Þjóðviljinn - 22.09.1966, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 22.09.1966, Qupperneq 10
Merkur áfangi í sögu Öryrkjabandalags islands Eru nú a& hef ja hyggingu þriggja há- hýsa me& upp undir 200 íbú&um Þeim sjö félögum sem að Öryrkjabandalaginu standa kom saman um að þörfin fyr- ir öryrkjaheimili væri brýn fyrir flesta hópa öryrkja og væri eðlilegt að bandalagið leysti það mál. Bygging Öryrkjabandalags- ins verður þrjú háhýsi og tengir éinnar hæðar bygging þau saman. Gert er ráð fyrir að 90—110 íbúar verði í hverju húsi eða 270—330 í- búar í húsunum þrem. Sam- eiginlegt mötuneyti verður á neðstu hæðinni svo og lækn- isþjónusta. Forsaga málsins er sú aðsam- þykkt var á aðalfundi ^Bl 1965 að veita stjóminni heimild til að hefja undirbúning að bygg- ingu öryrkjaheimilis. Stofnaður var .Hússjóður Öryrkjabandalags- ins, séréignarstofnun sem byggir húsin og annast rekstur þeirra, en formaður sjóðsins er nú Odd- ur Ólafsson, laeknir. Verkefnið hefur verið leyst í samráði við skipulagsyfirvöld borgarinnar og úthlutaði borgin bandalaginu lóð norðan Bauga- vegs. Teiknistofan Óðinsgötu 7 hefur séð um allar teikningar og sýndu arkitektarnir Helgi Hjálm- arsson og Hjálmar Vilhjálmsson fréttamönnum þaer í gær og lýstu byggingunni. Á neðstu hæðinni verða inn- gangar, matsalir, eldhús, verzlan- ir, hárgreiðslustofur, böð, bóka- safn, læknaþjóftusta, skrifstofur ÖBl, upplýsingaþjónusta, vinnu- salir o.fl. í kjallara tengibygg- ingarinnar verður bílageymslu- hús, þvottahús o.fl. íbúðarhúsin þrjú verða öll eins; 1. hæðin með inngangi og almennri þjónustu fyrir húsið, íbúðarhæðimar verða 7. Stærð íbúðanna verður frá 25 ferm. til 54 ferm., og er gert ráð fyrir að 270—330 íbúar verði í húsun- um þrem. Á efstu hæð húsanna, sem verður inndregin, verður sam- komusalur og eldhús. Áætlaður byggingarkostnaður Framhald á 7. síðu. Éggert Þorsteinsson tekur fyrstu skóflustunguna í gær að viðstöddum borgarstjóra og stjórnarméð- limum Öryrkjabandalagsins. (Ljósm. Þjóðv. RH). Fyrsta frumsýning L.R. á. leikárinu: Nýstárleg uppfærsla á 200 ára gömlu kikriti Geidonis Lokið er æfingum á fyrsta nýja verkefninu hjá Leikfélagi Reykjavíkur þetta Ieikár og verður frumsýningin á laugar- dagskvöld kl. 8,30. Lcikritið er Tveggja þjónn eftSr Garlo Gol- doni, þýtt af Bjarna Guömunds- syni, leikstjórinn er sænskur, Christian Lund, sá sami og stjórnaði hlnni frábæru upp- færslu á Þjófar, lík og falar konur, og leiktjöldin einnig eft- ir Svía, Nisse Sboog.cn þeir fé- lagar starfa báðir við Borgar- leikhúsið í Stokkhólmi. ítalska leikskáldið Carlo Gol- doni var uppi 1707—1793 og hef- ur oft verið kallaður faðir ít- ölsku kómedíiumar eða Moliere Ítalíu. Hann starfa'ði lengst af Mistök í búnaðarþættinum: Hélt a& DDR væri Vestur-Þýzkaland Tvelr síðustu búnaðarþættir útvarpsins hafa vakið talsverða athygli og furðu, en í þeim hefur Gísli Kristjánsson, ritstj. fjallað um landbúnáð í Þýzka alþýðulýðveldinu og m.a. skýrt skilmerkilega frá samyrkjubú- um í því landi, sem hann vill reyndar ncfna samvinnubú. Var fyrri fyrirlesturinn kall- aður „Landbúnaður í lýðfrjálsu Þýzkalandi“ í prentaðri dag- skrá útvarpsins, en þann síðari kynnti útvarpsþulur sem „Land- þúnað í Austur-Þýzkalandi". Fyrirlesara mun