Þjóðviljinn - 23.08.1966, Qupperneq 5
Þriðjudagur 23. ágúst 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA g
VÍETNAM
Eftir PETER WEISS
i_u "i • JR«S
Bandarísk flugvél varpar nap alm-sprengjum á skógarsvæði.
rrn
mmmmm •.
Fosfór-gasi cr bcitt gegn þorpsbúum í Sudur-Victnam.
l<SpÍ
-iMk3m
Þýzk-sænski rithöfund-
urinn heimskunni, Peter
Weiss, skýrir frá viðhorfi
sínu til mála í Vietnam.
Weiss sýnir fram á þátt
efnahagsmála í stríðinu.
Fjörkippur hefur komið í
bandarískt efnahagslíf, og
íbúar vesturlanda standa
að baki Johnson er hann
Iofar að tryggja þennan
bætta efnahag. Það cru
minnihlutar sem mót-
mæla hernaði Bandaríkja-
manna í Vietnam, en þeir
sem gætu haft úrslitaá-
hrif, verkamenn, þegja. —
Fyrri hluti greinar Peters
Weiss fer hér á eftir, síð-
ari hlutinn birtist í blað-
inu á morgun.
•"■■■■dd *■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■’•
i X>1
1
Með framúrskarandi tækni-
afrekum í geimvísindum leiða
Bandaríkin athygli manna frá
víðtækum eyðileggingaraðgerð-
um sínum.
Miljónum dollara er varið
til þess að framkvæma ein-
stætt sirkusatriði fyrir um-
heiminn. Trumbusláttur, dauða-
þögn og síðan heyrum við
raddir tveggja manna í hulstr-
inu sem hringénýst kringum
jörðina. Þægilegar raddir
manna, sem finna til yfirburða
sinna. Þeir gera að gamni sinu
á hættulegum andartökum.
Mannskapurinn sem vinnur
á jörðu niðri, heill her af vís-
indamönnum, hefur gert snilld-
arlegar áætlanir af einstakri
nákvæmni og virðast ráða yfir
takmarkalausri orku.
Lúðrasveitin á flugmóður-
skipinu blæs glaðleg lög upp
til fjarskiptahnattarins sem
sendir þau til sjónvarpsins,
þegar geimfarið hefur lent.
Allt ber yfirbragð gleði og
bræðralagsanda og framfara-
trúar.
Miljónir manna dást að þessu
landi við sjónvarpstæki sín,
landinu sem virðist kallað til
að færa veröldina fram til frið-
ar og bræðralags.
Útlendingur, sem kemur til
Bandaríkjanna, nýtur gestrisni
og hreinskilni og finnur til örv-
andi fjölda lifandi hugmynda.
Hann hittir fólk sem berst
af alefli gegn þeirri valdasýn-
ingu sem fram fer í þessu ríka
landi. Það veit á hvers kostn-
að valdið er sýnt.
Það veit hverjum á að eyða.
Þetta íólk er í öldungadeild-
inni, í háskólum og framhalds-
skólum, á tímaritum og dag-
blöðum, við fyrirtæki og á göt-
unum. Daglega lætur það frá
sér heyra í mótmælagöngum
og yfirlýsingum, með því að
neita að taka þátt í stríðinu.
Þegar talað er um lýðræðis-
leg og framfarasinnuð Banda-
riki, þá er þetta fólk haft í
huga. En það er minnihluti.
Rétt ein'sog það eru minnihlut-
ar sem styðja það hvarvetna í
heimi.
3
Bandaríkin veittu 78 prósent
af því fjármagni sem franski
Uýlenduherinn þurfti í styrj-
öldinni í Indókina.
Eiscnhower sendi herliðinu í
Dien Bien Phu simskeyti þar
sem hann lofaði baráttumenn
vestrænnar menningar íyrir
hreysti þeirra og þol.
Þegar Asíuþjóðin sigraði á-
rásarmennina, som voru bún-
ir nýtízku vopnum og Vietnam
var skipt samkvæmt Genfar-
samningnum 1954 sátu Banda-
ríkjamenn hjá.
