Þjóðviljinn - 24.09.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.09.1966, Blaðsíða 4
^ SfÐA —iWÖBWIíaJlWN---------------líBögartíagiu* St eeptember 1966 Dtgefandi: Sameinlngarflpkkiur aiþýöu — Sáaialistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson, Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- 6öluverð kr. 7.00. Nú þegir Morguai/aðið ¥>jóðviljinn hefur að undanfömu margsinnis vak- * ið athygli á mjög alvarlegum greiðsluþrotum borgarsjóðs í allt sumar. Höfuðborgin hefur ekki getað staðið við skuldbindingar sínar hvorki í smáu né stóru; þeir sem átt hafa kröfur á borg- arsjóð hafa orðið að standa í biðröðum langtímum saman en oft gengið bónleiðir til búðar eða aðeins fengið lítið bro't af umsömdum greiðslum. Af þessu hafa hlotizt stórfelld vandkvæði, m.a. fyrir fjöl- marga verktaka sem höfðu tekið að sér umfangs- mikil störf fyrir höfuðborgina en verið sviknir um greiðslur æ ofan í æ; hafa sumir þessir verktak- ar ekki einusinni getað staðið 1 skilum með kaup og orðið að draga úr framkvæmdum sínum. Hafa því nauðsynjaverk tafizt stórlega, m.a. á nýju byggingarsvæðunum í Fossvogi og Breiðholti; einnig hafa hitaveituframkvæmdirnar orðið miklu síðbúnari en heitið var og þegar hlotizt vand- ræði af. ✓ Tr'i A stæðan fyrir þessu bága fjárhagsástandi er hin gegndarlausa eyðsla íhaldsins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar. Þá var fjármunum sóað án fyrirhyggju og framsýni til þess að hægt væri að fullgera eitthvert horn í nýjum borgarstofnunum, svo að Geir Hallgrímsson gæti framkvæmt vígslu með tilheyrandi auglýsingatækni. Tugum miljóna króna var þá varið í hvers konar sýndarmennsku; það var áróðurskostnaður íhaldsins, greiddur a’f skattborgurum Reykjavíkur. Borgin nýtti alla lánsmöguleika sína hjá bönkum og varð til trygg- ingar að veðsetja útsvör borgarbúa á þessu sumri. Þess vegna hefur borgarsióður staðið uppi sem vesælt vanskilafyrirtæki að undanförnu, og virð- ist ekki enn sjá fyrir endann á því ástandi; Qvo fróðlega hefur brugðið við að Morgunblaðið ^ hefur ekki treyst sér til að svara frásögnum Þjóðviljans um þetta stórfellda hneykslismál einu orði. og þóttist það þó kunna s.vör við öllum spurningum um borgarmál fyrir kosningar. Ekki mun Geir Hallgrímsson borgarstjóri heldur hafa lagt mikla stund á handabönd seinustu mánuðina. Erindi Torfa Ásgeirssonar hagfræáings um Orð og efndir Qtyrkir og niðurgreiðslur voru þær meinsemdir ^ sem viðreisnarstjórnin taldi verstar í upphafi ferils síns. Samt hafa örlög hennar orðið þRU að þenja út víðtækara styrkja- og niðurgreiðslukerfi en áður hefur þekkzt hérlendis. Nú síðast hefur hún ákveðið að verja á annað hundrað miljónum króna í styrki til bænda og í niðurgreiðslur á kjöti og mjólk. Með þessu móti á að reyna að halda uppi riðandi efnahagskerfi. svo að bað falli ekki vfir þjóðina fyrr en að afstöðnum kosningum. — m. Áætlanagerð ríkisins um skólabygg ingar og f járveitingar til þeirra Á ráðstefnu Sambands íilenzkra sveitarfélaga mn verk- Iegar framkvæmdir sveitarfélaga, sem haldin var í Reykja- vík um síðustu mánaðamót flutti Torfi Ásgeirsson hagfræð- ingur erindi það um skólabyggingar, áætlunargerð og fjár- mál skólanna sem hér fer á eftir lítið eitt stytt. Ég hef verið beðinn að segja hér nokkur orð um skólabygg- ingamál, sérstaklega um áætl- unargerð á þessu sviði og um fjármál skólaþygginga. Þegar leitað hefur verið til mín, eða réttara sagt til Efna- hagsstofnunarinnar, þá rram það vera af þremur ástæðum. 