Þjóðviljinn - 05.08.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.08.1966, Blaðsíða 1
Lítil síld en komið gott veiðiveður Fyrra sólarhring voru skíp- in einkum að veiðum við Jan Mayen. í gærmorgun var gott veður á þeim slóðum. Samtals tilkynntu 17 skip afla, alls 949 lestir. Sigluf jörður: Arnfirðingur RE lestir 50 Raufarhöfn: lestir Helga Guðmundsdóttir BA 37 Reykjaborg RE 70 Búðaklettur GK 30 Krossanes SU 40 Barði NK 70 Hafrún ÍS 50 Grótta RE 72 Jón Garðar GK 90 Ólafur Magnússön EA 120 Ingiber Ólafsson II. GK 69 Ingvar Guðjónsson GK 30 Dalatangi: lestir Mímir IS 50 GuUfaxi NK 70 Snaefugl SU 15 Glófaxi NK 80 Sæfaxi NK 15 Samstarf meirihlutaflokkanna ótryggt Loks ráðinn stjórí á Siglufirði ■ í fyrradag var haldinn fundur í bæj arstjóm Siglu- fjarðar og var þar loks gengið frá ráðningu nýs bæjar- stjóra og kosið í nefndir, en Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarflokkurinn höfðu fyrir alllöngu lýst því yfir að þeir myndu hafa samstarf um stjóm bæj- arins en hins vegar kom þeim ekki saman um neitt annað. Er bæjarstjórnarmeirihlutinn mjög ósamstæður og tæpast horfur á að samstarfið haldist mjög lengi. Þríflokkarnir skiptu svo með j ustu átta árin. Hinn nýi baejar- sér embættum að bæjarstjóri , stjórnarmeirihluti er enda mjög var ráðinn Stefán Friðbjarnar- * 1 ósamstæður og lá við að deilur son frá Sjálfstæðisflokknum, en risu innbyrðis milli flokkanna hann hefur verið bæjarfulltrúi ' sem að honum standa þegar á Síldarflutningaskip SR, Haförninn, komið: Fær Siglufjörður nú loks síld í bræðslu? □ í fyrradag kom hið nýja síldarflutningaskip Síidarverksmiðja ríkisins, Haförninn, til landsins. Kom skipið við á Seyðisfirði en þaðan mun það hafa haldið í gær á miðin við Jan Mayen og mun taka þar sild til Siglufjarðar. Hefur Siglufjörður farið mjög varhluta af síldinni til þessa í sumar en væntanlega bætir þetta nýja skip nokkuð hlut Siglufjarðar hvað bræðslusíld snertir. Síldarverksmiðjur ríkisins keyptu Haförninn í vor, er skip- ið norskt' tankskip og hét áður Lönn og hefur því nú verið breytt í síldarflutningaskip, sett í það löndunartæki og dælur O’g annað sem til þarf. Á Haförn- inn að.geta flutt um 22 þúsund mál síldar. Þetta er fyrsta síldarflutninga- Hjón dæmd í árs fungelsi uð fulsu ávísanir fyrir ■ í gær var í sakadómi Reykjavíkur . kveðinn upp dómur í máli sem höfðað var 27. f.m.„ af ákæruvaldsins hálfu gegn Huldu Guðrúnu Dýrfjörð Jónsdóttur, heimil- islausri, og eiginmanni henn- ar, Agnari Karlssyni Svend- sen, nú gæzlufanga. Voru þau hvort um sig dæmd í 1 Segir lausu starfi aðstoðarlæknis Bjöm önundarson hefur fyrir nokkru sagt lausu starfi sínu sem eðstoðarlæknir borgarlæknis. árs fangelsi og til greiðslu fébóta og málskostnaðar. í dóminum er talið sannað, að ákærð hafi sameiginlega not- að í lögskiptum 23 tékka með fölsuðum nafnritunum, að fjár- hæð samtals kr. 40.161,95. Tékk- ana seldu ákærð yfirleitt í verzlunum og keyptu þá oft nokkuð af vörum, en fengu tékkana að öðru leyti greidda í peningum. Auk