Eisenhower sá að írjálsu
kosningarnar, sem átti að halda
samkvæmt Genfarsamningnum
tveim árum siðar, gætu ekki
leitt til annars en saméiningar
landsins og yfirburðasigurs
þeirra sem barizt höfðu fyrir
sjálfstæði.
í hræðslu um að kommún-
ismi mundi útbreiðast veitti
Bandaríkjastjórn afturhalds-
stjórn Diems lið og studdi á
alla lund athafnir hans' gegn
íbúum landsins og andspyrnu-
hreyfingunni.
4
Diem kom í heimsókn til
New York og við messu sem
gerð var honum til heiðurs í
St. Patrics dómkirkju kallaði
Flannery biskup hann guð-
hræddan andkommúnista, fram-
úrskarandi stjórnmálamann og
bjargvætt Vietnam.
Wagner borgarstjóri sagði í
ræðu að Diem mundi skipaður
sess í mannkynssögunni sem
einu af stórmennum 20. aldar.
Spellmann kardínáli, einn
helzti stuðningsmaður Diems,
fékk honum persónulega ávísun
frá bandarískum kaþólikkum
og á sama tima fóru sérfræð-
ingar frá lögregluskólanum við
Ríkisháskólann í Michigan til
Saigon til að vera Diem inn-
an handar við skipulag lög-
reglusveita hans.
Á grænum húfum sínum
bárú þ'eir mérkið DE OPP-
RESSO LIBER (Gegn öllum
sem kúga frelsið).
Það sem Diem taldi frelsi
varð nú að veruleika með
bandarískri aðstoð. í krossferð
sinni gegn ]iví sem kallað var
„árás kommúnista“ voru þús-
undir grunaðra pyndaðar og
myrtar og tugir þúsunda voru
settir í fangelsi og íangabúðir.
Til að koma íbúunum undan
áhrifum skæruliða framkvæmdi
hann víðtæka flutningaáætlun.
Fólki var kippt úr sínu eðli-
lega umhverfi, oft á miðri upp-
skerutíð, hús þess voru brennd
til ösku og fjölskyldum dreift
og hver maður íékk ekki að
taka með sér meira en einn
böggul er þeir fluttu inní hin
nýju aígirtu þorp.
Hér átti fólkið að lifa líf-
inu framvegis bak við þre-
falda stauragirðingu, vatnssíki,
gaddavír og varðturna.
Áætlunin náði til níu milj-
óna manna, en það er tala sem
er samsvarandi fjölda þeirra
Gyðinga, sem Ilitler læsti í
fangabúðir.
Um mitt ár 1963 höfðu rúm-
lega sjö miljón manns, 65%
íbúa Suður-Vietnam, verið
fluttar í þessi hernaðarþorp,
sem voru reist samkvæmt
brezkri fyrirmynd írá Malaya.
íbúarnir íá aðcins að fara
úr þorpunum á daginn til
vinnu á ökrunum. Hermenn og
hundar standa v’irð um þá.
Leitað er á þeim þegar þeir
fara og koma.
Á hurðum í kofum þeirra
hanga myndir af þeim til merk-
is um hverjir búi þarna.
Fingraförin eru prentuð í vega-
bréf þeirra.
5
1957 lýsti Diem því yfir að
hann gæti ekki staðið við Genf-
arsamninginn. Hann hefði held-
ur ekki skrifað undir hann.
Frjálsar kosningar sagði hann,
er ekki hægt að halda íyrr en
fólkið, sem er undir áhrifum
af áróðri andstæðinganna hef-
ur lært að hugsa sjálístætt.
Hann lagði áherzlu á það, rð
þetta írumstæða, skipta og
óttaslegna land væri ekki hægt
að sameina nema með árang-
ursríkri hernaðaraðstoð.
Eisenhower flýtti scr að lýsa
því yfir, að Bandaríkin mundu
enn auka stuðning sinn um
allan helming við Diem í mann-
úðarmálum.
