Þjóðviljinn - 10.07.1966, Side 6

Þjóðviljinn - 10.07.1966, Side 6
t g SlÐA ÞJÖÐVIUINN — Surmudagur W. JÖH 1906. ÞaS heppnaSist þráft fyrír allf: I sautján ár fól hún son sinn fyrir umheiminum Móðir Vasseurs. Jacaues á unga aldri. Það hverfa börn í heiminum, Tína litla frá Helsingör t.d. og svo Bassi litli frá Öðinsvéum. Það hefur verið vanaviðkvæðið í bæði skiptin, að það sé úti- lokað að halda leyndri mann- legri veru um ianga hríð, hvort heldur sé um að rasða stórborg, smábæ eða sveitabæ. Hinn faldi muni eftir tiltölulega fáa mánuði koma upp um sig, ein- faldlega af því að lífsvenjur heimilisins verði að breytast við það. að einum fleiraverður í heimili. Ömótmælanleg staðreynd úr heimsborginni París vekur manni efa um sannleiksgildi þessarar fullyrðingar. I þeirri stórborg hafa allir áhuga á öll- Hagfræðibækl- ingar frá Kuala Lumpur Blaðinu hafa borizt tveir ^ bæklingar frá Kuala Lumpur í í Malasíu, fyrirlestur og ritgerð eftir Harald Jóhannsson hag- fræðing. sem kennt hefur við hagfræðideild háskólans þar í borg undanfarin misseri. Bæk- lingar þesir eru á ensku, og ber annar fyrirsögnina „Mer- cantilism‘‘, hinn „On J. M- Keynes’ Criticism of Classical Employment Theory“. Frönsk samtímasaga leiðir í Ijós að það er mögulegt að fela mannlega veru árum saman og það þrátt fyrir lögregluleit stórborgarinnar um. í smáheimi lbúðahverfanna veit dyravörðurinn allt um lff og líferni íbúanna — og hann er ekkert að liggja á þekkingu sinni. 1 slíkú umhverfi, þar sem allir eru með nefið ofan í öllu, hélt gömul kona í 17 ár mið- aldra manni leyndum fyrir um- heiminum — og það þrátt fyrir stöðuga eftirgrennslan lögregl- unnar. Þessa dagana er málið fyrir rétti. Það er tæpast unnt að þverfóta fyrir vitnum, sem hefðu átt að hafa tekið eftir og vitað, hvað á seyði var. En enginn hefur tekið eftir neinu óvenjulegu þessi 17 ár. »_» Omurleg gata Húsið stendur í ömurlegu úthverfi, gatan er gleðisnauð og ljót. Þegar frelsissveitimar héldu inn í París, áttu sér stað harðir bardagar einmitt á þessu svæði. Víða eru múrveggirmr þaktir litlum marmaraplötum, sem skýra frá því, að hér haíi meðlimir úr andspyrnuhreyí- ingunni fallið fyrir óvinakúlu. A framhlið hússins númer S6 mætti setja . plötu, sem segði irá því, að irjnan þessara veggja hafi setið á árunum 1945 til 1962 Gestapó-agentinn Jacques Vasseur, sem sakaður er um aðild að 400 handtökum, einn- ig er hann talinn meðsekur þess að um 300 landar hans voru fluttir í þrælabúðir og 230 aðrir létu líf sitt í pyndingaklefanum. Jacques bjó með móður sinni, ekkjunni frú Josée Vasseur. Hún stendur nú á sjötugu, hann er hálffimmtugur. Líf hans er ólýsanlegt þessi árin með móð- urina eina að félaga í tveim, þrem hræðilegum herbergjum. Híbýlin eru fornfáleg og hús- búnaður gamaldags, án nú- tímaþæginda. Allt er dimmt, þykk gKiggatjöld hylja þá glugga, sem móðir og sonur þorðu aldrei að opna af hræðslu við að upp um þau kæmist. Hvenær sem hljóð heyrðist að utan, flýði Jacques upp lítinn hringstiga í kvistherbergi, sem smám