Þjóðviljinn - 22.09.1966, Blaðsíða 1
Þing brezkra Frjálslyndra
hafnaði stuðningi við Nato
Sjá síðu 0
Öryrkjabandalagið
reisir íbúðarhús
Myndin til hliðar er af líkani af þrem
átta hæða húsum sem Öryrkjabandalag ís-
lands hyggst reisa. Einnar hæðar bygging
tengir húsin saman.
Fyrstu skófiustunguna tók félagsmálaráð-
herra Eggert Þorsteinsson í gærdag, en hús-
in verða norðan Laugavegs, milli Laugar-
nesvegar og Kringlumýrarbrautar.
Félögin sem standa að Öryrkjabandalag-
inu eru 7 og verða það því ýmsir hópar ör-
yrkja sem munu búa í húsunum.
Sjá frétt á baksíðu.
Vanskil Reykiavíkurborgar
Framkvœmdir
á 2
□ Hin stórfelldu vanskil Reykjavíkurborgar hafa
þegar tafið og eru að stöðva framkvæmdir á nýju
byggingarsvæðunum í Fossvogi og Breiðholti. Lóðir
sem áttu að vera tilbúnar í ágúst og september
eiga enn langt í land, og byggingarframkvæmdirnar
míklu í Breiðholti, sem um var samið við verk-
lýðsfélögin og áttu að hefjast í haust, munu ekki
geta hafizt fyrr en á næsta ári.
Gatnagerð og holræsi voru boðin út í þessum nýju hverfum, og
voru gerðir samningar við fjögur verktakafyrirtæki, tvö á hvorum
stað. Borgarsjóður hefur hins vegar ekki staðið í skilum við þessi
fyrirtæki og mun nú skulda þeim miljónir króna. Af þessum á-
stæðum hafa fyrirtækin komizt í vandræði og dregið úr fram-
kvæmdum sínum; hafa vanskilin gerjgið svo langt að verkamenn
hafa ekki fengið kaupgreiðslur á útborgunardögum. Þegar svo er
komið leita verkamenn að sjálfsögðu annað.
Heimta tryggingu
Þegar samið var við verktakafyrirtækin urðu þau að leggja
fram bankatryggingu til þess að öruggt væri að þau stæðu við
skuldbindingar sínar, og nam hún 10% af samningsupphæðinni.
Nú munu verktakar hafa við orð að bindast samtökum um að
heimta bankatryggingu frá Reykjavíkurborg eftirleiðs ef samn-
ingar eiga að takast svo að neyðarástandið frá því í sumar endur-
taki sig ekki. Gefur raunar auga leið að vanskil af þessu tagi rýra
Veiði 83ja skipa í fyrradag
alls rúmlega 7542 lestir
stórlega traust höfuðborgarinnar og valda því að verktakar verða
ekkl áfjáðir í að bjóða í verk á vegum Reykjavíkur og gera hag-
kvæm tilboð í þau. Mun leitun á höfuðborg í víðri veröld sem
telur slík vanskil samræmast sóma sínum.
Vöðsett útsvör!
Ástæðan fyrir hinni stórfelldu fjárþurrð er hamslaus sóun í-
haldsins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, þegar ekkert var til
sparað að reyna að vígja eina framkvæmdina af annarri. Var þá
eytt miljónum og miljónatugum í óhagkvæmar sýndarframkvæmd-
ir. í því skyni hagnýtti Reykjavíkurborg lánstraust sitt í bönkun-
um til hins ýtrasta og mun í rauninni hafa veðsett bönkunum út-
svarsgreiðslurnar fram eftir ári. Þess vegna halda vanskilin enn
áfram, þótt verulegur hluti af útsvörum þessa árs hafi þegar ver-
ið innheimtur.
® Neifuðu kvöldvinnu til þess að
reka á eftir ráðuneytisafgreiðslunni
á launamáium sínum
Ráðuneytið frestar
samt afgreiðslunni!
Síðastliðinn þriðjudag lögðu tæknimenn sjónvarps niður
vinnu kl. 5 og neituðu eftirvinnu. Er þetta gert til þess að
reka S eftir ráðuneytisafgreiðslu á launamálum tæknimanna
en frá 1. marz fengu hljóðvarpsmenn töluverða kauphækk-
un og krefjast sjónvarpsmenn slíks hins sama. Tillögur um
þessi mál hafa legið fyrir fjármálaráðuneytinu, en það ætl-
ar ekkert í málinu að gera að sinni. Þá hafa að sögn Péturs
Guðfinnssonar, sjónvarpsstjóra, átta tæknimenn sagt gtöð-
um sínum lausum frá 1. des. að telja og eru það menn sem
eiga í stappi við að korrtast ur 12. í 14. launaflokk.
„Þjóðviljinn“ sneri sér í gær
til Höskulds Jónssonar, deildar-
stjóra hinnar nýskipuðu Launa-
máladeildar - Fjármálaráðuneyt-
lsins, og spurðist fyrir um þessi
mál. Höskuldi fórust svo orð:
„í marz sl. þegar, mál sím-
virkjanna og símritaranna voru
á döfinni, gekkst ráðuneytið inn
á það, að símvirkjar yrðu hækk-
aðir úr 12. í 14. launaflokk, ef
þeir bættu við sig námskeiðum.