Þegar Kennedy varð forseti
1961 voru Bandaríkin þegar
gjörflækt í „stærsta leynistríð
í sögunni“.
Og hann fullvissaði einnig
Diem um aðstoð í baráttunni
gegn hinum hræðilegu komm-
únistísku árásarseggjum.
í nóvember 1962 sagði New
York Herald Tribune:
Aldrei fyrr hafa jafnmargir
hernaðarsérfræðingar tekið
þátt í styrjöld án þess að al-
menningi hafi verið sagt írá
því. í þessu stríði eru engar
opinberar upplýsingar um
íjölda hermanna né hve mikl-
um útbúnaði og íjármunum er
varið til þess.
Það var Johnson sem gaf
skýringu á hvað um væri að
ræða.
Flest frelsisunnandi lönd í
Asíu, prédikaði hann, geta ekki
varið sig sjálf gegn valdi og
greinilegum metnaði kommún-
ista. Við verðum að vernda
þessi lönd. Ef við drögum okk-
ur nú til baka úr Vietnam, þá
gæti ekkert land framvegis
treyst loforðum Bandaríkja-
manna.
Við verðum að standa við
hlið vina okkar, þegar þeir
hafa beðið um hjálp okkar cg
brjóta á bak aftur andstæðing
sem ógnar jafnvel öryggi okk-
ar.
6
Það var ekki fyrr en síðar
á fimmta tugnum þegar ógnar-
stjórn Diems var komin í al-
gleyming, að skæruliðar hófu
gagnsókn.
1960 var Þjóðfrelsisfylkingin
mynduð. Á þessum tíma þegar
íhlutun Bandaríkjamanna varð
æ meiri stjórnaði andspyrnu-
hreyfingin landinu mest öllu
og meirihluti íbúanna fylgdi
henni að málum. Þúsundir her-
manna gerðust liðhlaupar í
hverjum mánuði úr stjórnar-
hernum. Hatrið á ríkisstjórn
Diems gróf um sig.
Þegar Diem var steypt af
stóli í baráttu hershöfðingjanna
og með fulltingi CIA varð
þjóðin ekki jafn meðfærileg <;g
Bandaríkjamenn höfðu gert
sér vonir um. Þjóðin hafði ver-
ið rænd rétti sínum. Genfar-
samningurinn hafði verið einsk-
is virtur.
Rúmum tveim miljörðum
dollara sem hafði verið veitt
til landsins á árunum 1955 til
1962 var ekki varið til jarð-
næðisskiptingar eins og lofað
hafði verið, heldur lenti féð í
höndum stjórnarklíkunnar,
hersins, einkafyrirtækja og á
svarta markaðnum.
Stríðið sem breiddist út um
landið kostaði fjölmarga borg-
ara lífið í stað hvers hermanns
Vietkong.
AUGIÝSINC
um lausar lögregluþjónsstöður í
Reykjavík.
Nokkrar lögregluþjónsstöður í Reykjavík
eru lausar til umsóknar, baeði við almenna
löggæzlu og í umferðardeild.
Byrjunarlaun samkvæmt 13 flokki launa-
samnings opinberra starfsmanna, auk 33%
álags á nætur- og helgidagavaktir.
Upplýsingar um starfið gefa yfirlögreglu-
þjónar.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
22. ágúst 1966.
SIGURJÓN SIGURÐSSON.
77/ að gera fólki kleift
að kaupa sér sjónvarp, áður en íslenzka stöðin tek-
ur til starfa, höfum við ákveðið að selja hin
heimsfrægu PHILIPS sjónvörp með aðeins 2.000,00
kr. útborgun.
Véla- & Raftækjaverzlunin,
Bankastræti 10. — Sími 12852.
hvert sem þér farii \ ALMENNAR J TRYGGINGAR £
ferðatrygginj 1 (iM/) PÓSTHÚSSTRÆTI 9 Jj V |**%/ S,MI 1/700