Þjóðviljinn - 23.09.1966, Síða 5

Þjóðviljinn - 23.09.1966, Síða 5
/ Föstudagur 23. september 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA g Akvarðanir borgarstjórnar markleysa? Eftir Guðmund Vigfússon Það hefur að vonum vakið nokkra athygli að þær tiltölu- lega naumu fjárveitingar sem borgarstjóm Reykjavíkur ætl- aði á þessu ári til byggingar nýs skólahúsnæðis hafa ekki verið nýttar. Staðreynd er að hvorki hefur verið byrjað á byggingu Árbæjarskóla né fyr- irhugaðri viðbót við Vogaskóla. Ætlaði þó borgarstjórnin til þessara framkvæmda nokkurt fé, að vísu alltof smátt skammt- að, enda af naumri heildarupp- hæð að taka. Borgarstjórnin ætlaði til skólabygginga á þessu ári 25 miljónir króna úr borgarsjóði. Gert var ráð fyrir sömu upp- hasðlr. frá- ,ríkinu, lögum sam- kvæmt, þannig að heildarupp- hæðin yrði 50 miljónir króna. Af þessum framlögum áttu 4 miljónir að ganga til fram- kvæmda við Iðnskólann. Urðu þá 46 milj. kr. eftir til bygg- ingar bama- og gagnfræða- skóla á vegum borgarinnar. Augljóst var þegar við af- gréiðslu fjárhagsáætlunar að þetta framlag til skólabygginga var alltof naumt skorið. Fram- kvæmdaþörfin á þessu sviði krafðist miklu ríflegri fjár- framlaga. Áætlaðar skólabygg- ingar hafa dregizt á langinn og alls ekki byrjað á ýmsum skólahúsum, sem ráðgert og sámþykkt hefur verið að reisa til þess að bæta úr brýnni þörf. Þahnig hefur hvorki verið haf- izt hánda um byggingu Vest- urbæjarskóla né Laugarásskóla, þrátt fyrir samþykktir þar um. Sama er að segja um æfinga- skóla Kennaraskólans, sem ríki og borg eiga að reisa í sam- einingu og verið hefur á dag- skrá árum saman. Framkvæmd- ir við aðra skóla hafa einnig gehgið seinna en ætlað var. Auknir erfiðleikar Allt hefur þetta skapað aukna erfiðleika í skólastarfi höfuðborgarinnar. Tvísetning og þrísetning í skólastofur hef- ur haldizt lítið eða ekki breytt frá ári til árs og þó heldur sigið á ógæfuhlið, með öllum þéim ókostum og erfiðleikum, sem slíku fylgja í skólastarfinu. Víða er vöntun á eðlilegri að- stöðu fyrir skólastjórn og kennaralið, skortur á sér- kennslustofum og íþróttahús- næði. Notazt er við lélegt og raunar óhæft húsnæði til kennslu, svo sem gamla timb- urhjalla eða niðurgrafna kjall- ara. Enda þótt margar sam- þykktir og áætlanir hafi ver- ið gerðar um úrbætur virðist borgarstjórnarmeirihluti Sjálf- stæðisflokksins ekki ætlast til að þær séu teknar alvarlega, heldur sælta sig mæta vel við lítt eða ekki breytt ástand. Ljóst var, þegar við af- greiðslu fjárhagsáætlunar, að 23 miij. kr. framlag borgar- sjóðs til barna- og gagníræða- skólabygginga í ár var á eng- an hátt í samræmi við brýn- ustu þarfir fyrir framkvæmdir í skólabyggingamálum. Á Jætta bentum við Alþýðubandalags- menn og rökstuddum rækilega nauðsyn Jjess að hækka fram- lagið. Lögðum við til að fram- lag borgarsjóðs yrði ákveðið 53 miljónir króna og mismun- arins aflað með tilfærslu milli liða í fjárhagsáætlun og nokk- urri hækkun aðslöðugjalda. Hinir minnihlutaflokkamir höfðu svipaða afstöðu, lagði Framsókn til að hækka fjár- veitinguna í 40 miljónir og Al- J)ýðuflokkurinn í 35 miljónir. Engar þessar hækkunartillögur hlutu náð hjá meirihlutanum og felldi hann þær allar. Skammtur Sjálfstæðisflokksins til nýrra skólabygginga borgar- innar var ákveðinn 23 miljón- ir auk áður getinna 2 milj. til framkvæmda Iðnskólans. Þessi þáttur í afskiptum borgarstjórnarmeirihlutans af þessu máli er vissulega nægi- lega slæmur. En verri og víta- verðari eru þó afskipti þessa sama meirihluta af þeim fram- kvæmdum, sem áttu að byggj- ast á þessari naumu fjárfest- ingu. Eins og að vanda skipti borg- arráð og borgarstjórn fjárveit- ingunni niður á ákveðnar fram- kvæmdir. Meðal þeirra sjö