Þjóðviljinn - 28.08.1966, Síða 10

Þjóðviljinn - 28.08.1966, Síða 10
jg SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 28. ágúst 1966. VERÐLÆKKUTM hjólb. slöri EIIMKAUMBOÐ hjá Heimi JMARS TRADIINiG OO I SIMI 17373 Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 - Sfmar 31055 og 30688 — Taktu nú eftir; þegar hún kemur að símanum lætur hún hringja fimm sinnum t)g svarar svo! Leðurjakkar á stúlkur og drengi. Peysur og peysuskyrtur. Góðar vörur — Gott verð. % Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). I H U S I MÓÐUR MINNAR Eftir JULIAN GLOAG í- Ég átti ekki við það, Díana, ég ætlaði ekki .... Díana brosti. Mér finnst það, sagði hún áður en Elsd var bú- in að Ijúka máli sínu. M<jr finnst að við ættum öll að leggja okkur og hvíla okkur. Elsa sagði ekkert- Hvert af öðru gengu bömin frá borðinu og fóru á eftir Díönu útúr eld- húsinu. Loks var Húbert einn eftir hjá Elsu. Þau litu ekki hvort á annað- Húbert fann dá- lítinn fitublett hjá hendinni á 6ér og fór að nudda hann með fingurgómnum. Það var svo hljótt að þau heyrðu suðið í rafma'gnsklukkunni. Hann var enn með brágð af laxmauki í munninum. Honum varð dálítið óglatt af því. Elsa gekk að vaskinum og kom aftur rrteð vntan klút- Hún lyfti hendi Húberts upp fná borðinu og þurrkaði fitublettinn vandlegai. Þau störðu bæði tvö á hreinan, votan blettinn eftir klút- inn. — Hvaða skyssu gerði ég, Hú- bert? Hann hristi höfuðið og kom við vota blettinn á borðinu. Þú hefðir átt að segja mér — Þú hefðir átt að segja mér hvað við áttum að gera. — Þér finnst ekki — þér finnst, þetta ekki vera rangt hjá mér, er það, Húbert? ■ Hann leit ekki á hana. Ég veit það ekki. Það er ekki um að gera hvort það er rétt eða ra<ngt- sÞað er bara .... — Já? — Ég veit það ekki. Hann langaði ekki til að segja meira. — Jæja. Elsa veifaði þurrk- unni í hendi sér. Ég hef aldrei séð Díönu svona. — Díana er tjúlluð, sagði Hú- bert hvössum rómi-.Voti blettur- inn á borðinu var orðinn þurr- Hann stóð upp. Það er búið sem búið er. Við erum öll tjúlluð, ef út í það er farið. — Húbert? Hann leit snöggt á hana og síðan undan. — Húbert? Ha<nn hristi höfuðið einbeitn- islega- Ég ætla að leggja rriig. Hann smeygði sér framhjá henni og gekk til dyra. Þar sneri harnn sér við og leit á hana. Hún stóð með klút í hendinni og horfði á hanh. Hún var svo lítil og það gerði hann reiðan. Er ég eins og dvergur í sirkus, eða hvað? Hún átti ekki með að horfa svona á fiann — eins og hún væri lítið bam- Hann vissi að hún ætlaði að fara að gráta og ef hann yrði kyrr, myndi hann líka fara að gráta. Fjandinn! Fjandinn. Hann lét hana standa þama og skellti á eftir sér. Fjandinn! sagði hann upp- hátt. Hann hljóp yfir ganginn og inn í stofuna, sem var næstum aldrei notuð. Um leið fann hann lykt af bóni og hinu eilífa ryki úr stóra, bólstraða sófanum. Þama .var heitt inni, gluggarn- ir lokaðir, og sólin skein inn megnið af deginum. Það var hvítt og bja<rt út við gluggann, en inni var dimmt, veggfóðrið brúnt og húsgögnin dökk og gólfið dökkt, og teppið dökkt- Það var eins og rökkur í ki’rkju — en allt fallegt Pg vel hirt. Þegar hann var með mislingana og það varð að vera dimmt uppi í herberginu hans, vegna þess að þau héldu að ljósið væri slæmt fyrir augun, þá hafði það verið næstum eins og héma- Þá gat hann ekkert gert af því sem hann átti að gera. Það va<r ró- legt. Hann þurfti ekki að hugsa. Hann stóð á miðju gólfi. Hann var þreyttur og veikburða — rétt eins og hann væri aftur kom- inn með mislingana. Svo dró ský fyrir sóíina og skínandi hvita blæjan fyrir gluggunum varð aftur að venjulegum netglugga- tjöldum- Húbert andvarpaði. Hann átti ekki að vera reiður út í Elsu. Þetta var ekki henni að kenna. En ef þau hefðu bara hringt í einhvepi — þótt ekki væri nema Halbert gamli. Það var alveg ómögulegt að grafa lík í garðinum. Lík — það var mamma. Húbert féll á kné- Ó, guð, sagði hann. Láttu mig ekki gleyma mömmu — gerðu það! 4832 — Björgunarhringur getur. auðveldlega týnzt, það er eng- in ástæða til að óttast strax hið versta. Þeir halda áfram leitinni. Flugvélin sem flaug svo lágt yfir þá áðan fór í suðurátt. Þeir sjá sífellt ný og ný skip á radarnum, en reynast alltaf vera einhver önnur en Ethel II. — Nú sér Þórður á radarnum punkt á hraðri hreyfingu .... Þettai hlýtur að vera flugvél. Og þama, beint und- ir er annar punktur, mjög daufur Flugvelin fer greinilega í hring fyrir ofan hann .... Þeir stefna þegar beint þangað. TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" IINOARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 21240 SlMNEFNf t SURETY Auglýsíngasími Þjóðviljans er 17500 ....... / -. -...................... 