Þjóðviljinn - 06.08.1966, Page 8
/
g SfÐía — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagnr 6. ágúst 1966.
.CLAUDE CAT.TAERT:
ÞANGAÐ
SEM
GULL-
FISKAR
votu orðnir ósköp aumir, en
hvemig sem ég ýtti þeim niður
í vatnið, flutu þeir upp aftur.
Niðurinn í gosbrunninum yfir-
gnæfði öU önnur hljóð og ég
gat næstum gert mér í hugar-
lund að ég væri við ströndina
innan um allar beru konurn-
ar og sólbruna krakkana_á stóru
fiskunum sínum. Ég var að
hugsa um allt þetta, þegar ein-
hver barði í bakið á mér; ég
missti töskuna mína og helm-
ingurinn af fiskunum rann. út
í kerið. Ég sneri mér við og sá
Pitou. Ég hefði getað kálað hon-
um.
— Þetta var andstyggilega
gert, hrópaði ég.
Bannsettur aulinn var að
hlæja. — Nú líður þeim vef!
Ég sá þá renna eftir botnin-
um og meðfram hliðunum í ker-
inu. Ef ég næði þeim ekki þyrftu
þeir alla ævi að snúast hring
eftir hring í þessu steinkeri á
miðju stóra torginu, þar sem
bílarnir fóru líka í hringi. Það
var' undarlegt, en mér leið illa
við tilhugsunina.
Ég starði illskulega á Pitou.
— Þú veiðir þá upp héðan,
eða . . . .!
Hann sá að mér var alvara
og ég var reiðubúin að berja'
hann þangað til lögreglan stöðv-
aði mig, eða fleygja honum ut
í vatnið.
Hann skildi þetta og reyndi að
róa mig. — Svona, svona, vertu
róleg; sjáðu, ég króa þá í
einu horninu. þetta er mjög
djúpt
. Hánn steig yfir brúnina án
þess að fara úr skónum, en vatn-
ið villir manni sýn og hann stóð
þarna upp að bossa. Hann reyndi
að dylja gremju sína og fór að
fálma í kringum sig, en hras-
aði og datt endilangur. beint
undir vatnsflauminn. Hann
bölvaði. Amerísk kona með
blómahatt kom aðvífandi með
myndavélina tilbúna. Pitou hélt
í einn af bronsfiskunum og var
enn mjög reiðilegur. Ég var að*!
því komin að hoþpa út í til hans,
þegar hann hrópaði: — Nú er
allt í voða; þarna er lögga.
Hann var á leiðinni til okkar
með hvítu kylfun^ undir hend-
inni og hrópaði: — Hæ. þið
þarna, krakkar, hvað eruð bið
eiginlega að fera?
Flestir þessir náungar velja
sér þetta starf af því að þeir
hafa ápægju af þvi að angra
fólk.
Pitou reyndi að klifra upp úr
skálinni, rann til og datt næst-
um ofaní aftur. þreif bakpok-
ann sinn og hljóp af stað í átt-
ina að hliðunum að Tuileriez
görðunum.
Ég fann hann þar sem hann
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu o® Dóðó
Laugavegi 18^111 hæð Tlyftal
SÍMI 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- os snyrtistofa
Oarðsenda 21 SÍMI 33-968
DÖMUR
Hárgreiðsla vig allra hæfl
TJARNARSTOFAN
l'iarnargötu 10. Vonarstrætis
megin — Simi 14-6-62.»
18. DAGTJR.
sat á fótstalli einnar styttunnar.
— Og hvað um gullfiskana
mína? Á að skilja þá þama eft-
ir?
Vatnið lak alls staðar af hon-
um.
— Farðu sjálf og sæktu þá,
ég er orðinn leiður á þeim;
þetta kemur mér ekkert við.
Það er sjón að sjá mig og ég
sem á að hitta mann!
Ég hafði ekki kjark til að
fara til baka og auk þess var ó-
mögulegt að ná þeim saman. Ég
var ekki sérlega ánægð með
þetta og ásakaði sjálfa mig. Það
versta við mistök er vitneskjan
um það að geta ekki bætt úr
þeim.
Ég settist við hliðina á Pitou.
Sólin skein og dampurinn stóð
upp af fötunum hans. Hann fór
aftur að nöldra. Enginn nema
brjálæðingur ■ færi að drösla
gullfiskum yfir hálfa París; hann
hafði ástæðu, alvöru ástæðu:
hann hafði farið að heiman til
að finna pabba sinn aftur, en
engin heilvita manneskja gat
botnað í því hvað ég ætlaðist
fyrir.
