Þjóðviljinn - 06.08.1966, Blaðsíða 1
>
1
i
á
DIOMNN
Laugardagur 6. ágúst 1966 — 31. árgangur — 173. tölublað.
Lögreglustöðin
á að vera tilbúin
eftir tvö ár
★ í dag bírtum við mynd af
nýju lögreglustöðinni á mót-
tim Snorrabrautar og Hverfis-
götu, en byggingarframkv.
-miðar hægt og örugglega á-
fram, — er þetta að verða ein
af viðamestu byggingum í
þessari borg.
★ FormaWr byggingamefndar
er Sigurjón Sigurðsson, lög-
reglustjóri, og áttum við stutt
samtal við lögrfeglustjóra í
gaerdag um viðgang smíðinn-
ar-
★ Við gerum okkur von um að
byggingin verði komin í gagn-
ið árið 1968 eða eftir tvö ár,
— raunar hefur umferðadeild-
in þegar flutt bækistöðvar
sínar i hluta af neðstu, álm-
unni, — það er 28 til 30
manns-
★ A þessu ári er stefnt að því
að byggja þakhæð yfir lágu
áhnuna og glerja hana og
helzt að ganga frá múrhúðun
að utan á allri byggingunni.
★ Lögreglan í Reykjavík fær 3
★ neðstu hæðirnar í aðalbygg-
ingu til umráða aUk lágu álm-
unnar og með úthverfastöðv-
um verður þetta sómasamleg
lausn til frambúðar, sagði lög-
- reglustjóri, — þama verða
þrjátíu fangakléfar og gert er
ráð fyrir sérstakri klefadeild
f.yrir konur. — 5 fangaklef-
ar, — og verða þeir aðskildir
frá körlum, — hyggilegt ný-
maeli fyrir framtíðina.
CLjósm. Þjóðv. A- K ).
Mljóp á strætísvagn
og slasaðist á höfði
í gær varð umferðarslys á
Suðurlandsbraut og hlaut 19 ára
piltur héðan úr Reykjavík all-
mikil höfuðmeiðsli og var hann
fluttur í sjúkrahús. Þar sem
ekki hafði náðst til aðstandenda
piltsins síðdegis í gær gat rann-
sóknarlögreglan ekki gefið upp
nafn hans að sinni.
Siys þetta bar að með allein-
kennilegum hætti. Laust eftir kl.
1 í gærdag var strætisvagn á
leið vestur Suðurlandsbraut og
tók ökumaður hans eftir því er
hann ók framhjá gatnamótum
gamla Háaleitisvegarins að ung-
lingspiltur stóð þar utan við
veginn. Veitti vagnstjórinn því
ekki frekari athygli en ók á-
fram þar til hann finnur að
eitthvað skellur á vagnhliðinni.
Farþegi sem var í vagninum og
sá til ferða piltsins- segir að
hann hafi allt í einu hlaupið
út á götuna og á vagninn og
lenti hann á vagnhliðinni nokkru
aftan við miðju. Kastaðist hann
af vagninum í götuna og út fyr-
ir hana.
Við áreksturinn hlaut piltur-
inn allmikinn áverka á höfði.
Var hann þegar fluttur í
slysavarðstofuna og þaðan í
Landspítalann. Ekki var vitað í
gær, hversu alvarleg meiðsl
piltsins voru.
Félagsheimilasjóður:
Vangoldin á
lög nema nú nær
n Þióðviliinn sneri sér
í gær til Þorsteins Ein-
arssonar íþróttaíulltrúa
og framkvæmdastjóra
Félagsheimilasjóðs- og
spurðist fyrir um það
hvað liði fjárhag sjóðs-
ins og hvern veg hann
hefði getað sinnt verk-
efnum sínum. Þorsteini
sagðist svo frá, að van-
goldin áætluð framlög
sjóðsins nemi nú 33 milj-
ónum og 700 þúsundum.
Ríkisstjórnin hefur ekki
svo vitað sé tekið neina
ákvörðun um það, hvern-
ig leysa skuli þetta
vandamál.
Menntamálaráðherra til að-
stoðar vlð úthlutun úr Félags-
heimilasjóði eru fræðslumála-
stjóri og íþróttanefnd ríkisins,
en íþróttafulltrúi framkvæmda-
stjórastörf sjóðsins. Aðalúthlutun
úr sjóðnum fer vanalega fram
1 desember og sjóðurinn á að
heita má tæmdur, sem raunar er
nú ekki mikið verk. *
Tekjustofninn
Eini tekjustofn Félagsheim-
ilasjóðs er ákveðinn hluti af inn-
heimtum skemmtanaskatti, nánar
til tekið 50%. Á síðastliðnu ári
nam hlutur sjóðsins 6 miljónum
og 523 þúsundum króna. Hin ár-
lega úthlutunarupphæð hefurfar-
ið smáhækkandi að sögn Þor-
steins Einarssonar. 1 júlí 1964
komu til framkvæmda breyting-
ar á viðkomandi lögum. Þá kom
til greina vínstúkugjald en einn-
ig til frádráttar, að skemmtana-
skattur var niður felldur af
nokkrum liðum. , Ekki urðu þess-
ar breytingar til þess að bæta
teljandi fjárhag sjóðsins, eins
og þó hafði verið búizt við.
51 hús í smíðum
Það fyrst árið 1948, sem Fé-
lagsheimilasjóður fékk úthlutað
fé af innheimtum skemmtana-
skatti, nánar tiltekið einni milj-
ón, 239 þúsundum. Árið 1964 voru
á úthlutunarskrá (það er áttu
lögum samkvæmt rétt til styrks
úr sjóðnum) 64 félagsheimili.
