Þjóðviljinn - 23.09.1966, Qupperneq 3
Eöstudagwr 23. ísepieraber 1066 — M<SiÐVrL^«iWi—«&Í1>A 3
BR©SSEL 22/9 — Charles Poswiek varnarmálaráðherra
Bel'gíu staðfesti það í útvarpsræðu í dag, að belgíska rík-
isst'jómin hefur ákveðið að draga úr hernaðarskuldbind-
ingum landsins gagnvart Nato.
STOKKHÓLMI 22/9 — Meirihluti aðalritstjóra og flokks-
starfsmanna Sósíaldemókrata um land allt í Svíþjóð vilja
að þing verði rofið og efnt til nýrra kosninga. Ennfremur
óska þeir breytinga á ríkisstjórninni.
Þetta kemur fram í niður-
stöðum rannsóknar sem voru
birtar í Stokkhólmi í dag.
Sænska útvarpið átti viðtal við
alla aðalritstjóra og alla flokks-
ritara í deildum sem nafaflokks-
Veksler Sátinn
MOSKVU 22/9 — Hinn virti
og heimsþekkti eðlisfraeðingur
Vladimir Veksler, sem varhelzti
vísindamaður Sovétríkjanna í
kjamorkurannsóknum, lézt í dag
59 ára gamall.
Atvinnuleysi
vaxandi í
Bretlandi
LONDON 22/9 — Tala atvinnu-
leysingja á Bretlandi óx um
23.000 í sl. mánuði.
340.000 manns eru nú atvinnu-
lausir, en það er 1,5% allravinn-
andi manna í Bretlandi.
ritara á launum.
32 af 54 manna hópi Sósíal-
demókrata í ofangreindum stöð-
úm vildu þingrof og nýjar kosn-
ingar, 15 voru á móti því og 7
vildu ekki taka afstöðu.
Aðalritstjórar
Aðalritstjórarnir voru harðast-
ir á þessu og rökstuddu má-1 sitt
með því að þeir vildu u-msvifa-
laust ná hefndum fyrir tapið
sem Kratar urðu fyrir í hæjar-
og sveitastjórnarkosningunum s>.
sunnudag.
Þeir töldu að það yrði létt-
ara að fylkja liði og vinna kosn-
ingar, ef málið yrði sett á odd-
inn á svo áhrifamikinn máta.
Breytingar
Enn þá fleiri vildu gerabreyt-
ingar á ríkisstjórninni eða 36
gegn 17, en einn vi.ssi ekki hvað
hann vildi.
18 þeirra sem vildu breyting-
ár vildu að þær yrðu gagngerar
þ.e., að skipt yrði um menn í
fjórum til sex ráðherraembætt-
um.
Aðalástæður ósigursins í kosn-
ingunum á sunnudaginn töldu
þeir húsnæðismálastefnu stjórn-
arinnar, hækkandi leigu, hækk-
andi verðlag og hina ströngu
efnahagsstefnu sem þeir telja að
ríkisstjórnin sé neydd til að fylgja
í baráttu við verðbólguna.
Stjórnmálamenn í St^kkhólmi
telja að þing verði ekki rofið,
því svo virðist sem ríkisstjómir.
og miðstjórn flokksins í Stokk-
hólmi kjósi heldur að bfða til
næstu þingkosninga sem verða
eftir tvö ár.
Yngri kynslóð
En það er útbreidd skoðun að
bráðlega verði gefðar breytingar
á ríkisstjórninni m.a. vegna
kröfu yngri kynslóðarjnnar um
meiri pólitísk áhrif.
ÆtlaaS sprengja 24
kjarnorkusprengjur
WASHINGTON 22/9 — Banda-
ríkin ætla að framkvæma 24
kjarnorkusprengingar neðansjáv-
ar .skammt frá Kúrileyjum, sem
Sovétrikin eiga.
Opinberir aðilar í Washington
halda því fram að sprengingarn-
ar verði mjög litlar eða muni
samsvara sprengjumætti frá einu
upp í fimm tonn af TNT.
