Þjóðviljinn - 11.08.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.08.1966, Blaðsíða 8
8 ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagar TL ágóst 1366. CLAUDE CATTAERT: ÞANGAÐ SEM GULL- FISKAR FARA — Það verður að hafa það, sagði ég- — Ég er með, pylsu og marg- ar kæfudósir. Mér finnst allt í lagi með pylsu og kæfu, en við hpfum lifað á þvi síðan í fyrrada?- — Mig lang- ar meira í hvítt kaffi- — Ef þú ferð þama inn, þá sting ég þig af! Við þetta varð ég enn gramari. — E>að er ég sem er að stinga þig af skilurðu það? Og ég skildi við hann þar sem hann stóð á gangstéttinni. Þegar ég kom að kaffihúsinu, var ég að bví komin að snúa við, en Pitou var að horfa á mig. Ég fór inn og settist við yzta borðið. Stór, feit kona og maður af vörubílstjóragerðinni voru að hlusta á útvarpið; ég var alveg að farast -úr feimni, eins og þið getið gert ykkur í hugarlund; ég hafði aldrei fyrr farið inn í veitingahús á eigin spýtur- Ég heyrði þulinn segja: — Foreldrar litlu telpunnar eru mjög áhyggjufull og hver sá sem getur gefið einhverjar upplýsing- ar, er beðinn að setja sig í sam- band við næstu lögreglustöð. — Ég held ég hafi aldrei á ævinni glaðst eins mikið yfir neinu, það var eins og mér væri færð stór- kostleg gjöf- -Ég sat þama kyrr og brosti eins og auli, þorði ekki að taka við pakkanum og þrýsta honum að mér. Konan slökkti á tækinu. — En hræðilegt. Hún kom yfir til mín. • ' — Bolla af hvítu kaffi, sagði ég- — og nokkra brauðsnúða. , Maðurinn kinkaði ko)li- — Svona ómenni ætti að gera ó- skaðleg. Hvaða ómenni? Konan var að búa til kaffið bg hita mjólkina. Mig langaði mikið til að hlaupa aftur heim og sá fyfir mér þegar ég stóð Hárqrreið«tla;n Hárgreiðslu- og snyrtistofa SteítlW OOT fSó-rlÓ Laugavegi 18 III hæfl Hyfta) SfMT 24-6-16. P E R M A Hárgreiðslu- os snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMT 33-968 DÖMUR Hárgreíðsla vtð allra hæfl TJAENARSTOFAN Tjamargötu 10. Vonarstrætts- megin — Sími 14-6-62. ára. Ég vár enn með fingurinn á dyrabjöllunni; ég lét höndina síga og lyppaðist niður stigann eins og innbrotsþjófur- Konan færði mér kaffið og snúðana og fór síðan aftur inn fyrir afgreiðsluborðið. Ég var ekki fjögra ára, en ég gat rétt með naumindum haldið aftur af tárunum. Mig langaði svo í þessa gjöf. Ég sn'eri mér undan, saug upp í nefið og sagði við sjálfa mig, að ég mætti ekkl láta eins og flón. Mig lang- aði ekki einu sinni lengur í kaffið. Enginn var þama til að skipa mér að drekka það, en samt þurfti að borga það. Ég fór útúr veitingastofunni og var ekki að hugsa um neitt og gekk upp götuna án þess að sjá neitt- Einhver rakst á mig og ég var nærri dottin. Það var Pitou. — Ætlarðu heim aftur? Hvað kom honum það við? — Nei. — Komdu þá með mér. — Af hverju? Hann sagði það eina rétta. — Það er ekki verra en hvað ann- að. Hvorugt okkar var sérlega glaðlegt- Tveir lögregluþjónar komu í áttina til okkar og drógu reiðhjólin sín- Mér til undrunar reyndi Pitou ekki einu sinni að fara yfir götuna-. Ég fór að velta því fyrir mér, hvort hann lang- aði til að fekasít á gervipabbanh fyrst hann fann ekki þann rétta; þótt við séum óánægð með ýmis- legt, þá er erfitt að vera án for- eldra