Þjóðviljinn - 16.07.1966, Blaðsíða 8
jgi SlftÁ—*ÞJÖÐV®J1NN — Laugardagw 16. jfiK 1986
CLAUDE CATTAERT:
ÞANGAÐ
SEM
GULL-
FISKAR
FARA
Svörtu hanzkamir rótuðu í
flauelstöskurmi ‘með skelplötu-
lásnum. Það var sitt af hverju
í henni — bréf, vasabók, pillur,
skjöl, sykurmolar kölnarvatn,
blýantsstubbur Pg lykt af göml-
um peningum. Talnabandið henn-
ar rann út eins og lítill, svartur
snákur og rann niður á gang-
stéttina-
Maðurinn með skeggið rétti
mér gullfiskinn með svörtu díl-
unum.
— Jaeja, ertu nú ánægð?
spurði amma.
Af hverju átti að frelsa þenn-
an fremur en einhvem annan,
alla hina? — Ég --hefði viljað
alla fiskana, svaraði ég ósjálf-
rátt-
— Uss, uss ........ Þú verður
að gera þér að góðu. það sem
þér er gefið, annars verðurðu
aldrei ánægð i þessu lífi.
Vorið var nýliðið, en kastan-
íumar þrjár við veginn voru
strax komnar með haustsvip.
Þessi tré villast alltaf á árs-
tíðunum og lifa lífinu fyrirfram.
— Eigum við að fara niður að
vatninu? Ég sá sjálfa mig í anda
opna plastpokann og gefa fisk-
inum frelsi. Það var notaleg til-
hugsun.
— Ekki nema það þó, það er
alltof langt fyrir veslings fast-
urna mína.
,Ég var vonsvikin. — Hvað á
ég að gera við hann?
— Gera við hvern?
Ég hikaði andartak, lét mig
svo hafa það að segja sannleik-
arin. — Við fiskinn. Ég ætlaði
að setja hann i vatnið-
Auðvitað var hún ekki ánægð.
Hárgreiðslan
Eíárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu op D6«íó
Laugavegi 18 III hæð '(lyfta)
SÍMI 24-6-16.
P E R M A
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968.
DÖMUR
Hárgreiðsla við allra hæfi
tjarnarstofan
rtarnargötu 10. Vonarstrætis-
megin — Sími 14-6-62.
Hárgreiðslustofa
Austurbæjar
María Guðmundsdóttir
L,augavegi 13 — Sími 14-6-58
Huddstofan er á sama stað.
— Þú hagar þér ekki sérlega vel-
Amma stanzaði hjá tré Pg
braut sundur vasaklútinn sinn.
— Ef þú vildir ekki fiskinn, þá
hefðirðu átt að segja það.
Hún snýtti sér og horfði með
athygli á árangurinn. Mér finnst
það ekki sérlega góð hegðun og
ógeðslegt líka og ég þykist alltaf
vera að horfa í aðra átt-
— Þegar þér er gefið eitthvað,
þá áttu að eiga það-
í mínum augum var fiskur
ekki eitthvað, heldur einhver.
Ég svaraði engu; í fyrsta skipti
tók ég eftir jámgrindunum við
rætur trjánna. Var einhver
hræddur um að þau slyppu burt
líka?
Amma fann tóman bekk í
Ranelagh-görðunum. Hún settist,
lagfærði svörtu blæjuna á öxl
sér og tók svarta vasafoók upp úr
tösku sinni.
— Ég verð að færa reikning-
ana mína fyrir vrkuna- Það er
hræðilega dýrt að lifa.
