Þjóðviljinn - 06.08.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.08.1966, Blaðsíða 10
 um grænmetísuppskerunu Grænmetisuppsfcera ársins 1966 stendnr og fellur með haustinu. Ef vel viðrar getur hún orðið ágæt, en leggist haustið snemma að með frost- um getur allt eyðilagzt, að því er Þorvaldur Þorsteinsson forstjóri Sölufélags garð- yrkjumanna tjáði Þjóðviljan- um í gær. Kálrækt og önnur garð- yrkja hefur verið heldur erf- ið fram að þessu. Vegna kulda og óvenju óhagstæðra veðurskilyrða í vor komst allt hálfum mánuði og víða mán- uði seinna í gang en mörg undanfarin ár og þetta hefur sín áhrif á alla uppskeruna, Hún verður síðar á ferðinni, og sennilega minni að magni til en venjulega og komi frostnætur þegar í ágúst get- ur grænmetið eyðilagzt jafn- vel áður en það nær fullum þroska. Tiltölulega lítið er komið af grænmeti á markað enn, sagði Þorvaldur, blómkál og hvítkál er rétt farið að sjást og kemur helzt þaðan sem einhver velgja er í jörðu. MYNDINA hér að ofan tók ljósmyndari Þjóðviljans, A. K. í Aldamótagörðunum fyrir nokkrum dögum og sjást á henni blómkálshöfuð sem von- ^ andi eiga enn eftir að stækka talsvert. Laugardagur 6- ágúst 1966 — 31. árgangur — 173. tölublað. Piatigorskyskákmótið: Lursen og Spusskí berjust um forustu Verið að æfa Fjalla-Eyvind og Goldoni 41 þúsund áhorfendur á sýn- ingum Leikfélugs Reykjuvíkur □. Lgikfélag Reykjavíkur sýndi tíu leikrit á síðasta leikári, þar af þrjú frumsamin íslenzk verk. Leikhúsgestir urðu rúmlega 41 þúsund og sætanýting um 80%. Tvö léik- rit eru nú í æfingu fyrir næsta leikár — Fjalla-Eyvindur Jóhhanns Sigurjónsonar og Tveggja þjónn eftir Goldoni. Upplýsingar þessar koma fram í frettatilkynningu um aðalfund Leikfélagsins sem hald- inn var fyrir skömnju. Sveinn Einarsson leikhússtjóri flutti skýrslu um leikhúsrekstur- Helgarferð ÆF „út í bláinn“ ' Æskulýðsfylkingin efnir til helgarferðar „út í bláinn“ um aðra helgi, 13—14. ágúst og verrður að venju ekki tilkynnt um ákvörðunarstað fyrr en lagt er af stað. Fylkingarfélagar eru hvattir til að fjölmenna og Iáta skrá sig sem fyrst í ferðina í skrif- stofu ÆF. Æ. F. inn- Sýnd voru tíu leikrit en níu á næstsíðasta leikári. Þrjú af þessum sýningum voru upp teknar frá f. ári: Ævintýri á gönguför (alls sýnt 186 sinnum til þessa), Þjófar lík og falar konur og Sú gamla kemur í heimsókn eftir Diirrenmatt. Þrjú leikritanna voru einþáttungar, sem sýndir voru saman síðdegis á laugardögum — en aðsókn að slíkum sýningum hefur reynzt minni en skyldi þau tvö ár sem þær haía verið haldnar. _ / Þrjú leikritanna voru frum- samin íslenzk verk. Sjóleiðin til Bagdad eftir Jökul Jakobsson (sýnt 40 sinnum), barnaleikrit- ið Grámann eftir Stefán Jónsson (26 sýn.) og Dúfnaveizlan eft- ir Halldór Laxness- Þá er ótalið eitt verkefnanna, „Hús Bern- örðu Alba“ eftir Garcia Lorca. Á því leikriti var haldinn há- tíðasýning 19. marz og þess minnzt, að þá voru liðin þrjá- Minnzt á níorgun 175. ártíð- ar sr. Jóns Steingrímssonar 11. ágúst n.k. eru 175 ár li3- in frá andláti sérá' Jóns Stein- grímssonar, sem prestur var í Vestur-Skaftafellssýslu frá 1760— 1791, og um skeið prófastur í öllu Skaftafellsþingi. % Sem kunnugt er bar nafn hans hæst, er hann í Skaftár- eldum hertist við hverja raun og átti meiri þátt í því en nokkur annar maður að leiða söfnuð sinn í gegnum þær hörmungar, er þá dundu yfir héraðið og landið allt. Á morgun, sunnudag verður haldin hátið að Prestsbakka og Kirkjubæjarklaustri til minriing- ar um séra Jón Steingrímsson, og verður dagski’á hennar sem hér segir: Kl. 13.30: