Þjóðviljinn - 21.08.1966, Síða 10

Þjóðviljinn - 21.08.1966, Síða 10
4 Ifl SIÖA ÞJOÐVILJINN — Sunnudagar 21. ágöst 106a I H U S I MÓÐUR MINNAR Eftir JULIAN GLOAG borðuðu bau öll, mamma líka, alveg þangað til þau voru pakk- södd. Og svo sagði hún: — Er pokkur sultur eftir? Og svo þakkaði hún fyrir matinn með Jesú-röddinni. Á =■ ftir reis hún á fætur og þurrkaði hendurnar á svuntunni. — Allt búið! sagði hún þá. t Kakóið fór að sjóða og Hú- bert tók það af hitanum og fór að hella því í fyrstu krukkurn- ar, __na stóðu á unnbvottaborð- inu. Hann dró andann djúpt og beit á vörina. Hann leit á örið á hægri vísifingri. — Vertu maður, hafði hún sagt þegar ör- ið var djúpt sár, svo djúpt að það skein í hvítt beinið. — Vertu maður! sagði hann nú við sjálfan sig með samanbitn- ar tennur. Hann hafði ekki gert hlé á því að skenkja í krúsim- ar. Nú fyllti hann síðustu krús- ina með styrkri hendi. Hann fór með skaftpottinn að vaskinum og lét kalt vatn rennat í hann. — Það er tilbúið. saeði hann. Elsa reis á fætur og kom til hans. Sa*- jttu þau krukk- urnar á borðið. Börnin þökk- uðu fyrir sig um leið og þau tóku hvert við sinni krús. — Þakk, Húbert. — Þak„ fyrir. Þakk fyrir, Elsc. — Þau litu ekki upp. Gerty ein var svo djörf að fá sér sopa. — Meiri sykur, saeði nún um •leið og Húbert og Elsa settust við borðið. Þau horfðu á hana án þess að svara. Hún var kom- 'in með hvítt mjólkurskegg. — Jú, sagði hún. — Það er ekki nógu sælt. — Uss, við erum ekki búin að biðja borðbæn. — Já. borðbæn. sagði Elsa. Þau. ýttu stólunum frá borð- inu og stóðu uonrétt. með álút Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu osr Dó^ó Laugavegi 18 ITT hæð flyftal SfMI 24-6-16. P E R M A Hárgreiðslu- oj snyrtistofa Garðsenda 21 SfMT 33-968 DÖ M U R Hárgreiðsla vtg allra hæfl TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megln — Siml 14-6-62. höfuð. Húbert leit niður í krukkuna. Það var að koma skán á kakóið hans. Hann blés varlega á hana og sá hvemig hún hxukkaðist. — Ó, Drottinn, sagði Elsa, — við þökkum þér fyrir gjafirþín- ar. — Hlustið þið! Jiminee greip fram í. — Jiminee, af hverju . . .? — Hvað er að . . . | — Hlustið þið! — Það er einhver að berja að dýrum. Þau hlustuðu öll ug hljóðið heyrðist aftur. Húbert gekk að eldhúsdyrunum og .opnaði þær. Hljóðið heyrði't =kvrt og greini- lega. Það hætti andartak og byrjaði síðan aftur — bang, bang-bang! — Hver getur þetta verið? hvíslaði Gerty. — Kannski er það frú Stork, sagði Díana. — Frú Stork myndi ekki berja svona barkalega, sagði Elsa. — Enda er föstudagurinn ekki hennar dagur. Jiminee brosti, brosti snöggt. — Ég man að hún kom einu sinni á föstudegi, hún kom til að . . . —• Af hverju geturðu ekki muíiað það sem máli skiptir? spurði Dunstan ofsalega, trufl- aður í hinum þungu þönkum sínum. — Hún er ekki vön að koma á föstudögum, Jiminee. Auk þess, sagði Elsa, — er ótrúlegt að frú Stork sé að koma á þess- um tíma kvölds. — Ka’nnski er það pilturinn með vörurnar. — Kannski, sagði Jiminee. — Kannski fer hánn aftur. — Jæja, bað er sama hver það er, sagði Húbert. Við ætt- um að fara til dyra. — Við verðum að gera það, sagði Dunstan. Þau sneru sér öll að Elsu. —- Allt í lagi, sagði hún. — Ég skal fara. — Mér finnst að karlmaður ætti að fara, sagði Gerty allt í einu sjálfumglöð á svip. — Öllum er sama hvað þér finnst, sagði Dunstan