skólabyggingaframkv., sem upp- hæðinni var skipt á milli, var hinn fyrirhugaði Árbæjarskóli (1. áfangi) og IV. áfangi Voga- skóla. Til Árbæjarskóla voru ætlaðar 8 milj. kr. og 1,1 milj. til byrjunarframkvæmda við IV. áfanga Vogaskóla. Hinum hluta íjárupphæðar- innar var skipt milli Álftamýr- arskóla, Gagnfræðaskóla verk- náms, Hvassaleitisskóla, Lang- holtsskóla og Réttarholtsskóla. Kom vitanlega í ljós að fjár- veitingin var allsendis ófúll- nægjandi og því ekkert unnt að veita Vesturbæjarskóla, Laugarásskóla né til stækkun- ar Hlíðaskóla. sem mjög er orð- in aðkallandi. Vantar 11 stofur Hvernig hefur þá frammi- staða borgarstjómarmeirihlut- ans verið að öðru leyti? Takast mun á þessu ári að fjölga kennslustofum um 14. Eru 6 þeirra í Álftamýrarskóla, 4 í Hvassaleitisskóla og 4 í Réttarholtsskóla. Ekki eru mörg ár síðan áætl- að var að í Reykjavík yrði að byggja 25 kennslustofur á ári, til að mæta fjölgun nemenda og útrýma á hæfilegum tíma þrísetningu á barnafræðslu- stigi og tvísetningu á gagn- fræðastigi. Á þessu eina ári vantar því 11 nýjar kennslustofur til l»ess að þessi áætlun standist. Það ■ er slæleg frammistaða og Iofar sann- arlega engu góðu um að úr rætist um húsnæðisskort skólanna í náinni framtíð. Boðinn hefur verið út III. áfangi Gagnfræðaskóla verk- náms og um hann samið við verktaka. Sama er að segja um II. áfanga Langholtsskóla. Þessi útboð fóru þó það seint fram og samningar það seint gerðir, að litlar sem engar framkvæmdir eru hafnar og mun þessum byggingum þvi skila lítt áfram á þessu ári. Þó tekur fyrst steininn úr þegar kemur að Árbæjarskóla og Vogaskóla. Hvorug þessi framkvæmd hefur enn verið boðin út og því síður að sam- ið hafi verið um verkin og framkvæmdir hafnar. Sá áfangi Vogaskóla, sem hér er um að ræða, er mikil framkvæmd, sennilega upp á 70—100 milj. kr. á núverandi verðlagi. Hefði áætlað fram- lag að sjálfsögðu hrokkið skammt, en þó nauðsynlegt að hefjast handa á árinu. Mikil þrengsli eru í Vogaskóla, eng- ar sérkennslustofur eru þar fyrir hendi, kennt er í niður- gröfnum kjallara og leikfimis- hús nemendanna er hjallurinn við Hálogaland. Arbæjarskólinn Ætlunin er að í 1. áfanga Árbæjarskóla verði 12 kennslu- stofur, annað ekki. Hefur verið gert ráð íyrir að ein þeirra yrði tekin fyrir skólastjóra. Er hér um algert lágmark að ræða og hefði raunar Jrurft að byggja sérstakt húsnæði fyrir skóla-^. stjórn jafnhliða kennslustof- unum. — Ráðgert var að þessi áfangi yrði tilbúinn í haust og ckki síðar en fyrir næstu ára- mót. Þetta staðfesti Geir Hall- grímsson borgarstjóri á kosn- ingafundi í Lídó 24. apríl í vor. Var hann þar spurður um skólabygginguna. Hann svaraði orðrétt (samkv. Morgunblað- inu): „Ætlunin er að bjóða út 1. áfanga skólans á næstunni og verður hér um 12 kennslustof- ur að ræða. Vonazt er til að hluti Jjeirra verði. tekinn í notk- un í haust“. Þetta var svar og yfirlýsing borgarstjórans 24. apríl sl. Nú, nær misseri síðar, hefur ekki svo mikið sem ein skóflustunga verið tekin að byggingunni — ekki einu sinni farið að bjóða verkið út! í álTt súmar haíá nýir íbúar verið að flytja í Árbæjarhverfi til viðbótar þeim sem fyrir voru. Og sá flutningur mun þyngjast mjög fram að hátíð- um a.m.k. Töluvert á Jæiðja hundrað nemendur á barna- fræðslustigi verða í hverfinu í vetur, auk Jieirra sem sækja eiga gagnfræðaskóla. Þegar íhaldið heíur svikið loforð sin og yíirlýsingar býð- ur það upp á J)á „lausn“ að þrísetja í þann litla skóla sem fyrir er, og hefur þrjár kennslu- stofur og eina í félagsheimili Framfarafélagsins. Þó er talið vafasamt að þetta „leysi“ vand- ann. Er þá ekki um annað að ræða en flutning barnanna úr hverfinu og til annarra skóla, sem flestir eru Jx> yfirfullir fyrir. Og sú