Þjóðviljinn - 22.09.1966, Side 6

Þjóðviljinn - 22.09.1966, Side 6
0 SfÐA — ÞJÓÐVILJXNN — Fimmtudagur 22. september 1966. • Kappaksturshjónin héldu fyrirlestra um akstur I dag murm Pat og Erik Carl- son aka um Reykjavík með nokkrum lögregluþjónum og gefa þeim ráðleggingar í sam- bandi við umferðina — ef á- staeda þykir til. Héðan halda þau f fyrramálið — án þess að halda ökusýn- ingu, því að leyfi lögreglunnar fékkst ekki — en Pat tekur þátt í kappakstri í Búdapest á næstunni og Erik keppir naest í növember og þá í Englandi. • Þankarúnir — Allt er afstaett. „Sumar" heitir á Eskimóamáli „tímaVál hins lélega sleðafaeris“. (— Salon Gahlin). • Hjónin Erik og Pat Carl- son hafa dvalizt hér á landi í nokkra daga sem fulltrúar Saab-verksmiðjanna í tilefni af því að sala á Saab-bifreiðum hefur aukizt mjög á íslandi undanfarið, sem og annars- staðar. Þau hjónin eru bæði þekkt- ir kappakstursmenn og frúin er systir hins þekkta Stirling Moss. Ræddu þau við frétta- menn i fyrradag ásamt Sveini Björnssyni umboðsmanni Saab hérlendis og sænskum sölu- manni. Þegar minnzt var á íslenzku vegina sögðu þau Pat og Erik að þeir gætu varla verið verri en vegimir í Afríku en hjón- in hafa tekið þátt í árlegum kappakstri í A-Afríku sl. 5 ár. Beztu kappakstursvegirnir eru í Póllandi, Tékkóslóvakíu og Grikklandi, sögðu þau ein- róma. I gær fóru þau hjónin til Akureyrar þar sem þau héldu fyrirlestur um venjulegan akst- ur og sýndu kvikmynd frá Monte-Carlo-kappakstrinum ag Afríkukappakstrinum. Þau hafa nýlega gefið út bók i samein- ingu um akstur, og eru margar leiðbeiningar til ökumanna í bókinni. Sænski sölumaðurinn gat þess á fundinum að væntanlegur væri á markaðinn 1969 ný gerð af Saab, sem framleidd yrði í samvinnu við Triumph- verksmiðjurnar. • „Félagsmál" • Hér skal lítillega minnzt á Félagsmál, tímarit Trygginga- stofnunar ríkisins, sem kom út fyrir skömmu. Blaðið hefst á minningarorði um Vilhjálm S. Vilhjálmsson, sem Sverrir Þorbjörnsson ritar. Síðan taka við greinar um tryggingamál svo sem hækkun almannatrygginga og iðgjöld sjúkrasamlaga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður tímaritsins er Guðjón Hansen. 13.00 Eydís Eyþórsdóttrr stjóm- ar óskalagaþætti fyrir sjó- menn. 15 00 Miðdegisútvarp. Sinfón- íuhljómsveit Islands leikur Passaragiiu eftir Pál ísólfs- son; W- Strickland stj. D. Fischer-Dieskau- E. Griinter, kór Sankti Heiðveigar-kirkj- unnar og Fílharmoníusveit Berlínar flytja Þýzka sálu- messu eítir Brahms; R. Kempe stj. 16.30 Síðdegisútvarp. V. Silvest- er og hljómsveit hans leika syrpu af frönskum lögum. Louis Armstrong svngur þekkt lög með hljómsveit sinni. S. Chuloff, S. Clark og tveir aðrir leika saman. Chris Barber og djasshljómsveit hans leika ýmis þjóðlög. Kai Winding og Jay Johnst>n kvintettinn ieika fimm lög. A. Sciascia og hljómsveit hans leika suðræn lög. 18.00 Lög úr söngleikjum og kvikmyndum. Clebanoff- hljómsveitin ieikur sex lög og hljómsveit Mantovanis önnur sex. 20.00 Daglegt mál. 20.05 Menúettar eftir Mozart- Kammerhljómsveitin í Vín- arborg leikur; W. Boskowsky stjórnar. 20.15 Lánleysinginn. Ævar R. Kvaran leikari flytur erindi. 20.40 Sónata nr. 1 fyrir fiðlu og píanó op. 12 eftir Beet- hoven. C. Ferras og P. Bar- bizet leika. 21.00 Eg sá þú ert með bók. Jó- hann Hjálmarsson rasðir við Þorstein skáld frá Hamri og fær Ingibjörgu Stephensen til þess að lesa úr ljóðum hans og Óskar Hnlldórsson til fiutnings á frásögn af Agli Snotrufóstra- 21.40 Strengjakvartett op. 39 eftir Prokoffieff- Melos-kvint- ettinn ieikur. 22.15 Kvöldsagan: Kynlegur þjófur. 