Sömuleiðis skyldu símritarar
hækka úr 12. í 13. launaflokk og
þetta gilti einnig um starfsmenn
í Gufunesi. Jafnhliða þessu var
í bréfi ráðuneytishjs til B.S.R.B.
sagt, að mál tæknimanna hjá
Raforkumálaskrifstofu, Flug-
málastjórn og Ríkisútvarpi yrðu
leyst á svipaðan hátt. Símvirkj-
Framhald á 7. síðu.
Alyktun miðnefndar Samtaka her-
námsandstæðinga um sjónvarpsmál
Hagstætt veður var á síldar-, Sigurbjörg OF
miðunum fyrra ,sólarhring og ] Mummi GK
voru skipin að veiðum á svip- ] Gullfaxi NK
uðum slóðum og undanfarna sól- Bjartur NK
arhringa. AIls tilkynntu 83 skip
afla, samtals 7.245 lestir.
Dalatangi:
Fróðaklettur GK 100 lestir
Guðbjartur Kristján ÍS 65 —
Sig. Jónsson SU. 120 —
Barði NK 120 —
Ólafur bekkur OB 70 — •
Gísli Árni RE • 150 —
Reykjanes G' 50 —
Lómur KE 80 —
Æskan SI 50 —
Sigurborg S1 130 —
Engey RE
; Jón Garðar GK
] Höfrungur III. AK
i Ingiber Ólafss. II. GK
Grótta RE
Eldborg GK
Bára SU
Hólmanes SU
Guðbjörg GK
Ófeigur II. VE
Einar Hálfdáns IS
Guðmundur Péturs IS
Guðrún Jónsd IS
Framhald
150 -
60 —
70 —
150 —
120 —
70 —
85 —
150 —
80 —
40 —
40 —
60 —
150 —
80 —
30 —
140 —
75 —
á .7. síðu.
□ Á fypsta fundi nýkjörinnar miðnefndar
Samtaka hernámsandstæðing'a voru eftirtald-
ir kosnir í framkvæmdanefnd samtakanna til
næsta árs: Árni Björnsson, cand. mag., Baldur
Óskarsson, rithöfundur, Gils Guðmundsson
alþingismaður, Heimir Pálsson, stud. mag., Ida
Ingólfsdóttir, fóstra, Júníus Kristinsson, stud.
mag., Loftur Guttormsson, sagnfræðingur.
Ragnar Amalds, alþingismaður, Sólveig Hauks-
dóttir, leiklistarnemi, Svavar Sigmundsson,
cand. mag.
Á þessum sama miðnefr.J-
arfundi var samþykkt svo-
félld ályktun um þau tíðindi,
sem fram hafa komið í sjón-
varpsmálinu:
Samtök hernámsandstæðinga
fagna því að ákveðið hefur
verið að takmarka útsending-
ar bandarísku sjónvarpsstöðv-
arinnar á Keflavíkurflugvclli.
Þessi ákvörðun er mikilsvcrð-
ur sigur í baráttu samtak-
anna gegn áhrifum herstöðva-
stefnunnar, þótt harma beri
hina lágkúrulegu frammistöðu
íslcnzkra stjórnvalda í sjón-
varpsmálinu.
Samtökin vekja athygli á
því, að ekki er allur vandi
sjónvarpsmálsins Ieystur með
þessari ákvörðun. Enn erekki
fullljóst, hversu haldbær hin
fyrirhugaða takmörkun Kefla-
víkursjónvarpsins verður
vegna Ioðins orðalags í yfir-
lýsingum herstjórnarinnar um
„næsta nágrenni" Keflavík-
urflugvallar.
Það er krafa samtakanna,
að sjónvarp Bandaríkjamanna
verði takmarkað við her-
stöðvar þeirra og þeim gert
að nota lokað kerfi fyrir her-
stöðina á Keflavíkurflugvelli
á sama hátt og nií er unnið
að fyrir herstöðina í Hval:
firði. Jafnframt er það krafa
þeirra, að takmörkun her-
sjónvarpsins gangi í gildi
strax og íslenzka sjónvarpið
tekur reglulega til starfa.
í því sambandi leggja sam-
tökin sérstaka áherzlu á, að
sem bezt verði vandað til
dagskrárefnis íslenzka sjón-
varpsins og unnið verði eins
hratt að útfærslu þess um
Iandið og auðið er.
Samtökin minna á, að eftir
sem áður er Bandaríkjaher
Iátið haldast uppi að starf-
rækja útvarpsstöð í íslenzkri
menningarhelgi, í trássi við
landslög.
1 því sambandi vilja sam-
tökin vekja athygli allra
iandsmanna á því, að rekstur
hins bandaríska sjónvarps og
útvarps er aðeins afsprengj
höfuðmeinsins: hinnar er-
lendu hersetu. Fyrirsjáanleg
takmörkun hins erlenda sjón-
varps mætti verða öllum þjóð-
hollum lslendingum hvatning
til að efla baráttuna gegn
bandarískum herstöðvum á
landi voru.