Þjóðviljinn - 23.08.1966, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 23. ágúst 1966.
I
T ugþraufarlandskeppnin:
Valbjörn meiddist og sigur Austur-
Þjó&verja varð því stærri en ella
Lilja Sigurðardóttir HSG setti nýtt íslandsmet í 80 metra grinda-
hlaupi og sveit KR bætti metið í 4x800 metra hoðhlaupi
□ Meiðsli Valbjarnar Þorlákssonar, sem
tóku sig upp áður en keppni hófst í næstsíðustu
grein tugþrautarinnar, urðu þess valdandi að
sigur Austur-Þjóðverja yfir íslendingum varð
stærri í landskeppninni um helgina en ella. —
Keppnin var lengst af mjög jöfn og höfðu þó
Þjóðverjarnir forystu allan tímann. Lokastiga-
tölur landskeppninnar urðu þessar: — Austur-
Þýzkaland 14.061 — ísland 13.428.
' Ágætis veður báða keppnis-
dagana átti hlut að góðum ár-.
angri og skemmtilegri keppni.
Þýzku géstirnir reyndust mjög
alhliða íþróttamenn og í þeirra
hópi vakti þó hinn ungi Joa-
chim Kirst hvað mesta athygli,
enda náði hann nú sínum bezta
árangri í hverri greininni af
annarri og skaut landa sínum
Sigfried, Pradel, sem til þessa
hefur verið beztur þremenn-
inganna, aftur fyrir sig.
★
Þó að Valbjöm Þorláksson
næði ekki sínu bezta nema í
fáum greinum var heildarár-
angur hans í þrautinni góður
allt þar til meiðslin tóku að há
honum í lokin. Kjartan Guð-
jónsson varð hinsvegar sá fs-
lendinganna, sem lengst komst
miðað við fyrri árangur, aldrei
frískari en nú. Kjartan hlaut
nú 6933 stig, sem er 23» stig-
um betri árangur en hann hef-
ur beztum t?áð áður. Varð
hann nú íslandsmeistari í tug-
þraut í fyrsta sinn.
Þá kom Jón Þ. Ólafsson á
óvart með getu sinni, en hann
tók auk Erlends Valdimarsson-
ar þátt í meistaramótskeppn-
inni ásamt landsliðsmönnunum
Valbirni, Kjartani og Ólafi
Guðmundssyni.
Forysta Þjóðverja frá
upphafi
Tugþrautarlandskeppnin hófst
með setningarathöfn á laugar-
daginn. Keppendur gengu und-
ir þjóðfánum inn á leikvang-
inn, en síðan setti formaður
Frjálsíþróttasambands íslands,
Ingi Þorsteinsson, keppnina
með stuttu ávarpi og farar-
stjóri Þjóðverjanna mælti
nokkur orð þar sem hann lýsti
ánægju sinni yfir samskiptum
íslendinga og Austur-Þjóðverja
á sviði frjálsíþrótta og bauð
íslenzka ‘ tugþrautarkeppendur
velkomna til landskeppninnar í
Dresden á næsta sumri. Þá
voru þjóðsöngvar ríkjanna
leiknir og hljómaði nú þjóð-
söngur Þýzka alþýðulýðveldis-
ins í fyrsta skipti á Laugar-
dalsvelli.
Fyrsta grein tugþrautarinnar
olli áhorfendum nokkrum von-
brigðum, þar sem íslendingarn-
ir náðu ekki nógu góðum tím-
um: Ólafur hljóp á 11,2 sek.
og þeir Valbjörn og Kjartan á
11,4 hvor, en Pradel hljóp á
11 sek og Kirst á 11,1. Sá síð-
arnefndi tryggði sér örugga
forystu í keppninni fyrri dag-
inn með því að sigra í næstu
tveim greinum; langstökki
(7,23) og kúluvarpi (14,49) og
náði mjög góðum árangri í há-
stökkinu (1,97).
Síðari daginn tók Sigfried
Pradel strax í fyrstu grein,
110 m grindahlaupinu ■ (14,8)
að saxa á forskot landa sins.
Valbjörn náði þennan dag einn-
ig góðum árangri í grinda-
hlaupinu (15,2) og stangar-
stökkinu (4,40) en við mettil-
raun í síðastnefndu greininni
tóku meiðsli sig upp svo illi-
lega, að hann varð að kasta
spjótinu úr kyrrstöðu.. Má lík-
legt telja að hann hefði, í
fullu fjöri, náð langt með að
vinna upp forskot . það sem
Þjóðverjarnir þá höfðu, því að
spjótkastið hefur löngum verið
ein af betri greinum Valbjarn-
ar.
