Þjóðviljinn - 21.08.1966, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 21.08.1966, Qupperneq 4
I Q SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 21. ágúst 1966. "•t Otgeíar.di: SamelulngarflokJour alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Rítstjórar: Ivar H. Tónsson (áb). Magnús Kjartanseon, Sigurður Suðmundsson. ITréttarltstjóri: Sigurður V. Fiiðþjófsson. AuglýeingastJ.: tJorva’dur J<','annesson. Sími 17-590 (5 !fnur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuðl. Lausa- sðluverð kr. 5.00. jyjorgunblaðið virðist haía íengið áminningu íyrir framhleypni sína er það gaf í skyn að niður- stöður álitsgerðar Jónasar Haralz til Hagráðs um efnahagsástandið sanni, að ekki sé hægt að hækka kaup á íslandi á næstunni. Lögð hefur verið á- herzla á að þessi álitsgerð sé trúnaðarmál meðan hún sé til umræðu í Hagráði. Og Lúðvík Jósepsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í ráðinu upplýsti að gefnu tilefni Morgunblaðsins, að þar væri ekki enn farið að ræða þá kafla í álitsgerð Jónasar sem fjalla um kaupgjaldsmál og verðlagsþróun. Um leið og Morgunblaðið afsakar framhleypni sína heldur það áfram að tönnlast á hinum óútskýrðu tölum um aukningu kaupmáttar launa undanfarin tvö ár. Þeir munu fáir sem taka mark á þeim fullyrðingum eft- ir að einn reyndasti samningamaður og kunnáttu- maður verkalýðshreyfingarinnar um kaupgjaldsmál, Eðvarð Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Verkamannasambands íslands, hef- ur lýst því yfir að sú niðurstaða hljóti að vera byggð á sjónhverfingum. Þessi mál eiga eflaust eft- ir að skýrast betur fram að samningum verkalýðs- félaganna í haust, en engin likindi eru til þess að fullyrðing Morgunblaðsins um auknirtgu kaup- máttarins verði tekin trúanleg né geti staðizt. {|ins vegar er ástæða til að taka eftir þeirri yfir lýsingu Morgunblaðsins, aðalmálgagns ríkis- stjórnarinnar, að nú megi ekki hækka kaup. Ekk- ert annað er nefnt sem ekki megi hækka. Þessar vikur og mánuði dynur yfir fólk sannkallað verð- hækkanaflóð. óráðvandir menn innan kaupmanna- stéttarinnar virðast iðka það sport að hækka vöru- verð úr öllu* hófi, og opinberir aðilar gera sér leik að því að æsa verðbólgubálið sem mest. Engin að- vörun er gefin í Morgunblaðinu um að verðlagið megi ekki æða áfram og svo til hver einasta vara hækka að geðþótta kaupsýslumanna. Það er ein- mitt eitt af þeim afrekum sem Morgublaðið hrósar stjórninni einna mest fyrir að verðlagið hafi að langmestu leyti verið gefið frjálst. Braskararnir ráða ferðinni með verðlagninguna, sömu mennirn- ir sem ráð Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. Gróði braskaranna á öllum sviðum má hækka að dómi Morgunblaðsins og ríkisstjórnarinnar, útgjöld alþýðumanna mega hækka stjórnlaust, útgjöldin til heimilishalds og í húsnæðismálunum mega hækka svo engu tali tekur. Ýfirlýsing Morgunblaðsins, að- almálgagns ríkisstjórnarinnar, fjallar einungis um eitt sem ekki má hækka: Kaup verkamannsins og annarra launþega. Hugmynd ríkisstjórnarinnar og braskaralýðsins er enn hin gamla. Vandann sem óstjórn þeirra hefur skapað í efnahagslífinu skal leysa á kostnað verkamanna og annars launa- fólks. Kjörorð ríkisstjórnarinnar og braskaralýðsins sem ræður stefnu hennar er: Allt má hækka — nema kaupið. þó ótrúlegt sé virðist ekki vanþörf að minna rík- isstjórnina og Morgunblaðið á alkunna stað- reynd íslenzks þjóðlífs. Verkalýðshreyfing er til á ■ Islandi. — s« 1 ■■ Allt má hækka—nema kaupl Vegghúsgdgn og svefnbekkur; borðið og stólana sem hægt er að leggja saman teiknuðu Hanne og Torben Valeur. í Kaupmanna- • ................................... i i höfn nú í haust og tí\ Á hverju ári síðustu fjóra áratugina hefur Köbenhavns Snedker- laug efnt til húsgagna- sýningar í Kaupmanna- höfn. Fertugasta sýn- ing samtakanna verður haldán í Listiðnaðar- safninu í Höfn dagana 30. september til 16. október í haust, verður sérstaklega hennar vandað. Sýningin verður þannig tals- vert stærri en áður og sérstök sýningardeild verður helguð „sögunni“, þróun danskrar húsgagnagerðar í fjóra tugi ára. Á sögusýningu þessari mun arkitektinn Kaare Klint að sjálfsögðu skipa öndvegis- sess; hann er jafnan talinn brautryðjandi danskrar nú- tíma húsgagnagerðar, sá mað- urinn sem öðrum fremur lagði grundvöllinn að seinni tíma frægð danskra húsgagnasmiða um allan'heim. Einnig mun Jacobs Kjær verða minnzt á sýningunni, en hann vann alla sína tíð sleitu- laust að viðgangi danskrar húsgagnagerðar. í sambandi við sýninguna í haust hefur verið efnt til 'samkeppni meðal húsCTagna- arkitekta um teikningar að nyjum gerðurn húsgagna óg er búizt við mikilli þátttöku, ekki V;að sízt úr hópi hinna yngri Borðstofustóll teiknaður af Ole Wanscher. t--a. Friðrik kónungur níundi verður verndari sýningarinnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.