hins vegar ekki hafa verið fyllilega ljóst um hvaða land hann fjallaði því hann^alaði ýmist um DDR eða Vestur-Þýzkaland og var ekki annað að skilja en hann áliti það eitt og hið sama! Bar útvarpsþulur að síðari þætti loknum á þriðjudagskvöld sl. fram afsökun á því að hafa kynnt erindið sem landbúnað í Austur-Þýzkálandi þar sem fyr- irlesari hefði hvað eftir adnað kallað þetta vestur-þýzkan land- búnað. Þessi afsökun var þó borin til baka í' hádegisútvarp inu í gær og tekið fram að kynning hefði verið rétt þrátt fyrir „mismæli“ fyririesara og hefði erindið fjallað um Aust- ur-Þýzkaland eins og reyndar hefði greinilega komið fram í efni þess. Ekki mun Gísli sjálfur hafa kynnt sér landbúnaðarmál í Austur- né Vestur—Þýzkalandi en eftir því sem blaðið hefur kom- izt næst mun skrifstofu Búnað- arfélagsins hafa borizt bækling- ur á dönsku um landbúnað i DDR og mun Gísli hafa þýtt Deutsche Demokratische Repu- blik sem lýðfrjálst Þýzkaland og líklega dregið þá ályktun að fyrst talað var um lýðfrelsi hlyti að vera átt við Vestur-Þýzka- land! Stxákar brutu rúðurnar Lögreglan á Akranesi hefur nú haft upp á þeim sem valdir voru að rúðubrotunum í byggingum Haraldar Böðvarssonar sem sagt var frá í blaðinu í gær. Voru þama að verki þrír ungirdreng- ir, 9—11 ára gamlir. við ítalska leikhúsið í París, samdi yfir 200 leikrit og var mikill byltingarmaður á sviði gamanleikja. Átti hann mestan þátt í að færa gamla commedia dell’arte stílinn til raunhæfara forms. Leikritið Tveggja þjónn, sem hann skrifaði 1758, er þó að nokkru samið í commedia dell’- arte stíl, t.d. eru nöfn aðalper- sónanna Arlecchino, Colombina, Pantalone, o.s.frv. Leikritið hefur alltaf verið vinsælt og mikið leikið, en á síðari árum hafa margir að staðfæra það og hafa sumar af þeim sýningum orðið mjög frægar, eins og t.d. uppfærsla Streles í Teatro Piccolo í Mílanó. Hefur þessi leið einnig verið farin hér, að því er Sveinn Ein- arsson leikhússtjóri sagði á fundi með folaðamönnum í gær. Við höfum farið að líkt og Goldoni sjálfur á sínum tíma, sagði hann, og reynt að taka upp ýmis fyr- irbrigði sem tilheyra nútíðinni — og þá væntantega nútíðinni á íslandL Sérstæð vinnubrögð Má vænta þess að sýningin verði mjög nýstárleg, æfingar hafa verið með sérstæðum hætti, unnið eins og á leikhúsvinnu- stofu, mikið impróviserað og hafa allir haft tillögurétt ogeiga sinn þátt í uppfærslunni, arar jafnt og leikstjóri, arleikstjóri og þýðandi. Æfingar hófust sl. vor og teknar upp að nýju í haust, en alls fara tíu leikarar með hlut- verk í leiknum, þau Amar Jóns. son, Sigríður Hagalín, Brynjólf- ur Jóhannesson, Haraldur Björnsson, Kristín Anna Þórar- insdóttir, Guðmundur Pálsson, Jóhann Pálsson, Valgerður Dan, Sigmundur Örn Arngrímsson og Kjartan Ragnarsson, sem tekur að sér hlutverk Borgars Garð- arssonar fyrstu sýningarnar meðan Borgar dvelst £ Svíþjóð vegna kvikmyndunar Hagbarðs og Signýjar. Dans í leiknum er saminn og æfður af Lilju Hallgrímsdóttur og skylmingar hefur Egill Hallr dórsson æft. Búningar eru teikn. aðir af Nisse Skoog og saum- aðir af Ingibjörgu Stefánsdótt- ur og aðstoðarleikstjóri hefur verið Sigurður Örn Arngríms- son, en Leikfélagið tók upp þann sið í fyrra að hafa aðstoð- arleikstjóra við hverja