Þjóðviljinn - 28.08.1966, Síða 4

Þjóðviljinn - 28.08.1966, Síða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunwödagur 28. ágúst 1966. OtgeÆandi: Sameiiilngarflokkur alþýdu — Sósialistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivax H. lónsson (áb). Magnús fíjartansson, Sigurður Guömundsson, Fréttaritstjóri: Sigurður V. Fiiðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorva’dur Jí’’annesson. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 5.00. ITverjir eru þeir íslendingar sem vilja hafa er- erlendar herstöðvar á íslandi, með öllum þeim hættum sem slíku fylgir fyrir sjálfstæða þjóð; herstöðvar sem gætu þýtt tortímingu íslenzku þjóð- arinnar ef til kjarnorkustyrjaldar kemur, því eng- inn efast um að herstöðvar yrðu fyrstu skotmörk í kjamorkustríði? Þegar bétur mún að gáð eru þeir sennilega ekki mjög margir sem beinlínis hafa lagt nöfn sín við ósk um hersetu. Auðvelt er að telja upp alþingismenn herstöðvaflokkanna sem samþykkt hafa að herstöðvar skuli vera á ís- landi. Hægt er að benda á féíagsnefnumar til stuðnings „vestrænni samvinnu“ og Varðberg, sem tekizt hefur að smala í litlum hópum fólks, með því að bjóða því tugum saman í skemmti- ferðir til útlanda; samf er engu líkara en einnig meðlimir þessara samtaka skammist sín fyrir málstaðinn. Hvar eru ljóðin sem íslenzk skáld hafa ort til að fagna hernum á íslandi, hvar eru skáld- sögumar og smásögumar sem hafa að viðfangs- efni göfugt hlutskipti hins erlenda hers á íslandi og hin göfugu samskipti foringja herstöðvaflokk- anna við hérinn og húsbændur hans? Hvem dóm eru þeir menn.og flokkar. líklegir að fá í sögunni sem láfið hafa undan erlendri ásælni stig af stigi, og lagt íslenzka jörð undir erlendar herstöðvar, íslenzka menningarhelgi undir hermannasjón- varp bandaríska hersins? Þannig mætti lengi sPyr.]a og slíkar spurningar gætu minnt íslendinga á, að það er á þeirra valdi að segja bandaríska hemum að fara burt af íslandi, það er í hönd- um þeirra íslendinga sem kjósa til Alþingis að knýja fram brottför bandaríska hersins. Það er á valdi þess yfirgnæfandi meirihlua þjóðarinnar sem vill ísland herstöðvalaust, friðlýst land, að koma þeim vilja sínum fram, ef þeir sameinast til átaka. Camtök hemámsandstæðinga vinna að því að ^ koma á slíkri samfylkingu gegn her og her- stöðvum á íslandi, og þau boða nú til lands'fundar að Bifröst í Borgarfirði snemma í september og fer nú fram margvíslegur undirbúningur til að gera þann landsfund sem áhrifaríkastan. Skal sérstak- lega bent á að menn kynni sér blað samtakanna, Dagfara, sem nýkomið er út og flytur greinar og ávörp og fréttir um starf þeirra og hemámsmál-. in almennt. Þar er m.a.. birt. ávarp frá ungu fólki úr ýmsum flokkum, sem margt er þjóðkunnugt. Þar eru flutt skýrt og ljóst rök gegn hers'töðvum á íslandi og lýkur ávarpinu með þessum orðum; Við teljum að tilvera okkar sem sjálfstæðrar þjóð- ar í friðlýstu landi sé því aðeins tryggð að undinn verði bráður bugur að uppsögn hersamningsins við Bandaríki N.-Ameríku' og brottför hers þeirra héð- an. Við skorum því á alla íslendinga, unga sem gamla, hvar sem þeir eru í flokki, að vinna að framgangi þess og hverki hika. — Þetta ávarp unga fólksins er enn ein áminning til andstæðinga hersetu á íslandi, að þeir geri sér ljóst hve margir ^eir eru og leiti leiða til árangursríks samstarfs gegn her og herstöðvum á íslandi. — s. Andlit ofstækis og heimsku Allt síðan snemma á þessu sumri hefur mannréttindahreyfing blökkumanna í Bandaríkjunum ein- Tíðnisviði ís- lenzka sjónvarps- ins breytt Eins og skýrt var frá í vetur var þá ákveðið að breyta tíðni- sviði sendis íslenzka sjónvarps- ins á Vatnsenda yfir á rás 10, til að gera mönnum auðveldara að breyta viðtækjum þeim, sem gerð eru fyrir ameríska sjón- varpskerfið. Þessi tíðnisbreyting hefur nú. verið gerð og er stillimynd send út á rás 10 í stað 11 áður. Dag- skrá Hljóðvarpsdeildar Ríkisút- varpsins verður send út með stillimyndinni til þess að menn geti betur áttað sig á tóngseð- um tækja sinna. trtsending þessi verður frá kl. 13 — 21 alla daga nema mið- vikudaga. Ef erfiðlega gengur að ná þessari útsendingu, erumenn hvattir til að láta fagmenn at- huga sem allra fyrst