verður örugglega raunin með nemendur á gagn- fræðastigi. Þetta er hörmuleg frammi- staða og sýnir glöggt J)ann mikla mun, sem er á orðum og gerðum borgarstjórnarmeiri- hlutans. Kosningaloforðin og framkvæmdirnar eru sitt hvað. Og algert virðingarleysi íhalds- ins fyrir ákvörðunum og sam- þykktum borgarstjórnarinnar getur varla komið skýrar í ljós. Frammistaða borgarstjórn- armeirihlutans í skólabygg- ingarmáli Árbæjarhverfis er í svo hrópandi mótsögn við athafnir fólksins, sem bygg- ir þetta nýja borgarhvcrfi upp, sem hugsazt getur. Fólkið leggur hart að sér við framkvæmdir sínar, byggir sér myndarlegar i- búðir, oftast af litlum efn- um og með takmörkuðum lánum. En það lætur undan dugnaði þess og bjartsýni og þeim fjölgar með hverri viku íbúðunum, sem teknar eru til notkunar. Ætla mætti að ekki stæði á stærsta og ríkasta sveitarfélagi lands- ins, og það sjálfri höfuð- borginni, að sjá börnum sliks fólks fyrir sómasam- legri aðstöðu til lögboðins náms. Reyndin er þó nokk- uð önnur, eins og sjá má af því sem hér hefur verið rak- ið. Þetta er til skammar fyrir höfuðborgina og þá skömm leiðir íhaldsmeirihlutinn yfir hana. Það er ekki í fyrsta sinn sem frammistaða hans er Reykjavík til lítils sóma. Hér að framan var vitnað til orða og yfirlýsingar borgar- stjórans á fundinum í Lídó 24. apríl. Hún snerti beint bygg- ingu þessa umrædda skóla, Ár- bæjarskólans. En það er einn- ig til önnur og víðtækari yfir- lýsing um skólabyggingar, gef- in í sambandi við borgarstjórn- arkosningarnar 22. maí sl. Og sú yfirlýsing er einnig úr ranni Sjálfstæðisflokksins. í „Bláu bókinni" 1966 segir svo í loforðaskránni um menntamál: „Skólabyggingar verði for- gangsframkvæmdir". Og síðan hefst löng upptalning, eins og hjá eggjakonunni forðum. Hvert fyrirheitið er gefið öðru glæsi- legra um nýja skóla og nýj- ungar og endurbætur í kennslu- málum. En hætt er við að efndirnar kunni að láta eitt- hvað á sér standa, ef dæma á eflir því hvernig meirihlut- anum hefur tekizt að standa við J)ann þátt fyrirheitanna sem snerta íyrsta misseri kjör- tímabilsins. Ég ætla að það, sem hér hef- ur verið rakið, sýni að fullt tilefni var til þeirrar tillögu, sem við borgarfulltrúar Al- J)ýðubandalagsins fluttum á síðasta fundi borgarstjórnar, um að átclja seinaganginn og svikin við gefin loforð í skóla- byggingarmáli Árbæjarhverfis og einnig að því cr varðar Vogaskóla. Sú tillaga gerði einnig ráð fyrir að borgar- stjórnin fæli borgarstjóra og borgarráði að sjá um að fram- kvæmdir við þessa skóla yrðu þegar hafnar og þeim þannig fram haldið að hinn nýi Árbæj- arskóli kæmi að gagni á næsta skólaári. Meirihlutinn í borgarstjóm, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, reyndust hins vegar á öðru máli. Þeir vísuðu tillögunni frá, gegn atkvæðum allra minni- hlutafulltrúanna. Þannig sló Sjálfstæðisflokkurinn skjald- borg um slóðaskapinn og brigð- mælin við gefin loforð og taldi sæmandi að dæma teknar á- kvarðanir og gerðar samþykkt- ir borgarstjórnarinnar mark- leysu eina. Sú afstaða er ekki aðeins fróðleg og lærdómsrík fyrir íbúa Joeirra hverfa sem hér eiga mestra hagsmuna að gæta, heldur og fyrir alla Reyk- víkinga. Svipmyndlir frá Eskifirði irnmm Fyrir tveim dögum birtum við grein um Eskifjörð eftir Grétar Oddsson ásamt myndum þaðan- Hér koma tvær myndir til viðbótar sem Grétar tók á Eskifirði og ekki komnst með greininni. A stærri myndinni sést Iöndun og söltun úr Seleynni, sem er heimabátur á Eskifirði og eitt af aflahæstu skipunum á síldveiðunum í sumar, enda nýtt og fullkomið skip. Hin myndin sýnir aft- ur á móti eldri tíma í útgerðarmálum, þótt enn geri trillumar sitt gagn og megi ekki missa sig.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.