í tugþrautarlandskeppninni
voru hvoru landi reiknuð stig
tveggja beztu manna landanna,
þannig að heildarúrslitin urðu
14.061 stig fyrir Austur-Þjóð-
verja og 13.428 stig fýrir fs-
lendinga sem fyrr var sagt.
Árangur einstakra keppenda
var þessi:
stig.
7043
7018
6933
6600
6495
6420
1. Sigfried Pradel
2. Joachim Kirst
3. Kjartan Guðjónsson
4. Axel Richter
5. Ólafur Guðmundsson
6. Valbjörn Þorláksson
Met í 80 m grindahlaupi
kvenna
Jafnhliða tugþrautarlands-
keppninni fór fram keppni í
þrem greinum Meistaramóts
fslands í frjálsum íþróttum um
helgina: fimmtarþraut kvenna,
4x800 m boðhlaupi og 10 km.
hlaupi.
í fimmtarþrautinni urðu úr-
slit þessi:
íslandsmeistari Sigrún Sæ-
mundsdóttir HSÞ 3263 stig.
(14,0, 7,35, 1,50, 4,64 29,0). ^
2. Lilja Sigurðard. SHÞ 3196
3. Ólöf ’ Halldórsd. HSK 2918
4. Guðrún Gijðbjd. HSK 2884
Lilja Sigurðardóttir, mjög
efnileg íþróttakona, sigraði í
þrem greinum þrautarinnar,
hlaupunum i báðum »og lang-
stökki. í 80 m. grindahlaup-
inu hljóp hún mjög vel og setti
nýtt íslandsmet, 12,7 sek. Fyrra
Framhald á 6. síðu.
Sigfried Pradel sigraði í tugþrautarkeppninni. — Ljósn|. H.G-
1. deildin:
KR vann ÍA 2:1,
og ÍBK Þrótt 1:0
□ Tveir leikir voru háðir í l.-deildarkeppni
íslandsmótsins í knattspymu á sunnudaginn.
KR-ingar sigruðu Akurnesinga á Akranesi með
2 mörkum gegn 1 og Keflvíkingar sigruðu Þrótt
í Njarðvíkum með 1 marki gegn engu.
□ Öll liðin í 1. deild hafa nú leikið 8 leiki
hvert og eiga 2 leiki eftir. Staðan er nú þessi í
deildinni:
Valur 11 stig
ÍBK ' 10 stig
ÍBA 9 stig
KR 8 stig
ÍA 7 stig
Þróttur 3 stig
Q Það bar til tíðinda í 2.-deildarkeppninni á
sunnudaginn að Víkingur vann Fram með einu
marki gegn, engu.
Aukamót verBur / kvöld með
þátttöku Austur—Þjóð verþ
Frjálsíþróttasamband íslands
efnir í kvöld, þriðjudag, til
aukamóts á Laugardalsvellin-
um með þátttöku austur-þýzku
íþróttamannanna sem hér
kepptu í tugþraut um helgina
og kanadísks hlaupara sem
nú er staddur hér á Iandi.
Keppt verður í 100, 400 og
1000 metra hlaupum, 1500' m
hindrunarhlaupi, 1000 m boð-
hlaupi, 110 m grindahlaupi, 200
m hlaupi sveina, 100 m' hlaupi
kvenna, langstökki, hástökki.
kúluvarpi og kringlukasti.
Austur-Þjóðverjarnir sýndu
fjölhæfni sína á Laugardals-
vellinum um helgina og góðan
árangur. í því sambandi ms
geta þess að Joachim Kirsl
hefur stokkið 2,09 m í hástökkj
og ætti því að geta orðið höré
og skemmtileg keppni milli
hans og Jóns Þ. Ólafssonar j
þeirri íþróttagrein.
Kanadamaðurinn heitir Var
der Waal og er kanadískui
methafi í 3.000 m hindrunar-
hlaupi (8.53,0 mín.) Hann
keppti í 1.500 m hlaupi s
sunnudaginn og sigraði þá auð-
veldlega hina íslenzku keppi-
nauta sína og hljóp vegalengd-
ina á 3.55,0 mín. f kvöld kepp-
ir hann í 1000 m hlaupi og
1500 m hindrunarhlaupi.
Mótið hgfst kl. 8 í kvöld.