Þjóðviljinn - 21.09.1966, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. september 1966 — ÞJÓÐVILJlNN — SÍÐA g
ið er að fyrstu hústmum í
þorpinu, eru moldarhaugar og
jarðrask langt í sjó fram. í>ar
frammi á uppfyllingunni á
líka helmingurinn af peninga-
lyktinni upphaf sitt úr siromp-
um nýrrar síldarvcrksmiðju
Alla ríka og þeirra íélaga.
Þessi verksmiðja komst í gagn-
ið í sumar og nú geta Eskfirð-
ingar breytt 5000 málum af
síld í mjöl, lýsi og lykt á ein-
um og sama sólarhring. Og til
þess að ekki þurfi að treysta
um of á daglegan landburð af
hráefni, hafa báðar verksmiðj-
urnar 5000 tonna þróarrými
samanlagt. í sumar og fram í
septemberbyrjun höfðu þær
tekið á móti um 30.000 tonnum
af hráefni, samsvarandi 300.000
tnrtnum til glöggvunar fyrir þá,
sem enn hafa ekki samræmt
tonrrrn og síldveiðamar.
Framtíðarhöfn
En ef við stöldrum við jarð-
raskið og moldarhaugana, vél-
skóflumar og jarðýturnar, þá
er verið að gera framtíðar-
höfn kauptúnsins einmitt hér.
Hér á að koma heilmikil upp-
fylling, bátakví og aðstaða til
að losa og lesta skip. Með upp-
fyllingunni, sem er geysivíð-
áttumikil á okkar mælikvarða,
fá Eskfirðingar loksins lang-
þráð undirlendi. Þarna á að
verða aðal athafnasvæði þorps-
ins í framtíðinni, en trúlega
verða söltunarstöðvarnar kyrr-
ar á sínum gömlu stöðum um
ófyrirsjáanlega framtíð. Nú
sem stendur eru þær fimm
talsins. Allar í eigu staðarbúa,
nema hvað utanaðkomandi að-
ilar em hluthafar í einhverjum
þeirra. Venjulega eru það út-
gerðarmenn og með því er aft-
ur tryggt að viss hluti báta-
flotans leitar þangað fremur
en eitthvað annað. Þessu til
viðbótar er svo hraðfrystihús
á staðnum. Það er starfrækt
af sömu aðilum og bræðslurnar
og reyndar er því svo varið.
að hraðfrystihúsið er talið
eigandi þeirra. Kostnaðaráætl-
un nýju hafnarinnar er 45 milj-
ónir króna.
Fjör í útgerðinni
Og á Eskifirði er mest fjör-
ið í útgerðinni austanlands, ef
Neskaupstaður er talinn frá.
Þaðan eru gerðir út fimm stór-
ir bátar og tveir litlir. Stóru
bátarnir sinna sér í lagi síld-
veiðunum, en í vetur leið var
tveim þeirra haldið út til J)orsk-
veiða við suðausturlandið og
gekk vel. Fiskinum lönduðu
þeir heima og skapaðist af ])ví
ómetanleg atvinnubót yíir
dauðasta tímann. Ekki verður
heldur sagt um Eskifjarðarbát-
ana að þeir liggi' í láginni, þeg-
ar lesnar eru síldarfréttir. Jón
Kjartansson undir skipstjórn
Þorsteins Gíslasonar varð hæst-
ur í fyrrasumar og í sumar er
hann næst hæstur. Af öðrum
bátum, sem gert hafa garðinn
frægan, má nefna Krossanes
og Hólmanes og Guðrúnu Þor-
kelsdóttur og þá er ekki úr
vegi að geta þess, að undanfar-
in sumur hafa Eskfirðingar
gert út minnsta síldveiðibátinn,
Eini litla. Nú hefur hann ver-
ið seldur til Hornafjarðar og
er í sumar gerður þaðan út.
Varanleg
gatnagerð
Þegar komið er inn í þorpið
á móts við hraðfrystihúsið. er
gatan lokuð og vegfarendum —
öðrum en gangandi — vísað
upp í hliðargötu. í sumar hafa
staðið yfir framkvæmdir við
varanlega gatnagerð og er þeg-
ar búið að steypa álitleean götn-
spotta. í snœar er áætlað að
Ijúka 200 metrum af* 12 metra
breiðri akbraut og hólda síðan
áfram í áföngum. Að sjálfsögðu
munu slíkar framkvæmdir
stuðla nð gerbreytlum bæjar-
brag og yfirbragði öllu.
