Þjóðviljinn - 02.07.1966, Side 1
Fjömtíu ára starf:
Goðafíkneski
frá 1. öld
Þetta er keltneskt goðalíkn-
eski úr steini frá fyrstu öld
e. Kr. og er ein af mörgum
myndutn í nýjustu féiagsbók
Máls og menningar „Mann-
kynssögu 300—630“ eftir
Sverri Kristjánsson sagnfræð-
ing.
í Þjóðviljanum á morgun,
sunnudag, birtist ritdómur
um bókina, en af öðru efni
blaðsins má nefna:
Skúli á Ljótunnarstöðum
skrifar um útvarpsdagskrána
fýrir og eftir kosningarnar i
vor.
Austri nefnir hvíldardagspist-
il sinn að þessu sinni „Við-
reisn og verðbólga“.
Kópavogsbúi ritar Lyndon B.
Johnson, forseta Bandaríkj-
'anna, bréf. Einnig: Skákþátt-
ur, Landshornasyrpa og sitt-
hvað fleira.
Landhelgisgæzlan
eignast nýtt skip
□ Landhelgisgæzla íslands er fertug um þess-
ar mundir. í tilefni af því, át’ti forstjóri hennar,
Pétur Sigurðsson, tal við fréttamenn í gær, og
skýrði þá svo frá, að Landhelgisgæzlan muni vænt-
anlega senn eignast nýtt ,skip. Ekkert vildi Pétur
segja að svo stöddu um nafn hins nýja skips, en
með tilliti til þess, að „Ægir“ er nú að syngja sitt
síðasta vers eftir langa og dygga þjónus’tu, geta
menn gizkað á það, að hið nýja skip hljóti verð-
ugt nafn.
Pétur skýrði ennfremur svo
frá, að til landsins séu á nsest-
unni væntanlegir fulltrúar er-
lendra skipasmíðastöðva til þess
að skýra tilboð sín um hið nýja
skip og ganga frá samningum,
ef af verður. Þegar hefur verið
lögð fram útlitsteikning hins
nýja „Ægis“ — hvort sem hann
hlýtur nú það nafn eðúr ei —
og kemur í Ijós af henni, að
ganghraðinn_ verður greinilega
meiri en „Óðins“, sennilega 2
mílum meiri. Skipið verður um
1200 tonn, Óðinn er um 1000, bg
lengdin eitthvað um 60 m.
Þess'má geta í þessu sambandi
að „Ægir“ hefur staðið sig flest-
um skipum betur, það mun hafa
verið á árinu 1928 sem hann
kom fyrst til landsins og hefur
frá því fyrsta reynzt hið mesta
happaskip. — Ýmislegt fleira at-
hyglisvert kom fram í þessu við-
tali, t.d. það að tala tekinna tog-
ara frá því í ársbyrjun 1952 til
ársloka 1965 hafi verið 372, en
ekki treystist Pétur að svo
komnu máli að nefna ákveðna
heildartölu tekinna togara á 40
ára starfsferli landhelgisgæzl-
unnar, — það er býsna há tala,
sagði Pétur.
— Nánar verður síðar í Þjóð-
viljanum skýrt frá störf#n
Landhelgisgæzlunnar á þessu 40
ára tímabili.
Tækniskólanum
slitið í gærdag
•k Tækniskóla íslands var
slitið í gær. Hér að ofan
sjáum við nokkra þeirra
manna, sem luku fyrri-
hlutaprófi frá skólanum og
halda nú vel flestir að
minnsta kosti til fram-
haldsnáms erlendis.
Flestir munu halda til
Noregs, enda hafa Norð-
menn reynzt íslendingum
sérlega velviljaðir í því
að taka við mönnum til
framhaldsnáms í tækni-
fræðum.
★ Nánar segir frá skólaslit-
um í frétt á baksíðu blaðs-
ins í dag. — (Ljósm. A.K.)
Lítil síldveiði
Flotinn heldur sig á
takmörkuSu svæði
Lítil síldveiði hefur veriðfyrir
austan undanfarna sólarhringa og
hefur flotinn haldið sig á heidur
takmörkuðu svæði um 120 mílur
austsuðaustur af Norðfjarðar-
horni og orðið Iítils var.
Gott veður var s.I. sólarhring
og fengu 18 skip samtals 1705
tonn.
Þessi skip fengu afla: Halkicn
70, Sveinbjörn Jakobsson 90,
Þorsteinn 180, Þorleifur 185,
Hannes Hafsteinn 50, Akurey 80,
Jón Finnsson 130, Lómur 150,
Helgi Flóventsson 150, Ingiber
Glafsson 65, Ámi Magnúson 110,
Höfrungur XII 110, Reykjaborg
130, Garðar 150, Gjafar 70, Ól.
Sigurðsson 90, Anna og Baldur
I 35.
ENN BIÐ
Á FÉLAGA-
SKRÁNNI
■fmsir lesendur Þjóðviljans
hafa spurzt fyrir um það, hvort
blaðið ætlaði ekki að birta eins
og jafnan áður skrá um hæstu
gjaldendur útsvara í Reykjavík,
einstaklinga og félög. Því er til
að svara að félagaskráin mun
ekki liggja frammi á Skattstof-
unni fyrr en á mánudaginn kem-
ur og stofnunin hefur enn , ekki
sent frá sér eins og heitið hefur
verið, skrá yfir hæstu gjaldehdur
í hópi einstaklinga.
