Þjóðviljinn - 16.07.1966, Page 5
Laugardagur 16. JúH 1966 — ÞJÓÐVTUINN — SlÐA IJ
„Lagt var af stað frá Bosserthúsi kl. 8 morguninn 17. júní“ —
Fáni íslands blaktir við hún.
„I Streihecn var nú áð góða stund, matur snæddur og svalað
þorstanum". — Frá hægri til vinstri: Frú Bossert, frú Pikola,
hr. Bossert, hr. Pikola, Christian litli, dóttursonur þeirra Bos-
serthjóna og Gylfi ísaksson, höfundur greinarinnar.
Fjallganga með
Bossert 17. júní
Múnchen í júlí. — Óhætt er að
fullyrða, að frá því er Heinrich
Bossert, ræðism. í Múnchen,
hóf störf í þágu íslands íyrir
sex og hálfu ári, hefur hann
reynzt landi okkar hinn bezti
málsvari og okkur íslendingun-
um hér hin mesta hiálparhella.
Hann hefur jafnan verið boð-
inn og búinn að veita okkur
alla sína aðstoð, og þeir, sem
þekkjá Bossert, vita, að hann
er rnaður, sem aldrei lætur sitja
við orðin tóm, heldur íram-
kvæmir hlutina af fítonskrafti.
Hann hefur reynzt hin mesta
lyftistöng öllu fólagslífi okkar
hér, þar sem hann ekki einung-
is veitir okkur afnot af herbergi
einu í Bosserthúsi, scm við jafn-
an köllum „kasínóið", hvar
haldnir eru fundir félagsins,
heldur er einnig orðin föst
venja, að þau hjónin haldá okk-
ur jólagleði skömmu fyrir há-
tíðarnar. skákmót er háð í
febrúar eða marz, þar sem Bos-
sert og skáksnillingar nýlend-
unnar leiða saman hcsta sína,
og veitir Bossert þá að vanda
rausnarleg verðlaun. Stofnað
verður bráðlega íslendinga-
heimib' á vegum ræðismanns-
ins. Hinir fyrstu munu senni-
lega geta flutt inn upp úr næstu
áramótum Mun stúdentagarð-
ur þessi vafalaust bæta mjög
úr húsnæðiserfiðleikum þeim.
sem við höfum átt við að stríða
hingað til.
Þá hefur verið til siðs á
hverju sumri. að Bossert og
kona hans hafa boðið íslend-
iriganýlendunni hér í ferðalag
17. júní. Þannig hafa þau gef-
ið okkur kost á að kynnast
mörgum merkum stöðum i S.-
Þýzkalandi og Austurríki. Ferð-
ir þessar hafa jafnan tekizt
frábærlega vel. Farið hefur
verið til Grossglackner í aust-
urrísku Ölpunum, Salzburg.
Rothenburg ob der Tauber og
Dinkelsbúhl. til Altötting oe
Passau. farið i siglingu á Bod-
ensee, stærsta stöðuvatni Evr-
ópu, til eyjunnar Mainau, þar
sem vaxa pálmar og bananatré
eins og í suðrænum löndum. í
fyrra buðu þau hjónin okkur
í slot sitt við Miesbach, við ræt-
ur Alpanna, og vorum við þar
í bezta yíirlæti til kvölds.
Sungið var og spilað á sítar
og borgarstjórinn í Micsbach,
Pikola, sagði okkur frá sögu
héraðsins og sýndi myndir.
f ár var ferðinni hcitið til
Chiemgau, héraðsins suður af
Ciemsjónum, stærsta vatni
Bæjaralands. Lagt var af stað
frá Bosscrthúsi kl. 8 morgun-
inn 17. júní, og tóku þar á
móti okkur Bossert og kona
hans. Komu flestir úr nýlcnd-
unni, allt frá Hólmari litla, 7
mánaða, og Walther, fjögurra
ára, til elztu stúdenta i Mún-
chen. Ekið var fyrst til hress-
ingarskála eins við bílabraut-
ina skammt frá Múnchen, en
]iar bættust í hópinn Pikola,
borgarstjórinn í Miesbach og
kona hans. Haldið var nú á-
fram, og kvaddi Bosscrt sér
hljóðs, ræddi um dag íslands,
sem einnig er „Dagur hinnar
liýzku einingar“, sagði síðan, að
í dag skyldi reikað um bæj-
orsku skógana, að mestu raun-
ar í bílnum. en fyrir fjallgöngu-
garpa, sem við ölt vorum þenn-
an dag. yrði farið í um klukku-
stundar fjnllgöngu. Takmarkið
væri að skoða ýmsa gimstcina
bæjerskrar menningar, og
myndi Pikola, sem væri manna
fróðastur um sögu Bæjaralands
og staðháttu alla, verða lcið-
sögumaður okkar.