á okkar aldri. Við stönzuðum fyrir utan kvik- myndahús að horfa á myndimar í sýningarkassanum. Það var gott tækifæri fyrir mig til að fara í bíó og ég átti ennþá eftir næst- um alla peningana mína. Ég bar fram uppástunguna við Pitou- — Ef þér sýnist. — En þig langar ekki mikið til þess? Tækifærin koma Oft ýmist of snemma eða of seint. Með því að rölta beint af aug- um, komum við aftur að Signu. Það var fólk að ganga á bakkan- um og bátur með gagnsæju þaki var að taka við Ameríkönum. Fiskimaður sat með færið sitt; ég held hann hafi ekki búizt við að veiða neitt, hann vildi bara nota sunnudaginn sinn á þennan hátt. Par með ferðatæki kom akandi á vélhjóli með áföstum burðar- töskum og hnakk með kögri. Ungi maðurinn setti það í skot við vegginn og hann og stúlkan hans fóru síðan yfir til banda- rísku ferðamannanna- Pitou horfði með áhuga á vél- hjólið- — Tókstu eftir númerinu? Ég hélt ekki að þeir hefðu svona vélhjól uppi í sveit — vestur- landamódel, super-de-luxe. Það ei hægt að vera mannlegur á því. Hraðferjan blés í flautuna og farþegamir hagræddu sér í sæt- unum með myndavélar á lofti. — Þau verða burtu meira en klukkutíma, sagði Pitou lágt. — Hvað um það? — O, ekki neitt. Skemmtibáturinn lagði frá landi; einn af skipsmönnunum dró inn reipi- Pitou stóð upp og gekk yfir að vélhjólinu- — Það er enginn lás á því, sagði hann þegar hann kom til baka. — Nú? — Þau ættu ekki að vera svona kærulaus. Ef ég ætti vél- hjól..... — En þú átt ekkert. Hann settist aftur og fitlaði við lyklakippuna sina. — Á svona hjóli væri ég ekki lengi að hafa upp á pabba mín- um. — Hvernig? — Jú, en á eftir........? — Hvað? — Hvað eigum við þá að gera? 'Auðvitað — hann leit á mig næstum illilega — auðvitað er það ekkert vandamál fyrir þig, þú ferð aftur heim. — Og þú líka, sagði ég! Hann svaraði engu. Við vorum bæði orðin dálítið kvíðin — meira að segja kvik- myndin skipti ekki miklu máli fyrir okkur. Pitou athugaði sýningartimann- — Sýningamar byrja ekki' fyrr en klukkan tvö — við getum ekkí beðið allan þann tíma- — Hann hlýtur að vera á fljótabátnum sínum einhvers staðar milli Parísar og Rouen. Með því að fara meðfram Signu, hlyti ég að finna hann. Langaði hann til að finna föð- ur sinn eða reyna vélhjólið? Sennilega hvort tveggja. Ég sagði ekki neitt; 'hann varð að ráða fram úr þessu. Hann komst í æsing. — Þú skilur þetta, er það ekki? Það er meiri árátfcan hjá fólki að láta skilja sig! — Þú skilur hvernig þetta er ..... Hann hikaði. — Ég ætla bara að lfta á það — ég er ekki eirru sirtni viss «rm að ég geti koinið því í gang. Harm fciMc kippuna a£ lyklum, sem kunnmgi hans hafði gefið honum, — og hvarf inn í skugg- ann. Eftir þetta gerðist allt mjög hratt. Það heyrðist fruss og hár gnýi;, svo að dúfurnar flögruðu upp í skelfingu, og svo sá ég hvar Pitou hossaðist fram hjá yfir steinlögnina, skyrtan flögr- aði á eftir honum og hann teygði fætuma niður til að reyna að ná í pedalana. Af svip hans að dæma trúði hann því fastlega að hann hefði orðið fullorðinn í einu vetfangi; strákgréyið skildi það ekki að það eitt að hann var að reyna að finna pabba sinn, sannaði að hann var enn- þá ekki annað en krakki. Pitou kom ekki til baka, en