Þjóðviljinn - 23.09.1966, Síða 1
Föstudagur 23. september 1966 — 31. árgangur — 215. tölublað.
Nærrí búið að salta upp í samninga
ÞJOÐVILJINN átti í gær tal
við Jón Stefánsson, framkvstj.
á Siglufirði, og spurðist fyrir
um síldarsölusamninga. Jón
staðfesti það, að búið sé að
salta hátt upp í það magn,
sem samið hefur verið um
sölu á,<hann gizkaði á, að eft-
ir væru 30—40 þús. tunnur,
en aðrir hafa talað um ca.
25000. Hvað samningum við
Rússa viðkemur, sagði Jón, að
þeir hefðu hafizt annað hvort
í febrúarlok eða marzbyrjun,
og viðræður farið fram öðru
hverju síðan, en jafnan án
árangurs; nú nýlega hefðu að-
ilar ræðzt við, en farið á
sömu leið. — Það er fyrst og
fremst ágreiningur um verð-
ið, sem torveldar samninga.
Ríkissjóður greiðir niður ALLA
hœkkun 6
i og nýmjóik
Alþingi kvatt
saman tO. okt.
í gær barst Þjóðviljanum eft-
irfarandi fréttatilkynning frá
forsætisráðuneytinu:
Handhafar valds forseta ís-
lands hafa samkvæmt tillögu
forsætisráðherra kvatt reglulegt
Alþingi 1966 til fundar mánu-
daginn 10. október 1966 og fer
þingsetning fram að lokinni
guðsþjónustu í dómkirkjunni, er
hefst kl. 13.30.
Maí seldi fyrir
136 þúsund mörk
Togarinn Maí frá Hafnarfirði
seldi í Þýzkalandi sl. fimmtu-
dag 145- tonn af fiski fyrir 136
þúsund mörk,
Niðurgreiðsla á dilkakjöti, 1. fl., hækkar um kr. 5.88 á kg.; á mjólk
um kr. 0.63 á lítra. — Ný niðurgreiðsia á osti kr: 19.00 til 25.00
22. þing ÆF sett
í dag í Lindarbæ
□ í dag klukkan fimm verður 22. þing Æsku-
lýðsfylkingarinnar, sambands ungra sósíalistá, sett
af forseta ÆF, Loga Kristjánssyni, í Lindarbæ í
Reykjavík. Á þingi þessu verða lögð drög að
s'tefnu Æskulýðsfylkingarinnar í helztu baráttu-
málum hennar næstu tvö árin. Verður þing þetta
eitt fjölmennasta, sem sambandið hefur haldið og
búast má við miklum og fjörugum umræðum.
Eins og fyrr segir verður þing-
ið sett kl. 5 og munu þingfundir
síðan standa fram á sunnudags-
kvöld. Auk fastra dagskrárliða
verður í dag flutt skýrsla fram-
kvæmdánefndar og reikningar
ÆF lagðir fram og ræddir.
A laugardag fyrir hádegi
verður siðan stjórnmólaályktun
þingsins rædd og verður þar sá
háttur hafður 'á, að þingheimur
mun skipta sér í fimm hópa, þar
sem hinir fimm liðir ályktun-
arinnar, efnahagsmál, verklýðs-
og iðnnemamál, sjálfstæðis- og
utanrikismál, æskulýðs- og hús-
næðismál og menningarmál verða
sérstaklega ræddir ,áður en þeir
verða lagðir fram fyrir þingheim
allan.
Eftir hádegi á lau^ardag verð-
ur síðan tekin til umræðu af-
staða ÆF til skipulagsmála Sós-
íalistaflokksins og Alþýðubanda-
lagsins. Um kvöldið efnir ÆFR
til dansleiks fyrir þingfulltrúa í
átthagasal Hótel Sögu. Á sunnu-
dag verða síðan rædd félags-
mál ÆF, lagabreytingar og sam-
skipti við erlendar deildir. Þing-
inu lýkur síðan á sunnudags-
kvöld njeð kosningu nýrrar sam-
bandsstjórnar.