Hún renndi blýantinum niður
með röð af fjólubláum tölum,
sennílega til að skrá verðíð á
gullfiskinum. Hún strikaði undlr
eina upphæðina, áður en hún
lagði saman heildarupphæðina
neðst á síðunni. — í gamla daga,
umlaði hún, — hefði verið hasgt
að kaupa fyrir andvirði gulhfisks-
Amma er alltef að tala Um
það sem er Iiðið og enginn getur
fengið- Hún hélt enn um blý-
antinn og starði á blómabeð með
járnriði í kring. Blómabeðið var
eins og afmælisterta fyrir öll
þessi liðnu ár. Á meðan sat ég
hjá henni og hef sjálfsagt verið
ræfilsleg með fiskinn í hönd-
unum-
Svo sem klukkutíma seinna
opnaði Theresa, vinnustúlkan,
dyrnar fyrir okkur bg sagði að
afi væri dálítið hressari. Enginn
heima virtist glaður yfir því-
Ég fór fram í eldhúsið og bað
um niðursuðukrtikku fyrir gull-
fiskinn minri- Súsanna, eldabusk-
an, gaf mér hana, og‘ ég fór með
hana inn í herbergið mitt. Miss
var bar að sauma hjá gluggan-
um. Hún yppti öxlum, þegarhún
sá fiskinn. Ég var auvirðilegt
dekurbarn, en lífið á eftir að
kenna mér sitt af hverju. segir
hún-
Það var enn heitt og mollu-
legt um. kvöldið og margt fólk
hafði gluggana hjá sér opna. Við
eigum heima í fínu borgarhverfi,
því sextánda, en samt eru marg-
ar íbúSirnar skuggalegar og van-
hirter og illa viðhaldið. Ég sé
inn í margar þeirra á svona
kvöldum; veggfóðrið er gamalt
og upplitað, loftin margsprungin
Pg bað loaar aðeins á einni peru
í stóru ljósakrónunni til að
spara rafmagnið- Fólkið í þessu
hverfi er ríkt af þvi að það eyð-
ir ekki peningum. Sum kvöldin
hefði mig langað til að teygja
út handlegginn og ýta burt öll-
um þessum litlu búrum, sem
hlaðið var hverju ofaná annað-
1 næsta herbergi marraði í rúm-
inu, þegar Miss sneri sér við-
Stundum undir svefninn grætur
hún yfir mynd af hermanni,
kærastanum sínum. Hann skildi
hana eftir þar sem hún beið við
altarið og allir þorpsbúarnir í
Hurst. Sussex, voru við kirkju-
Og nú getur hún ekki stillt sig
um að fara í brúðkaupin í sókn-
arkirkjunni okkar, St- Honoré
d’Eylau; hún læðist í áttina að
hjónaefnunum sem krjúpa við
grátumar og felur sig bakvið
eúlu til að kjökra yfir sínu eig-
in brúðkaupi- Á eftir er hún
geðvond það sem eftir er dagsins.
Ég vaknaði snemma morgun-
inn eftir; það var þegar orðið
mjög heitt og hljóðin vpru smám
samart að vakna. Dúfurnar á
þakinu voru ekki famar að
kurra en þær voru famar að
klóra í þakrennuna- Það marr-
aði í gólffjölunum í ganginum
og það heyrðist hvískur. Þetta
var undarlegt, því að venjulega
fer enginn á fætur fyrir klukkan
átta nema systir Philoméne, og
hún er kyrr í herbergi sínu- Ég
sofnaði aftur-
Þegar ég vaknaði almennilega
var sólin að reyna að komast
inn í herbergið gegnum járnhler-
ana. Einhvers staðar nærri, miili
húsanna og garðanna, var
brýnslumaður að hringja bjöll-
unni sinni. Hann hringir alltaí
eins og stanzar á sömu stöðum;
mér finnst ég þekkja hanr^ þótt
ég hafi aldrei séð hann.
Sólargeisli titraði á krukk-
unni á arinhillunni; gullfiskurinn
synti hring eftir hring án þess
að stanza. Ég hefði viljað setja
hann í baðkerið með dálitlum
sandi og möl úr Boulpgneskógi,
en auðvitað tæki Miss það 'aldrei
í mál. Ég var að hugsa um
það, þegar hún kom inn í að-
skorinni, jarðarberjalitri peysu
og með brjóstin á morgunverðar-
bakkanum. Hárin þrjú á vört-
unni stóðu beint út í loftið og
6ýndu greinlega að hún var í
uppnámi- Kannski var það út af
þessum þremur hámm sem kær-
astinn hennar lét aldrei sjá sig.
Ég gat vel skilið hann.
Hún kom yfir að rúminu mínu.
— Valería, afi þinn dó í nótt-
— Hann er þá úr sögunni?
Miss sneri sér við- — Hvað
sagðirðu eiginlega?
Hvað ætlaðist hún til að ég
segði? Ég hef ekki þekkt afa
öðru vísi en skorðaðan í hjóla-
stól með aðra höndina titrandi.
Hann sagði naumast nokkurt orð
og hann hugsaði bara um mat;
það varð að skammta honunij því
að hanh mátti ekki borða of
mikið-
Miss setti bakkann á borðið.
— Þú ert ekki beinlínis að kafna
af harmi.
Hvemig var hægt að kafna af ■
harmi?
Ég velti fyrir mér hvort mamma
færi i í svört föt- Þessi síðaste
jarðarför yrði til þess að hún
færi að hugsa enn meira um Pat-
rick, sem myndir eru af útum
alla íbúð: Patrick i vöggunni,
Patrick hlæjandi. Patridk grát-
andi, Patrick við ströndina að
leika sér að plastönd, Patrick
með loðna hundinn sinn. Hann
dó árið áður en ég fæddist.
Mamma hefur aldrei jafnað sig
eftir það, eða svo er mér sagt.
