Þjóðviljinn - 22.09.1966, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 22.09.1966, Qupperneq 3
Fimmtudagur 22. september 1966 — ÞJÓÐVmiNN — SÍÐA J Þing brezkra Frjálslyndra hafnaði stuðningi við Nato Mikið hföp var gert að formanni flokksins þegar hann reyndi að verja framferði Bandaríkjamanna í Vietnam LXDNDON 21/9 — Til tíðinda dró á þingi Frjálslynda flokks- ins í Bretlandi í dag og urðu snörp átök milli yngri og eldri manna á þinginu, einkum út af afstöðunni til Atlanzþanda- lagsins. Þeim lyktaði svo að þingið felldi tillögur um að lýsa yfir stuðningi flokksins við Nato. Hinir yngri íulltrúar á þinginu sem höfðu sig mjög í frammi fengu knúið fram að tillagasem fordæmdi harðlega ákvörðun Frakka að segja slitið hernao- arsamvinnunni við ,önnur Nató- ríki var felld. Þeir höfðu einnig meirihluta, 374 atkvæði gegn 314, í atkvæða- greiðslu um tillögu flokksstjórn- arinnar sem lýsti yfir stuðningi flokksins við aðild Breta að Atlanzhafsbandalaginu. f tillög- unni var einnig haft orð á því að gera ætti umbætur á banda- laginu svo að önnur aðildarríki en Bandaríkin fengju aukin á- hrif. Eftir þá atkvæðagreiðs'lu tók flokksstjómin aftur tillög- una. Formaður æskulýðssamtaka Frjálslynda flokksins, George Kiloch, sagði að tillaga stjórnar- innar fæli í sér hvöt til flokk'- ins að leggja fram sinn skerf til að viðhalda kalda stríðinu. Fjórðungur stjórnarmanna gekk I lið með ungu fulltrþunum og nægði það til þess að tillaga stjórnarinnar var felld. Kiloch sem sjálfur á sæti í flokksstjórninni sagði að hún hefði ekki gert sér grein fyrir þeim breytingum sem átt hefðu sér stað í A-Evrópu. Hann tók fram að ungir Frjálslyndir hefðu stutt vestræna samvinnu meðan hún var nauðsynleg, en að þeir vildu ekki styðja tillögu sem væri þannig orðuð að ef John Foster Dulles heitinn hefði heyrt hana hefði hann dansað af fögn- uði. Hróp að formanninum. Fyrr í dag hafði hinn nýi formaður flokksins, Henley lá- varður, lýst þeirri von sinni að hægt yrði að endurskipuleggja Nató þannig að bandalagið væri í samræmi við. nýjar aðstæður, en við það verk mættu menn ekki láta stjórnast af niðurrifs- hvötum eða fjandskap við Banda- ríkin. Mikið hróp var gert að Henley lívarði þegar hann reyndi að verja framferði Bandaríkja- manna f Vietnam og það sem hann kallaði viðleitni þeirra til að koma' á friðarumleitunum. jafnframt því sem hann gagn- rýndi Kínverja fyrir að spilla fyrir þeirri viðleitni. „Isvestía" gefur í skyn: Leynimakk • Kína og Bandaríkjanna MOSKVU 21/9 — „Isvestia“ svar- aði í dag ásökunum Kínverjaum leynimakk Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í Vietnammálinu með því að gefa í skyn aðKín- verjar hefðu sjálfir samið á laun við Bandaríkjamenn til að auð- velda þeim loftárásir á skotmörk i næsta nágrenni borga í Norð- ur-Vietnam. Minnt var á að Kína haldi stöðugu sambandi við Bandaríkin með fundahöldum sendiherra þeirra í Varsjá og rifjuð voru upp ummæli Sén Ji utanríkisráðherra, að Kínverjar væru ekki alls ófúsir að taka upp samninga við Bandaríkin um Vietnam.. íegn Paul Reynaud er látinn. 88 ára PARlS 21/9 — í dag lézt á spítala í París Paul Reynaud, einn nelzti stjórnmálamaður Frakka á þessari öld,. 