar Ármannsson,
Eyvindarholti Álftanesi. (Nýja
Myndastofan, Laugavegi 43 b,
sími 15125).
• Laugardaginn 21. maí voru
gefin saman í hjónaband af
séra Sigurði Siguýðssyni ung-
frú Ingibjörg Björgvinsdóttir
og Gísli Sveinsson. — (Ljós-
myndastofa Þóris, Laugavegi
20 B, sími 15602).
• Laugardaginn 28. maí voru
gefin saman í hjónaband í Nes-
kirkju ungfrú Mjöll Konráös-
dóttir og Erik Hpyby Thybo
Christensen. Heimili þeirra er
að Laugavegi 27. (Ljósmynda-
stofa Þóris, Laugavegi 20 B,
sími 15602).
• Laugardagmn 11. júní vom
gefin saman í hjónaband af sr.
Amgrími Jónssyni í Háteigs-
kirkju ungfrú Anna Magnús-
dóttir og Helgi Guömundsson.
Heimili þeirra er í Álftamýri
20. — (Ljósmyndastofa Þóris,
Laugavegi 20 B, sími 15602).
FERÐIST MEÐ LANDSYN.
Landsýn býður upp á alla hugsanlega ferða-
lijónusiu innan lands og ufan, með flugvélum,
skipum, járnbraufum og bifreiðum smáum sem
sfórum, — sér um úfvegun hófela og leigubif-
reiða hvorf heldur er með eða án bílsfjóra, —
útvegar leiðsögumenn fil lengri eða skemmri
ferða-, útvegar vegabréfsáritun og sækir um
gjaldeyri svo nokkuð sé nefnf.
Landsýn býður upp á lægra verðlag méð hverju
ári og hagkvæm kjör, svo sem lánakjör Loftleiða
— „Flogið strax — fargjald greitt síðar“.
Takið ekki ákvörðun um ferðina án þess að leita
upplýsinga fyrst hjá Landsýn.
Ccdok
ö ®
FSEISEBURO
zrsr/i Q
Æ\lI3®[F[L®'ir
Intouríst
'J/iMot
LANDSBN ‘t-
FERÐASKRIFSTOFA
LAUGAVEG 54 - SÍMAR 22890 & 22875 -BOX 465
BLAÐADREIFING
Blaðburðarbörn óskast í Kópavog, austurbæ.
Hringið í síma 40-753,
ÞJÖÐVILJINN.
Hjartans þakkir sendi ég vandamönnum minum
og vinum nær og fjær, sem glöddu mig á átt-
ræðisafmœli mínu þann 12. þ. m.. Biö ég þeim
öllum blessunar.
Halla Lára Loftsdóttir.
Aðalfundur
Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda
verður haldinn í Sigtúni, föstudaginn 24.
júní n.k. og hefst kl. 10 árdegis. Dagskrá
samkvæmt félagslögum.
Stjórnin.
Bifreið til sö/u
Á bífreiðaverkstæði lö7re“lunnar við Síðumúla er
til sýnis og sölu Ford-búreið, árgerð 1942, yfirbyggð
með langsum sætum fyrir allt að 20 manns. Upp-
lýsingar á staðnum.
Tilboðum sé skilað til Skúla Sveinssonar, aðalvarð-
stjóra, fyrir 30. júní n.k.
Lögreglustjórinn í Reykjavík.
20. júní 1966.
*
<
i