reiðlega. — Þú ert bara stelpukjáni. Enginn svaraði honum. í þögninni var enn barið harka- lega að dyrum, bang-bang, bang. Frá dyrunum sá Húbert að Dunstan varð hvítur í andliti og varir hans skulfu við til- hugsunina um aó hann væri „elzti karlmaðurinn“. Smám saman síaðist það inn í huga hans til hvers bömin ætluðust af honum. — Eins og öllum sé ekki sama y■ ~ ' * ',agði hann aft- ur næstum spyrjandi. Bang bang bang bang! það var dyrahamarinn enn. — Af hv-hverju ferðu ekki, Du-Dunstan? sagði Jiminee. — Af því að hann er hrædd- ur, sagði Gerty. — Það held ég. Dunstan kreppti hnefana á hvítskúraðri bor^plötunni. Hann hristi höfuðið álútur. — Nei, ég er það ekki, hvíslaði hann. — Já, en af hverju . . . byrj- aði Gerty. Húbert greip fram í. — Ég skal.fara, sagði hann. — Ég er næstur. Hann gekk fram í ganginn og lét hurðina falla að stöfum á eftir sér. Stundar- korn stóð hann kyrr og hlustaði á marrið í hurðinni. Hún lok- aðist og hann gekk fram gang- inn og upp stigann inn í for- stofuna. Maðurinn við dyrnar var þrek- inn, hann var í ljósbláum ein- kennisbúningi með bát þvert á höfðinu, þannig að ekki sást í augun. — Jæja, sagði hann. — Loks- ins. Þú ert álíka fljótur á þér og. gamlingi í útfararstofnun. Hann hló. — Ekki í dag, því miður, sagði Húbert og byrjaði að loka dyrunum. — Hægan. hægan, sagði mað- urinn. — Þú hefur ekki einu sfnni spurt hvers vegna ég er hérna. — Jæja, hvers vegna eruð þér þá hérna? — Ég kom til að heilsa upp á Violet. — Violet? — Já, Vi. Mútter. Hann steig yfir þröskuldinn. — Já, það er víst mamma þín, snáði litli, er það ekki? — Ég er hræddur um að hún sé ekki heima. — Ho, ho. Ekki heima, ha? Er þetta ekki númer þrjátíu og átta eða hvað? — Jú, en ég er viss um að þetta er ekki húsið sem þér ætluðuð í. — Þarna hittirðu naglann á höfuðið — það er ekki húsið sem ég ætla í. Hann hló aftur. — Segðu bara Vi að Millard flugliðsfóringi sé kominn. Hún er áreiðanlega heima fyrir Millard flugliðsfor- ingja.^ — Ég get ekki . . . — Ég hef verið fjarverandi um tíma, skilurðu? í Aden — þar gaf nú á að líta! Hann lit- aðist um í forstofunni og brosti. — Nú þekki ég mig aftur. Ég er ekki einn af þeim sem gleym- ir því sem gott er. Fyrsta leyf- ið sem ég hef fengið í heilt ár og ég kem beint hingað. — Ég held við þekkjum ekki neinn sem heitir Miller. — Millard! Ekki Miller — Millard! Millard flugliðsforingi stirðnaði, svo varð hann aftur rólegur. — Jæja, það getur svo sem verið að hún muni ekki hvað ég heiti — en segðu henni að rifja upp aðfaranótt átjánda janúar í fyrra. Hann hló. — Minni eins og spjaldskrá, — þannig er ég, snáði litli. Bara þrýsta á hnapp, finna kortið og þar er svarið. Bang — og það er komið! Allt í einu teygði Millard flugliðsforingi sig inn í forstofuna og sló hnefanum í borðið svo að söng í. — Þannig er það! *Húbert hreyfði sig ekki. — Mamma er ekki heima. — Vertu ekki að þessu, snáði litli, sagði hann lágum rómi. — Reyndu það ekkL Þetta segja þær allar. — „Ég vil ekki sjá þig framar“. En þú átt ekki að taka það alvarlega, skilurðu. Eitt verðurðu að læra í sam- bandi við kvenfólk, — ég skal segja þér það af brjóstgæðum mínum — og það er það, að þær hugsa eitt og segja annað. Hann einblíndi á Húbeft. — Og nú skaltu hlaupa inn og sækja hana, heyrirðu það? — Því miður, mamma er ekki heima. — Nei, heyrðu mig nú snáði, ég skal ekki verða