Raunverulegu ástæðuna vissi
ég ein og kærði mig ekki um
að segja hana neinum til þess að
hún væri áfram ósnortin; eða
öllu heldur -af ótta við að ein-
hver myndi eyðileggjá hana fyr-
ir mér. Það pr svo auðvelt að
gera slíkt með örfáum orðum.
Þegar ég velti þessu fyrir mér
núna, þá, höfum við eiginlega
bæði strokið af sömu ástæðu —
hann vonaðist eftir að'finna hinn
raunverulega föður sinn og ég
var að vppa að ég fyndi þá
mömmu sem ég þráði þegar ég
kæmi aftur heim. ,
— Ég skil ekki hvers vegna
þú fórst að strjúka. sagði Pitou
aftur.
— Ég sagði þér það, — útaf
gullfiskunum.
Hann hristi höfuðið með
hægð —_ hann. hefur þann sama
kæk þegar hann er orðinn gam-
all maður. — Það er heimsku-
leg ástæða.
f rauninni leiddist mér að
þurfa að segja honum ósatt, því
að hann var ágætur strákur; en
ég ætiaði mér að sitja ein að
sannleikanum; hann var það eina
sem ég átti eftir.
Við komum nógu snemma til
að hitta monsipur Tuquet. Hend-
urnar á vélritunarstúlkunni
flugu enn yfir lyklana á ritvél-
inni og geraníurnar þrýstu sér
enn að lokuðum glugganum.
Linkulega stúlkan þreif btað úr
vélinni og sagði: — Monsieur
Tuquet er kominn og farinn —
hann kemur ekki aftur fyrr en
á mánudag.'
Pitou drúpti höfði eins og
barn sem fær ávítur. Hann var
í vandræðum með sigt sam-
kvæmt dagatalinu á veggnum
var ekki nema laugardagur í
dag.
Hann spurði feimnislega: —
Spurðuð þér hann hvort hann
vissi það?
— Hvort hann vissi hvað?
, — Um La Belle Hélene.
— La Belle hvað?
Henni stóð alveg á sama,
mundi ekki nokkurn skapaðan
hlut. Pitou sá það, sneri í hana
baki og fór út.
Við gengum stundarkorn með-
fram fljótabátunum sem lágu
við bakkann. Það var hræðilega
heitt og strandtaskan sem var
full af vatni og fiskum var al-
veg að sliga mig. Ég var að kom-
ast í hreinustu vandræði með
þessa fiska; hvað var betra að
bera gullfiska um fremur en
kanarífugla, hunda eða dýr úr
dýragarðinum? Ég hefði fleygt
þeim í ána, ef ég hefði ekki hald-
ið að það væri svívirðilegt; það
stóð í blöðunum að fiskar dæju
þúsundum saman í Signu vegna
hitans og óþverrans sem í hana
færi.
Ég stanzaði í skugga af tré.
Pitou var enn þögull, hann hafði
um piargt að hugsa. Vesalings
strákurinn, hann hafði gert sér
í hugarlund að hann myndi hitta
pabba sinn á árbakkanum að
fægja látúnið á La Belle Hélene.
Án þess að hafa nokkurn tíma
séð hann né talað við hann, hafði,
Pitou verið sannfærður um að
þeir yrðu mestu mátar. Ég held
hann hafi verið búinn að skapa
sér þennan óþekkta föður árum
saman.
Tveir krakkar komu upp úr
einum bátnum; telpan var horuð
og með ennistopp og virtist vera
um það bil sjö ára, en hún leit
þegar út eins og ekkja með stór-
an barnahóp. Hún hélt í hönd-
ina á fjögra eða fimm ára org-
andi krakka. Hún leiddi hann
framhjá okkur, dró hann síðan
yfir að sandhrúgu, en krakkinn
hafði engan áhuga, heldur hélt
áfram að orga. Ég spurði hvers
vegna.
•— Það er út af vegunum,
sagði horaða stelpan við mig.
— Hvernig þá?
Di-engurinn var hættur að
orga og hlustaði með áhuga í
svipnum.
— Bara út af vegunum —
hann vill fá að vita hvert þeir
liggja. Sjáðu til, hann hefur
aldrei komið upp úr bátnum.
— Inn í borgina, sagði ég.
— Já, en eftir það?
Hvert liggja vegir eiginlega?
Við Pitou horfðum undrandi
hvort á annað.
— Hann fær svona tilfelli
öðru hverju og grenjar tímunum
saman; enginn getur þolað þetta
og mamma lætur mig hafa hann.
Ég hafði engan áhuga á stelp-
unni; hún virtist vera af því
taginu sém er fædd til að láta
stjaka sér til og frá; sumt fólk
er þannfg og við því er ekkert
að gera. En mér féll vel svip-
urinn á litla stráknum; hann var
með allan hugann við þetta
vandamál, hann var búinn að
opna munninn, reiðubúinn til
að byrja á nýjaleik.