Örlagarík ákvörðun Johnsons forseta:
Bandaríkjamenn svífast
einskis í Yietnamstríðinu
Loftárásirnar.á olíustöðvar í Hanoi og Haiphong eru aðeins fyrstu að-
gerðir þeirra til að knýja Vietnam til uppgjafar hvað sem það kostar
WASHINGTON, MO§KVA 1/7 — Norska
fréttastofan NTB hefur það eftir áreiðanleg-
um heimildum í Washington í dag, að alveg
nýlega hafi það verið ákveðið á æðstu stöðum
í Bandaríkjunum að knýja andstæðinga þeirra
í Vietnam til að gefast upp.
□ Er þessi ákvörðun talin
mjög mikilvæg breyting á
þeirri stefnu, sem Johnson
Bandaríkjaforseti hefur fylgt
til þessa og heimildarmenn
telja að hafi verið „tiltölu-
lega varkár“..,
□ Leonid Brésjnéf aðal-
ritari kommúnis^aflokks Sov-
étríkjanna sagði í dag að að-
Þjónadeilan óleyst
Boða verkíall n.k. föstudag
Næsta íöstudag boða þjónar
verkfall og er það miðað við
veitingahús á öllu landinu, —
þar sém Félag framreiðslumanna
er landsfélag.
Verður þetta áhrifarík aðgerð
hjá þjónunum, þar sem ferða-
mannastraumurinn stendur nú
sem hæst til 'andsins um þetta
leyti.
Einkennilegur seinagangur
hefur verið á samningaumræð-
um við fulltrúa Félags fram-
reiðslumanna og hafa fulltrúar
Sambands gisti- og veitinga-
húsaeigenda beðið um frest hvað
eftir annað til þess að ræða
málin.
Loks kom fram tilboð frá
veitingahúsaeigendum og telja
þjónarnir það ná skemmra en
skyldi og þar sé hreinlfega geng-
ið á hlut þjóna.
stoð Sovétríkjanna við Vi-
etnam verði aukin vegna
loftárása Bandaríkjamanna á
Hanoi og Haiphong.
□ Landvarnaráðherra Sov-
étríkjanna Rodin Málinovski
sagði að stefna Bandaríkja-
manna gerði Sovétríkjunum
nauðsynlegt að auka viðbún-
að sinn og „halda púðrinu
þurru“.
□ Ríkisst'jórnin í Norður-
Vietnam hefur ákveðið að
hefja þegar í stað brottflutn-
ing íbúa . höfuðborgarinnar
Hanoi.
í ræðu í Iowá í gær sagði
Johnson Bandaríkjaforseti að
loftárásir Bandaríkjamanna séu
gerðar því kommúnistar hafi
ekki gert annárra kosta völ.
Fréttamenn segj a að forsetinn
U'nmæli de Gaulle — sjá síðu @
hafi augsýnilega verið sannfœrð-^
ur um að hann hefði þegar gert
allt sem í hans valdi stóð til
að ná friðsamlegrí lausn í Vi-
etnam. Sagt er að nýjar tilraun-
ir verði gerðar til friðarsamn-
ingu miklu seinna, en þangað til
fái fjandmennirnir heldur bet-
ur áð finna fyrir þvi.
Andstæðingarnir verða dregn-
ir að samningaborðinu á hnján-
um, jafnvel þó hætta sé á bein-
um átökurn við Kina, segja sömu
heimildarmenn.
Kínverjar
Höfuðmálgagn kínverskr^
kommúnista, Alþýðudagblaðig í
Peking, sakaði í dag leiðtoga
Sovétrikjanna um þátttöku í því
sem blaðið kallaði bandaríska á-
ætlun til að koma á friðj með
sprengjum.
Sovétríkin
Ræða , Brésnjéfs aðalritara • í
dag þykir benda til þess, að
Sovétríkin séu nú að • athuga
möguleika á aukinni hernaðarað-
stoð vig Nprður-Vietnam.
í yfirlýsingu sovézku ríkis-
stjómarinnar í gærkvöld lofaði
hún að veita Norður-Vietnam
alla hugsanlega aðstoð.
Brésnjéf talaði við lokapróf i
herakademíu Sovétríkjanna og
sagði að hinir nýju atburðir í
Vietnam væru alvarlegt áhyggju-
efni og bætti við að Sovétríkin
mundu aldrei svfkja íbúa Viet-
nam.
Malinovskij landvarnaráðherra,
sem talað; við sama tækifæri,
Framhald á 3. síðu.
•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■!
Samninga-
fundir á
Reyðarfirði
í dag fer fram samninga-
fundur á Reyðarfirði milli
atvinnurekenda og verka-
lýðsfélaga á Austurlandi.
Hefst fundurinn klukkan
fimm síðdegis.
Klukkan tvö hefst hins-
vegar fulltrúafundur verka-
lýðsfélaganna til undirbún-
ings samningafundinum á
grundvelli rammasamnings-
ins.
Á þessum fundi mseta
Þórir Daníelsson, fram-
: kvæmdastjóri Verkamanna-
sambandsins, Barði Frið-
! riksson, skrifststj. Vinnu-
veitendasamb. og Skúli
; Pálmason, lögfræðingur frá
Vinnumálasambandi sam-
I vinnufélaganna.
Vantar enn vitni
Rannsóknarlögreglan hefur
beðið blaðið að koma því á
framfæri að enn vantar vitni að
banaslysinu sem varð á Skúla-
götu á móts við benzínstöð BP
kl. ,15.50 á miðvikudaginn.
nOflVllJINN
Laugardagur 2. julí [1966 — 31. árgangur — 144, tölublað.