Þjóðviljinn - 23.08.1966, Page 6

Þjóðviljinn - 23.08.1966, Page 6
g SföA — ÞJÖÐVILJXNN — Þriðjudagur 23. ágúst 1966. FÆST í KAUPFÉLÖGUM OG VERZLUNUM UM LAND ALLT Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát og jarðarför SIGURÐAR J. EIRÍKSSONAR, múrara Stórholti 17. Sérstakar þakkir færum við Múrarafélagi Reykjavíkur. Guðrún Eggertsdóttir Norðdahl. Eiríkur Sigurðsson. Eggert Sigurðsson og bræður hins látna. Aðaífundur Sam- bands rafveitna 24. aðalfundur Sambands ís- lenzkra rafveitna var haldinn á Isafirði dagana 19. og 20. ágúst s.l. Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru flutt erindi um rafvaeðingarmál á fundimum. Jakob Gíslason, raídrkumála- stjóri, flutti erindi um rafveitu- mál Vestfjarða, Jóhann Ind- riðason, verkfræðingur, flutti er- indi um frumáætlun um raf- veitu í Barðastrandarhreppi og Rauðasandshreppi og Haukur Pálmason, verkfræði ngur, flutti erindi um samrekstur diesel- stöðva og vatnsaflsstöðva á Vest- fjörðum. Þá voru umræður á íundinum um endurskoðun raf- orkulaga. 1 stjórn sambandsins er nú Jakob Guðjohnsen, rafmagns- stjóri, formaður, Reykjavfk, Baldur Steingrímsson, deildar- verkfræðingur, Reykjavík, Garð- ar Sigurjónsson, rafveitustjóri, Vestmannaeyjum, G/sli Jónsson, rafveitustjóri, Hafnarfirði og Guðjón Guðmundsson, rekstrar- stjóri, Reykjavík. _________ Fiskimál Framhald af 4. síðH. að straumhvörf urðu rm á s.h vori í stjóm rússneskra fisk- veiða á hafinu skal ósagt látið, en það er staðreynd að slík þreyting var gerð og fyrirmæli birt þar um, þar sem skipstjór- um hinna ýmsu veiðiflota eru algjörlega gefnar frjálsar hend- ur um fyrirlcomulag og stjóm veiðanna á hafinu. Enda eru þeir menn sem í verkunum standa, svo á þessu sviði sem öðrum, færastir um að skipu- leggja sína vinnu sjálfir svo hún skili sem beztum árangri fyrir þjóðarheildina eins og að er stefnt með áæthm í hinum ýmsu framleiðslugreinum sem mynda uppistöðuna í herldar- ásetlun þjóðarbúskaparins í SÓvétríkjunum. Þetta var einmitt mergurinn málsins, undirtórminn í þeirri hörðu gagnrýni sem kom fram í grein rússneska blaðamanns- ins sem vitnað er til hér að framan. Hann vildi breyta fyr- irimmulagi rússneskra fiskveiða þannig, að sjómennirnir sjálfir og yfirmenn þeirra á sjónum yrðu algjörlega frjálsir með að ákveða fyrirkomulag veiðanna, án allra afskipta manna í landi. Ju Zubov taldi að með slíkri breytingu mætti ná miklu betri árangri í veiðunum heldtn? en eð náðst hefði til þessa- fbrottir Framhald af 2. síðu. metið, 12,8 sek., átti Sigríður Sigurðardóttir ÍR. Met KR I 4x800 m. boð- hlaupi Annað íslandsmet var sett á laugardaginn og þar vorH KR- ingar að verki í 4x800 m boð- hlaupinu. Hljóp sveit KR, eina þátttökusveitin, á 7.53,8 mín og bætti eldra metið um 8,8 sek. I>að voru Ármenningar sem áttu gamla metið, miklar kemp- ur á sinni tíð (Guðmundur Lárusson, I-Iörður Haraldsson, Dagbjartur Stígsson og Þórir Þorsteinsson.) Ilinir nýju met- hafar KR ern: Þorsteinn I»or- steinsson, Agnar Eevý, Þórar- inn Ragnarsson og Halldór Guðbjiirnsson. f 10 km. hlaupinu voru keppendur aðeins tveir. Agnar Levý KR sigraði þar á 33.38,9 mín. og var 5 hringjum á und- an keppinaut sínum Jóni Gunn- laugssyni HSK, sem hljóp vega- lengdina á 42.43,4 mín. M.S. BALDUR fer til Rifshafnar, Ólafsvíkur, Grundarfjarðar, Stykkishólms og Flateyjar á miðvikudag. Vörumóttaka á þriðjudag. Þjóðhátíðardagur Rúmena 23. ágúst í dag, 23. ágúst, er þjóðhá- tíðardagur Rúmeníu. Þennan dag árið 1944 hófst almenn vopnuð uppreisn gegn herj- um nazista í Rúmeníu