Þjóðviljinn - 28.08.1966, Page 1

Þjóðviljinn - 28.08.1966, Page 1
Inni f blaðinu í dag erfrá- sögn af ferðalagi austur í öræfasveit og af göngu á ör- æfajökul, skrifuð af Jóhann- esi Eiríkssyni. Fylgja grein- inni margar myndir. Þessi mynd er tekin í hinum nýja þjóðgarði lslendinga að Skafta- felii og er hún af stuðla- bergi hjá Svartafossi. — (Ljósm. J. ' G.). — I gær Stokkhólmi Sunnudagur 2"8. ágúst 1966 — 311 árgangur — 194. tolublað. Kosygin kemur til Svíþjéðar STOKKHÓLMI 27/8 var skýrt frá því í að Aleksei' Kosygin forsætisráð- herra Sovétríkjanna muni koma í opinbera heimsókn til Sví- þjóðar á næsta ári. Ekki hefur enn verið endan- lega ákveðið hvenær Kosygin kemur í heimsóknina en talið er líklegt að það verði í maí eða júní 'næsta vor. Batnandi veiði- veður í gærdag Síldarfréttir laugardaginn 27. ágúst 1966. Sunnan strekkingur og lélegt veiðiveður vaa- á síldarmiðunum 65—70 sjómílur ASA af Dala- tanga í fyrrinótt, en þó köst- uðu þar nokkur skip, en aðeins tvö tilkynntu um -afla til Dala- tanga. Fleiri skip munu þóhafa fengið eitthvað af síld. Eftir kl. 7 í gærmorgun gerði betra veð- ur og svartaþoku sem veriðhafði á veiðisÝæðinu fór að létta, og fengu mörg skip góð köst. Bræla var ná nyrðri miðunum og ekki vitað nema síldin hafi færzt mikið til. Skipin tvö sem tilkynntu afla voru: Guðm. Péturs Is 250 lest- ir og Helga RE 170 lestir. Nýr gegnfr.skéli á Sauðárkréki. Sauðárkróki. — í síðustu viku var byrjað að grafa hér fyrir grunni nýs gagnfræðaskólahúss og er ætlunin að ljúka við und- irstöðurnar í haust þannig að hægt verið að byrja á húsbygg- ingunni strax að vori. Verður húsið byggt í áföngum og stefnt að því að hægt verði að taka fyrsta hlutann í not næsta haust. — H.S. Samtök hernámsandsfœÖinga: Fjögur aðalmál eru á dagskrá landsfundar □ Fjórir aðalmálaflokkar landsfundar Samtaka hernámsandstæðinga, sem verður haldinn í Bifröst í Borgarfirði um næstu helgi 3. — 4. septémber eru: Menningar- og þjóðfrelsismál, erlent fjármagn — erlend ásælni, alþjóðamál, og loks verður fjallað um verkefni samtakanna í náinni framtíð. Landsfundurinn verður settur kl. 10 á laugardagsmorgun 3. september, þannig að lagt verð- ur af stað úr Reykjavík kl- 7 um morguninn. Auk fundarsetningar verða starfsmenn þingsins kosn- ir fyrir hádegi á laugardag og flutt verður skýrsla frarn- kvæmdanefndar fyrir liðið starfs- tímabil. Að loknum hádegisverði verða fluttar framsögur um þá þrjá málaflokka, sem um er get- ið í inngangi fréttarinnar. Að loknum framsöguræðunum verð- ur öllum fundarmönnum skipt í umræðuhópa, sem starfa að hverju máli til 'kvölds,' en þá verður kvöldvaka, sem undirbú- in er af stúdentum í norrænu- deild Háskóla Islands. Á sunnudagsmorgun verður urriræðum framhaldið um mála- flokkana, en eftir hádegi hefj- ast almennar umræður og síð- | degis verður kosið í miðnefnd og I landsnefnd fyrir næsta starfs- ' tímabil samtakanna. ; Hótel Bifröst sér um mat ' og kaffi meðan á landsfundin- um stendur. Hægt verður að fá hádegismat, ■ kaffi og kvöldmat á laugardag og morgunverð, hádeg- ismat og kaffi á sunnudag- Þátt- takendur á landsfundi eru beðn- ir um að láta vita í tíma, hvaða máltíðir þeir vilja taka. Gistirúm í rúmum er fyrir 60 manns, en svefnpokapláss fyrir aðra þátttakendur. Framhald á 7. síðu. í Vín / septemher nk. □ 23. alþjóðaþing sam- vinnumanna verður haldið í Vínarbórg dagana 5.