22.35 Djassþáttur. Jón Múli Ámason kynnir. -<®> Opnum hina nýju kjörbúð vora að Laugateigi 24 í dag, fimmtudag 22. M&N - KJÖRBÚÐ Cabineí • Brúðkaup • Sunnudaginn 14. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Há- skólakapellunni af sóra Sigurði Hauki Guðjónssyni ungfrú Guð- rún Guðmundsdóttir og Grét- ar Unnsteinsson. Heimili þeirra er að Reykjum í Ölfusi. (Ljósmýndastof a Þóris, Laugavegi 20 B). • Laugardaginn 20. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Hall- grímskirkju af séra Jakobi Jónssyni ungfrú Ásdís Ester Garðarsd. og Svanur Tryggva- son. Heimili þeirra er á Nönnu- götu 8. (Ljósmyndastofa Þóris, Laugavegi 20 B). • Nýlega voru gefin saman í hjónaband i Siglufjarðarkirkju aí séra Ragnari Fjalar Lárus- syni ungfrú Sólveig Helga Jón- asdóttir og Einar Long Sigur- oddsson. Heimili þeirra er á Nönnugötu 9. (Ljósmyndastofa Þóris, Laugavegi 2fl B). • Laugardaginn 20. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Há- teigskirkju af séra Jóni Þor- varðarsyni ungfrú Aðalheiður D. Kristinsdóttir og Kristinn Kristjánsson. Heímili þeirra er í Bólstaðablíð 28. (Ljósmyndastofa Þóris, Laugavegi 20 B). Nýtt björgunarskýli rísið • Laugardaginn 27. ágúst voru gefin saman í Háteigskirkju af séra Jóni Þorvarðarsyni ungfrú Jófríður Guðjónsdóttir og Gunnar Ingvarsson. Heimili þeirra er í Skipholti 18. (Ljósmyndastofa Þóris, Laugavegi 20 B). • Þann 3. sept. voru gefin sam- an í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni ungfrú Sigríður Nic- olaid og Magnús Gunnarsson. Heimili þeirra verður að 362 Stamfordhnm Road, Wester- hope, Newcastle Upon Tyne, England. — (Nýja Myndastof- an, Laugavegi 43B, sími 15125) • Laugardaginn 20. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Hafnarfirði af séra Sigurði G. K. Sigurðarsyni ungfrú Arn- björg G. Björgvinsdóttir og Jó- hann G. Bergþórsson. Heimili þeirra er í Kaupmannahöfn. (Ljósmyndastofa Þóris, Laugavegi 20 B). Framhald af 4. síðu. var svo lokið við að ganga frá skýlinu utan og innan, setja upp slysavarnatalstöð með 9 metra loftnetsmastri. Var bæði talstöðin og kynditækin reynd með góðum árangri áður en björgunarskýiið var yfirgefið. Leiðangursmenn komu svo heim aðfaranótt mánudagsins heilu og höldnu og má með sanni segja að þeir hafi skilað góðu dagsverki. Þetta nýja björgunarskýli Slysavarnafélagsins stendur á bakkanum við Hreysiskvísl beint á móti flugveilinum og fast við Sprengisandsveginn. Þegar komið er að skýlinu ber það í Amarfell hið mikla. Þama er nú orðið mikil um- ferð á sumrum pg í lofti jafnt á sumri sem vetri. Þama er jafnlangt til byggða sunnan- lands og norðan. Slysavarnafélaginu var á- hugamál að koma skýlinu upp fyrir göngur og réttir og nú hefur það tekizt. Skýlið mun verða í ums-já slysavamadeildanna á Rangár- völlum- Það er opið og velkom- ið öllum þeim er þangað þurfa að leita í nauðum sínum. (SVFÍ) • Þann 27. ágúst voru gefin saman í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni ungfrú Elsa Olsen og Rúnar Kristinn Jóns- son. Heimili þeirra er á Skúla- götu 76. (Stúdíó Guðmundar, Garðastræti 8). VITA- OG HAFNAMÁLASTJÓRINN: Hafnarbygging i Straumsvík Bygging hafnargarðs með bryggju, í Straumsvík, verður boðin út í október 1966. í verkinu felst dýpkun: 30.000 rúmm., uppfylling: 300.000 rúmm., brimvarnargrjót: 40.000 t., stein- steypa: 11.000 rúmm. og annað það, sem mann- virkinu viðvíkur. Fyrirfram upplýsingar um verkið verða gefnar þeim fyrirtækjum, sem áhuga hafa, af Vita- og hafnamálastjórninni, Seljavegi 32, eða „Christiani & Nielsen A/S, Consulting Engineers, Vester Far- imagsgade 41, Kaupmannahöfn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.