Þær verða hafnar í næsta
mánuði og er tilgangurinn sagð-
ur sá að rannsaka hversu hratt
hljóðbylgjur berast um jarðlög
á þessu svæði Kyrrahafsins, en
þar eru jarðskjálftar tíðir.
Sovétríkin hafa mótmælt þess-
um fyrirhuguðu sprengingum og
segja þær geti, eyðilagt jarð-
skjálftamæla þeirra á Kúríleyj-
um og spilt fiski og selveiðum
á þessum slóðum.
Kongé biður um
fund í öryggisráði
NEW YORK 22/9 — Ríkisstjórn
Kongo fór þess á leit við örygg-
isráð SÞ í 'dag að það kæmi
saman til að ræða ásakanir
Kongo um portúgalska yfirráða-
steínu í Afríku.
í bréfi til öryggisráðsins segir
að Portúgalar leyfi handbend-
um Moise Tsjombe að hafa æf-
ingabúðir fyrir málaliða í portú-
gölsku nýlendunum /tngola. og
I Mozambique.
Nisser í opin-
berri heimsókn
í Tanzaníu
DER ES SALAM 22/9 — Gamal
! Abdel Nasser forseti Sameinaða
Arabalýðveldisins kom í dag í
fimm daga opinbera heimsókn
til Tanzaníu.
Við komuna til höfúðborgar-
innar Dar Es Salam fékk for-
setinn hjartanlegustu móttökur
sem nokkur útlendingur hefur
fengið í Tanzaníu.
Þúsundir manna voru saman-
komnar á flugvellinum til að
fagna gestinum.
Þetta er i fyrsta skipti að
Nasser kemur í heimsókn til A-
Afríku og er búizt við að hann
j og forseti Tanzaníu, Nyerere,
muni ræða ítarlega um afrísK
vandamál og þá . Ródesíumálið
I sérstaklega.
Belgía dregur úr
samvinnu við Nato
-<s>
Erlendir náms-
menn fari
frá Kína
MOSKVU 22/9 — Sovézka frétta-
stofan TASS skýrir • frá því frá
Peking í dag, að allir erlendir
stúdentar í Kína hafi fengið fyr-
irskipun um að fara úr landi
kman tveggja vikna.
f fréttinni segir, að kínverska
stjómin hafi frestað öllum náms-
leyfum í landinu fyrir útlend-
inga um eitt ár og sömuleiðis
námsstyrkjum til útlendra náms-
manna.
Akvörðunin er rökstudd með
því að háskólakennarar hafi
meír en nóg að gera við að
framkvæma menningarbyltingu.
Ákvörðun okkar verður áreið-
anlega ekki tekið áhyggjulaust
í Nato, því Nato er hernaðar-
bandalag og forysta þess telur
að stríðshættan sé enn • jafn
mikil og hún var fyrir nokkrum
árum, sagði varnarmálaráðherr-
ann.
Ráðherrann skýrði frá þessu í
sambandi við afstöðu sérfræð-
inganefndar sem ríkisstjórnin
skipaði en nefndin lagði til í
gær að dregið yrði úr skuldbind-
ingum Belgíu við Nato.
f sérfræðinganefndinni eiga
sæti fulltrúar herstjórnar lands-
ins og þriggja stærstu stjórn-
málaflokkanna.
Ríkisstjórnin hefur í megin-
atriðum fallizt á tillögur nefnd-
arinnar og mun hefja viðræður
við bandamenn sína í Nato um
þessar ráðstafanir sem fyrst,
sagði ráðherrann.
Bandarikjamenn eru undrandi og sárir yfir því ad þurfa ad flytja burt úr þessum bæ sínum, sem hefur byggzt á undanförnum 15
árum, og voru 70.000 Bandaríkjamenn í herstöðinni.
\ - • -
Bandarískt herlið
rekið úrFrakklandi
Bandaríska vikuritið U.S. News
and World Report birti nýlega
grein um flutning bandarísks
Þungar áhyggjur af Vietnam
marka 21. allsherjarþing SÞ
NEW YORK 22/9 — 21. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna
sem hófst í fyrradag ber fyrst og fremst merki um djúpár
áhyggjur fulltrúanna vegna stríðsins í Vietnam og er það
harmað að Vietnam skuli ekki vera á dagskrá allsherjar-
þingsins.