—8. sept- ember n.k. í Alþjóðasam- vinnusambandinu, ICA, eru Verzfunar úthlutað í Fossvogi og Breiðholti □ Borgarráð samþykkti s.l. föstudag tillögu lóðanefndar um úthlutun verzlunarlóða á hinum væntanleg-u byggingarsvæðum í Fossvogi og Breið- holti. Fer úthlutunin hér á eftir: Verzlunarhús við Arnarbakka stóra húsið: Jón Bj. Þórðarson, Langholts- vegi 120 A, fyrir ca. 360 ferm. húsrými undir kjöt- og nýlendu- vöruverzlun. Gatnagerðargjaldið ákveðst kr. 200,00 pr. rúmm. og áætlast kr. 288.000,00. Mjólkursamsalan fyrir ca. 60 ferm. mjólkurbúð. Gatnagerð- argjald ákveðst kr. 200,00 pr. rúmm. og áætlast kr. 48.000,00. Sveinabakaríið h.f., Hamrahlíð 25 fyrir ca. 120 ferm. húsrými undir bakarí. — Gatnagerðar- gjald ákveðst kr. 200,00 pr. rúm- m. og áætlast alls kr. 96.000,00. Verzlunarhús við Kóngsbakka, stóra húsið: Einar G. Bjarnason, Grænu- hlíð 9 fyrir ca. 300 ferm. hús- rými fyrir nýlendu- og kjötverzl- un.' — Gatnagerðargjald ákveðst kr. 200,00 pr. rúmm. og áætlast kr. 240.000,00. Mjólkursamsalan fyrir ca. 60 ferm. mjólkurbúð. — Gatnagerð- argjald ákveðst kr. 200,00 pr. rúmm. og áætlast kr. 48.000,00. Verzlunarhús við Efstaland: Hjörtur Hjartarson, Bræðra- borgarstíg 22 fyrir ca. 300 ferm. kjöt- og nýlenduvöruverzlun. — Gatnagerðargjald kr. 200,00 pr. rúmm. og áætlast kr. 240.000,00. Mjólkursamsalan fyrir ca. 60 ferm. mjólkurbúð. — Gatnagerð- argjald ákveðst kr. 200,00 pr rúmm. og áætlast kr. 48.000,00. Steingrímur ‘ Bjarnason, Soga- vegi 158 fyrir ca. 60. ferm. fisk- verzlun. — Gatnagerðargjald á- kveðst kr. 200,00 pr. rúmm. og áætlast kr. 48.000,00. Jón Víglundsson, Láugateigi 12 fyrir ca. 120 ferm. bakarí. — Gatnagerðargjald ákveðst kr. 200,00 pr. rúmm. og áætlast alls kr. 96.000,00. Verzlunarhús við Hörðaland: sFramhald á 7. síðu. 1 Kunstforeningen efnir til ** ir Asgrímssýningar nú i haust i k félags. ™ □ Skipuð var sýninganefnd., á og eiga sæti í henni málar- □ Snemma á þessu ári barst Ásgrímssafni boð frá Kunst- foreningen í Kaupmannahöfn um það? að félagið héldi sýn- ingu á verkum ÁsgrímsJóns- sonar á komandi hausti.. Þótti sjálfsagt að þiggja þett^ virðu- lega boð hins mikilsvirba lista- arnir Jón Engilberts og Hjör- ■leifur Sigurðsson, ásamt for- stöðukónu Ásgrímssafns, frú Bjamveigu Bjamadóttur. ’ □ Hefur nefndin le'cið störf- um, og verða ser úr Ás- grimssafni til Danmerkur 25 olíumálverk, 40fvatnslitamynd- ir og 20 þjóðsagnateikningar. Er þetta í fyrsta sinn, sem Ásgrímur Jónsson, sjálfsmynd- Ásgrímur Jónsson er kynnt- ur erlendis að ráði, sem vatnslitamálari. ★ □ Formálsorð í sýningaskrá skrifar prófessor Sigurður Nordal. Ljósmyndir tók Skarp- héðinn Haraldsson, teikni- kennari. Um þýðingu á mynda- texta sá frú Grethe Bene- diktsson. ★ □ Mun sýningin verða opnuð í sölum Kunstforeningen laug- ardaginn 15. október afsendi- herra íslands í Kaupmanna-t höfn, Gunnari