Allt það sem ég hef þurft að
gera vegna þessa dána barns!
Ljúka við niðursoðnu ávextina
mína, sem ég hef ógeð á; bursta
tennurhar, taka til * í herberginu
mínu, „til að gleðja hann“. Hann
var alls staðar á verði,’ kíkti á
mig úr hverju horni- Mér hefur
alltaf fimdizt sem hann væri
ekki dáinn í raun og veru, að-
eins fjarverandi, og gæti komið
aftur á hverri stundu. Litlu föt-
in hans og skórnir, plastöndin
hans og loðni hundurinn, — allt
var þetta sett snyrilega inn í
skáp Og mamma lítur inn f hann
öðru hverju. Þegar ég fer til
hennar á morgnana eða þegar ég
kem heim úr göngu. finnst mér
ailtaf sem það sé hann sem hún
er að bíða eftir.
Ég fór framúr og gékk út að
glugganum. Sólskinið var komið
niður í húsagarðinn, teygði sig
upp í glugga, í spegil innst i her-
bergi, í gljáandi þakrennu. Ötal
sólargeislar voru að leika sér í
þessum húsagarði.
Gullfiskurinn var alveg hreyf-
ingarlaus, með opinn murminn
upp við krukkuhliðina, og það
voru bleikir blettir á kviðnum.
Kannski var hann búinn að fá
nóg af því að vera lokaður inni
eða þá að hann var veikur. Það
var vond lykt úr vatninu og
brauðmolar flutu ofaná því-
Hvað er hægt að gera fyrir veik-
an gullfisk? Ég gaf honum dá-
lítinn hafragraut, en hann
hreyfði sig ekki; það var ekkert
undarlegt, mér finnst hafragraut-
ur ekki góður heldur. þótt mér
sé sagt að haim sé hollur fyrir
mig. Þegar hafragrautur kólnar
verður hann allirr hrukkóttur
eins og augnalokin á afa, Nú
var hann dáinn. Orðið ruglaðist
saman við flugu sem króaðist
inni í ljóshlíf, orð sem suðaði
og hringsnerist og vildi ekki
fara burt — og hvert gat það
farið?
Glamur í talnabandi heyrðist
utanaf ganginum- Ég heyrði að
systir Philoméne tók upp sím-
ann í ganginum og bað um Tom-
iol fyrrtækið-
— Nei, við þurfum ekki lík-
kistu fyrr en á morgun, en það
þarf að senda dálítinn ís undir
eins, hann er mjög feitur og í
þessum hita.......
Það átti að setja hann í kistu
Pg fara með hann í Parry-kirkju-
garðinn eftir messu. Allt dána
fóikið í ættinni' er sett í litla
kapellu sem er eins og strand-
4801 — Tim staðfestir að annar, vinur sinn einn, hafi komið
i sinn stað þennan dag. j,Og hvaða vinur var þetta?“ Hann
heitir Fisser. Meira fá þeir ekki upp úr Tim, en hann lítur ekki
út fyrir að segja ailan sannleikann. En þau geta ekki sannað
að hann sé að ljúga- — Þórður talar við hafnaistjórann og
/ '
spyr hvaða fyrirtæki hafi annazt eftirlitið og vélsmurninguna
á „Ethel II“. „Það vpru menn frá AMS, sem er mjög traust
og gott fyrirtæki. Flestir skútueigendur skipta við það. Ef þér
eruð að leita get ég mælt með þessu fyrirtæki".
FERÐIST MEÐ LANDSÝN.
Landsýn býður upp á alla hugsanlega ferða-
þjónustu innan lands og utan, með flugvélum,
skipum, járnbrautum óg bifreiðum smáum sem
stórum, — sér um útvegun hótela og leigubif-
reiða hvort heldur er með eða án bílstjóra, —
útvegar leiðsögumenn fil lengri eða skemmri'
ferða-, útvegar vegabréfsáritun og sækir um
gjaldeyri svo nokkuð sé nefnt.
Landsýn býður upp á lægra verðlag méð hverju
ári og hagkvæm kjör, svo sem lánakjör Loftleiða
— „Flogið strax — fargjald greitt síðar'*.
Takið ekki ákvörðun um ferðina án þess að leita
upplýsinga fyrst hjá Landsýn.
'*ag$$r lntourist
Ís
L/\ IM □ S £J N
ferðaskrifstofa
LAUGAVEG 54 - SÍMAR 22890 & 22875 -BOX 465
LEÐURJAKKAR
RÚSKINNSJAKKAR
fyrir herra
fyrir drengi
Verð frá kr. 1690,00
VIÐSERÐIR
LEÐURVERKSTÆÐI
ÚLFARS AJLASONAR
Bröttugötu 3 B
Sími 24678,