báturinn kom affcur hlaðinn ferðamönnum og meðal þeirra vélhjólsparið í bezta skapi og með ferðatækið í fullum gangi. Ég hallaði mér afturábak til að hlæja nægju mína. Eins og ég hef áður sagt, þá segir fólk venjulega eitt og hið sama, þeg- ar mikið liggur við, og auðvitað kom það líka núna: — Svei, skítur! Stúlkan, enn ein með lufsulegt hár og í stífuðum pilsum, vældi: — En það getur ekki verið; við skildum það eftir héma- Þau hlupu til og frá, þutu í eina átt og komu til baka úr annarri. Ungi maðurinn æddi til fiskimannsins, en hann hafði ekki tekið eftir neinu og ekki heldur farmiðasalinn. ■Svo fór parið að rífast um það, hvort hefði átt hugmyndina að bátsferðinni. ' Fyrir sumt fólk skiptir það mestu máli að rífast um það, hverjum hvað er að kenna. Sérfræðingurinn spurði mig hvort ég hefði ákveðið að fara heim, eftir að Pitou fór. Ég veit það ekki, ég held ég hafi verið á báðum áttum eins og fólk segir. Þrátt fyrir vonbrigði mín í veitingahúsinu fyrr um daginn þá vonaði ég enn af öllu hjarta að mamma biði eftir mér. Og ég lagði af stað heimleiðis til að komast að því. Það var um sjöleytið um kvöldið og venjulegur sunnudags- straumur að koma úr Bois, gekk eftir sandstígnum á miðri breið- götunni. Ég sá kástaníumar þrjár sem strax voru famar að sýna á sér haustmerki,< svalir með hvífcum geraníum og aðrar með petúníum — þetta eru blómin í hverfinu; ég kom að grænu húsagarðshurðinni með gljá- fægðu látúnslistunum og glæsi- lega Bentleybílnum sem stendur fyrir utan dag og nótt. Ég stanz- aði undir kastaníu og horfði yfir götuna. Ég sá húsið sem við eig- um heima í og innganginn með gólfdúknum sem liggur að rauða og bláa renningnum og lyft- unni. Ég leit upp; á okkar hæð voru bleiku geraníumar að reká kollana milli rimlanna rétt eins og vanalega. Ég var að vonast eftir einhverju merki — breyt- ingu í innganginum, svipnum á húsinu, bíómunum — mömmu á svölunum. Aðeins örlítil breyt- ing hefði dugað mér til þess að þjóta yfirum, en hvernig sem ég gáði, sá ég ekki neitt. Allt í einu og án þess að átta mig var ég farin að hágráta undir kastaníu- 4818 — Þórður ætlar að segja Stanley frá öllu svo hægt sé að gera ráðstafanir til viðgerða strax ........ og svo eyðilagði ég straumgjafann“, segir Silky að lokum. „Straumgjafann?! Hvernig, með hverju?" „Með salti, ég henti handfylli af salti í hann.....“ — Clark þýtur á fætur. „Þá gefur hann ’strax straum í hæsta lagbeinn dag!'*. hrópar hann- „Þér vitið hvað það þýðir!“ Já, Þórði er það ljóst: Þá er ekki hægt að nota vélina og ómögulegt að senda eða taka á móti skilaboðum. „Við verðum að láta Stanley Tailor vita þetta sem fyrst!“ SKOTTA — Skilurðu nú hversvegna ég er komin með tvö grá hár? TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" IIN DAK6ATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEFNI . SURETV Leðurjakkar á stúlkur og drengi. Peysur og peysuskyrtur. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu) j <§níineníal Útvegum eftir beiðni flestar stærðir hjólbarða á jarðvinnslutæki Önnumst ísuður og viðgerðir á flestum stærðum Gúmmmnnusfofan h.f. 7 Skipholti 35 - Símj 30688 og 31055 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.