Þjóðviljinn - 11.08.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.08.1966, Blaðsíða 3
Fimmtudagur II. ágúst 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3 Bandaríkjamenn vlðurkenna enn ein „mistök": Nærri 200 óbreyttir borgarar drepnir eða særðir í loftárásum á þorp í Suður-Vietnam Tvcer þotur af gerðinni F-100 létu sprengjum og byssukúlum rigna yfir sveitaþorp ó óshólmum Mekong-fIjóts, skutu ó hvað sem fyrir varð og lögðu þorpið í eyði □ SAIGON 10/8 — Bandaríska herstjórnin í Sai-^ gon neyddist til þess að viðurkenna það í dag að enn einu sinni hefðu henni orðið á þau „mistök" að senda flugvélar sínar til árása á friðsælt sveita- þorp og hefðu þær látið rigna yfir það sprengjum og byssukúlum þar til ekkert hús í þorpinu stóð uppi, en í valnum lágu fimmtán óbreyttir þorpsbú- ar, en 182 aðrir særðust. Talsmaður bandarísku her- Stjórnarinnar skellti í þetta sinn eins og jafnan áður þegar henni hafa orðið á svipuð „mistök“ skuldinni á menn Saigonstjórn- arinnar. Hann sagði að fulitrú- ar hennar á þessu svæði — á óshólmum Mekongfljóts fyrir suðvestan Saigon — hefðu beðið Bandaríkjamenn um að gera árás á þorpið. Yfirmerfn hersins á þessum stað hefðu samþykkt þetta og ákvörðun um loftárás- Ina hefði verið tekin á grund- velli njósnaskýrslna um að vart hefði orðið við um 150 skæru- liða á þessum slóðum. AFP-fréttastofan segir að skæruliðar hafi viljað fá þorps- búa til að gera stíflu í skurð nálægt þorpinu til að stöðva siglingar um hann. Fulltrúar Saigonstjórnarinnar í bænum Can Tho hafi fengið spurnir af þessu og hafi bandarísk njósna- flugvél skömmu síðar flogið þarna yfir. Skotið hafi verið á njósnaflugvélina og fyrr en varði komu þá sprengjuþoturnar og létu rigna sprengjum yfir þorp- ið, Truong Thanh, og skutu á það úr 20 mm fallbyssum, þar til 'ekki stóð steinn yfir steini. Af þeim nær 200 manns sem særðust segja Bandaríkjamenn að aðeins. þrír hafi verið skæru- liðar. Farið hafi verið með hina særðu í skyndingu til Can Tho, sem er um 130 km fyrir suð- vestan Saigon, og tekið er fram að bandarískir hermenn hafi gefið þeim blóð. Af loftstríði Bandaríkjanna gegn íbúum Norður-Vietnams var sagt í dag að farnar hefðu verið 106 árásarferðir þangað og ráðizt m.a. á fjórar olíu- stöðvár við Haiphong. Flug- mennirnir hafi að loknum árás- unum séð um 50 elda. Afleiðingar myrkvunarinnar í NY í Ijós eftir 9 mánuði úengið frá friðarsamningum milli Malasíu og Indónesíu DJAKARTA 10/8 — A morgun, fimmtudag, kemur fjölmenn nefnd ráðherra og embættis- manna Malasíustjómar til Djak- arta, höfuðborgar Indónesíu, t.il að undirrita samningana sem Adenauer lízt ekki á blikuna HAMBORG 10/8 — I viðtali sem vesturþýzka blaðið „Die Welt“ birti í da| við Konrad Adgnauer fyrrverandi forsætisráðherra, sagðist hann telja heimsástandið geigvænlegt. — Allt sem verður til að veikja varnirnar í okkar hluta heims, sagði hann, mun verða til að auka trú Rússa á að þeim muni einhvern tíma takast að ná pólitískum tökum á Mið- op Vestur-Evrópu. Fari Banda- ríkjamenn frá Þýzkalandi, munu Rússar túíka það á þá leið að þeim standi á sama um okkur. Um síðustu helgi vöktu athygli þau jmmæli Adenauers að Bandaríkjamenn ættu að fara burt með her sinn frá Vietnam.. Þeir ættu meginhagsmuna sinna að gæta í Evrópu, en ekki í As- ÍU. Mikil flusium- ferð til Eyja Mikil flugumferð var til Eyja um þjóðhátíðina og var lent þar hundrað og níu sinnum meðan á. henni stóð. Flugfélag* fslands eitt flutti um 4000 farþega til Eyja þessa daga og margir fóru með öðrum flugfélögum. binda formlega enda á þriggja ára átök ríkjanna. • Þeir utanríkisráðherrarnir Tun Abdul Razak og Adam Malik munu undirrita samningana sem eru staðfesting á 'því samkomu- lagi sem þeir gerðu með sér