Ekið var nú í ljómandi veðri
sem leið lá til Chiemvatnsins
og beygt til suðurs upp í Tir-
nlárdal (Tal der Tiroler Aachel
Á leiðinni voru sungin íslenz'-
ættjarðarlög og þýzk þjóðlö-
og lék Bossert undir söne A
munnhörpu sína, sem jafnp-
er með í ferðalögum þesum '
Tírólárdalnum var bíbnn skil !
inn eftir oe lacrði hópurinn nú j
Framhald á 7. síðu. I
Bráðabirgðalögin
um þjónadeiluna
Lyftarí á vélasýningu
• Um þessar mundir stendur yfir að Síðumúla 9 sýning á sovézk-
um dráttarvélum og ýmsum öðrum stærri vélum og tækjum. Þar
á meðal er þessi fimm tonna lyftari sem sést hér á myndinni- —
1 frétt af sýningunni i gær láðist að geta þess, að fyrirtækið
BJÖRN & HALLDÓR hafa þegar selt fimmtán sovézkar dráttar-
vélar og hafa þær reynzt vel í vor og sumar- — (Ljósm. A- K.).
Kaffisendingin
reyndist gölfuð
Hér eftir fer fréttatil-
kynning samgöngumálaráðu-
neytisins \um setningu bráða-
birgðalagaj um lausn deilu
framreið.slnmanna og veitinga-
manna:
..Forscti | fslands, herra Ás-
geir Ásgelrsson, hefur í dag,
að tillogu i Ingólfs Jónssonar,
samgöngumálaráðherra, fallizt á
setningu bráðabirgðalaga um
lausn deilu: íramreiðslumanna
og veitingasnanna, sem leitt
hcfur til sUöðvunar á rekstri.
veitingahúsa. Ilefur forseti ís-
lands sett bráðabirgðalög um
þctta cfni, sem hér segir:
Forseti íslands gjörir kunn-
ugt: — Samgöngumálaráðherra
hefur tjáð mér, að verkfall
hafi staðið yfir hjá félögum
í Félagi framreiðslumanna frá
því 8. þm., og hafi sáttatil-
raunir ekki borið árangur og
ekki horfur á lausn deilunnar
í bráð, m.a. vegna djúpstæðsá-
greinings um rétt Félags fram-
reiðslumanna til afskipta af
vinnutilhögun í veitingahúsum.
Enn íremur, að Samband
veitinga- og gistihúsaeigenda
hafi ákvcðið að loka veitinga-
húsum sínum fyrir alla, nema
erlenda dvalargesti, meðan
verkfallið stendur, og tilkynnt
það samgöngumálaráðuneytinu
bréflega. Muni þá ekki unnt
að veita öðrum mönnum, þar
á mcðal farþegum erlendra
skemmtiferðaskipa almenna og
samningsbundna þjónustu. Nú
sé mesti annatími veitingahúsa,
vegna mikils fjölda erlendra
ferðamanna og ferðamanna-
skipa. Verði ekki unnt aðveita
þessu íeröafólki sæmilega þjón-
ustu, sé hætta á að varanlega
verði spillt þcim ánangri langr-
ar og ötullar landkynningar-
starfsemi, sem erfitt yrði að
bæta, og bitna myndi á öllum
þeim aðilum hér á landi, sem
hafa atvinnu af þjónustu við
ferðamenn, og verða þjóðinni
til vansæmdar.
Því telur rfkisstjórnin, að
brý'na nauðsyn beri til að koma
í veg fyrir stöðvun á rekstri
veitingahúsanna.
Fyrir því eru hér með sett
bráðabirgðalög, samkvæmt 28.
gr. stjórnarskrárinnar, á' þessa
leið:
1. gr.
Hæstiréttur tilnefnir 3 menn
í gerðardóm, sem ákveði kaup
og kjör faglærðra framreiðslu-
manna og barmanna í veit-
ingahúsum.
hver hinna þriggja gerðardóms-
manna skuli vera formaður
dómsins.
