Þjóðviljinn - 10.07.1966, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 10.07.1966, Qupperneq 7
Sunnudagur W. JiSK W66 — ÞJÓÐVILJTNN — SÍÐA ’J \ \ arískt þjóðfélag: Eitt samfellt skráargat ! Nýlega lét bandaríska blað- ið „Evening Star“ í Washing- ton þau orð falla, að síauk- inn fjöldi þeirra, sem skipta sér af einkamálum annarra þar í landi. sé í þann veginn að svipta hvern mann einfald- asta einkalífi. Ef dæma skal eftir þanda- rískum blaðafregnum, eru Bandaríkin orðin land þar sem bókstaflega talað er njósn- að um hvern einasta mann. Einkalíf allra fullorðinna er undir stöðugu eftirjiti — og allri taekni nútímans beitt við njósnirnar. Njósnakerfi þetta hefurver- ið skipulagt af venjulegum bandarískum dugnaði. Sá að- ilinn, sem hvað .,bezt“ gengur fram, er FBI, ríkislögreglan bandaríska eða Federal Bur- eau of Investigation eins og hún heitir fullu nafni. Stofn- un þessi eyðir árlega 145 mil- jónum dala i þessu skyni. t hirzlum sínum hefur hún fingraför og aðrar upplýsingar um hvorki meira né minna en 175 miljónir manna. Annar stórnjósnarinn er Pentagon en leyndarskjalasafn þeirrar stofnunar _ hefur að geyma upplýsingar um alla opinbera starfsmenn og fólk sem á einhvem hátt vinnur aðhem- aðarrekstri. Hér er um að ræða 21 miljón skráðra nafna og 14 miljónir ítarlegra aevi- sagna. * Aðrar stofnanir á sama þokkasviði eru „State Depart- ment Passport Division“, ,.The Tax Administration“ „The Atomic Energy Commission“, „The Immigration and Natur- alization Se.rvice“ og að lok- um „The National Aeronaut- ics and Space Adminstration'1. Við þetta baetist svo fjöldinn I ..Venjuegur borgarbúi getur 1 ekki lifað svo dag að ekki ® sé hann eltur, fylgzt með w honum og hlustað á það sem J hann kann að segja“. >að er I Bernard Pensterwald, Jr„ J einn af lögfræðilegum ráðu- B nautum bandarísku öldunga- k deildarinnar, sem nýlega lét 1 þannig um mælt. allur af spæjaranna. einkaskrifstofum 1 bandarískum áróðri er ,,Guðs eigið land“ oft nefnt „opið land‘‘. Hitt er sönnu N nær, að tákn bandaríska R þjóðfélagsins í dag væri eitt J allsherjar skráargat. SVAR VIÐ „NOKKRUM VINSAMLEGUM ORÐUM" Jón fi'á Pálmholti sendirmér „nokkur vinsamleg orð“ í Þjóð- viljanurri 2. dag þessa mánað- ar. Tilgangurinn er að leið- rétta misskilning, sém á að hafa komið fram í eftirfarandi orðum í ritdómi mínum um síðustu bók hans: „Orgelsmiðja Jóns frá Pálm- holti er ófrumleg, þar sem hún hefur uppistöðu sína frá Kafka“. Ég var ekki þarna í „fullyrð- ingaleikfimi“, einsog Jón viU vera láta, heldur benti á ótví- ræða líkingu orðum mínum til stuðnings, en sleppum því. Leiðrétting Jóns frá Pálmholti er á þessa lund: ,.Það vill svo til að ég hef aldrei lesið bók eftir Kafka þennan og er því alls ófróður um ritstörf hans, því rniður, hvað þá ég treysti mér til að nota verk hans sem fyrirmynd- ir. Sé einhver álíka skyldleiki með Orgelsmiðjunni og þeirri bók eftir Fr. Kafka, sem Jón Óskar nefnir, hlýtur hann að eiga sér aðrar orsakir. Og ef til vill kunna þær að vera at- hugaverðar?“ Éf Jón frá Pálmholti hefði ekki gefið þessar upplýsingar um ótrúlega vanbekkingu sína á bókmenntum tuttugustu aldar. hefði .maður getað ætlað hon- um að hafa lært vitandi vits af miklum höfundi, að vísu með nokkrum keim stælingar. Kiwanisklúbburinn Jíekla bauð vistfólkinu á Hrafnistu í- ferðalag um Suðurland fyrir nokkru. Ferðin tókst sérstak- lega vel, og voru allir ferða- langahnir mjög ánægðir með ferðina. og vilja færa fram sín- ar beztu þakkir til forráða- manna klúbbsins fyrir skipu- lagningu ferðarinnar og góða fyrirgreiðslu. Stjórn Hrafnistu Ferðaskrifstofan Lönd & Leiðir bauð vistfólkinu á Hrafnistu í kynnisferð um Reykjavíkurborg, og