þegar þeir hittust 1 Bangkok í júní sl. Malik fer til Kuala Lumpur, höfuðborgar Malasíu, á töstudag til að treysta enn bet- ur þau bönd sem nú hafa verið hnýtt milli ríkisstjórnanna. Kaupbindingarlög Wilsons samþykkt LONDON 10/8 — Kaupbinding- arfrumvarp brezku stjórnarinn- ar var samþykkt á brezka þing- inu í dág með 272 gegn 214 at- kvæðum eftir mjög harðar um- ræður þar sem bæði íhalds- menn og vinstrimenn í Verka- mannaflokknum deildu á ríkis- stjórnina. NEW YORK 10/8 — Frá sjúkra- húsum og íseðingastofum í New York berast þær fréttir að fæð- ingum hafi ' f jölgað stórlega i þessari viku svo að méð ólík- indum þykir og hafa menn helzt þá skýringu ' á þessari mifclu fjölgun að nú eru liðnir réttir níu mánuðir síðan myrkvun varð í margar klukkustundir í stó'rborginni og reyndar um öll norðausturhéruð Bandaríkjanna þegar rafmagnsbilun varð í nóv- ember síðastliðnum. Á Mt. Sinai-sjúkrahúsinu þar sem venjulegast fæðast 11 börn að jafnaði á dag, var tekið á móti 28 börnum á mánudaginn. eða tíu fleiri en nökkru sinni áður á einum degi. — Ég hef aldrei upplifað aðra eins dembu. sagði ein hjúkrunarkonan þar. Á öðru sjúkrahúsi í New York. Bellevue, var tekið á móti 29 börnum á mánudaginn á móti 20 að jafnaði og aðeins 11 mánudaginn á undan. Á öðrum sjúkrahúsum hefur fæðingum í þes^ari viku fjölgað um 35—^50 prósent. Rafmagnsbilunin varð til þess að víða varð ljóslaust í nær 14 klukkust. Frá þeim hverf- um New York borgar þar sem myrkvunin fctóð aðeins í 2—3 stundir hafa ekki borizt fregn- ir af óvenjulegri fjölgun fæð- inga. Félagsfræðingur að nafni Robert -Hodge sem rannsakað hefur afleiðingar rafmagnsbilun- arinnar segir: ■— Gögn okkar sýna að margt fólk var heima við þegar rafmagnið bilaði og Marair drepnir í róstum í Indlandi Lögreglan í bænum Shillong skaut á kröfugöngu gegn matvælaskortinum NÝJU DELHI 10/8 — Vaxandi ólga er í mörgum héruð- um Indlands vegna matvælaskortsins og verðbólgunnar og í dag hafa víða orðið blóðug átök. í dag skaut lög- reglan í borginni Shillong í Assam-fylki nokkra' menn til bana en særði aðra. í Shillong eins og annarsstað- ar þar sem orðið hafa átök að ur.danförnu höfðu menn safnazt saman og farið £ kröfugöngu til stjórnarráðsins til að bera fram mótmæli vegna aðgerðarleysis stjórnarvaldanna í þeim mikla vanda sem Indverjar eru i. Stúdentar í borginni höfðu stað- ið fyrir þessum mótmælum. Kröfugöngumenn brutu rúður í stjórnarráðinu og réðust einn- ig á skrifstofur varalögreglustjór- ans í fylkinu. Stjómarvöldin segja að tveir menn hafi verið drepnir en 14 særðir í róstunum, en í' öðrum fréttum er sagt að fimm manns hafi verið drepnir og 71 hafi særzt. Einnig i borginni Sibsagar £ Assam-fylki urðu óeirðir í dag. Þetta fólk komst ekki heim í bólið, — New York-búar strand- aðir í stiga neðanjarðarbraut- arinnar — fyrir níu mánuðum. slokknaði á sjónvarpstækjunum. Það er ástæða til að ætla að þetta hafi ■haft í för með sér talsverð kynmök. Orbiter 7. "kominn // á leið til tunglsins KENNEDYHÖFÐA 10/8 — Tunglfarinu „Orbiter I.“ var í dag skotið á loft frá Kennedyhöfða og virtist geimskotið þegar síðast fréttist hafa gengið að óskum. „Orbiter“ á að fara á braut umhverfis tunglið. Wilson gerir breytingar á stjórn sinni ■ -v Þeir Brown og Stewart hafa skipti á ráðherraembættum Burðareldflaugin af gerðinni Atlas-Agena lyftist fró skotpall- inum kl. 18,26 að íslenzkum tima, réttum sólarhring síðar en upphaflega var ætlunin að ,,Or- USA kvartar yfir Vietnam- fréttum franska átvarpsins WASHINGTON 10/8 — Sendi- herra Bandaríkjanna £, Parls hefur látið formlega £ Ijós við frönsku stjómina áhyggjur Bandarikjastjórnar vegna vill- andi frásagna i franska útvarp- inu og sjónvarpinu af striðinu i Vietnam og stefnu