Eins og fyrr segir verður þing
Framhald á 7. síðu.
Síld til frystingar
í Reykjavík
I gær kom Hrafn Sveinbjarn-
arson ll frá Grindavík með um
1300 tunnur af síld til Reykja-
víkur og fcr hún öll í frystingu.
Síldin vciddist skammt frá Eld-
ey en þar hafa 6—8 bátar, scm
stunda veiðar hér sunnanlands,
fengið góða vciði að undanförnu.
Eins og sést á myndinni cr síld-
inni landað í krabba, en um
skcið var bannað að nota slík
tæki við löndun á síld, scm
fara átti í söltun eða frystingu.
Þegar farið var svo að rann-
saka málið nánar kom í ljós, að
síldin skemmdist síður þegar
landað var mcð krabba cn þcg-
ar henni var mokað upp mcð
háfum upp í mál. Við mælingu
reyndist 4% af síldinni skcmm-
ast í krabbanum og voru þær
skemmdir allar mjög greinileg-
ar á hverri síld. Hins vegar
Eins og írá heíur verið skýrt í fréttum náðist
fyrir skömmu samkomulag í sex manna nefndinm
um nýjan verðlagsgrundvöll fyrir landbúnaðarvör-
ur, er gildir frá 1. september 1966 til 31. ágúst
1967 og áttu landbúnaðarafurðir samkvæmt honum
að hækka um 10,8 prósent frá haustverðinu í fyrra
en hluti af þeirri hækkun var þó þegar kominn á.
□ í gær auglýsti Framleiðsluráð landbúnaðarins
svo nýja afurðaverðið og jafnframt gaf ríkisstjórnin
út tilkynningu þess efnis, að hún hefði ákveðið að
greiða niður alla þá hækkun sem átti að verða á
kindakjöts- og nýmjólkurverði vegna hækkunar
verðlagsgrundvallarins og ennfremur að tekin yrði
upp niðurgreiðsla á ostverði til að mæta þeim
hækkunum sem yrðu á verði annarra landbúnaðar-
afurða. Hefur ríkisstjórnin gripið til þéssara ráð-
stafana til að halda vísitölunni niðri, en þær munu
kosta fugi miljóna, sem teknar verða eftir öðrum
leiðum í nýjum sköttum og álögum á almenning.
í fréttatilkynningu forsætis-
ráðuneytisins um niðurgreiðsl-
urnar segir svo:
1 „Á síðustu mánuðum hefur
snúizt við sú verðlagsþróun,
sem átt hefur sér stað um ís-
lenzkar afurðir erlendis undan-
farin misseri. Verðhækkanir
hafa yfirleitt stöðvazt og sumar
hinna þýðiAgarmestu afurða
lækkað í verði, einstaka stór-
lega. Að svo vöxnu máli ber
brýna nauðsyn til að stöðva
verðhækkanir innanlands. Til
að greiða fyrir að svo megi
verða, hefur ríkisstjórnin ákveð-
ið að borga niður þá verðhækk-
un, sem leiðir af samkomulagi
sex manna nefndar um hækk-
un á búvöruverði. Mun verð á
mjólk og kindakjöti haldast ó-
breytt, svo og á smjöri, að því
Framhald á 7. síðu. er ákvarðanir ríkisstjórnarinn-
ar taka til. Verð á öðrum bú-
vörum mun hækka lítillega, en
verð á osti lækka sem jafngild-
ir þeirri hækkun". '
Nýja verðið
Samkvæmt þessu helzt verðið
Framhald á 7. síðu.
ís/emkir
togarar ó
si/dveiðar
íslenzkir togarar eru að hefja
síldveiðar með flottrolli, og
hefur Jón Þorláksson eign BÚR
verið ýtbúinn með flottrolli
og öðrum þeim jækjum sem
til þarf til að stunda slíkar
veiðar. Kom togarinn til
Reykjavíkur með 40 tonn af
síld nú í vikunni úr fyrstu
veiðiferðinni. Reyndist varp-
an og önnur tæki vel, en síld-
in er tæpast gengin nógu þétt
saman til að vænta megi ár- ;
angurs af þessum veiðum ;
strax, en búast má við því j
að það lagist er líður á j
haustið.