saman varð hinn fasti aðsetursstaður hans mestan hluta dagsins. Til þess að gera ekki ónauðsynlegan hávaða, var hann aldrei í neinum skóm, álltaf berfættur. Á villigötum Á þessum árum kom sonur- inn aldrei út á götu, alltaf var hann lokaður inni. Þó var til- veran ekki að öllu leyti auð og tóm. Siðferðilega séð er Jacques á algjörum villigötum, en hæfileikar hans og þekking er með ólíkindum. I sjálfviljugu fangelsi sínu lærði hann með sjálfsnámi níu tungumál; rúss- neska er sérgrein hans. Hann smíðaði sér útvarpsviðtæki og hlýddi á Moskvuútvarpið og einkum útsendingar sem fjöll- -uðu um listir, bókmenntir og leikhúsmál. Hin síðari ár voru það náttúruvísindin, sem var aðaláhugamál hans og svo er bókasafnslánum móður hans fyrir að þakka, að hann erorð- inn prýðilega að sér á því sviði. Hann hefur gefið sjálfum sér heimatilbúinn titil: Kosmólóg. Faðir Jacques var bankamað- ur, gjaldkeri í einu af útibúum franska þjóðbankans. Sonurinn tók ágæt próf og gerðist einnig gjaldkeri. Sem barn var hann mesti mömmudrengur og þrosk- aðist aldrei upp úr því. Senni- lega varð þetta ævióhamingja hans. Móðirin hafði ofurást á einkasyninum og sú ást var endurgoldin. Ekkert var nógu gott fyrir Jacques. Af fátæk- legum eftirlaunum sínum, eftir að faðirinn var látinn, reyndi hún að gera allt fyrir einkason- Hitt kynið Drengurinn átti sér ekki marga félaga, en kom sér vel meðal jafnaldra sinni í skólan- um. Hann var þægur, aldrei ó- svífinn, var alinn upp i guðs- ótta og góðum siðum og kirkj- an hafði djúp áhrif ó ungan hug hans. Á 14 ára afmæli sínu fékk Jacques ný föt og þeim klæddur hlýddi hann á fyrirlestur sóknarprestsins um góðgerðarstarfsemi og ölmusur til fátækra. Nokkrum dögum síðar bað móðirin Jacques að klæðast sparifötum, en þá átti snáðinn ekki lengur skrúðann, hann hafði gefið hann í safn- aðarsöfnun til fátækra æsku- manna. , Sem fullorðinn maður sýndi Jacques eðlilegan áhuga á hinu kyninu. Allmargar ungar stúlk- ur komu á heimili hans. Þær óttu það allar sameiginlegt að minna á einhvern hátt á móður hans. Jacques tengdist þó ekki neinni þeirra á tímabili virt- ist trúlofun í uppsiglingu en var aflýst. Hvorki móðir né sonur gat hugsað sér að annað hyrfi að heiman, og það vár aðeins á stúdentsárunum, sem þau voru aðskilin, en þá nam drengurinn í annarri borg. Þau skrifuðust daglega á, mæðg- inin, tónninn bliðlegur og til- finningaríkur. Auðvelt val Svo skall stríðið á, Frakk- land var hernumið, nazistar dæmdu fólk til nauðungar- vinnu. 1942 kom röðin að Jacq- ues. Hann lét tvær fyrstu fyr- irskipanirnar um að gefa sig fram sem vind um eyrun þjóta, en við þá þriðju sá hann sig nauðbeygðan til að mæta. Það kom strax í ljós, að Jacques talaði ágæta þýzku. Honum var boðið að velja milli þess að vera fluttur úr landi í þræla- vinnu til Þýzkalands eða gerast túlkur hjá Gestapó í París. Sú hugsun ein að þurfa að skilja var nóg til þess, að móðir og sonur kusu heldur þann kost- inn að starfa fyrir Þjóðverja. Að vísu geðjaðist þeim miður vel að