Safnazt saman heima á Prestsbakka og gengið til kirkju. Kl. 14. Messa í Prestsbakkakirkju. Altarisþjónustu annast ásamt biskupi Islands, fyrrverandi sókn- arprestur Prestsbakkakirkju, þeir séra Öskar J. Þorláksson og séra Gísli Bi-ynjólfeson. Sóknarprest- urinn séra Sigurjón Einarsson prédikar. Kirkjukór Prestsbakka- sóknar syngur. Kl. 16.00. Úti- samkoma í hinum foma kirkju- garði á Kirkjubæjarklaustri? Biskup Islands flytur ræðu. Kirkjukór Prestsbakkasóknar syngur. Að lokum verður sam- eiginleg kaffidrykkja' í Félags- heimilinu að Kirkjubæjarklaustri. tíu ár frá því að Regína Þórð- ardóttir lék fyrst í Iðnó. Gestur Pálsson hlaut Skálholts- sveininn fyrir leik sinn í Sú gamla kemur í heimsókn og Þor- steinn ö. Stephensen Silfurlamp- ann fyrir bezta leik ársins (í Dúfnaveizlunni). Þetta er í annað skipti að hann fær verðlaunin og þriðja árið í röð sem þessi verðlaun eru veitt fyrir leikaf- rek, sem unnið er á sviðinu í Iðnó. Leikhúsgestir voru rúmlega 41 þús. eða svipað og í fyrra. Sýn- ingar urðu 219 en 218 í fyrra, sem þá var glæsilegt met. Sam- tals 37 leikarar fóru með hlut- verk hjá félaginu, en aukaleik- arar voru 22. Nú stendur yfir leikför vi^ Sjóleiðina tfl Bag- dad. TVö leikrit eru nú í æfingu, Fjalla-Eyvindrir eftir Jóhann Sigurjónsson, leikstjóri Gísli Halldórsson og Tveggja þjónn eftir Carlo Goldoni, leikstjóri Christian Knud, sem setti Þjóf- ar lík og fálar konur á svið. SS sýning verður tekin upp aftur, svo og sýningar á Dúfnaveizlu Laxness, en bæði þessi leikriit voru sýnd langt fram á sumar við mikla aðsókn. Dúfnaveizlan var sýnd 22 sinnum og var upp- selt á allar sýningar. I lok fundarins var Brynjólf- ur Jóhannesson einróma kosinn heiðursfélagi LR. Leikfélag Reykjavfkur verður sjötugt í vetur. Guðrún Ásmundsdóttir i' hlut- verki sínu í „Sjóðleiðinni til Bagdad‘‘. Um þessar mundir stendur yf- ir í Santa Monica í Kaliforníu í Bandaríkjunum svonefnt Piat- igorskymót í skák og keppa þar 10 stórmeistarar um miklar verðlaunaupphæðir. Tefla þeir tvöfalda umferð eða 18 um- ferðir alls og er fyrsta hluta mótsins nýlokið. Var staðan eft- ir 9 umferðir þessi: 1.-2. Spasskí og Larsen 6 vinninga, 3. Res- hevsky 5, 4.-6. Najdorf og IJnz- icher og Portisch 414, 7.-8. Petr- osjan og Donner 4, 9. Fischer 314 og 10. Ivkov 3 vinninga. « f 10. umferð vhnn Fischer Reshevsky, Petrosjan og Spas- skí gerðu jafntefli og sömuleið- is Unzicher og Donnef, Najdorf og Portisch. Biðskák varð hjá Larsen og Ivkov og hafði Lar- sen betri stöðu. Þegar biðskák- in var tefld fórnaði Larsen ridd- ara fyrir þrjú peð og fór bið- skákin öðru sinni í bið sl. mið- vikudag eftir 57 leiki. Var stað- an í biðskákinni þá þessi: Hvítt: Larsen. Kóngur a4, riddari g5 og peð c5, e4, e3, Í7 og h7. Svart: Ivkov. Kóngur g7, ridd- arar c6 og f8. peð e5. Svartur á leik í biðstöðunni. Segir Lar- sen sjálfur i viðtali yið BT sl. miðvikudag að hann gé öruggur um sigur í skákinni, én vinni Larsen skákina er hann orð- inn efstur . á mótinu, hálfum vinningi ofar en Spasskí og tveim vinningum fyrir ofan þar næstu menn, þá Reshevsky, Portisch, Najdorf og Unzicher. Biðskákin verður tefld i dag en í gær átti að tefla 11. umferð og átti Larsen þá að tefla við Donner. Athygli vekur hin slælega frammistaða þeirra Petrosjans, núverandi heimsmeistara, og Fischers. Petrosjan hefur tap- að tveim skákum, fyrir Larsen og Portisch, en unnið aðeins eina. Fischer hefur tapað þrem skákum og unnið tvær. Larsen fór fremur illa af stað, tapaði fyrstu skák mótsins fyrir Iv- kov, gerði síðan þrjú jafntefli í röð, vann