Þjóðviljinn - 21.09.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.09.1966, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. september 1966 — ÞJÓÐVELJINN — SÍÐA 2 Mjög harður bardagi háður Búizt við harðnandi átökum rétt við mörkin í Vietnam kynþátta í Bandaríkjunum Aðvaranir leiðtoga blökkumanna eítir að öldungadeild Bandaríkjaþings neitar að ræða mannréttindafrumvarp Barizt var um þorp aðeins 8 km frá friðlýsta svæðinu við markalínuna — Loftárás nálægt landamærum Kína SAIGON 20/9 — Stríðið í Vietnam er að færast nær marka- línunni við 17. breiddarbauginn sem skiptir landinu og hefur það vakið grun um að fótur sé fyrir fréttum um að bandaríska herstjómin hafi þegar gert áætlanir um inn- rás í Norður-Vietnam. Bandaríska vikuritið „News- week" hefur tvívegis skýrt frá því að slík innrás væri í undir- búningi og hefðu líklegir inn- rásarstaðir þegar verið valdir. Voru þrír nefndir, sá syðsti við Ba Don, um 100 km fyrir norð- an markalínuna. Þegar sveitir úr landgönguliði bandaríska flot- ans voru settar á land rétt fyrir sunnan markalínuna nú fyrir skömmu var þess víða getið til að landgangan hefði verið aef- ing undir hina fyrirhuguðu inn- rás í Norður-Vietnam. Landgönguliðinu hefur undan- farna daga verið veitt harðn- andi viðnám og í dag kölluðu landgönguliðar á aðstoð stór- skotaliðs og flugvéla þegar sleg- ið hafði í harðan bardaga með þeim og þjóðfrelsishermönnum (sem Bandaríkjamenn kalla að vísu norðurvietnamska her- menn) við þorpið An Dinh sem er aðeins eina átta km frá frið- lýsta svæðinu fyrir sunnan Gromiko og Ru$k munu ræðast við NEW YORK 20/9 — Andrei Gromiko, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, sem kominn er til New York að sitja þing SÞ og Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, munu ræðast við á fimmtudaginn, þegar Ruskhef- ur boðið Gromiko til kvöldverð- ar. ------------------------- Samdráttur í bílaiðnaði Breta BIRMINGHAM 19/9 — Sam- dráttur gerir vart við sig i brezka bílaiðnáðinum vegna „bjargráða" stjórnar Wilsons sem brezka þingið samþykkti í júlí. Þau bjargráð áttu fyrst og fremst að bæta gjaldeyrisstöðu Breta og þykir hlálegt að þau skuli þegar í stað bitna á einum helzta út- flutningsatvinnuvegi þeirra. Brit- ish Mctor Corporation stytti í dag vinnutíma þriðjungs þeirra 102.000 verkamanna sem hjá félaginu starfa og ætlunin erað segja mörgum þúsundum þeirra upp starfi á næstu vikum. markalinuna. Bardaginn stóð í sjö klukkustundir og segjast Bandaríkjamenn að lokum hafa náð þorpinu á sitt vald, og hafa þá fundið þar 53 fallna „norð- 'urvietnamska" hermenn. Bandaríkjamenn gerðu í dag loftárásir á tvö skotmörk á frið. lýsta svæðinu sunnan markalín- unnar. Friðlýsta svæðið er tíu km breitt belti, fimm km hvor- um megin markalínunnar. Loftárásir nálægt Kína Bandaríkjamenn segjast hafa valdið miklu tjóni' í loftárásum á Norður-Vietnam í dag. ■ Ein flugvél þeirra, F-105 Thunder- chief, var skotin niður. Sagt er í Saigon að flutninga. lest á leiðnni frá Hanoi til Kína hafi verið gereyðilögð í loftárás í dag, og önnur árás var gerð á Ninh Binh-járnbrautina fyrir sunnan Hanoi. WASHINGTON 20/9 — Leiðtogar mannréttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum lýstu í dag einhuga von- brigðum sínum vegna þess að öldungadeild Bandaríkja- i þings hafði samþykkt að taka ekki aftur til meðferðar í ár | mannréttindafrumvarpið sem á að trygg’ja öllum jafnan j rétt til búsetu, og