Gerðardómurinn setur sér
starfsreglur, aflar sér af sjálfs-
dáðum nauðsynlegra gagna, og
er rétt að krefjast skýrslna,
munnlegra eða skriflegra af
einstökum mönnum og embætt-
ismönnum.
2. gr.
G-erðardómurinn skal við á-
kvörðun þóknunar og starfs-
kjara hafa hliðsjón af samn-
ingi frá 4. júní 1965 milli Sam-
bands veitinga- og gistihúsa-
eigenda og Félags framreiðslu-
manna, svo og þeirra kaup-
hækkana og kjarabóta, sem
sambærilegar stéttir hafa orð-
ið aðnjótandi frá því 4. júní
1965.
3. gr.
Verkföll, þar á meðal sam-
úðarverkföll í því skyni að
knýjfe fram aðra skipan kjara-
mála. sem lög þessi taka til eru ó-
heimil, þar á meðal framhald
verkfalls Félags framreiðslu-
manna, sem hófst 8. júlí 1966.
4. gr.
Ákvarðanir gerðardóms, sam-
kvæmt 1. gr. skulu að þv£ er
varðar greiðslur veitingahúsa-
eigenda til félaga þeirra í Fé-
lagi íramreiðslumanna gilda
frá gildistöku laga þessara.
Að öðru leyti skal samning-
ur Sambands veitinga- oggisti-
húsaeigenda og Félags fram-
reiðslumanna, dags. 4. júní 1965,
gilda þar til gerðardómur fellur.
5. gr.
Kostnaður við gerðardóminn,
þar á meðal laun gerðardóms-
manna eftir ákyörðun ráð-
herra, greiðist úr ríkissjóði.
6. gr.
Með brot gegn lögum þessum
skal farið að hætti opinberra
mála, og varða brot sektum.
7. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi
og gilda þar til nýr samning-
ur tekst milli Sambands veit-
inga- og gistihúsaeigenda og
Félags framreiðslumanna, þó
eigi lengur en til 1. febrúar
1967.
Gjört á Bessastöðum 15. júlí
1966.
Þjóðviljanum hefur borizt
svofelld fréttatilkynning frá
Kaffibrennslu O. Johnson &
Kaaber h.f.:
Innkaupum Kaffibrennslu O.
Johnson & Kaaber h.í. er hag-
að þannið, að kaffið er keypt
í Brasilíu frá útskipunarhöfn-
um þaðan til íslands með um-
skipun í Evrópuhöfn. Síðasta
sendingin, sem kom til lands-
ins, var tekin til brennslu og
dreifingar fyrir nokkrum dög-
um. Mjög bráðlega kom í Ijós,
að vörugæði þessarar sending-
ar voru eigi sem skyldi, og fór
það ekki milli mála, að bragð-
gæði voru önnur og verri held-
ur en vera bar samkvæmt
þeim kaupum, sem gerð höfðu
verið. Á þessu stigi málsins
skal það tekið fram, að kaffi
það, sem keypt er fyrir Kaffi-
brennslu O. Johnson & Kaaber
h.f. í Brasilíu, er ávallt hæsti
gæðaflokkur af Rio-kaffi, og
eru öll tiltækileg ráð nýtt, til
þess að tryggja að eingöngu
beztu gæði séu raunverulega
send. Er í þessum tilgangi not-
uð þjónusta óvilhallra mats-
stofnana, sem starfa undir op-
inberu eftirliti. Nú er það
hinsvegar augljóst, að ein-
hvers staðar hefur hlekkur
brostið í sambandi við trygg-
ingu þess, að bragðgæði þess-
arar sendingar yrðu sem skyldi,
en að sjálfsögðu verður það
málefni rannsakað niður í
kjölinn.
Það hefur ávallt verið stað-
föst ákvörðun Kaffibrennslu
Framhald á 7. síðu.
Ásgeir Ásgeirsson
(L. S.).
Hæstiréttur kveður á um, Ingólfur Jónsson".
„Áfall" sem vel má við una
í síðasta mánuði fóru fram
kosningar á ítalíu til borgar-
og fylkisstjórna í nokkrum
héruðum og þótt aðeins væru á
kjörskrá um 15 prósent at-
kvæðisbærra manna í landinu
var úrslitatalanna beðið með
nokkurri eftirvæntingu, þarsem
þau voru talin geta gefið
nokkra vísbendingu um stjórn-
málaþróunina.