Ekki væri þó öllu til skila
haldið, ef ekki væri minnzt á
Netagerð Jóhanns Clausens. Á
sjávarbakkanum skáhallt fyrir
ncðan og ulan barnaskólann,
heíur hann bækistöð í báru-
járnshöll, þeirri veglegustu
sinnar tegundar á Austfjörð-
um og með turni upp úr, en
brygídu fram af.
Barnaskólinn er aftur gam-
alt hús og ekki hátt. Það var
reist um aldamótin síðustu, en
hefur verið endurbætt síðan.
Yfir því er einhver blær, sem
síldin hefur ekki breytt. Guði
sé lof.
Staðið í stór-
ræðum
Að sjálfsögðu stendur hrepps-
félagið í stórræðum, öðrum en
gatnagerðinni. T.d. er nú verið
að byggja 6 íbúðir til útrým-
ingar á heilsuspillandi húsnæði
og ennfremur stendur það í
hinni óhjákvæmilegu stækkun
á vatnsveitu. Þenslan í síldar-
útveginum hefur skotið vatns-
veitunni ref íyrir rass, Jiar eins1-
og víðar. En á Eskifirði hefur
allt farið með friði.
Einstaklingar og fyrirtæki
standa í byggingunum. Lands-
bankinn er að byggja yíir aur-
ana sína og Kaupfélagið ofan
á búðina sína og einstaklingar
ofan yíir sjálfa sig. Póstur og
sími eiga nýtt og vandað hús
við aðalgötu bæjarins og þar
við hliðina er nýr læknisbú-
staður, sem tckinn var í notk-
un nú í sumar. Þar er apó-
tekið einnig til húsa og í íram-
tíðinni er ætlunin að hægt
verði að hafa þar tvær sjúkra-
stofur. Einskonar vísi að
sjúkrahúsi. Við hliðina á
' læknábústaðnum er félagsheim-
ilið, myndarlegt hús, en Jxi ekki
nema hálfbyggt. Seinni áfangi
er nú í smíðum og verður von-
andi lokið von bráðar. í þeim
hlutanum, sem fullgerður er,
eru haldin böll og sýndar kvik-
myndir, en þegar húsið er full-
gert skapast aðstaða fyrir fjöl-
breytta félagsstarfsemi.
Kaupstaður 1786
Eskifjörður var einn af sex
stöðum á landinu, sem hlutu
kaupstaðarréttindi með auglýs-
ingu þ. 18. ágúst árið 1786
(um leið og Reykjavík). Hins-
vegar er mér því miður ekki
kunnugt um hvernig og hve-
nær staðurinn var „degrader-
aður“ niður í kauptún. Þar
hafði vcrið óstöðug verzlun til
ársins 1803, en varð óslitin
síðan. Fyrsta „borgarabréfið"
var geíið út þ. 12. apríl 1788
til herra Niels Örum kaup-
manns, sem þá hnfði keypt
konungsverzlunina í Slóru-
Breiðvík, sem er nokkru ut-
ar á Reyðarfjarðarströndinni.
Örum þessi hefur þá að öllum
líkindum verið annar hclming-
urinn af hinum illræmdu Örum
og Wullf, sem verzluðu m.a.
á Djúpavogi og okkur eru
kunnir úr skáldskap.
Sýslumaður situr á Eskiíirði
og hefur gert það allt síðan
árið 1853 og læknissetur hefur
kauptúnið verið síðan 1860. Af
öðrum vörðum á vegi kaup-
túnsins á leiðinni til dagsins
í dag má nefna þessar: Þar var
fullgerð raímagnsveita til ljósa
árið 1911 og var það íyrsta
• vatnsvirkjunin til raímagns-
íramleiðslu til almenningsþarfa
í heilu sveitarfélagi. Símasam-
band við útlönd komst á árið
1906, sama árið og sæsíminn
var lagður. Það var einkalína
kostuð af Þórarni Tuliníusi
kaupmanni í Kaupmanriahöfn.
en hann varð aftur aJttfaðir
Tuliníusanna og sýslumenn af
þeirra stofni hafa um langt
skeið setið Eskifjörð og Suður-
Múlasýslu. Fríkirkja var byggð
á Eskifirði árið 1884 og stóð
fram á síðari styrjaldarárin, en
þá var hún rifin. Þjóðkjxkjan
var heldur seinna á ferðinni
og reisti sitt hús yfir gr»ð árið
1900, sem stendur enn. Stór-
viðburður í peningamáljum varð
árið 1918, Jregar Landsbanki ís-
lands stofnsetti útibú. á Eski-
firði. Það er enn annar aðal-
bankinn á Austfjörðlum. Hinn
er útibú Útvegsbankams á Seyð-
isfirði. (í Neskaupstað er starí-
andi sparisjóður).