þess höfðu á- kærð ritað 2 tékka, samtals kr. 21.700,25 í því skyni að nota þá á sama hátt. Hin ákærðu höfðu bæði ver- ið dæmd skilorðsbundnum dómi fyrir skjalaíals á árinu 1965. Dóminn kvað upp Halldór Þor- björnsson sakadómari. skipið sem Síldarverksmiðjur ríkisins eignast en í fyrrasumar höfðu þær þrjú skip á leigu til síldarflutninga og hafa tvö þeirra aftur á leigu í sumar en þau hafa einvörðungu verið notuð til mjölflutninga til útlanda það sem af er sumrinu. Á meðan síldin heldur sig á austurmiðunum mun Haföminn verða í síldarflutningum til Siglufjarðar en skipið er það stórt að Siglufjörður er eina höfnin á Norðurlandi þar sem það getur lagzt að bryggju- Vafalaust mun komu skipsins verða fagnað á Siglufirði en þangað höfðu um síðustu helgi aðeins borizt tæplega 2000 iestir síldar í sumar. Var Siglufjörður þá fimmti lægsti síldarlöndunar- staðurinn af 19,alls og má hann vissulega muna fífil sinn fegri sem mesti síldarbær landsins. 1 þessu sambandi vekur það athygli að Reykjavík er það sem af er þessu sumri fjórði hæsti síldarlöndunarstaðurinn méð rösklega 20 000 lestir og eru að- eins Seyðisfjörður, Raufarhöfn og Neskaupstaður hærri. Það sem þarna hefur gert gæfumuninn milli Reykjavíkur og Siglufjarðar er að síldarflutningaskip Klett- verksmiðjunnar, Síldin,1 hefur í allt sumar flutt síld til verk- smiðjunnar af miðunum, þótt um langan veg hafi verið að saekja og mun lengri en til Siglufjarðar, en til Siglufjarðar hefur ekkert skip flútt síld fram að þessu, aðeins einstöku síld- veiðiskip lagt þangað leið sfna öðru hvoru. En væntanlega verð- ur tilkoma Hafamarins til þess að snúa taflinu Siglufirði f hag seinni partinn í sumar og haust- Hitaveitu- geymar loks á leiáinni •fr Á Öskjuhliðinní norður af ■fr hitaveitugeymunum gömlu •fr er nú unnið að smíði ■& tveggja nýrra hitaveitu- ☆ geyma, sem ætlað er að TÍr forða borgarbúum frá hús- ýr kultlunum á vetri komanda. ☆ Annar grunnurinn er þeg- ■& ar stcyptur, hinn ekki og er ☆ svo ráð fyrib gert, að ann- ☆ ar geymirinn verði fullgerð- ☆ ur síðari hluta september- ☆ mánaðar. Síðari geymirinn ☆ á svo að verða fullgerður ☆ næsta vor. — (Ljósm. Þjóðv. ☆ A. K.). fyrir flokkinn um nokkur ár. Bæjarritari var hins vegar ráð- inn Sigurður Gunnlaugsson sem er krati. en bæjarritari gegnir störfum bæjarstjóra í fjarveru hans eða forföllum. Þá fékk Framsóknarflokkurinn embætti forseta bæjarstjórnar í sinn hlut og var í það kjörinn Ragn- ar Johannesson. Það vekur athygli að í- emb- ætti bæjarstjóra er ráðinn 'riíaður sem ekki sótti um | það og ekki hefur neina j sérstaka menntun til þess að | gegna slíku starfi. Áður en I embættið var auglýst höfðu all- margir hæfir menn og vel mennt- aðir til þessa starfa gefið kost á sér, svo sem Guðmundur Ágústsson hagfræðingur. Og eft- ir að starfið var auglýst sóttu um það 5 eða 6 menn, þar á meðal Tryggvi Sigurbjarnarson rafmagnsverkfræðipgur, en öll- um þessum mönnum hafnaði bæjarstjórnarmeiíihlutinn Enn- fremur sótti um stöðuna Frey- steinn Þorbergsson