viðtæki sín og loftnet o^ gera þær breyt- ingar á þeim sem nauðsynlegar kunna að reynast. Hún var einasta beitt sér að því verkefni sem hún hefur vanrækt árum saman, að gera að veruleika það jafnrétti sem blökkumenn njóta að orði kveðnu á við hvíta í stórborgum norðurfylkjanna. Þessi barátta hefur einkum átt sér stað í Chicago þar sem engin heigi hefur Iiðið allt sumarið að friðsamir hópar blökkumanna gengju ekki um götur í þeim hverfum borgarinnar þar sem allt er falt fyrir fé, nema svartur maður reiði það af höndum. Martin Luther King hefur sagt að hvergi hafi hann í Iangri baráttu sinni fyrir jafnréttinu rekizt á jafnmikið ofstæki og jafnglórulausa heimsku og í Chicago. — Andlitin á myndinni hér að ofan staðfesta þau orð Kans. Benedikt frá Hofteigi: ,Hér er vopnasmiðjan Við áttum tal við Benedikt frá Hofteigi nýlega, glaðan og reifan að vanda, Honum hafði verið send úrklippa úr dönsku blaði þar’ SCm segír frá gágnmerkum fornleifafundi í Svíþjóð, svo merkum, að sagnfræðingar neyðast máske til þess að láta fyrir róða fyrri kenningar um lífið á Norðurlöndum fyrstu öld' ina eftir Krist, eins og blaðið kemst að orði. Benedikt telur full- yíst, að þessi fundarstaður, hann er á Helgö í Málaren í Sví- þjóð, sé vopnasmiðja Gotanna, þeirra er unnu Rómaríki af því þeir höfðu betri vopn og meiri menningu, eins og Benedikt segir. mín Islenda hefur víða kveikt umtal í heiminum og á eftir að gera það betur, sagði Benedikt Gíslason að lokum. TOULON 26/8 — í Toulon var skýrt frá því í morgun að ung norsk stúdína hefði kært tvo Erakka, sem höfðu tekið hana upp í bíl til sín, fyrir nauðgun. Hún sagði lögreglunni að þeir hefðu farið með hana upp á klettasnös sem gnæfir yfir sjó- inn í Saint Tropez og hefðu þeir hótað því að kasta henni fram af ef hún léti ekki að vilja þeirra. Lögreglan handtók seinna um da'ginn Frakkana, sem eru 21 og 23 ára gamlir og urðu þeir aldeil- is undrandi þegar kæran var birt þeim. ,3íðastliðin þrjú ár höfum við gert þetta við allar skandínav- ískar stúlkur, sem hafai fengið að sitja í hjá okkur — dg hún er sú fyrsta sem klagar!" ÚrvaS af skólavörum 1 hinu danska blaði, það er „Information" sem um ræðir, segir ennfremur, að fornleifam- ar á Helgö sýni það, að þar hafi verið rekinn stóriðnaður Benedikt Gíslason til útflutnings frá því um 100 f. Kr. og næstu aldir. Há- marki hafi þessi starfsemi náð kringum árið 500. Þessi fom- leifafundur sé svo merkur, að sænskir fomleifafræðingar ætli að kalla saman alþjóðlega ráð- stefnu í Stokkhólmi 1968 til þess að kynna erlendum starfs- bræðrum sínum árangur þess- ara rannsókna, sem m.a- hafi það í för með sér, að Birka geti nú tæpast lengur talizt fyrsti þekkti < bærinn á Norð- urlöndum. Þannig skýrir „Information" frá, það var þann 20. þessa mánaðar, sem þessi frétt birt- ist. — Gotar unnu Rómaríki af því þeir höfðu betri vopn og menningu (sögugerð og bund- ið mál) segir Benedikt. Af þessu má ljóst verða, heldur hann áfram, að upphatfsbyggð á íslandi er af Keltum, Róm- verjar leggja Keltana undir sig á 1- öld og svo vinna Gotar það rómverska ísland á 4. eða 5- öld. Þá er sagan ljós og hefur fullt samhengi: Og þarna á þessari ey í Malaren er vopna- smiðja þeirra Gotanna. — Nú hlaðast í hendur manni gögnin um veru Rómverja í landinu, rómversku peningarn- ir í Hvítársíðunni nú síðast. Austan jámtjalds kemur sú vitneskja, ég hirði ekki að rekja það nánar nú, að í grísk- kaþólskum kirkjuheimildum segi„ að Rómverjar hafi lagt undir sig Ultima Thule. Sama vitneskja kemur frá Italíu. — Ég get líka bætt því við, að tilkynning frá FLUGSÝN Allir þeir, sem ætla að stunda aám í bóklegum skóla hjá Flug- sýn h.f. á komandi vetri, mæti til innritunar 2. til 6. september kl. P—12 f.h. — Haldin verða námskeið fyrir einkaflugpróf og atvinnuflugpróf ásamt blindflugs- og siglingafræðinámskeiðum. FLUGSÝN HF. CKÓÍÍT^AI A MIKILL JIVvU 1 JALw i AFSLÁTTUR Kvenskór — Karlmannaskór — Barnaskór SKÓVERZLUN SKÓVERZLUNIN PÉTURS ANDRÉSSONAR FRAMNESVEGI 2. Laugavegi 17. Pennaveski úr leðri og plasti. Skólapennar Stílabækur Blýantar Kennslubækur Skólatöskur Glósubækur Yddarar Reikningsbækur B Ó K A B Ú Ð Bankastræti.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.