í dag er engirai Örum á
Eskifirði og heldur enginn
Wullí. Tvær aða?verzlanirnar
eru starfræktar af neytendum,
Pöntunarfélag Eskfirðinga stofn-
sett 1933 og Kaupfélagið Björk
stofnsett 1935. Að vísu stend-
ur enn eitthvað -af hinum gömlu
verzlunarhúsum, en illþekkjan-
leg og enginn sómi sýndur.
Fulltrúi einkaframtaksins í
verzlunarmátum er Elís Guðna-
son með sérverzlun í rafmagns-
vörum.
Á Eskifirði er eitt hótel og
tekur að mig minnir þrjá næt-
urgestL Svo er þar veitinga-
stofan Nýborg niðri við sjóinn
með „jukebox" (glymskratta)
og ölveitingar. Þar inni hefur
mér verið næst að halda að ég
væri kominn í eina af slakari
hafnarknæpum Hamborgar, en
„gestimir“ reyndust allir innan
16 ára aldurs fljótt á litið.
„Bartenderinn" var á svipuðu
reki, en að sjálfsögðu þarf
ekki að taka fram, að þarna
voru engar vínveitingar, né
heldur vín haft um hönd svo
ég sæi í örstuttu innliti.
Hreppamörkin
Nú er komið að því, sem
er viðkvæmast allra mála á /
Eskiíirði og það er hvorki t
meira né minna en sjálfur
hreppurinn og takmörk hans.
Kaupstaðurinn írá 1786 varð
að láta sér lynda að vera skip-
að land úr Reyðarfjarðarhreppi
árið 1907. Eskifjarðarhreppur,
eða eí menn vilja heldur kalla
það kauptún, á nú lar»d írá
innstu mörkum byggðar í ])orp-
inu út á svokallaða Mjóeyri,
sem er svo að segja við yztu
mörk þorpsbyggðarirmar. Þar
hagar svo til að lág sandeyri
gengur fram á íjörðínn og er
að mestu þakin tunnustöílum,
item hróíatildri til að tjalda
á yfir þá ef sólin skyldi taka
upp á því að skína.
Utan við Mjóeyrina tekur
Helgustaðahreppur við. Esk-
íirðingar eru i sjálfu sór ekkert
sólgnir þangað, þó að silfur-
bergið liggi í fjallinu ein-
hversstaðar úlmeð. Samkvæmt
öllum lögmálum ætti vöxturinn
að verða inneftir íirðinum, inn
á undirlendið. en það tilheyrir
Reyðarf j arðarhreppi.
Svona er Eskifjörður innikró-
aður á milli tveggja hreppa og
á sór enga útþenslumöguleika,
aðra en upp á við. Ástnndið
er meira að segja svo slæmt,
að á sínum tíma gáfu Reyðfirð-
ingar Eskfirðingum land undir
kirkjugarð!
Þannig deyja Eskfirðingar
inn í Reyðarfjörð nauðugir
viljugir, en ekki hef cg heyrt
þess getið að þeim hafi orðið
það að bcinum sálarháska,
enda Eskfirðingar íslendingar,
þegar allt kemur til alls svona
rótt álíka og Vestmnnnaeying-
ar.
Eskfirðingar hafa staðið í
samningamakki undanfarið til
að fá hreppamörkunum brcytt,
en þar hefur lítið gengið í sam-
komulagsátt. Sennilega vilja
Eskfirðingar fá of mikið, en
Reyðfirðingar gefa kost á of
litlu, en þarna erum við Þjóð-
viljalesendur komnir á hálan
ís og því öruggast að leita
lands.
★
Að síðustu vil ég þakka þess-
■ um mönnum: Ragnari Þor-
steinssyni kennara fyrir sögu-
legar upplýsingar, Alfreð
Guðnasyni vélstjóra fyrir upp-
týsingar um atvinnulíf og fram-
kvæmdir yfirleitt og Guðjóni
Jónssyni kennara fyrir að koma
mér í færi við þessa menn.
Nýja síldarvcrksmiðjan hans Alla ríka stcndur á nýja hafnarsvæðinu.
Landað úr aflaskipinu Jóni Kjartanssyni í hcimahöfn.
* !
‘ * . > K\
1 sumar hefur verið unnið að varanlegri gatnagerð í þorpinu.
wv-m % "Vt
Mikið er byggt bæði af cinstaklingum og opinberum aðilum.
m$m
.
‘