Þjóðviljinn - 05.08.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.08.1966, Blaðsíða 3
Föstudagur 5- ágúst 1965 — ÞJÓBVTLJINN — SlÐA 3 Fjórir kunnir bondarískir fréttamenrt: Bandaríska þjóðin færekki að vita sannleikann um Vietnam V Saka í sjónvarpsþætti herforingjana í Saigon og stjórnina heima í Washington um að halda vísvitandi upp blekkingum um stríðið WASHINGTON 4/8 — Fjórir af kunnustu og reyndustu fréttamönnum Bandaríkjanna sem all- ir hafa kynnzt af eigin raun stríðinu í Vietnam hafa í sjónvarpsþætti sakað bandarísku herfor- ingjana í Saigon og landvarnaráðuneytið í Was- hington um að halda uppi vísvitandi blekkingum um stríðið og leyna bandarísku þjóðina sannleik- anum um það sem er að gerast í Vietnam. — Eitt ljósasta tiæmið um þessar blekkingar er hinn lát- Iausi áróðurssöngur um að orsök stríðsins í Vietnam sé ofbeldis- árás af hálfu Norður-Vietnams, sagði Malcolm Browne, fyrrver- andi aðalfréttaritari bandarísku fréttastofunnar Associated Press í Saigon, Pullitzer-verðlaunahafi og höfunduT bókarinnar „The Face of War‘‘, sem mikla athygli vekti. Stríðið er borgarastríð. Undir þessi orð tóku starfsfé- lagar hans þrír, Jack Froisie frá „Los Angeles Times‘‘. Dean Brelis frá útvarpsfélaginu NBC og . aðalfréttaritari „New York Times‘‘ S Saigon, Charlcs Mohr- Frásagnir þessara kunnu frétta- manna og gagnrýni þeirra á stjómarvöldin í Saigon og Wash- ington hafa vakið mikla athygli í Bandaríkjunum, enda þótt ekk- ert hinna stóru útvarpsfélaga á- ræddi að sjóhvarpa þætti þeirra. Það var félagið „Nationai Edu- cational Television" sem sjón- varpaði þættinum- Það sem þeir félagar sögðu kom engum á ó- vart sem gert hefur sér far um að fylgjast með gangi mála i Vi- etnam og ekki látið blindast af áróðri stjómarvaldanna og fjöl- miðlunartækjanna sem þeim eru leiðitöm, en það hefur vakið sér- Fjórír farast á Mont Blanc CHAMONIX 4/8 — Fjórir^ fjall- göngumenn hafa farizt í óveðri sem geisað hefur á Mont Blanc síðustu daga, tveir brezkir og tverr franskir. Um 20 manns voru í lífshættu á fjallinu, en eru nú flestir komnir til skila. Fjórir Frakkar voru þó enn úti á fjaUinu í kvöld. Tveir þeirra sáust úr þyrlu og talið er að hinir tveir séu einnig heilar á hinir tveir séu einnig heilir á húfi. staka athygli vegna þess að all- ir.þessir fjórir fréttamenn eru í miklu' áliti og ekki hægt að væna neinn þeirra um að annar- leg sjónarmið ráði gerðum þeirra. Leyna sta'ðreyndum Þeir Browne, Froisie, Brelis og Mohr gagnrýndu allir sérstak- lega hina daglegu blaðamanna- fundi sem bandaríska herstjómin í Saigon heldur. Það er á þessum fundum sem flestir fréttamenn í Suður-Vietnam fá efni í skeyti sín og frásagnir talsmanna her- stjórnarinnar mynda uppistöðuna í nær öllum fréttum sem af stríð- inu berast- Mohr sagði að blaðafulltrúar herstjómarinnar gerðu sér meira far um „að leyna staðreyndum en að skýra frá þeim‘‘, og Fro- isie sagði að hann myndi heldur j kjósa ódulbúna ritskoðun en þann hátt sem hafður væri á í - Suður-Vietnam að ..koma í veg | fyrir fréttaöflun við uppsprett- una“! Reynt væri að hindra að menn kæmust yfir aðrar fréttir en þær sem hewtjómin vill að sagðar