— Langar þig til að vita
hvert vegimir liggja?
Hann lokaði munninum og leit
á mig uíidan ygglibrún eins og
lítiH tarfur. — Já.
— Þeir liggja allir inn í
blómabreiður.
Hann var glaður yfir því að
vita þetta og gramur yfir því
að hafa ekkert lengur til að
orga yfir.
Pitou var í uppnámi og spark-
aði niður í sandinn. *
— Heyrðu ....
— Hvað?
— Ætlar þú heim* í kvöld?
Það var allt of fljótt. — Nei.
— Af hverju ekki?
— Og hvað um gullfiskana
mína?
— Af hverju setur þú þá
ekki í ána?
— Þú veizt vel af hverju.
Pitou var svolítið að hjarna
við. Hann hefði orðið leiður,
ef hann hefði verið skilinn einn
-eftir.
— Allt í lagi, en við verðum
að finna okkur einhvern nætur-
stað.
— Við gætum verið úti.
— Já, og látið grípa okkur.
Hann sat á hækjum sér við
bakpokann og minnti á rogginn
skáta.
— En ef við förum og sofum
í báti á vatninu í Bois de Boul-
ogne.
— Þar er fullt af gömlum vit-
leysingum og þeir myndu elta
okkur.
— Ó, þessir klikkuðu áttu
við? Gervipabbi minn segir, áð
það sé ennþá meira af þeim í
Bois de Vincennes.
Þessir gömlu brjálæðingar
leysa niðurum sig fyrir framan
krakka; þetta er misskilningur
hjá þeim, því að við erum orð-
in svo vön þeim í Bois að við
tökum ekki einu sinni eftir þeim
nú orðið. Þeir ættu heldur að
angra mæðurnar og barnfóstr-
urnar, sem virðast ekki hafa
áhyggjur af þeim. þótt ui^iar-
legt megi virðast.
Pitou smellti saman fingrun-
um. — Nú veit ég — við getum
farið og sofið í ibúðinni hjá
Barónsfrúnni.
— Hjá hverri?
— Barónsfrúnni í Raynoun-
ard götu. Þau fara öll út að ralla
á hverju föstudagskvöldi.
— Hvernig veiztu það?
— Ræstingarkonan þeirra er
vinkona mömmu og hún er allt-
af að koma til að masa — hún
og mamma eru með eins maga-
veiki, svo að þær eru mjög sam-
rýmdar ....
Konur hafa mikið dálæti á
því að tala um innyflin á sér.
Vinkonui' mömmu eru alveg
eins, þangað til þær eru skorn-
ar upp; eftir það þegja þær.
— En hvernig komumst við
inn?
— Heldurðu að ég sé einhver
auli? Ég nappaði frá henni ibúð-
arlyklinum einn daginn í safn-
ið mitt. Þú hefðir átt að sjá
hana, — alveg að tapa sér ■—
hét meira að segja þúsund frönk-
um á heilagan Antoníus.
— A111? í lagi, en ef barónsfrú-
in kemur nú heim — það er
aldrei að vita?
— Engin hætta — ég set bara
slagbrandinn fyrir dyrnar, það
eru slagbrandar í öllu hverfinu.
Ef einhver kemur, þá höfum
við tíma til að komast út um
aðrar dyr. Svona fara innbrots-
þjófar að í Sextánda hverfi.
S KOTTA
LEDURJAKKAR
RÚSKINNSJAKKAR
fyrir dömur
fyrir telpur
Verð frá kr. 1690,00
VMERDIR ,
LEÐURVERKSTÆÐI
ÚLFARS ATLASONAR
Bröttugötu 3 B
Sími 24678.
— Ég veit að það er erfitt að telja hitaeiningarnar, en þú gætir
þó talið hve oft þú borðar á klukkutíma.
SLYS ATRYfifi INGAR
latid ekki slys
HAFA AHRIF A
FJÁRHAGSAFKOMU YDAR
TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRf
LINDARGÖTU 9 • REYKJAVÍK - SfMI 22122 — 21260
Leðurjakkar
á stúlkur og drengi.
Peysur og peysuskyrtur. /
Góðar vörur — Gott verð.
Verzlunin Ó. L.
Traðarkotssundi 3 (móti Þjó'ðleikhúsinu).
<§niinental
Útvegum eftir beiðni
flestar stærðir hjólbarða
á jarðvinnslutæki
Önnumst ísuður og
viðgerðir á flestum stærðum
Gúmmívmnustofan h.f.
Skipholti 35 - Sími 30688
og 31055
i