Gestapó. Samvizkunnar vegna ráðíærði Jacques, sem nú hafði tvo yfir tvítugt, sig yið s<>knarprestinn. Sá þekkti sóknarbarn sitt aðeins að góðu einu og kristilegu og taldi það víst, að hann væri góður Frakkji líka. Út frá þessum forsendum .waraði hann því til, að Jacq- ues gæti sem túlkur hjá Gesta- pó orðið mörgum landa sínum að liði. Það fór ekkert á milli mála, hvert var álit klerks, hann var þegar tengdur and- spyrnuhreyfingunni, sem nú var að hefja göngu sína. Ekkert bendir til þess að Jacques hafi misskilið klerk. Enginn veit, hvað hefur búið honum hjarta nær á næstu ár- um. Hitt er víst, að Gestapó heimtaði sífellt meira ogmeira, ætti hann að fá að vera um kyrrt í París. Svik og illvirki af verstu tegund urðu hlutskipti hans, annars beið hans ekkert nema þrælabúðirnar langt frá heimilinu og mömmu. Það framgéngur ljóslega af skjala- safni andspyrnuhréyfingarinn- ar, að Jacqes Vasseur tóksinn þátt í ógnarstjórn Þjóðverja, og að það var tilviljunin einber sem réði þvi, að hann varekki ráðinn af dögum. Glæpamaður Vasseur bregður höndum fyrir andlitið. snýr heim Vasseur var sér vel meðvit- andi um sekt sína. Er Paris var leyst undan oki nazismans, fylgdi hann húsbændum sínum á flóttanum, og þegar and- að halda syninum hjó sér ó- hultum. Mat og föt og aðrar nauðsynjar keypti hún alltaf öðru hverju í fjarlægari borg- arhverfum, og aldrei tvisvar á sama stað, svo hún þekktist ekki aftur eða vekti minnstu athygli. Það virðist óskiljanlegt, að enginn skyldi taka neitt nán- ar eftir því, hve stóra pakka hún bar inn í íbuð sína. Fallaxarskuggi Nú var Jacques ekki alltaf þægilegur sambýlismaður. Leyndarmál þeirra mæðgin- anna tók að leggjast á taugar beggja. Notaði Jacques sér að einhverju leyti „aðstöðu“ sína? Mamma varð að kingja öllu, því annars beiö ekkert nema fallöxm. Svo mikið er víst, að Jacques varð smám saman æ heimtufrekari. Einkum og sér í 1 17 ár leyndist maðurinn í þessu hcrbcrgi. lagi gerðist hann mesti sæl- Keri, enda þótt hann hefði áður verið næsta nægjusamur. Af fátækt sinni varð móðir hans að kaupa matarefni í sannkall- aðar veizlumáltíðir — sem allt- af lauk með lúxuskökum úr einhverju bakaríinu. Réttarlæknar treysta sér ekki til þess að lýsa Jacques geð- veikan og alls ekki til þess að sleppa honum við refsingu. Per- sónubreyting hefur átt sérstað frá yngri árum til fullorðins- ára. Sú breyting kemur m.a. fram í miklum mismun á skrift- inni. Stúdentinn Jacques skrif- aði litla, fasta og reglulega stafi, svikarinn skrifar hinsveg- ar með stórum, lauslegum, ó- reglulegum stöfum, sem stund- um halla til vinstri, stundum til hægri. I þau fjögur ár, sem Jacqués hefur nú setið í fang- elsi, hafa allir hugsanlegir sál- fræðingar reynt að skilgreina örlög hans. Þeir eru aðeins sammála um eitt: Hann hefur orðið fyrir ‘andlegu áfalli, En hvenær og hvar? Er það dauði föður hans, ást móðurinnar eða grimmd Gestapó, sem er örlaga- valdurinn? Hefur mr. Hyde skyndilega ráðið niðurlögum dr. Jekylls? Svikafætur Að lokum var Jacques Vass- eur gleymdur