Húsin voru á ýmsum fram-
kvæmastigum en 13 þeirra eru
fullgerð og var óuppgert við
Framhald á 6. síðu.
Eitt þeirra félagsheimila, sem
nú eru S smíðum hér á Iandi, er
í landi þjóðjarðarinnar Lýsuhóls
í Staðarsveit. Þar hafa Staðsveit-
ingar, hreppurinn, ungmennafé-
lag sveitarinnar og kvenfélag í
sameiningu, ákveðið að reisa
myndarlegt félagsheimili og koma
jafnframt upp íþróttasvæði á
næstu misserum. Unnið hefur
verið að smíði félagsheimilisins
undanfarna mánuði og er gert
ráð fyrir að húsið verði fokhelt
orðið í haust,- en sundlaug hefur
þegar verið tekin í notkun á
staðnum. Verður nánar skýrt frá
framkvæmdum 5 Lýsuhólslandi i
Þjóðviljanum á morgun, en á
myndinni sjást ungir Staðsveit-
ingar við sundæfmgar í Lýsu-
hólslaug, félagsheimilið hálfbyggt
er í baksýn en fjær sést Þor-
geirsfell rísa upp af sveitinni- —
(Ljósm. í. H. J.).
-------------------------—
Hagstætt vcður
en lítil veiði
Hagstætt veður var á síldar-
miðúnum fyrra sólarhring. Voru
skipin einkum að veiðum 20—
70 mílur S og SSV af Jan May-
en. Á þessum slóðum fannst
töluvert magn af smátorfum, en
sildin var mjög stygg og gekk
því mjög illa að ná henni. Níu
skip tilkynntu um afla, samtals
832 lestir.
Guðbjörg IS 60
Sigurður Bjarnason EA 20
Haraldur AK 90
Ásþór . RE 105
Helga Guðmundsd. BA 150
Guðmundur Péturs IS 100
Loftur Baldvinsson EA 107
Víðir II. GK 120
Dalatangi: lestir
Guðbjartur Kristján IS 80
I
Loks kominn skriður á endurvarpsstöðvarmálið:
Ráðstafanir til lokunar stöðvarinnar í undirbúninui
t
Stríðið um hina ólöglegu
endurvarpsstöð í Eyjum fer
nú harðnandi og klæðast nú
embættismenn á meginlandinu
stríðsskikkjum og hyggja nú
á beinar ráðstafanir til þess
að Ioka fyrir þennan ófögnuð.
Þannig sendi póst og síma-
málastjórnin skeyti í morg-
un til stöðvarstjóra pósts
og síma í Vestmannaeyjum og
fer það hér á eftir.
„Þar sem Ríkisútvarpið
telur sjónvarpsendurvarp,
sem nú á sér stað á Stóra
Klifi þess eðlis, að það skuli
eigi Ieyft og sjónvarpsstarf-
semin því ólögleg, lcggur
póst- og símamálastjórnin fyr-
ir yður að sjá um að aðstaða
landssímans á Stóra Klifi
verði ekki notuð í þessu
skyni“.
Við höfðum • samband við
Gunnlaug Briem, póst- og
símamálastjóra í gærclag og
var þessi erhþættismaður fast-
ur fyrir og hvað fleira vera
á prjónunum, — hefði lög-
fræðingur stofnunarinnar til
dæmis til atbugunar hina
furðulegu samþykkt þæjar-
stjórnar Vestmannaeyja, —
þegar þeir tóku rafstrenginn
af Landssímanum á dögunum
eignarnámi, — þætti ýmsum
húseiganda það skrýtið eftir
að hafa greitt heimtaugar-
gjald að fá á sig slíkt ofríki.
Manni skildist á póst- og
símamálastjóra, að hér. væri
að vænta sóknarlotu á næst-
unni frá hendi lögfræðings
stofnunarinnar.
Þá var ætlun okkar að ná
sambandi við stöðvarstjórann
í Vestmannaeyjum, — Magn-
ús H. Magnússon, en hann
gegnir jafnframt störfum sem
bæjarstjóri.
Frúin kom í símann og
kvað mann sinn upp í Herj--
ólfsdal og svo væru flestir
eyjaskeggjar þessa stundina.
Við spurðum frúna um skeyt-
ið.
Jú, — það er komið og ligg-
ur hér óopnað á borðinu og
bíður eftir stöðvarstjóranum.
Nú er erfftt að vita, hver
kemur hér ihn í kvöldmatinn
til mín, — bæjarstjórinn eða
stöðvarstjórinn, — þetta fer
nú að verða snúið hjá mín-
um elskulega eiginmanni,
sagði frúin og hló.
Næst hringdum við í Vil-
hjálm Þ. Gíslason, útvarps-
stjóra og var þessi mæti emb-
ættismaður í stríðsskapi. Já,
— við lokuðum stöðinni i
hálfán dag um daginn og
ætlun okkar er að loka fyrir
þessa ólöglegu endurvarps-
stöð. (
Það er rétt að lögfræðingur
Ríkisútvarpsins og Landssím-
ans er að byggja upp sóknar-
lotu og má vænta tíðinda á
næstunni.
Þá höfðum við samband við
yfirlögreglubjóninn í Vest-
mannaeyjum í gærdag og
spurðum hann um fyrirmæli
frá bæiarfógeta að loka fyrir
stöðina.
Bæjarfógeti er inn í Herj-
ólfsdal á hátíðinni og okkur
hafa ekki borizt fyrirmapli
ennþá frá honum, — en vita-
skuld hlýðum við slíkum fyr-
irmælum og göngum ótrauðir
til verks upp á Klifi, ef slik
skipun berst til okkar.
\