að henni lokinni til kaffidrykkju á Loft- leiðahótelinu. Vistmenn þakka þetta góða boð og ánægjuleg- ar stundir og senda ferðaskrif- stofunni sínar beztu kveðjur. Stjórn Hrafnistu en ekki svo að ég teldi honum það til dómsáfellis. Nú sem Jón er búinn að lýsa yfir fá- fræði sínni (og hún kemur mér ekki á óvart) hlýt ég að vekja athygli á því, að til þess að geta notfært sér umrædda skáldsögu, Málaferlin eftir Kaf- ka, var honum engan veginn nauðsynlegt að hafa lesið hana. Það vill svo til, að heimsfræg- ur kvikmyndahöfundur, Orson Welles, hefur gert kvikmynd eftir sögunni og sú kvikmynd var á sigurför sinni um'heim- inn og mikið um hana skrifað í blöð og tímarit fyrir nokkr- um árum, einmitt skömmu áð- ur en Jón skrifaði bók sína. Það var því auðvelt hverjum manni að kynnast efni og anda þeirrar sögu bæði með því að lesa blöð og tímarit og af munn- legri frásögn, en á það skal bent að aldrei hefur verið meira talað og ritað um kvik- myndir á fslandi en nú síðustu árin. Ég vil ennfremur henda á það, að annar ritdómari mun hafa nefnt Kafka í sambandi víð .Orgelsmiðjuna, þótt Jón hafi ekki séð ástæðu til að minnast á það í „vinsamlegum orðum’’. Annars er auðvelt að finna fleiri höfunda en Kafka í bók Jóns, þótt ég léti það liggja á milli hluta í rit- dómi mínum og kysi heldur að dæma slíkt vægilega, en benda hinsvegar á ýmsa kosti bókar- innar. En einkennilegt er, að Jón finnur helzt hvöt hjá sér til að ,,leiðrétta“ þann ritdóm sem vinsamlegastur mun hafa verið af þeim ritdómum sem skrifaðir voru um bók hans. Má vera að sumum kunni að þykja það nokkuð „athugavert“. Ur því að ég var að minnast á aðra höfundá en Kafka f bók Jóns f. Pálmh., leyfi ég mér að tilfærá eitt slíkt dæmi. því hér ,,vill svo til“ að auðvelt ér að sýna fram á skyldleik- ann sem ég ætla, að geti tæp- ast augljósari verið. Á bls. 47 i Orgelsmiðjunni er söguhetjan að halda smá- ræðu yfir ánamaðki: „Þú aumi maðkur. Vesæli jarðarormur. Hvert er ferð þinni heitið? Hver er tilgangur þinn? Til hvers ert þú að skríða yfir gángstíg mann- anna? Þeir geta kramið þig. Stappað þig í klessu með hörð- um skóhælum sínum. Veiztu það vesæli maðkur? Veiztu' nokkuð um grimmd mannanna. Miskunnarleysið. Hugsunarleys- ið. Sljóleikann. Kæruleysið. Eigingirnira? Hvað yeizt þú um líf jarðarinnar? Um heimsk- una, gleðina, ástina og hina ó- læknandi sorg? Aumi maðkur. Hvað veiztu? Hann geingur eitt skref í átt að maðknum og lyftir öðrum íætinum: Vesæla skriðdýr. Sérðu skóhælinn minn? Sérðu hve ég er mikið stærri en þú? Þitt lif er á minu valdi. Ég stíg fætinum fast niður, og þú ert dauður. Kraminn. Mitt er valdið, mátturinn og dýrðin“. Fyrsta bók. Halldórs Kiljans, sú er hann skrifaði sextán ára gamall, hefst á þessa lund: „Maðkur! Aumlegi rnaðkur. Þarna ligg- urðu varnarlaus, þarna skríð- urðu áfram með því að ‘eingj- ast sundur ,og saman! Hvað þú ert vesæll og van- máttugur! Bíddu! Bráðum traðka ég þig sundur með fæt- ir.um; traðka þig sundur af því að ég er máttugri en þú;j einsog drottinn, þessi stóraal- máttuga sál sem nýtur yndis af að sjá mannssálina skríða í duftinu' fyrir fótum sér dálitla stúnd, en treður hana svo von bráðar sundur. Þannig mælti ungur og fríð- ur bóndasonur. Við fætur hans, skreið ána- maðkur sem hann samkvæmt ræðu sinni traðkaði sundurmeð fætinum, svo eftir varð aðeins dálítil mórauð glitrandi leðja.