9- Það var ékkert tunglsljós. Jarðvegurinn við húsvegginn, þar sem liljukonvallamir uxu, var grýttur og harður. Ka<nnski gat ekkert þrifizt þar nema liljukonvallar. Uðinn síðdegis hafði vætt efsta moldarlagið og það hafði verið auðvelt að grafa fyrst í stað. En nú var sama hvemig hann ýtti á skófluna, hún gekk ekki niður nema um eina eða tvær tomm- ur- Það var eýis og hörð jám- stöng þrýsti á herðarnar á Hú- bert meðan hann var að grafa. Hann stóð í grunnri dældinni og þrýsti skóflunni niður- Hann sparkaði á hana til að koma henni neðar og lyfti vesælli moldarhrúgu og fleygði henni til hliðar. Niður, spa<rka, upp aftur- Niður, sparka, upp aftur. Hann hirti ekki um að telja lengur. Beinir svartir staurar — fótlegg- ir systkinanna — stóðu kringum hann meðan hann gróf, en hann tók ekki eftir þeim heldur. Fyrir löngu hafði hann dreymt að hann stæði á háum hamri og ekkert var fyrir neðan hann nema myrkur — ekki syfjulegt myrkur eins og þegar ljósið var slökkt 'upp á lofti, heldur ískalt myrkur sem maður datt f gegn- um- Hann hafði verið hræddur. Þegar hann hafði vaknað hafði hann haft undarlega æsta, harða kennd milli fótanna- Og nú, meðan harnn rak skófluna niður og lyfti henni upp, fékk hann aftur þessa tilfinningu. — Niður, sparka, upp aftur — smám sam- an urðu hann og skóflan eins og ein heild, heild sem sótti kraft í þennan harða ' slátt í honum miðjum. — Uss! sagði einhver þegar skóflan slóst við stein. Hann hélt áfram að grafa. Það var sagt, að ef grafið væri riógu djúpt, kæmi maður upp í Ástr- alíu. Niður, sparka, upp aftur — Ástralía- Hárið límdist við ennið og hann fann sína eigin 6vitalykt- Hann ætlaði að kom- ast þangað — til Astralíu. Þegar ein hliðin hrundi, tók hann ekki bátt i almennum andvörpum, heldur réðst á nýja moldarhaug- inn. Titringurinn í handleggjun- um og stirðleikinn í úlnliðunum var ekkert á móts við Ástralíu sem barðist um innan í honum- — Hvað erum við búin rflfeð mikið? Við skulum gá. Húbert var að lyfta mold upp, og geislinn frá vasaljósi Jimin- ees hitti hann beint í augun. Hann deplaði þeim ofsalega og geislinn færðist neðar. Húbert starði á grunna gröfina, ójafna að utanverðu og illa grafna. — Þetta hljóta að vera ein tvö fet, sagði vongóð rödd. Húbert hristi höfuðið með sjálfum sér. • Moldin var full af sléttum, brúnum götum eftir steinana sem losnað höfðu. Eins og bstur með götum, hugsaði hann. Þau hlutu að hafa verið að klukkrustundum saman og voru ekki búin með meira! Slátt- urinn innaní honum minnkaði smám saman. — Ég á að taka við, Húbert, sagði Elsa. Hann rétti henni skófluna og klifraði uppúr holunni. Hann verkjaði svo í fætuma, að hann gat naumast beygt þá- Hann rétti úr sér og stóð spölkorn frá hinum- Jiminee slökkti á vasa- Ijósinu. Það var farið að rigna. Húbert lyfti andlitinu, svo að regnið félli framanf hann. Það kældi svitann við hársrætumar eins og smá hönd væri lögð á enni hans. Það var alveg logn og regnið var svb smágert, að það féll hljóðlaust. Hið eina sem heyrðist var andardráttur Elsu og urgið í skóflunni og hljóðið þegar nýja moldin féll í hrúguna hjá gröfinni- Hann kreppti hnef- ann og fann að það var að kóma sigg í lófa hans undir óhreinind- unum. \ Garðurinn var fullur a<f svört- um, þungum verum sem tútnuðu út og rýmuðu meðan hann horfði á þær. Laufkrónur trjánna voru svo þéttar, að þær huldu grænleitt neon-ljósið hinum meg- in við girðinguna og það féll aðeins daufur bjarmi á efstu blöðin í krónunum. Hann fann þef af votum berki og reyndi að muna hvernig þarna var á dag- inn. Halbertshjónin vom háttuð fyrir löngu, og gluggarnir neðar í götunni voru dimmir. Allir voru sofandi nema þau. Garðurinn var eins og risastór, dimm hola. Myrkrið huldi þau, en það veitti þeim enga huggun- Hann hejTði hvíslið í Elsu að neðan. Þið fjögur getið fari inn. Ég kem inn þegar ég er búin og þá getur sá næsti farið út. Hann gekk frá gröfinni og elti þau hin með semingi. Þegar Dunstan kveikti ljósið í eldhús- inu, deplaði hann aftur augun- um. Ekkert þeirra ha<fði neitt að segja. Þau stóðu þama bara og hendurnar héngu niður með SKQTTA 670x15 kr. 1.070,— kr. 148,— 820x15 kr. 1.500,— kr. 150,— 500x16 kr. 625,— kr. 115,— 650x20 kr. 1.900,— kr. 241,— 750x20 kr. 3.047,— kr. 266,— Hárgreíðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 ITI hæð r(lyftaT SÍMI 24-6-16. P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968. DÖMUR Hárgreiðsla við allra hæfi tjarnarstofan Tjaraargötu 10. Vonarstrætis- megln — Síml 14-6-62. engin ferd án fyrir- hyggju þórður sfóari

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.