umheiminum. Lögreglumenn héldu áfram að heimsækja móður hans, en alltaf án árangurs. Hún tók jafnan á móti þeim í útidyrun- um og engum virtist koma til hugar að gera húsrannsókn, enda þótt syndaregistur Jacq- ues gæfi fulla ástæðu til. Svo einn dag fór lögreglu- þjónninn dyravillt. T stað þess að koma að stofudyrum, barði hann að dyrum ó efstu hæð. Framhald á 9. síðu. . spyrnuhreyfingin birtist hjá móður hans, var fuglinn flog- inn. Nafn hans er hátt á list- anum yfir leiguþý Þjóðverja. Honum tókst í Þýzkalandi að komast undan herjum Banda- manna og einn daginn stóð hann á ný í stofu móður sinnar, lýsti sig örþreyttan og sam- vizkubitinn og reiðubúinn til þess að gefa sig fram við lög- regluna. — Þú ert sturlaður, svaraði frú Vasseur, bíddu þangað til ró fellur á, þá bjarg- ar þú lífinu. Nú er þér aðeins dauðinn vís. Vertu hjá mér nokkra stund, þá skal ég bjarga þér. Jacques lét telja sig á að bíða. Síðan lét hann hvað eftir annað sannfærast um það, að nýr frestur væri nausynlegur — og árin urðu sautján talsins, sem hann sat í heimahúsum. Móðirin hefúr nú viðurkennt það fyrir rétti, að hún hafi frá fyrstu stund verið fastákveðin í því að hafa Jacques hjá sér það sem eftir væri ævi hans. Við vitum ekki, hvort hegð- an frú Vasseur á eftirfarandi árum flokkast undir fórn eða eigingirni, sennilegast er um að ræða undarlegt sambland beggja. Hún lifði aðeins og eingöngu fyrir það hlutverksitt 250 ára friðarsamningur enn á dagskrá diplómatanna Friðarsamningarnir í Utrecht voru undirritaðir árið 1713. Sennilega er enginn til jafn gamall friðarsamningur, .sem enn er stjórnmálamönnum til athugunar. Með þessum samningi, sem batt enda ó Spánska erfðastríð- ið, lét Spánn Gíbraltar af hendi við Englendinga. Nú, meir en 250 árum síðar, vilja Spánverj- ar fá sitt aftur. Það er utan- ríkisráðherra Spánar, Fernando de Castiella, ' sem bar fram kröfuna við Michael Stewart, utanríkisráðherra Englendinga. seint í maí. Áður hafa Englendingar lýst afstöðu sinni til málsins. Það var Eirene White, þáverandi utanríkisráðherra," sem lét svo um mælt: „Við erum ekki í neinum vafa um rétt okkar til yfirráða í Gfbraltar, svo mál- íð er alls ekki til nokkurrar umræðu“. Þar eð sjónarmið Spánverja og Englendinga stangast svo rækilega á, er það engin furða, þótt árangur yrði lítill, og spánski utanríkisráðherrann á- kvað því að freista gæfunnar annarsstaðar. Snemma í júni sendi hann fulltrúa sinn til Washington til þess að skýra bandarísku stjórninni frá viðræðunum við EngJendinga. ,,Það er bersýni- legt“, segir Parjsarblaðið Fig- aro, ,,að Spánverjar vilja draga Bandarfkjamenn inn í þennan leik“. Gizkað hefur verið á, að Spánverjar vilji múta Banda- ríkjamönnum með inngöngu t Nató en fá í staðinn fvrir þann aukna liðstyrk, sem bandalag- inu myndi þannig bætast, lið- sinni þeirra i Gíbraltardeilunnl. ..Gíbraltar“, segir Figaro enn- fremur, ,,er smám saman að verða eitt helzta viðfangsefni spánskra diplómata“ „New Times“

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.