Fulltrúar Sovétríkjanna og
Frakklands eru meðal þeirra sem
eru mótfallnir afskiptum SÞ af
Vietnam fyrst og fremst vegna
þess að bínverska alþýðulýðveld-
i'ff o.g Norður-Vietnam eru ekki
aðilar að samtökunum og þess
vegna geta þau ekki tekið nein-
ar úrslitaákvarðanir í þessu
máli.
En þrátt fyrir það nota margir
útanrfkisráðherrar tækifærið að
ræða við starfsbræður sína og
athuga möguleikana á samning-
um um Vietnan*
Marcos forseti Filipseyja lggði
í gærkvöld til að Sovétríkin og
Asíulönd skyldu koma saman á
ráðstefnu sem hann kallaði „nýja
Tasjkent ráðstefnu“ með það
fyrir augum að leysa Vietnam-
málið.
Dean Rusk utanríkisráðherra
sagði að ríkisstjórn Bandaríkj-
anna teldi þetta jákvæða til-
lögu.
Allsherjarþingið samþykkti í
gær dagskrá og eru 87 mál a
henni, og þurfti aðeins að greiða
atkvæði um eitt mál, Kóreu.
Goldberg fulltrúi Bandaríkj-
arma talaði í dag og þótti frétta-
mönnum ekkert nýtt koma fram
í ræðu hans. Það var yfirlit um
stefnu Bandaríkjanna í Vietnam
og endurtekning á tillögum
þeirra.
Sagt er að fulltrúar margra ó-
háðra landa hafi orðið fyrir
miklum vonbrigðum með ræð-
una.
Á morgun á Gromiko utanrík-
isráðherra Sovétríkjanna að tala
á allsherjarþinginu.
Forystumenn sænskra krata
vilja þingrof og kosningar
herliðs frá herstöðinni Chateaur-
oux í Frakklandi, en það er ein
stærsta herstöð Bandaríkja-
manna þar í Iandi.
„Geysimikill varnarskjöldur,
sem byggður hefur verið á 15
árum er nú tekinn niður“ segir
í greininni, serh annars erfurðu-
blandinn tregasöngur um skiln-
ingsleysi Frakka og er m.a. get-
ið um blessuð bandarísku börnin
sem nú verði að fara þaðan sem
þau fæddust, frá „eina heimil-
inu sem þau hafa nokkru sinni
þekkt.“
Flytja þarf um 70.000 Banda-
ríkjamenn á brott og u.þ.b. 700
þúsund tonn af útbúnaði her-
stöðvarinnar sem er samtals 800
miljón doilara virði.
En Bandaríkjamenn taka fleira
með sér‘ en hergögnin, þeir ætla
að láta rista upp golfvöll sinn
.og flytja þökurnar til Vestur-
Þýzkalands.
„Erfiðasta vandamálið" segir f
greininni, „er hvað á að gera
við 2000 franska starfsmenn sem
hafa haft allt að 30% hærri
tekjur en þeir gætu fengið í
frönskum iðnaði.
Riens Tcuzalin, sem hefurhaft
300 dollara á mánuði neitar að
hefja aftur störf í frönsku efna-
hagslífi og segir:
„Ég fer bara á bandarískan
völl í Grikklandi eða Tyriílandi'1.
★
í greinarlok segir að vonbrigði
Bandaríkjamanna séu sár hvar-
vetna í Frakklandi, þar sem þeir
hafa eytt hundruðum miljóna
dollara á sl. 15 árum, en verði
nú að fara vegna þess að De
Gaulle hafi rekið þá úr landinu.
Bandaríkjamenn cru að flylja frá Chateauroux cn herstöðina þar
kölluðu þeir „brot af Bandaríkjunum í hjarta Frakklands".
Gríðarstórar flutningaflugvélar eru ‘í notkun til að hægt verði -að
ljúka flutningum á 700.000 tonnum af útbúnaði herstöðvarinnar
fyrir tilskilinn tíma, en það er 31. desember.