Fleiri togarar ísl. munu ;
verða útbúnir á síldveiðar ;
með flottroll, vitað er t.d. að j
Maí. eign Bæjarútgerðar !
Hafnarfjarðar er að fá slíkan •
útbúnað úti í Þýzkalandi j
núna, og er hann væntan- j
legur heim um næstu helgi. j
Ætlunin er að togararnir ;
verði einnig með fiskitroll :
um borð og geti skipt um j
veiðarfæri í túrnum eftir því j
sem henta þykir.
■
:
■
Menntaskólinn við HamraMið
settur kl. 11 ó morgun
■ Á morgun, laugardag,
gerist sá merki atburður í
skólamálum okkar að
Menntaskólinn við Hamra-
hlíð verður settur 'í fyrsta
sinni. Rektor Hamrahlíðar-
!
fíotonum siglt heim, ef verðið lækkur
segja sjómenn og útgerðarmenn
★ Eins og Þjóðviljinn skýrði
frá í fyrradag er margt
sem bendir til að ætlunin
sé að lækka bræðslusild-
arverðið allverulega um
næstu mánaðamót. í frétta-
tima ríkisútvarpsins þá um
kvöldið var rætt við Svein
Benediktsson, form. stjórn-
ar Síldarverksmiðja ríkis-
ins, um söluhorfur á síld-
arafurðum, og það sem
eftir honum var haft átti
að vera samfelldur rök-
stuðningur fyrir væntan-
legri lækkun á síldarverði.
★ Sagði Sveinn að miklar
birgðir væru nú til í land-
inu af lýsi og mjöli, verð
á heimsmarkaðnum færi
lækkandi og söluhorfur
slæmar vegna aukinnar
framleiðslu í Perú, Noregi
og víðar. Er bræðslusíldar-
verðið var ákveðið í vor
kr. 1,71 á kg. var miðað
við að heimsmarkaðsverð
á lýsi væri 71£ fyrir tonn-
ið en nú mun það hafa
lækkáð um allt að 20£.
•ár Um síðustu helgi var búið
að salta um 350 þúsund
tunnur og mun söltun upp
í gerða samninga, 400 þús.
tunnur, nú um það bil að
ljúka, og ekki hefur ver-
ið samið um sölu á meira
magni.
★ Sjómenn og útgerðarmenn
eru að vonum mjög ó-
ánægðir með, þótt svo
horfi i bili með sölu á síld-
arafurðum, að nú verði
rokið til að lækka síldar-
verðið stórlega. Er tónn-
inn í útgerðarmönnum og
skipstjórum þannig núna,
að komi til Iækkunar á
síldarverði um næstu mán-
aðamót, þá sé ekki annað
að gera en sigla flotanum
heim og hætta síldveiðum.
!
I
li
skólans er Guðmundur Arn-
laugsson og. mun hann setja
skólann, en viðstaddur at-
höfnina verður menntamála-
ráðherra og fleiri gestir.
f fréttatilkynningu frá skól-
anum sem Þjóðviljanum barst í
gær segir svo:
Menntaskólinn við Hamrahlið
verður settur í fyrsta sinni laug-
ardaginn 24. september kl. 11 ár-
degis.
Athöfnin fer fram í húsa-
kynnum skólans. en fyrsta á-
fanga byggingarinnar er nú um
það bil lokið, þótt eftir sé að
ganga frá ýmsu.
Þess er vænzt, að þeir nem-
endur, sem skólinn hefur veitt
viðtöku og staddir eru í borg-
inni, verði viðstaddir, og eru þeir
beðnir að koma tímanlega.
Kennsla í skólanum mun hefjr
ast um næstu mánaðamót, og
eru nemendur boðaðir í skólann
til viðtals föstudaiinn 39. sept-
ember kl. 9 árdegis. .