Thoroddsen. samvinnufélög frá 58 lönd- um og eru yfir 214 miljón- ir manna í sambandinu. □ Á þinginu verður m.a. rætt um breytingar á grund- vallarreglum samvinnufé- laga og taekniaðstoð við samvinnufélög. Alþjóðasamvinnusambandið var stofnað árið 1895 og fyrirfinn- ast ekki önnur alþjóðasamtök sem eingöngu berjast fyrirvexti og viðgangi samvinnuhreyfingar- innar. Þing sambandsins er haldið á þriggja ára fresti og er þá rætt um framkvæmdir liðinna ára og lagðar höfuðlínur fyrir starf- ið í framtíðinni. Að þessu sinni verður þingið haldið í Vínarborg 5.—8. sept- ember og sitja þingfulltrúar á fundi fjóra daga í röð, en áður en þingið hefst verða haldnar ráðstefnur sem standa munu i viku og verða' haldnar ráðstefn- ur sem standa munu í viku' og verður þar fjallað um ýmsar sérgreinar innan samvinnustarfs- ins s.s. byggingar, ' bankastarf- semi, tryggingar o.fl. <í>--------------------—__ Fréftir frá borgarráði Félag ísl. leikars sækir um styrk Félag, íslenzkra leikara hef- ur sótt um styrk til borgar- ráðs til að standa straum af 25 ára afmælishátíft félagsins þann 10. seþt. n.k. Hyggst fé- lagið m.a. bjóða hingað full- trúum frá Ieikarafélögum á Norðurlöndum. Mcnntamála- ráöuneytift hefur gefið fyrir- heit um 25 þúsund króna styrk í þessu skyni. Ólympíunefndin sækir um styrk Olympíunefnd íslands hefur sótt til borgarráðs um 400 þús. kr. styrk til þátttöku í næstu olympíuleikjum og ger- ir ráð fyrir að styrkurinn, ef veittur verður, komi til greiðslu á árunum 1961 og 1968. Sækja um styrk norræna bygg- ingardagsins Islandsdeild norræna bygg- ingardagsins, sem ákveðið er að hér verði haldinn 1968, hefur sótt um 250 þús. kr. framlag frá borgarsjóði tilað standa straum af kostnaði við fyrirtækið. Ennfremur að s borgin haldi veizlu fyrir þátt- takendur, sem áætlað er að verði um 1000 — 1200 manns. Járniðnaðarmenr hafa sagt upp Félag járniðnaðarmanna hef- ; ur sagt upp samningum sín- um við Reykjavíkurborg frá og með 1. okt. n.k. Tilnefndur í barnaheimila- nefnd Barnavinafélagið Sumargjöf hefur tilkynnt bórgarráði til- nefningu Ásgeirs Guðmunds- sonar kennara í bamaheim- ila- og leikvallanefnd ti næstu 4ra ára. De Gaulle kominn til Addis Abeba ADDIS ABEBA 27/8 — De Gaulle Frakklandsforseti kom flugleiðis til Áddis Abeba ,höf- uðborgar Eþíópíu í dag frá Dji- bouti höfuðborg frönsku nýlend- unnar Sómalílands, þar sem koma hans hafði orsakað miklar óeirðir í sambandi við frelsis- kröfur íbúanna og létö tveir menn lífið. Haile Selassie keisari bauð de Gaulle velkominn á flugvellin- um og mikill mannfjöldi var samankominn til að fagna gest- inum. Fréttaritari Reuters skýrði frá því, að de Gaulle hefði ver- ið óvenju fölur og þreytulegur við komuna til Addis Abeba. Um 30.000 manns fögnuðu forsetanum meðfram þeim göt- um sem hann ók um með keis- aranum frá flugvellinum til miðborgarinnar. Einnig var 15.000 manna lögreglulið á verði við göturnar. ★ Fyrri helmingur leiðaripnar var farinn í bifreið, en eftir það settust þeir keisari og forseti ÚPP í gullinn vagn, sem sex hvítum hestum var beitt fyrir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.