skákmeistari Norðurlanda — en bað er önn- ur saga. Á bæjarstjórnarfundinum í fyrradag var lesinn upp mál- efnasamningur sem þríflokkarn- ir hafa gert • með sér og gefur hann ekki tilefni ’ til að ætla að nein veruleg breyting verði á stjórn bæjarins og eru horfur á að sama athafnaleysið ríki á- fram eins og verið hefur síð- fyrsta fundinum. Þrír ernir heimsœkja Austurland Hallormsstað 4/8 — Þor- steinn Einarsson íþrótta- fulltrúi var staddur hjá mér hér í skógræktinni sl. mánudag og veitti hann þá athygli þrem fuglum er flugu yfir okkur nokkuð hátt uppi. Var hann með sjónauka og komst hann að raun um, er hann skoð- aði fuglana í honum, a? þetta voru þrír ungir emir. Er mér ekki kunnugt um að ernir hafi sézt fyrr hér á þessum slóðum í áratugi. Þorsteinn, sem er mikill áhugamaður um fugla, segir að ernir hafi ekki verpt á Austurlandi svo kunnugt sé það sem af er Jaessari öld og múnu þeir nú einungis eiga varp- stöðvar við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Hins vegar ber það oft við að ung- fuglarnir flakka víða um land, þótt mjög fátítt sé að þeir fari í heimsókn allt til Austurlands. — sibl. Hafin borun í Fljótsda' í leit að jarðgasi til nytja □ Jarðboranir ríkisins hófu fyrir skömmu bor- un eftir jarðgasi í landi Vallholts í Fljótsdal, en Vallholt er nýbýli frá Hrafnkelsstöðum. Er til- gangurinn með boruninni að fá úr því skorið hvort þarna muni að finna nægilegt magn (af gasi til þess að það svari kostnaði a,ð hagnýta það. Samkvæmt upplýsingum ís- leifs Jónssonar verkfræðings hjá Jarðborunum var byrjað á því að bora holu fast við Jökulsá, en þar á bakkanum er strax fast berg undir. Var í gær búið að bora um 40 metra niður og hafði þá ekkert gas enrt fengizt úr holunni, þótt gasbólur komi upp úr jarðveginum þarna allt í kring um borinn. Sagði fsleif- ur að það benti til að þarna væri aðeins um mýragas að ræða í yfirborðslögunum en ekki olíugas djúpt í jörðinni en hið síðarnefnda er miklu verðmæt- ara til nýtingar. Verður hald- ið áfram við þessa holu á.m.k. niður á 50—60 metra dýpi. Þarna við Jökulsána eru mikl- ar eyrar og hefur áin fyllt þar upp í dalinn svo að gizkað er á að 50—100 metrar séu niður á fast berg. Hefur víða orðið vart við gas í jörðu þarna á eyrun- um. Er ætlunin að bora næstu holu með stærri bor úti á eyr- unum í leit að mýrargasi. Hins vegar taldi ísleifur, að fyndist ekki annað en mýrargas við bor- unina væri vart við því að bú- ast að það yrði til mikilla nytja. Boranir þessar voru undir- búnar í fyrrasumar með því að leggja veg þarna niður að Jökulsánni og útbúa pall undir borinn. Valdir í dómnefnd vegna byggingar æskulýðsheimilis Á síðasta fundi borgarráðs voru tilnefndir fulitrúar Reykjavíkur- borgar í dómnefnd vegna sam- keppni um uppdrætti að fyrir- hugaðri byggingu æskulýðsheim- ilis að Tjamargötu 10E og 12- Þeir eru: Þór Sandholt, Styrmir Gunnarsson nýskipaður formað- ur Æskulýðsráðs Reýkjavíkur og Reynir Karlsson framkvæmda- stjóri þess-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.