næstu þrjár skákir og þar á paeðal bæði Petrosjan og Fischer! gerði jafntefli i 8. umferð, vann Portisch í 9. um- ferð og á eins og áður segir unna biðskák við Ivkov úr 10. umferð. Hefur hann þá fengið 514 vinning úr 6 skákum. Geri aðrir betur á svo sterku móti. Bent Larsen Lenti í pekkRRar- vél og handleggs- brotnaði illa í gær varð það slys í Kassa- gerðinni, að kona sem var að vnnna við • að pakka rúllum lenti með aðra höndina í pökk- unarvélinni og handleggsbrotn- aði illa um olbogann. Konan, sem heitir Anna Magnúsdóttir, til heimilis að Karfavogi 21, var flutt í slysavarðstofuna og síð- an í Landspítalann. Úrslitakeppni stúdentaskákmótsins: íslenzka sveitin lenti í B-flokki / □ Heimsmeistaramót stúdenta í skák hófst eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu 30. júlí sl. í Örebro í Sví- þ’jóð. 20 þjóðir tiaka þátt í mótinu og er undankeppni lokið. íslendingar lentu í riðli með Tékkum og Hollendingpm en báðar þær þjóðir hafa á að skipa sterkum sveitum. Tapaði íslenzka sveitin báðum leikjunum með IV2 vinn- ing gegn 2¥2 og lenti þar með í B-flokki í úrslitakeppn- Áður hefur verið ságt frá úr-^ slitum einstakra skáka í keppn Rændur 14 þás. kr.? Maður nokkur hefur kært til rannsóknarlögreglunnar yfir því að veski með 14 þúsund krón- um hafi verið stolið af honum á fylliríi í fyrrakvöld og voru tveir menn sem við málið eru riðnir í yfirheyrslum í gær. Maðurinn sem kærði man lít- ið eftir atvikum vegna ölvunar en hann mun hafa hitt annan mann fyrir utan áfengisverzlun- ina og farið með honum í hús og ,sátu þeir þar um hríð að sumbli ásamt þriðja manninum og e.t.v. fleira fólki. Þegar ve§k- iseigandinn kom heim til sín um kvöldið saknaði hann vesk- isins og fannst það síðar um nóttiria í fórum „þriðja manns- ins“ og var þá lítið fé orðið eftir í því. Framburði mannanná' tveggja sem með ákærandanum voru ber ekkert saman, og kannast hvor- ugur við að hafa tekið veskið. vísa þeiy hvor á annan en segja jafnframt að eigandinn hafi verið að gef§ fé í ölæðinu. Liggur málið allt harla óljóst fyrir. ipni við Tékka en í leiknum við Hollendinga tapaði Trausti Björnsson fyrir Ziudema, Bragi Kristjánsson tapaði fyrir Ree, Jón Þ. Þór vann Scholl en Guð- mundur Lárusson gerði jafntefli við Krabbe. 1 1. umferð úrslitakeppnirinar í B- flokki tefldu fslendingar við Skota, Bragi Kristjánsson vann Jamieson, Jón Þ. Þór vann Mc- Alfhine, Guðmundur Lárusson og Davie gerðu jafntefli og sömul. Jon Friðjónssoh og Levy. Bifreið stolið Aðfaranótt sl. fimmtudags var bifreiðinni R-5320 sem er Taunus 17M stationbifreið árgerð 1958, stolið frá Stóragerði 8- Er bifreið- in hvít blá að lit en hægra fram- bretti nýtt, ósprautað og grátt að lit- Bifreiðin var enn ófundin í gær og eru þeir sem kynnu að geta gefið einhverijar upplýsing- ar um hana vinsamlega beðnir að snúa sér til rannsóknarlög- reglunnar. mn andi ti! Keflavík- iir í Miklar skemmdir urðu á vél- bátnum Fiskakletti frá Hafnar- firði, er eldur kom upp í vélar- rúmi bátsins snemma i gærmorg- un- Baturinn var að dragnótaveið- um djúpt úti í Fxaflóa, þegar eidurinn kviknaði, og kom varð- skipið María ^Júlía, sem nærstatt var, fljótlega til hjálpar. Meðan báturinn var dreginn áleiðis til Keflavíkur komu varðskipsmenn vatnsslöngum yfir í hann og höfðu að verulegu leyti slökkt eldinn, er komið var til hafnar klukkan rúmlega tíu í gærmorg- un Slökkvilið Keflavíkur réð svo að fullu niðurlögum eldsins er að bryggju var kómjð. en skemmdir urðu miklar á bátnum, einkum í vélarrúminu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.