kváðu ákvörðun deildarinnar geta orðið til að magna enn kynemisóeirðirnar. v Áætlunarflug frá Pærís fil Kína PEKING 20/9 — í dag hófst reglulegt áætlunarflug milli V- Evrópu og Kína, þegar flugvél Air France frá París lenti á flug- vellinum í Sjanghaj. Surveyor 2. "ernú /7 „Lifi lýðw«ldið“. hrópað að Júlíönu HAAG 20/9 — Hópur unglinga, hinna svonefndu „provos“, gerði í dag hróp að Júlíönnu Hollands- drottningu þegar hún ók tilþing- hússins í Haag í dag til að setja þingið. Unglingamir hrópuðu „Lengi lifi lýðveldið" og létu þannig í ljós óbeit sína á hin- um þýzkættaða eiginmanni Beat- rixu krónprinsessu, en þauvoru í sama bíl og drottningin. Indónesía sækir um uppföku í SÞ t NEW YORK 19/9 — Indónesía sótti í dag formlega um endur- upptöku í SÞ. Landið sagði sig úr samtökunum í janúar í fyrra þegar Malasía fékk fblltrúa í Öryggisráðinu. Indónesíustjóm segist vilja eiga fulltrúa á- alls- herjarþinginu sem hefst í New York á morgun. Á að lenda á miðju tunglinu eftir 63 stunda geimferð og senda þaðan þúsundir ljósmynda KENNEDYHÖFÐA 20/9 — Bandaríkjamenn skutu í dag frá Kennedyhöfða ný.ju tunglfari „Surveyor 2.“ sem eins og fyrirrennari þéss á að lenda hægri lendingu á tunglinu og senda þaðan myndir til jarðar. Fyrstu fréttir af „Surveyor 2.“ voru þær að tunglfarið hefði farið á rétta braut og myndi væntanlegt á ákvörðunarstað á miðri aðhverfu tunglsins eftir 63 klukkustunda ferð um geim- inn. Ætlunin er að lenda þar sem heitir Sinus medii, eða Mið- flóinn, um 1.300 km austar en „Surveyor 1" lenti 2. júní s.l. • Minnstu munaði í dag að geimskotið myndi misheppnast. Aðeins þreihur mínútum áður en tunglfarið átti að hefja för sína uppgötvaðist að þrýstingur var minni en vera átti í elds- neytisgeymum burðareldflaúgar- innar sem var af Atlas-Centaur- gerð og var skotinu þá frestað. Það mátti ekki dragast meira en 36 mínútur og eldflaugin fór Sænskir ungkratar gagnrýna rkarlaveldið" í fíokknum á loft þegar aðeins 0,176 sek- únda var eftir af þeim tíma eða kl. 12.32 að ísl. tíma. Ef lendingin gengur að ósk- um er ætlunin að lyfta „Sur- veyor 2.“ og færa það til, en taka síðan myndir af lendingar. staðnum. Af þeim myndum væri hægt að ráða nákvæmlega hve djúp förin væru eftir tunglfarið á lendingarstaðnum. Þeir kölluðu samþykkt öld- ungadeildarinnar uppgjöf fyrir kynþáttami.sréttinu og sögðu að deildin hefði með samþykktinni beinlínis hvatt til nýrra óeirða. Martin Luther King sagði að þeir sem fellt hefðu að taka fyr- ir frumvarpið hefðu veitt þeim sem vildu beita valdi í mann- Þing SÞ sett í New York í gærkvöld NEW YORK 29/9 — 21. allsherj- arþing Safneinuðu’ þjóðanna var sett í aðalstöðvunum í New York í kvöld að viðstöddum fulltrúum frá öllum 117 aðildarríkjunum. Forseti þingsins var einróma kjörinn Abdul Rahman Pazhwak frá Afganistan, enda var hann einn í framboði. Þetta er talið munu verða eitt áf mikilvæguscu — og erfiðustu — þingum sam- takanna, bæði vegna versnandi heimsástands út af Vietnamstríð- inu og þéss að kjósa þárf riýjan framkvæmdastjóra. réttindabaráttunni mikilsverðan stuðning- Hann kvaðst þó enn mundu halda fast við þá stefnu j sína að reyna að knýja fram umbætur án þess að beita valdi.1 — En ennþá fleiri munu nú 1 daufheyrast við orðum mínum, sagði King. Annar leiðtogi blökkumanria, ! Whitney Yong, sagði að afstaða öldungadeildarinnar hlyti' að magna enn átökin milli kynþátt- anna sem væru nógu alvarleg fyrir. Þetta nýja