“ Ef svo skyldi nú vilja til, eð Jón f. Pálmh. hafi aldrei les- ið neina bók eftir Halldór þenn- an, þá finnst mér samt að það ætti ekki að geta talizt mikil fullyrðingaleikfimi (sbr. or|5 Jóns), þótt ég dragi þá ályktun, að hann muni að minnsta kosti hafá lesið eða heyrt lesnafyrstu blaðsíðuna í Barni náttúrunnar. Að lokum vil ég fagna því að höfundar skuli vera farnir að svara ritdómum. Það er ekki vanþörf á því. Ég held jafnvel, að sumir hefðu haft nokkra ástæðu til að svara rit- dómum _ Jóns frá Pálmhólti, en hann hefur verið einkar dug- legur að skrifa ritdóma. Og auðvitað ekki nema gott um dugnaðinn að segja, ef fáfræð- in væri minni en nú er upp- lýst. • Reykjavík 6. júlí ’66 JÓN CSKAR. Svanurinn Tileinkun Við heyrðum að fram við fjöllm glæst í fögnuði varstu að kvaka, og vitum, að það er himinhæst sem helgidómarnir vaka. Og þessvegna kaustu fjalla frið og faðminn í heiða salnum, þér fannst það of smátt að fljúga á hlið við fiðrildið niðri í dalnum. Við vitum að þessi veröld býr að vizkunnar táknum öllum. En misjafnt er allt — og maðkur snýr að mold, en svanur að f jöllum. — Og í þessum skrau’tlífs sk?mmti-sal er skaparinn ýmsu vanur. Það gæt,i nú frétzt úr fríðum dal, að fiðrildið væri svanur. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. *%%%%%%%%%%%%%%%%%* *%%%%%%%% LENGSTA BRÚ í EVRÓPU ★ 1 næsta mánuöi, 6. ágúst, verður ný brú yfir ána Tagus hjá Lissabon, höfuðborg Portúgal, vígð og tekin í notkun. Þetta er sögð lengsta brú í Evrópu, 2278 metrar að iengd, sú brú í heimi sem hefur lengst haf milli stöpla, sú brú sem stendur á stöplum á mestu dýpi, 79.30 m, lengsta brú 5 heimi sem ætluð er jafnt fyrir bíla og jámbraut, þar eru hæstu brúartumar í Evrópu, 190.47 m, — sem sagt ein mikil metbrú. Kostnaður viö brúarsmíð- ina verður 78 milj. Bandaríkjadollarar. Habsborgarættin enn á dagskrá Austurríska innanríkisróðu- neytið lýsti því yfir 1. júní síðastliðinn, að eftir að hafa rannsakað „lögfræðilega hlið málsins“ hafi það ákveðið að veita Ottó Habsburg vegabréf til landsins. Habsborgarættin, eða sá hluti hennar, sem Ottó þessi er fulltrúi fyrir, fær þannig að snúa heim á ný til ,,ættarlandsins“. Að vísu er m.álið frekar pólitísks en lög- fræðilegs eðlis. Séi’stök lög, sem samþykkt voru 1919, eftir upplausn austurríska keisara- dæmisins, kváðu svo^ á, að Habsborgarættin skyldi um ald- ur og ævi útlæg ger úr Aust- urríki. En krónprinsinn fyrrver- andi lætur sig enn dreyma um það að komast aftur til ,,valda“. „Þegar ég sný heim“, sagði hann nýlega, „hver getur þá bannað mér að heyja haráttu fyrir stjórnmálahugmyndum mínum, og hvaða lög banna borgurunum að kjósa mig keis- ara sinn?“ Svo mörg voru þau orð. Nú væri það nánast hlægilegt að halda það, að Habsborgarætt- in geti endurvakið keisaradæm- ið. En til eru þeir menn. sem líta vonaraugum ó endurkomu Ottós. Þegar öllu er á botn- inn hvolft er hann alræmdur fyrir afturhaldsskoðanir sinar og náin tengsl við nýfasista Vestur-Þýzkalands. Og austur- ríska afturhaldið hefur ekkert á móti því að notfæra sér heim- komu hans. Almenningsálitið í Austur- ríki lítur svo á, að með þess- ari ákvörðun innanríkisráðu- neytisins, séu bæði lög og lýð- ræðisreglur þverbrotnar. Verka- menn hafa gert verkfall til þess að mótmæla ákvörðuninni og verkalýðssamtökin hafa sam- þykkt mótmælaályktanir. ,,Við ætlum ekki að sitja rólegir og sjá Habsborgarana streyma aft- ur inn í landið“ segir í einni ályktuninni. „Við munum ber.i- ast gegn því af öllum okkar mætti“. („New Times“). Beztu myndir barna við Grimms-æ vintýri □ Bandarískt útgáfufyrir- tæki, Follett Publishing Company í New York, hef- ur ákveðið að efna til sam- keppni meðal barna 4—14 ára víðsvegar um heim um beztu myndir þeirra við hin frægu Grimms-ævin- týri. 1 fréttatilkynningu, sem Þjóð- viljanum hefur borizt frá út- gáfufyrirtæki þessu. segir m.a. að forráðamenn fyrirtækisins hafi ákveðið að leita til harn- Framhald á 9- síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.