séu. Þa’ð sem ekki má nefna Sem dæmi um þetta var néfnt að landvarnaráðuneytið og full- trúar þess reyndu eftir megni að halda öllú leyndu um hemaðar- aðgerðir Bandaríkjanna í Laos og Thailandi- Þannig hefði í lengstu lög verið reynt að leyna því að mikill hluti þeirra flug- véla sem ráðast á Norður-Viet- nam kemur frá flugstöðvum í Thailandi og að stöðugar árási'r eru gerðar á skotmörk í Laos. „Herstjómin lætur sem hvorki Laos né Thailand séu til‘‘, sagði Browne- Annað atriði í fréttaflutningn- um frá Vietnam sem þeir fjór- menningamir gagnrýndu var sú viðleitni bandarísku herstjómar- innar að hindra að fréttamenn lýsi því sem þar gerist án þess að stinga nokkru undir stól- Henni er þannig meinilla við að þeir segi frá napalmhemaði Bandarikjamanna. — Herforingj- arnir vilja helzt láta líta svo út sem þetta sé ósköp „hreinlegt" stríð, sagði Mohr. Gerist á hverjum degi Fréttaritari norska „Dagblad- ets“ í Washington, Sven östö, sem verið hefur í Suður-Vietnam tekur algerlega undir J>essi um- mæli starfsbræðra sinna, en hann tekur fram að margir þeirra bandarísku blaðamanna sem eru í Saigon líti öðrum aug- um á þessi mál- Þeir sætti sig við aðstæðurnar, telji sér skylt að hlýða fyrirmælum herstjóm- arinnar þar sem þeir eigi einnig hlutverki að gegna f hernaðin- um. — Það hefur komið fyrir mig sjálfan á vígvellinum, segir hann, þegar ég varð vitni að því að bandarískir hermenn brenndu til grunna húsin í bæ einum. Þegar ég krafðist skýringar af ofurstanum, brugðust bandarísku blaðamennirnir hinir verstu við.. Hvers vegna að vera að gera veð- ur út af þessu, — það gerist hvort sem er á hverjum degi, sögðu þeir. á stjórn Indiru NÝJU DELHI 4/8 — Indverska þingið felldi í dag tillögu um vantraust á stjórn Indiru Gandhi sem borin hafði verið fram af þingmönnum kommúnista. Til- lagan var felld með 267 atkvæð- um gegn 61. En östö segir jafnframt að margir bandarískir fréttamenn — og miklu fleiri' en menn geti í- myndað sér af lestri bandarískra blaða eða frásögnum fréttastofn- ana og sjónvarpsstöðva — eigi í stöðugu stríði við hinn opinbera fréttaflutning. Þeir reyni eftir megni að afla sér frétta frá öðr- um heimildum, vefengi frásagnir talsmanna herstjórnarínnar og leggi fyrir þá óþægilegar spurn- ingar um raunverulegt mannfall, drápin á óbreyttum borgurum o. s- frv. En hann minnir á að þeir eigi við ramman reip að draga, þeir verði að hugsa um sjálfs sín hag — og því segi þeir ekki alltaf alla söguna eða telji ráð- legra að segja ekki neitt- Kynjbáttaróstur enn í Chicago CHICAGO 4/8 — Enn í gærkvöld urðu kynþátta- óeirðir í Chicago annan daginn í röð þegar blökku- menn fóru fylktu líði inn í borgarhverfi þar sem ein- göngu búa hvítir menn. Gangan var farin eins og aðrar af sama tagi til að mótmæla því að blökku- menn fá ekki húsnæði í ákveðnúm hýérfum borg- arinnar. Gangan var frið- samleg en hvítur skrill gerði hróp að göngumönn- um og réðst á þá. Margir særðust í viðureigninni og tíu voru handteknir. Herrann og þjónninn. — Það er ekki sízt undirlægjuháttur brezku stjórnarinnar gagnvart Bandarikjunum, hvort sem um er að ræða utanríkismál eða efnahagsmál Breta sjálfra, sem hert