Bandaríkj- anna þar, var sagt í utanríkis- ráðuneytinu í Washington í dag. Talsmaður ráðuneytisins, Mars- hall Wright, sagði á fundi með blaðamönnum að Charles Bohl- en sendiherra hefði afhent Lou- is Joxe, sem nú gegnir störfum utanríkisráðherra, bréf í gærþar sem hann hefði látið í ljós á- hyggjur Bandaríkjastjórnar út af þessu. Wright sagði að sendi- herrann hefði margsinnis áð- ur vakið máls á þessu munn- lega, en þetta væri í fyrsta sinn sem hann gerði það skrif- léga. Wright gat ekkert um það sagt hvaða dagskrár það væru sem Bandaríkin hefðu á móti. biter l.“ færi af stað. í gær hafði orðið vart bilunar í elds- neytisleiðslum eldflaugarinnar og var geimskotinu þá frestað. 16 mínútum eftir að ferðin hófst var Atlas-flaugin losuð frá tunglfarinu og fór sjálf á braut umhverfis jörðina, en Agena- flaugin knýr „Orbiter“ til.tungls- ins, 384.000 km leið sem taka mun 90 klst. > Fer -umhverfis tunglið Þar á „Orbiter" að fara á braut umhverfis tunglið og verð- ur tunglnándin aðeins 44 km. Ætlunin er að teknar verði 176 myndir af yfirborði tunglsins, á þeim stöðum sem taldir eru koma til greina sem lendingar- staðir fyrir mönnuð geimför. Vonazt er til að „Orbiter“ geti tekið 16 myndir af bakhlið tungls- ins, en hún hefur ekki verið mynduð síðan sovézka tunglfarið Lúnik 3. tók myndir sinar af henni 7. okt. 1959. Lúna 10. fór á braut umhverfis tunglið fyrst allra geimfara í marz s.l. LONDON 10/8 — Tilkynnt var í London í kvöld að Wilson for- sætisráðherra hefði gert breyt- ingar á ráðuneyti sínu og eru þæp aðallega fólgnar í því að róðherrar sem þegar eru í rík- ! isstjórninni hafa skipti á emb- j ættum. Þannig tekur George Brown | sem verið hefur varafórsætis- og j efnahagsmálaráðherra, nú við utanríkisráðherraembættinu af Michael Stewart, en hann tekur við embætti Browns. Leiðtogi þingflokksins Herbert Bowden verður samveldismála- ráðherra í staðinn fyrir Arthur Bottomley sem verður ráðherra fyrir þróunarlöndin í stað Ant- hony Greenwood, en hann tekur aftur við húsnæðismálunum af Richard Crossman sem verður „Lord President of the Coun- cil“, en það er valdalítil tign- arstaða. Það kom ekki á óvart að Wil- son gerði breytingar á ráðu- neyti sínu. í „Observer" var sagt á sunnudaginn að hann vildi skipta um menn í sumum helztu embættunum, vegna þess að þeir sem þeim hefðu gegnt hefðu aflað sér slíkra óvin- sælda að búast , mætti við hörð- um árásum á þá á þingi Verka- mannaflokksins, í október og ætti þetta einkum við um Stew- art og undirlægjuhátt hans gagnvart Bandaríkjunum. Ky segist vera „1008 prósent“ viss í sinni sök MANILLA 10/8 — Ky hershöfð- irgi, forsætisráðherra Saigon- stjórnarinnar, sagði við blaða- menn í Manilla á Filipseyjum í dag að hann væri .,1.000 prós- ent“ viss um að kommúnistar í Vietnam myndu verða sigraðir“. Ný yfirlýsing frá Peking um „menningarbyltinguna IV PEKING 10/8 — Pekingútvarpið hefur birt nýja yfirlýsingu frá miðstjóm kommúnistaflokksins varðandi „menningarbyltinguna“ svonefndu sem nú stendur yfir í Kína. » I yfirlýsingunni segir að þótt „menningarbyltingin“ brjóti nið- ur virki afturhaldsins eitt af öðru, sé það ,.enn voldugt og sterkt. Komið hafi verið aðmeira eða minna • leyti upp um flesta afturhaldssinna, en „frávik”hafa verið í einstökum héruðum. Sumir hafi risið gegn alþýðu manna sem , flett hafi ofan af þeim, og komið hafi fyrir að þeir hafi birt vígorð sem stefnt var gegn flokknum, sósíalisman- um og byltingunni. 1 yfirlýsingunni er sagt að byltingin sé barátta fyrir fram- tíð Kína — barátta þar sem allt sé i húfi. Byltingin er barátta milli sjónarmiða öreiganna og borgaranna. barátta milli þjóð- félaga sósíalismans og kapítal- ismans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.