og markaði hún þáttaskil í átök- um síðustu heimsstyrjaldar á Balkanskaga. Vopnaðar sveitir bænda, verkamanna og hermanna Rúmeníu urðu á haustmán- uðum 1944 að voldugum her, hátt á 4. hundrað þúsund manna. Þessi herstyrkur var, hvað mannafla einstakra þjóða viðvikur, sá fjórði stærsti af liðsafla Banda- manna á síðustu átta mán- uðum heimsstyrjaldarinnar. Þessi voldugi her barðist við hlið sovézkra banda- manna og frelsaði landið und- an nazistaokinu og stór land- svæði utan þess. Mikil afrek og mannfrek- ar fórnir Rúmena í þessari baráttu öfluðu þeim með skjótum hætti mikillar virð- ingar og viðurkenningar hjá öllum Bandamannaþjóðum, svo sem lesa má í fréttum og skjölum frá þessum söguríku tímum. Sigurlaun rúmensku þjóðar- innar urðu líka mikil. Endir var bundinn á nazistahernám- ið og síðan á auðvaldsþjóðfé- lagið og þjóðfélagi sósíalisma komið á fót. Saga Rúmeníu frá stríðslok- um segir frá sífellt stserri sigurlaunum þeirrar upp- reisnar, sem hófst 23. ágúst 1944. VINÁTTUFÉLAGIÐ ÍSLAND RÚMENÍA Á aðalfundi Vináttufélags- ins fsland — Rúmenía 1. júní s.l. voru eftirfarandi félags- menn kosnir í stjórn: Ólafur Jensson, formaður; Hendrik Ottósson, varafor- maður; Jón Zophaníasson, rit- ari; fsak Öm Hringsson, gjal'd- keri. Á fundinum flutti fráfar- andi formaður, Helgi Jóns- son, frásögn um Rúmeníu, en hann var nýkominn úr ferða- lagi þaðan. Sýnd var heim- ildarkvikmynd um Rúmeníu. Frá hátíðahöldunum á þjóðhátíðardaginn 2 3- ágúst I Búkarcst, höfuðborg Rúmeníu. 18.15 Við viítnuna- 15.00 Miðdegisútvarp. Hljóm- sveit Ríkisútvarpsins leifcur Svítu nr. 2 eftrr Skúla Hall- dórssorr; B. Wodiczko stj- Konunglega Fílharmoníu- svertin í Lundúnum leikur forleik eftir Berlioz; Sir Thomas Beecham stj. E- Pinza syngur og A. Brendel leikur á píanó stef úr óper- unni Normu eftir Bellini. R. Grespin syngur Shéhérezade, eftir Ravel- J. Heifetz og Lundúna-Sinfóníusveitin leika Fiðlukonsert nr- 1 eftir M. Bruch; Sir Malcolm Sargent stj. 16.30 Síðdegisútvarp. M. Le- grand, L. Schifrin og félagar hans, B- Streisand, E. Light og Bill Evans trfói'ð skemmta með söng og hljóðfæraleik- 18.00 Tíu söngvar frá söngva- hátíð í ísrael 1961 og sí- gaunalög. 20.00 Fantasía fyrir píanó, hljómsveit og kór op. 80 eft- ir Beethoven. J. Katchen, Sin- fóníusveit Lundúna og kór flytja; P. Gamba stj. 20.20 Á höfuðbólum landsins. Amór Sigurjónsson rithöf- undur flytur erindi um Bræðratungu. 20.50 Knnsert op. 7 nr. 4 eftir H. Albicastro- Kammerhljóm- sveitln í Luzern leikur; J. Meylan stj. 21.05 Skáld 19. aldar: Stephan G. Stephansson. Jóhannes úr Kötlum les úr kvæðum skáldsins. Dr- Jakob Bene- diktsson flytur forspjall. 21.25 Verk eftir tvö mexíkönsk tónskáld: Sensemaya eftir Revueltas og Sinfónía India eftir C. Cbavez. Fílharm- oniusveitin í NY leikur; L- Bemstein etj. 21.45 Um framkvæmdir bænda árið 1965. Hannes Pálsson frá Undirfelli talar. 22.15 Kvöldsagan: Andromeda- 22.35 H. Rauch, R. Wúrthn«r ög harmonikusveitir þeirTa leika létt lög. 22.50 Á hljóðbergi. Bjöm Th. Björnsson listfræðingur velur efnið pg kynnir. Tordie Maurstad les tvær smásögur eftir Coxru Sandel: „Carmen og Maja“ og „Baraet". Ms. Anna Borg Vöruflutningar frá Italíu og Spáni Ráðgert er að skip vort lesti vörur frá ítalíu og Spáni til íslands fyrri hluta okt- óber n.k. ef nægilegur flutningur fæst. Þeir sem hug hafa á flutningi með skipinu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu vora í Garðastræti 3, sími: 11120. Skipaleiðir h.f.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.