Úrslitin urðu á þá leiö að
ekki urðu verulegar brevtingar
á fylgi stærstu flokkanna,
kommúnista og Kristilegra. en
talsverðar á fylgi hinna. Báðir
stóru flokkarnir unnu á, en
engu að síður voru úrslitin í
sumum blöðum á vesturíönd-
um túlkuð sem ósigur íyr-
ir kommúnista. í „Time“,
bandaríska vikublaðinu, sem
hefur meiri útbreiðslu en nokk-
jrt annað slíkt blað á vestur-
löndum — einnig hér á landi
— var þannig sagt frá úrslit-
unum: „Það fór á þá leið að
kommúnistar urðu fyrir von-
brigðum. 1 átta helztu borgum
minnkaði heildarfylgi rauðliða
um l,6n/n ...... I Rómaborg
sjálfri þar scm þeir geröu sér
vonir um að verða stærsti
flokkurinn tapaði flokkurinn
fylgi í fyrsta sinn síðan 1948“.
Morgunblaðið sagði frá úr-
slitunum á svipaða leið.
En hver voru þá úrslitin? f
Róm, þar sem „flokkurinn tap-
aði fylgi í fyrsta sinn síðan
1948“. lilutu kommúnistar nú
359-571 atkvæði 25„3 prósent og
21 borgarfulltrúa, en fengu í
f.íðustu ” borgarstjórnarkosning-
um 1962 285.771 atkvæði, 22.8
prósent og 19 borgarfulltrúa, þ.
e. bættu við sig 73.800 atkvæð-
um. hækkuðu hlutfallstölu sína
um 2.5 prósent og fjölguðu
borgarfulltrúum um tvo. Við
það bættist að hinn róttæki só-
síalistaflokkur PSIUP bauð nú í
fyrsta sinn fram í Róm og fékk
2,1 prósent atkvæða og 1 borg-
arfulltrúa. Hins vegar urðu
Nenni-sósíalistar fyrir miklu á-
falli, hlutfallstala þeirra lækk-
aði úr 12,6 í 7,6 og þeir misstu
fjóra af tíu borgarfulltrúum.
Það fylgi mun að mestu leyti
hafa farið til sósíaldemókrata
sem hækkuðu hlutfallstölu sína
úr 6,3 í 9,6 og fjölguðu borgar-
fulltrúum sínum úr 5 í 8-
Kristilegir unnu einnig á, en
þó mun minna en kommúnist-
ar, hækkuðu hlutfallstöluna úr
29,3 í 30,8, en það dugði samt
til. að þeir fengu tvo fulltrúa i
viðbót. 26 í staö 24- Fylgisaukn-
ing Kristilegra varð á kostnað
nýfasista, en íhaldsflokkurinn
PLl vann einnig fylgi af ný-
fasistum.
Annai-s staðar var sömu sögu
að segja, kommúnistar unnu á
f öllum þeim átta fylkishöfuð-
borgum, þar sem kosið var í
lietta sinn, nema í þeirri lang-
minnstu, Ascoli P- þar sem
areidd atkvæði voru aðeins um
30-000. Samtals í bessum átta
borgum fengu kommúnistar nú
726.620 atkvæði, 27,5 prósent og
129 borgarfulltrúa, en höfðu áð-
ur 646.262 atkvæði, 26,3 prósent
og 124 fulltrúa, en PSIUP fékk
nú 2,2 prósent og tíu fulltrúa,
en hafði 0,7 og 5. Samsvarandi
tölur hinna helztu flokkanna
voru þessar: Nenni-sósíalistar
9.9 prósent (13,1) og 48 fulltrúar
(58), sósíaldemókratar 8,8 (6,3)
og 36 (25), Kristilegir 30,2
(29,4) og 150 (148) Og PLI 9,9
(9,1) og 34 (31).
Samkvæmt frásögn „Time“
urðu úrslitin „reiðarslag“ fyrir
kommúnista en mikill sigur fyr-
ir st j ómarf lokkana- „Reiðar-
slagið“ var það að kommúnistar
og bandamenn þeirra í PSIUP
juku fylgi sitt f þessum 8 fvlkis-
höfuðborgum úr 27.0 prósent-
um 1962 f 29.7 prósent nú, en
,,sigur“' stjórnarflokkanna var
fólginn f því að þeir fengu nú
48.9 prósent atkvæða. en höfðu
48.8- Hinir róttæku verklýðs-
flokkar á ítalfu meea vel við
una ef beir verða fyrir fleiri
slíkum „áföllum11.