mannréttindafrum- I varp hafði áður verið afgreitt frá I fulltrúadeildinni og voru þá gerð- ar á því miklar breytingar sem drógu mjög úr ákvæðum þeim sem tryggja áttu blökkumönnum rétt til að búsetja sig hvar sem þeir óskuðu. öll einbýlishús og fábýlishús voru undanskilin og er -reiknað með að eins og frum- varpið kom til öldungadeildar- innar nái það aðeins til um 40 prósent af íbúðum í Bandaríkj- unum. Mike Mansfield, leiðtogi Demó- krata í öldungadeildinni, sagði í Líkið af Banda- ríkjamanni sem hvarf í ágúst Eins og sagt var frá í Þjóð- viljanum í gær fannst lík í fyrra- dag. Lögreglan á Selfossi bað lögregluna í Reykjavík aðsækja líkið sem var um 100 m aust- ■ur af Litla Meitli. . » Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunr.ar er nú upplýsc að líkið var af 25 ára gömlum Bandaríkjamanni, William Whit- low. Hafði hann verið hér á landi í eitt ár er hann hvarf 11. ágúst sl. dag að gagnslaust myndi vera að reyna að fá frumvarpið tekið fyrir aftur í deildinni á þessu ári, en sagði að reynt yrði að fá það samþykkt á næsta ári- Frumvarpið var fellt í öldunga- deildinni af þingmönnum Demó- ki-ata frá suðurríkjunum og Repúblikana i sameiningu. Kröf- una um jafnan rétt til búsetu ber nú hæst í mannréttindabaráttu blökkumanna í norðurríkjunum, enda er um að ræða eitt mesta þjóðfélagsvadamál sem Banda- ríkjamenn eiga yfirleitt við að etja. Sem dæmi er riefnt að £ Washington sem heyrir beint undir stjórn þingsins er nær öll- um blökkumönum sem eru um 60 prósent af íbúum höfuðborg- arinnar hrúgað saman í fjölbýl- ishúsum í austurhluta hennar. um bardaga á Jövu DJAKARTA 20/9 — Hersveitir indónesísku stjórnarinnar háðu í dag harðan bardaga við vopnaða sveit kommúnista og náðu ásitt vald einni miðstöð þeirra á Mið- Jövu, að því sagt er í Djakarta. Þetta er fyrsta fréttin í marga mánuði af voþnaviðskiptum milli stjórnarhersins og kommúnista i Tndónesíu. Nuuðunguruppboð annað og síðasta, fer fram á húseigninni nr. 27 við Skip- holt, hér í borg, þingl. eign Lárusar G. Lúðvíkssonar og Hamrahlíðar hf., til slita á sameigninni, á eigninni sjálfri, laugardaginn 24. september 1966, kl. 2,30 síðdegis. • ( Borgaríógetaembættið í Reykjavík. Skrifstofustúlku Skrifstofustúlka óskast nú þegar. — Upp- lýsingar í skrifstofunni. SKIPAUTGERÐ RÍKISINS //' STOKKHÓLMI 20/9 — Hinn mikli ósigur sósíaldemókrata í bæjar- og sveitarstjómakosning- unum í Svíþjóð á sunnudaginn þegar þeir urðu fyrir mesta' fylg- istapi sínu í þrjátíu ár hefur orð- ið til að magna óánægju flokks- manna með forystu flokksins. Þetta á ekki hvað sízt við um unga flokksmenn- Formaður æskulýðssamtaka flokksins. Yng- var Carlsson. hvatti í gær til þess að forysta flokksins og ekki hvað sízt ríkisstjórnin yrði end- umýjuð og yngd upp. Ungir sós- íaldemókrat.ar hafa lengi kvart- að yfir „karlaveldinu“ sem liggi HUNANGSGULT“DÖKKGUÆNT"GULTOKKUR LJÓMAGULT BKÍMIIVÍTT eins og mara á flokknum og st&rfi hans. Erlander forsætisráðherra svar- aði þessum ummælum Carlssons með því að benda á að i ríkis- ; stjórninni ætti sæti Olof Palme j samgöngumálaráðherra sem Væri j aðeins 39 ára gamall og einn af j yngstu ráðhermm í Evrópu. Er- lander kvaðst þó vera fús að ræða kröfuna um að ungum mönnum yrði hleypt í ríkisstjórn- ina á þeim fundum sem nú hafa verið boðaðir í landsstjóm flokksins og þingflokknum. Með- alaldur í stjórn Erlanders er tæp 53 ár. i /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.