hefur and- stöðuna gegn Wilson í Verkamannaflokknum og verklýðshreyfing- unni, cnda ekkert launungarmál að kaupbindingin og önnur „bjarg- ráð‘‘ Wilsons eru til að þóknast Bandaríkjastjóm. — MYNDIN er tekin þegar Wilson heimsótti Johnson í sSðustu viku. Vinstriandstaðan gegn Wiison vex Leiðtogar hennar gagnrýndu á þingi kaupbindingarfrumvarpið LONDON 4/8 — Andstaða vinstrimanna í Verkamanna- flokknum gegn Wilson forsætisráðherra og stefnu hans bæði í efnahags- og utanríkismálum fer harðnandi og kom það greinilega í ljós við atkvæðagreiðslu tillögu varðandi kaupbindingarfrumvarp stjómarinnar, en hún var felld með aðeins 52 atkvæða meirihluta, þótt Verkamannaflokk- urinn hafi nær 100 atkvæða meirihluta á þingi. Af þingmönnúm Verkamánna- flokksins sátu 22 eftir í sæt- um sínum í þingsalnum þegar gengið var tií atkvæða,’ en upp- undir 30 aðrir þingmenn flokks- ins voru fjarverandi við at- kvæðagreiðsiuna, sumir með lög- leg forföll. aðrir ekki. Tveir af leiðtogum vinstri- manna Michael Foot og John Mendelson deildu hart á stefnu Herferð á móti Bítlunum í „biblíubelti" Bandaríkjanna Brennur verða haldnar víða í suðurfylkjunum á bítlaplötum, myndum, blöðum og hárlokkum NEW YORK 4/8 — Það hefur heldur en ekki kastazt í kekki miffi hinna upphaflegu brezku Bítla og heittrúarmanna í hinu svonefnda „biblíubelti“ í suður- hluta Bandaríkjanna, og hefur nú verið ákveðið að halda mikl- ar brennur víða í suðurríkjunum og kasta þar á bál hljómplöt- um Bítlanna, myndum af þeim, bítlablöðum og unglingar hafa verið hvattir til að skera hár sitt og kasta lokkunum á bálin. Tilefni þessa uppistands eru þau ummæli sem höfð eru eftir John Lennon í blaðinu „Date- book“ í New York. Haft er eftir honum að kristindómurinn muni smám saman hverfa úr' sögunni. — Ég vil ekki vera að tala um þetta, ég veit ég hef á réttu að standa og það mun koma á daginn. Nú eru Bítlarnir vin- sælli en Jesús Kristur. Það var allt í lagi með Jesús, en læri- sveinar hans voru hálfgerðir leiðindagæjar. , Forstjóri útvarpsstöðvar í Bir- mingham í Alabama sagði í gær að plötur Bítlanna myndu aldrei framar leiknar þar, og í dag tóku forstöðumenn annarra útvarpsstöðva víða um Banda- ríkin í sama strerig. Ný árás Bandaríkjamanna á friðlýsta svæðið í Vietnam Þ^ssi nýju brot þeirra á Genfarsamningnum gagnrýnd á indverska þinginu — Alþjóðanefndin mótmælir þeim SAIGON 4/8 — Bandarískar sprengjuþotur af gerðinni B-52 vörpuðu í dag í fjórða sinn á einni viku sprengjum á ffið- lýsta svæðið sitt hvorum megin við markalinuna við 17. breiddarbauginn sem skiptir Vietnam í tvo hluta og Banda- ríkjiamenn ítrekuðu þannig brot Sín gegn ákvæðum Genf- arsamninganna frá 1954 sem banna öll hernaðarafskipti af hinu friðlýsta svæði. Bandaríkjastjórn hefur haft stjórnarflokksins vegna van- trauststillögu sem lá fyrir' þing- inu fordæmdi árásirnar á frið- lýsta svæðið og kvað hinn ind- verska formann alþjóðanefndar- innar mundu beita sér fyrir þvi að þessum árásum yrði hætt. að engu mótmæli alþjóðlegu' eft- irlitsnefndarinnar með Genfar- samningunum — sem skipuð tr fulltrúum frá Indlandi. Kanada og Póllandi — en nefndin sagði í tilkynningu á