88 ára gamall. Reynaud' var forsætis- ráðherra í byrjun síðari heims- styrjaldarinnar þegar Frakkar biðu hinn mikla ósigur sinn fyr- ir Þýzkalandi Hitlers. Hann stóð sig þá betur en flestir hinna borgaralegu stjórnmálamanna og það kostaði hann fimm ára vist f fangelsum Þjóðverja. fari frá Kóreu NEW YORK 21/9 — Sovétríkin lögðu í dag fyrir allsherjarþing SÞ ályktunartillögu um að það 50.000 manna herlið sem Banda- ríkin hafa í Suður-Kóreu færi þaðan. Tillagan var einnig und- irrituð af fulltrúum Póllands, Kúbu, Tékkóslóvakíu, Búlgaríu, Ungverjalands, Mongólíu. Rúmeníu og Eftir kosningarnar í Svíþjóð Breytingar á stjórninni en ekki þingrof og kosningar STOKKHOLMI 21/9 — Svo virðist nú, segir fréttaritari NTB í Stokkhólmi, sem forysta sænskra sósíaldemókrata eigi tveggja kosta völ eftir ósigur- inn mikla í kosningunum á sunnudaginn, annaðhvort að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga eða verða við kröfu margra flokksmanna um að rík- isstjórnin vérði endurskipulögð og yngd upp. Sennilegast er að síðari kost- urinn verði tekinn. Átök eru innan flokksstjórnarinnar og í þingflokknum um það hvort rjúfa skuli þing nú þegar eða hvort nota eigi þau tvö ár sem eftir eru af kjörtímabilinu til að bæta vígstöðu flokksins. Þeir sem vilja þingrofið telja að flokksmönnum hafi hlaupið kapp í kinn við áfallið á sunhudaginn og þeir muni því leggja sig alla fram ef nú yrði efnt til kosn- inga. Hinir, og þeir virðast fleiri, telja heppilegra að flokkurinn noti næstu tvö ár til að vinna sér aftur þær vinsældir sem hann hefur glatað, en til þess þurfi einnig að gera breytingar á ríkisstjórninni. Þó er talið ó- sennilegt að Erlander láti af stjórnarforystu. IV Fréttaritari NTB segir að sós. íaldemókratar séu sérstaklega á- hyggjufullir vegna þess að greinilegt sé af úrslitum kosn- inganna að kommúnistar hafi aukið mjög verulega hluta sinn af atkvæðum þeirra sem kusu í fyrsta sinn. Þeir geri annars ráð fyrir að þriðjungur af því fylgi sem þeir töpuðu hafi farið til kommúnista, en tveir þriðju til borgaraflokkanna. HörB árás á aíra helztu herstöð USA í Vietnam Margar flugvélar löskuðust og mannfall varð verulegt í skvndiárás á Chu Lai-flugstöðina SAIGON 29/9 — Hermenn Þjóðfrelsisfylkingarinnar í Suð- ur-Vietnam réðust snemma í dag með sprengjuvörpum á hina miklu flugstöð Bandaríkjanna við Chu Lai, en það er önnur stærsta herstöð þeirra í Suður-Vietnam; aðeins sú við Danang er stærri. SAO PAULO 21/9 — A.m.k. 300 stúdentar, af þeim 80 ungar stúlkur, voru tekin höndum ? Sao Paulo í Brasilíu í gærkvö’d eftir að þeir höfðu efnt til mót- •mælaaðgerða gegn stjómarvöld- unum. Fjölmennu lögregluliði var sigað á stúdentana, en borgarbú- ar liðsinntu þeim með því að stöðva lögreglubílana og hvöt+u þá óspart að halda áfram mót- mælunum. Stúdentar í Rio de Janeiro og Belo Horizonte efndu til samskonar mótmæla í síðustu viku. tfantraust i var von felft BONN 21/9 — Vesturþýzka þing- ið felldi í dag með 246 atkvæð- um stjómarflokkanna, Kristilegra og Frjálsra demókrata, gegn 199 atkvæðum sósíaldemókrata til- lögu þeirra um vantraust á Kai- Uwe von Hassel, landvarnaráð- herra. Bandaríkjamenn viðurkenna að margar flugvélar hafi lask- azt í árásinni og segjast hafa orðið fyrir manntjóni ,,í meðal- lagi“, en það gefur til kyrína að 15—40 prósent hermanna þeirra í flugstöðinni hafi særzt eða fallið. Skemmdir urðu einn- ig á byggingum. Um þrjátíu sprengjur féllu á flugstöðina í þetta skiptií Þjóð- frelsisherinn gerði síðast árás á flugstöðina við Chu Lai í októ- ber í fyrra.