upp- færslu. Leikstjórinn Christian Lund leiktjaldamálarinn Nisse Skoog hafa nú verið fengnir til að setja upp sýningu á þessu sama leikriti við Borgarleikhús- ið í Stokkhólmi og sagði Christ- að þetta væri öfugt venju, vanalega væru leikrit sýnd á Is- landi 2—3 árum síðar en í Sví- þjóð, en nú værum við einu sinni á undan. Næstu verkcfni Af öðrum leikritum sem Leik- félagið ætlar að sýna í vetur má nefna Fjalla-Eyvind, sem Gísli Halldórsson setur á svið, 'Framhald á 7. síðu. Fimmtudagur 22. september 1966 — 31. árgangur 214. tölublað. Norræna leikhúsráðið um ísl. sjónvarpið: Leikarar hér fái lík kjðr og gilda á Nor&urlöndum í fréttatilkynningu sem Þjóðviljanum barst í gær frá Npr- ræna leikararáðinu um fund þess, sem haldinn var að Hótel Sögu 11. þ.m., segir að aðalmál fundarins hafi verið íslenzka sjónvarpið. Samþykkti ráðið ályktun þar sem harmað er að ekki hefur verið gerður samningur milli íslenzka sjónvarps- ins og Félags íslenzkra leikara um þátttöku íslenzkra leik- ara í sjónvarpinu og tfelur ráðið eðlilegt að samið verði milli þessara aðila um samsvarandi kjör og gilda á hinum Norð- urlöndunum. Fulltrúar frá leikarasambönd- um Norðurlanda voru staddir hér í Reykjavík, í tilefni af 25. ára afmæli Félags íslenzkra leik- ara. Fulltrúi Norska leiltarasam- bandsins, Ella Hval, leikkona, gat ekki sótt fundinn, eða verið full- trúi Nofska sambandsins á af- mælishátíð Félags íslenzkra leik- ara, vegna þess að þá stóð yfir verkfall hjá norskum leikurum. Af þeim sökum var ekki hægt að ganga endanlega frá öllum málum, sem' fyrir fundinum lágu. Ettirtaldir fulltrúar sátu fund- inn. Emil Hass Christensen, for- maður Danska leikarasambands- ins, Jon Palle Buhl, lögfræðileg- ur ráðunautur danska sambands- ins, Ritva Arvelo, fulltrúi Finnsku löikarasambandanna, Rolf Rembe fulltrúi og lögfræðingur Sænska leikarasambandsins og Brynj- ólfur Jóhannesson, form. Félags ísl. leikara og var hann kjörinn forseti fundarins. Ritarar fund- arins voru Rolf Rembe og Klem- enz Jónsson. Fimm mál voru á dagskrá fundarins og voru þau þessi: 1. íslenzka sjónvarpið. 2. Notkun kvikmynda í danska og sænska sjónvarpinu. Leikaraverkfallið í Noregi. 4. Starfsemi Alþjóðaleikara- sambandsins. 5. Skýrslur sambandanna tii Norðurlanda leikararáðsins. Miklar umræður urðu á fund- inum um þau, mál, er fyrir lágu og þá sérstaklega fyrsta málið, „Islenzka sjónvarpið". Algjör samstaða ríkti hjá fundarmönn- um um þetta mál og bar Jon Palle Buhl fram svohljóðandi á- litsgerð, sem var samþykkt sam- hljóða af öllum fulltrúum. Hér birtist svo élyktun Jon Palle Buhl: „Norræna leikararáðið hefur haldið fund í Reykjavík 11. sept, 1966. Aðalefni fundarins voru sjónvarpssendingar, sem hefjast eiga á íslandi. Menn hörmuðu þá staðreynd, að enn hefði ekki verið gerður samningur milli Sjónvarps ís- Jands og Félags íslenzkra leik- ara um skilyrði fyrir þáttöku is- Framhald á 7. síðu. ^ndur í Tveggja þjónn. Talið frá vinstri, sitjandi fremst: Kristín A. Þórarinsdóttir og Valgerð- ur Dan; í miðröð: Sigmundur Örn Arngrímsson, Brynjólfur Jóliannesson, Haraldúr Björnsson; aft- ast: Guðmundur Pálsson, Kjartan Ragnarsson, Sigríður Hagalín, Arnar Jónsson og Jóhann Pálsson. i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.