mánudaginn að hún hefði „áhyggjur út af hern- aðaraðgerðum á friðlýsta svæð- inu“ og gera yrði ráðstafanir „til að tryggja að ákvæði Genf- arsamninganna væru virt“. Stjórn Norður-Kóreu hafði sent nefndinni harðorð mótmæli vegna þessa riýjasta brojts Banda- ríkjanna á Genfarsamningunum og krafizt aðgerða til að koma í veg fyrir ítrekun þess. Gagnrýnd í Nýju Dclhi f umræðum á indverska þing- inu í dag var farið hörðum orðum um þessi nýju brot Bandaríkjanna gegn Genfar- Bardögum lokið í Saigon var tilkynnt í dag að lokið væri hinum miklu bar- dögum sem sagt hefur verið að geisað hafi síðasta hálfa mán- uðinn í norðurhéruðum Suður- Vietnams. rétt fyrir sunnan friðlýsta svæðið Bandaríkja- menn segjast að venju hafa haft betur í þeim bardögum, þeir hafi fellt a.m.k. 900 óvinaher- menn, frá sínu eigin manntjóni skýra þeir ekki, nema að sagt er að það hafi verið „í meðal- lagi“ nema hvað mikið mann- fall hafi orðið í sumum her- samningunum. Krishna Menon 1 sveitum þeirra. Mannfall ..í með- sem varð fyrir svörum af hálfu I allagi“ kallast það ef 15—40 stjórnarinnar í efnahagsmálum og sérstaklega á frumvarpið um kaupbindinguna sem m.a. ger- ir ráð fyrir að verklýðsfélög verði svipt réttindum sem þau hafa þegar samið um. Foot sagði að stefna stjóm- arinnar væri ranglát og hún væri verklýðshreyfingunni til tjóns. Með frumvarpinu væri höggvið nærri rétti verklýðs- félaganna til að semja um kjör félaga sinna við atvinnurekend- ur. Tillagan sem borin var fram af íhaldsmönnúm og var um málsmeðferð var felld með 277 átkvæðum gegn 225, en atkvæða- greiðslan skar í rauninni úr um .afstöðu þingmanna til frum- varpsins sjálfs. Stjórn brezka alþýðusam- bandsins hefur fallizt á, en með allmiklum semingi og varnögl- um, áð verða við tilmælum stjórnarinnar um að beita sér fyrir því að verklýðsfélögin fresti kaupkröfum og fallist á að um- samdar kauphækkanir komi ekki til framkvæmda. Brezka vinnuveitendasamband- ið hefur hins vegar lýst ein- dregnu fylgi við frumvarp stjórnarinnar og heitið henni fullum stuðningi. Eitt meginatriði kaupbinding- arfrumvarpsins var í dág sam- þykkt í nefnd með 13 atkvæð- um gegn 11. I nefndinni eiga sæti 15 fulltrúar Verkamanna- fiokksins og 10 íhaldsmenn, en ! tveir af þeim fyrrnefndu greiddu ferðir yfi'r Norður-Vietnam og i atkvæði gegn frumvarpinu. Ann- hafa aldrei áður verið gerðar J ar ' þeirra var Frank Cousins, jafnmargar árásir á Norður- j formaður hins volduga sam- Vietnam í einum mánuði. Banda- bands flutningaverkamanna, sem ríkjamenn segjast að jafnaði nýlega sfagði af sér ráðherra- hafa misst eina flugvél á dag í embætti í mótmælaskyni við mánuðinum. efnahagsstefnu stjórnarinnar. prósent hermanna falla eða verða óvígir. Bandaríkjamenn hafa haldið fram að á þessum slóðum hafi þeir átt í höggi við reglulegar hersveitir úr her Norður-Viet- nams, en þeir hafa ekki frekar en fyrri daginn hirt um að færa sannanir fyrir þeirri stað- hæfingu. Mestu árásirnar í síðastp mánuðí fóru banda- rískar flugvélar í 1815 árásar- TÖSKUGERÐIN Laufásvesi 61 selur lítið gallaðar innkaupa- töskur og poka með miklum afslætti. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.