þegar hermönnum hans tókst að komastinn á sjálf- an flugvöllinn og koma þar fyr- ir sprengjum við flugvélarnar. Harðnandi bardagar , Svo virðist af þessari frétt og öðrum frá Saigon að Þjóðfrels- isherinn láti meira til sín taka um þessar mundir en hann hef- ur gert alllengi. Harðir bardag- ar hafa verið háðir milli hans og bandárískra hermanna ’í hér-’ uðunum rétt fyrir sunnan 17. breiddarbauginn og í dag var sagt í Saigon að 'stutt en hörð orusta hefði orðið milli hans og Saigonhermanna á hrísgrjóna- ekrum um 40 km fyrir sunnan Saigon. Flóð í Suður-Vietnam Mikll vöxtur er í stórfljótun- um Mekong og Bassac er renna um Kambodju inn í suðurhéruð Suður-Vietnams og hafa orðið mikil flóð í landamærahéruðun- um síðustu daga. Um 10.000 manns eru sögð hafa flúið heim- ili sín. Horfur eru á því að flóð- in séu að ná hámarki, en hætta er ennþá á ferðum. Fréttaritari brezka útvarnsins í Saigon seg- ir að ef flóðin verði svipuð og þau sem urðu árið 1961 muni bau auðvelda skæruliðum bar- áttuna. Loftorustur Enn í dag urðu loftorustur yf- ir Norður-Vietnam milli banda- rískra flugvéla og norðurviet- namskra af MIG-17 gerð, en í Saigon er sagt að engin flugvél hafi verið skotin niður. George Ball, einn fálkanna í Washington, segir af sér .... i u—ajr- WASHINGTON 21/9 — Einn af hinum svonefndu „fálkum“ ,í Washington, George Ball vara- utanríkisráðherra, hefur látið af embætti, en Nicholas Katzen- ■—a-vv"■wwtun*-.*"1 '.v.'1 = v : FerS „Survéyors 2. hefur miskzppnuit Faiið tók að kollsteypast eftir leiðréttingu á braut þess, mun líklega molast í lendingu PASADENA 21/9 — Svo virðist nú sem tilraun Bandaríkja- manna til að láta tunglfarið „Surveyor 2.“ lenda hægri lend- r ráðunautar Kennedys fordæma stríðið í Vietnam Schlesinger: LBJ mikill forseti ef ekki væri Vietnam Goodwin: Bandaríkjastjórn blekkir þjóðina um stríðið NEW YORK — Tveir af helztu ráðgjöfum Kennedys heitins forseta hafa farið hörðum orðum um stefnu Bandaríkjanna í Vietnam og hernað þeirra þar. ingu á tunglinu muni mistakast, og það muni í splundrast í lendingunni. Snemma í gær hafði verið reynt að gera smávægilega leið- réttingu á braut tunglfarsins svo að það hæfði nákvæmlega þann stað á tunglinu sem ákveðinn hafði verið. Svo illa tókst til að aðeins tvær af þremur stýris- flaugum tunglfarsins fóru í gang og það tók því að snúast um eigin öxul, eða kollsteypast um sjálft sig. Aftur í morgun voru gerðar tvær tilraunir til að stöðva möndulsnúning tunglfarsins, en þær báru ekki tilætlaðan árang- ur, heldur varð snúningurinn enn örari. staðinn Litlar vonir eru taldar til þess að úr þessu takist að stöðva snúninginn, en ef það heppnast ekki verður ekki hægt að setja hemlaeldflaugar tunglfarsins í gang þegar það nálgast tunglið og því allar líkur á því að það muni splundrast í lendingu. Þetta hefur vakið mikil von- brigði hinna bandarísku vís- indamanna, ekki sízt vegna þess hve vel tókst til með fyrstu Surveyor-tilraunina i júní sl. Hvert „Surveyor“-far kostar rúma 4 miljarða íslenzkra króna. Ætlunin hefur verið að senda sex slík för til tunglsins. Sagnfræðingurinn, prófessor Arthur Schlesinger jr„ segir í grein í „New York Times Magazine“ að ..Bandaríkin haldi með vaxandi hraða í algeraj; ógöngur sem hafi mátt forð- ast“. Hann leggur til að dreg- ið verði úr hernaðinum í Viet- nam og hvetur til þess að leit- að verði að pólitískri lausn af jafnmiklum ákafa og reynt hef- ur verið að vinna hernaðarsig- ur sem sé hvort sem er óvinn- anlegur. Hann leggur til að Vietnam verði gert hlutlaust land og eru tillögur hans mjög áþekkar þeim sem Avon lávarður (Ant- hony Eden) bar nýlega fram. t Þjóðarnefnd gegn stríðinu Annar af ráðgjöfum Kenned- ys, Richard Goodwin, hefur einnig gagnrýnt harðlega strið Bandaríkjanna í Vietnam. í ræðu sem haijn hélt á fundi samtakanna „Americans for