reiður. Ef mamma þín er ekki heima, þá er hún ekki heima. En hún myndi ekki láta svona snáða eins og þig vera aleinan heima, er það? — En hún er ekki heima, það er alveg satt, hún er ekki heima. Millard flugliðsforingi steig skrefi nær Húbert. — Vertu ekki að þessu, strákur. Ég er þolinmóður maður. Farðu bara og segðu henni að ég sé kom- inn, og það undir eins. Húbert herti upp hugann þrátt fyrir ógnunina í orðum mannsins. — Ég held það sé bezt þér farið, ef yður er sama. Flugliðsforinginn lyfti hend- inni. — Flýttu þér, litli — o- jæja, jæja. Hann lét höndina síga eilítið. — Þú átt engan pábba, er það? Er pabbi þinn kannski heima, eða hvað? — Við eigum ekki — ég á við . . . Maðurinn þreif í axlirnar á honum. — Er það skýringin á öllu þessu? Er pabbi þinn heima? Húbert reyndi að færa sig, en maðurinn hélt honum föstum og hristi hann. Húbert fann bjórlyktina af honum. — Já, sagði hann. — Þannig er það. — Bannsettur litli ormurinn þinn, af hverju sagðirðu það ekki strax? Hann sleppti drengnum snögglega. Kom hing- að alla leið frá Viktoríu stöð- inni, já_ reyndar. Hann litaðist um í forstofunni. — Bölvaður asninn, umlaði hann. Klukkan í forstofunni sló hálftíu. — Jæja, þeir eru ekki enn búnir að íoka, þá ér þó alltaf nokkuð. Hann gekk til djrra, stóð andartak kyrr og horfði á Húbert. Ljósið frá lampanum yfir dyrunum féll á gljábónað gólfið undir fótum hans, og þáð var eins og hann stæði við gyllt stöðuvatn. — Bölvaður asninn, endurtók Millard með hægð. — Svona, ég skal senda henni kveðju mína. Hann steig skrefi framar, lyfti þungu stígvélinu og stapp- aði af öllu afli niður í gólffjal- irnar. Húbert heyrði fótatak hans í garðinum og skellinrr í hliðinu og svo varð alit hljótt. Hann gekk að dyrunum og lagðist á fjóra fætur. Naglarnir í stígvél- inu höfðu gert djúp för í gljá- andi viðinn. Húbert breifaði yf— ir gqtin eins og hann væri að þoreifa eftir sporum óvinar. Allt í einu mundi hann eftir úrinu í svefnherberginu og skrautlegu upphafcstöfunum, C.R.H. Með- an hann þreifaði á förunum eft- ir naglana í gólfinu, fannst hon- um sem reglulégt mynstrið, rétt eins og flúraðir stafirnir á úrinu, væru dulmál, — dulmál sem yrði að þýða til þess að allt gæti aftu'r orðið skýrt og hreint. Hann fann-undarlegt ör- S KOTTA © KinffFeaturc* Syndicate, Inc., 1964, World righta reserved. -að’ er ekki haugt að trtj-iua sirakum. Ég sagði Donna upp og kvöldið eftir sagðist hann hafa gleymt því! fyrir- hyggju TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" LINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SfMNEFNI tSURETY Leðuifakkar á stúlkur og drengi. Peysur og peysuskyrtur. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin O. L. Traöarkotssundi 3 (móti Þjóöleikhúsinu). 4826. — Drake er tilbúinn, þegar Þórður kemur. ,Já, Akku-tækið er hlaðið. Þeir athuga sjókortið saman og finna hvor um sig út, að hinn er fyrsta flokks fagmaður! — En það eru fleiri að leita „Ethel II.“: Peter Pitt, fréttaritarinn. Hann hefur náð í mann á flugvellinum sem er reiðubuinn til að aðstoða hann. Flugmaður- inn hefur áður starfað hjá landhelgisgæzlunni svo hann þekkir allt svæðið nákvæmlega. Nú er hann með sína eigin vél. Það verður þó engan veginn auðvelt að finna skútuna. Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688 \

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.