Democratic Action“ lagði hann til að komið yrði á fót „þjóðar- nefnd gegn frekari útfærslu stríðsins". Hann fór sérstaklega hörðum .orðum um tilraunir Bandaríkja- stjórnar til að blekkja banda rísku þjóðina um eðli og gang stríðsins. Hann sagði m.a. að „aldrei hefðu orðið önnur eins vonbrigði með neitt stríð og annað eins öngþveiti. Það hefur kyngt svo niður mótsögnúm, missögnúm og spásögnum að Schlesinger og Kennedy það er nærri því ógerningur að gera greinarmun á lygi og sannleika“. Jarðýta í skrúðgarði Schlesinger segir að einm hernaður Bandaríkjanna í Vi etnam, beiting stórra sprengju flugvéla og herskipa gegn skæruliðum, sé fyrir neðan all- ar hellur. Það er eins og -að nota jarðýtur í skrúðgarði. Við getum kannski hreinsað nokk- ur beð, en við gröfum jafn- framt upp mestallan túnblett- inn. Við spillum með aðferðum okkar því sem við sóttumst eftir. Johnson forseti hefur ekki haft neitt vit á því hvaða vopnum átti að beita og hefur ekki tekið æeitt, tillit til þess hvers konar stríð er um að ræða. Lyndon B. Johnson hefði getað tryggt sér sess í banda- rískri sögu sem stórbrotinn forseti vegna fyrirætlana sinna um „hið mikla samfélag“, en það samfélag er úr sögunni vegna Vietnams, segir Schles- inger. Hætta útfærslu Schlesinger leggur til að leit- azt sé við að finna lausn sem sé miðja vegu milli auðmýkj- andi undanhalds og frekari út- færslu stríðsins. Fyrst verði að ákveða að haétta við að færa út stríðið og auka þátttöku Bandaríkjamanna í því. Veita ætti almenna sakaruppgjöf og. hætta að pynda fanga. Stöðva verði þegar í stað loftárásirn- ar á Norður-Vietnam og bjóða Þjóðfrelsisfylkingunni samn- •'nssaðild. Henni ætti einnig '!ð veita aðild að stjórn sem síðar ýrði mynduð á sama hátt ’g Pathet Lao fékk ráðherra i stjórninni í Laos. segir Schlesinger. bach dómsmálaráðherra tekið við af honum. Johnson forseti skýrði "frá þessu á fundi með blaðamönn- um í Washington í dag. Það hpf- ur verið vitað alllengi að Éafl hafði í hyggju að segja af sér, og er ein af ástæðunum og jafn- vel sú helzta talin sú að honum hefur þótt Johnson forseti sýna de Gaulle of mikla linkind. Hann hefur krafizt þess að Bandaríkin létu hart mæta hörðu, slitu jafnvel öllu sam- starfi við Frakka í hefndarskyni við þá ákvörðun de Gaulle að hætta hernaðarsamvinnu við önnur Nato-ríki. Ball var yfir- maður Evrópudeildar utanríkis- ráðuneytisns. Nýr dómsmálaráðherra hefur ekki verið skipaður í stað Katz- enbachs, en ráðið hefur verið í tvær aðrar stöður í utanríkis- ráðuneytinu sem hafa verið laus- ar nokkum tíma. Eugene Ros- tow, lagaprófessor við Yalehá- skóla, tekur við stöðu aðstoðar- ráðherra sem Thomas Mann sagði lausri í júní, og Foy Koh- ler, sendiherra í Moskvu, við þeirri sem losnaði þegar U. Al- exis Johnson varð sendiherra í Japan. Þetta eru þrjár æðstu stöður í utanríkisráðuneytinu fyrir utan sjálft embætti utan- ríkisráðherra. Rusk að hætta. Þessi miklu mannaskipti í ut- anríkisráðuneytinu eru ekki tal- in vera nein tilviljun. Þau stafa af njegnri óánægju embættis- manna ráðuneytisins með yfir- stjórn Deans Rusks, og hefur bví verið fleygt að hann muni brátt láta af embætti. Þykir nú líklegast að Katzenbach muni taka við af honum. Tweir i RÁ(le$<u í ?ær SALISBURY 21/9 — Tvejr Afr- íkumenn voru í dag dæmdirtil dauða í Salisbury fyrir að hafa kastað handsprengju inn í veit- ingahús í borginni 12. ágúst sl. Þriðji sakborningurinn var sýkn- aður. Báðir hinna dæmdu héldu fram sakleysi sínu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.