1 fyrsta lagi hefur Efnahags- stofnunin það verkefni að semja almennar framkvæmda- áætlanir á vegum ríkisstjómar- irinar, áætlanir þar sem reynt er að samræma fyrirætlanir margra aðila um verklegar framkvæmdir, meta heildar- greiðslugetu þjóðarinnar til alls þess sem í sjálfu sér er æski- legt, og að gera tillögur um forgang vissra framkvæmda, og þá frestun annarra, þannig að þessar fyrirætlanir verði ekki pappírsgögn ein. I öðru lagi hefur Efnahags- stofnunin síðan í ársbyrjun 1965 unnið að almennri athug- un á menntunar- og skólakerfi þjóðarinnar, á hinni hagrænu hlið þessara mála- I þriðja lagi hefur Mennta- málaráðuneytið undanfarm ár falið Efnahagsstofnuninni að gera tillögur um notkun þess fjár, sem ár hvert er til ráð- stöfunar samkvæmt fjárlögum og með lántökum ríkissjóðs til bypgingar skólamannvirkja. Hvað viðvíkur hinni almennu áætlunargerð Eínahagsstofnun- arinnar get ég verið stuttorður. öllum er kunnugt um að núver- andi ríkisstjóm lét árið 1963 gera þjóðhags- og framkvæmda- áætlun fyrir árin 1963—1966. Hvað skólum viðvíkur var þá gert ráð fyrir um 70 prósent aukningu frá fjögurra ára tímabilinu 1957—‘61, sem var hið almenna viðmiðunartíma- bil framkvæmdaáætlunarinnar. Árið 1966 er að vísu ekki liðið, en óhætt mun vera að segja að áætlunin hafi staðizt. Miðað við verðlag á miðju ári 1965 var að meðaltali byggt fyrir 103 milj. kr. á ttmabilinu 1957— 1961, en fyrir um 199 milj- kr. árin 1963—1966. Aukningin er því um 80—90 prósent eða veru- lega umfram markið sem var 70 próserit aukning- Eins og ég nefndi áðan, vinn- ur Efnahagsstofnunin að at- hugun á hinum hagrænu hlið- um menntunar- og skólakerfis- ins, bæði eins og það er í dag, og eins að áætlunargerð fram ( tímann. HJr er að sjálfsögðu ekki um að væða rannsóknir á kennsl- unni sjálfri, né framtíðartilhög- un hennar, að þeim málum vinna aðrir. Hér er um ein- fáldari atriði að ræða, en sem gera þarf sér skýra grein fyrir, þannig að m.a. skólabyggingar- mál séu réttum tökum tekin. Leitazt er við að svara spurn- ingum eins og þessum: H ver verður nemendafjöldi t. d- iimm ár, tvö ár o.s.frv. fram í tímann á hinum ýmsu frælslustigum? Hvernig verður skipting nem.uidafjöldans eftir lands- hlutum og jafnvel skólahverf- um? Hve mikið skólarými þarf að byi’g]a til þess að fullnægja Uennsluþörfinni og þá hvar? Hver verður kennaraþörf og tmr af leiðandi þörf á kenn'ara- menntun? Hver verður eftirspurn þjóð- ri'lagsins eftir sérmenntuðu fnlki að fimm. tíu. fimmtán ár- ‘im liðnum? Öll eru þessi atriði innbyrð- is háð, og fyrir þeim öllum og roörgum fleiri þarf að gera sér góða greln til þess að skyn- samlega sé farið með þau verð- niæti sem þjóðfélagið leggur fram til þessara mála. Komi að auki til, og til þess eru allar líkur, að ný kennslu- tækni, breytt viðhorf þjóðarinn- ar til almennrar menntunar, lenging skólaskyldunnar o.s-frv. er geri auknar kröfur um fjár- framlög, er augljós þýðing þess að mynda sér skynsamlegt heildaryfirlit yfír fjárhagshlið þessara mála. Að þessum rannsóknum vinn- ur Efnahagsstofnunin síðan í ársbyrjun 1965 í náinni 6am- vinnu við fræðsluyfirvöld og væntanlega seinna þegar rann- sóknir eru komnar á það stig að hægt sé að nýta þær til fjárhagslegra áætlunargerða, einnig við fjárveitingarvöld. Hvað viðvíkur vinnu Efna- hagsstofnunarinnar um notkun ráðstöfúnarfjárs hvers árs til skólabygginga, þá hófst sú vinna þegar árið 1963, en fyrir það ár eins og síðari ár var gerð sérstök frarxikvæmdaáætl- un innan ramma heildaráætl- unarinnar 1963—‘66- Fyrst árið 1963 var gert ráð fyrir um 145 milj. kr. álögðum kostnaði við skólabyggingar, kostnaður varð þá aðeins 111 milj. kr. það er eitt af fjórum áætlunum áranna varð því verulega fyrir neðan áætlun, þrjú síðari árin hafa öll farið fram úr frumáætluninni frá 1963. Engar sérstakar ráð- stafanir voru gerðar það ár tii^ þess að flýta fyrir skólabygg- | ingum sem langt voru á veg komnar, né til þess að koma í veg fyrir byrjunarframkvæmd- ir sem bersýnilega gátu ekki komið í gagnið sem kennslu- rýrni fyrr en að löngum tíma liðnum. Á árinu 1964 var fyrsta skrefið tekið til þess innan ramma áætlunarinnar, að stuðla að betri nýtingu þess fjár sem til ráðstöfunar er úr ríkissjóði á ári hverju- Þann 8. maí 1964 gaf ráðuneytið út reglugerð, þar sem ákveðið var að óheimilt væri að hefja byggi ngarf ramkvæmd i r x við skólabyggingu sem undir ráðu- neytið heyrði, nema fjárveiting á fjárlögum næmi samtals 20 prósent af áætluðu framlagi ríkissjóðs miðað við verðlag í febrúar 1964. Með þessu var komið í veg fyrir að byrjað væri á ýmsum skólum, sem að vísu höfðu fengið fjárveitingu á fjárlögum 1963 og 1964, en þar sem mætti segja að framlög Alþingis væru frernur tekin sem velvilji þess til fyrirhug- aðra bygginga þessara skóla í óákveðinni framtíð, heldur en fjárframlög, sem að heimafram- lagi meðtöldu, gætu leitt til þess að nothæft skólarými gæti upp risið. Þessi ákvæði höfðu að sjálf- sögðu ekki í för með sér minnkandi raunhæfa bygg- ingarstarfsemi, en þau komu í veg fyrir sóun á verðmætum, svo sem því að steyptar væru undirstöður og kjallaraplötur, sem síðan myndu standa ó- hreyfðar og jafnvel verða fyrir skemmdum, vegna þess að fé var ekki fyrir hendi til skyn- samlegra áframhaldandi fram- kvæmda- Árið 1964 varð bygg- ingarkostnaður skóla um 180 milj. kr. á móti 111 milj. kr- 1963, og varð um 40 prósent hærri en 1963 þegar miðað ér við sama verðlag bæði árin. Árið 1965 var haldið áfrarn á sömu braut, en þó með nokk- uð öðrurrt hætti. 25. maí 1965 ga£ íorseti Islands samkvæmt tilmælum menntamálaráðherra úr bráðabi rgðalög þar sem rik- isstjóminni var heimilað að fresta að öllu eða einhverju leyti greiðslum .fjárveitinga til byggingu þeirra skólamann- virkja, sem fyrirsjáanlegt var að hvorki var hægt að ljúka að fullu né að nothæfum áfanga með fjárveitingum Alþingis á- samt framlögum sveitarfélag- anna- Þessar fjárveitingar voru geymdar í ríkissjóði og heimil- að að veita lán af þeim’ til þess að hraða byggingum þeirra skólamannvirkja, sem þegar var unnið að til þess að Ijúka þeim sem fyrst. Ástæður fyrir þess- ari lagasetningu voru tvær, í fyrsta lagi sýndi reynsla ársins 1964, hve heppileg áhrif það hafði að gera tvennt í senn, halda aftur af þeim sem hvort eð er höfðu ekki fjármagn til þess að koma skólamannvirkj- um áfram með skynsamlegum hraða og hins vegar að léttai sem mest undir með þeim sem gátu séð fram á að ná nothæf- um áfanga, í öðru lagi ákvað rikisstjórnin eftir samþykkt fjárlaga að lækka um 20 pró- sent framlög til verklegra fram- kvæmda, þar á meöal til skóla- bygginga. Þetta lækkaði upp- hæð þá sem Menntamálaráðu- neytið hafði til umráða úr 139 milj. kr. í 111 milj. kn. Augljóst er, að niðurskurður um 20 prósent á veittu fé til hverrar einstakrar byggingar gat komið mjög illa niður. Skóli, sem með fullri fjárveit- ingu gat náð nothæfum áfanga áður en kennsla byrjaði að hausti, gat, lent í verulegum erfiðleikum ef 20 prósent nið- urskurðurinn var framkvœmd- ur. Það var því augljóst að æskilegt var, að greiða fulla f járveitingu — og i einstftkuírt tilfellum jafnvel umfram það — til þeirra skóla, sem voru ná- lægt nothæfum áfanga. Gegn þessu mátti að skaðlausu fresta greiðslu framlaga til skóla, sem ekki gátu hvort eð er nýtt hana til þess að ná nothæfum áfanga. Bráðabirgðalögin gáfu heim- ild til þessarar millifærslu, en hún nam alls um 20. milj. kr. og var notuð til þess að hjálpa þeim skólum, sem gátu komið sér upp nothæfu kennslurými. Á árinu 1965 varð fjárfesting £ skólum alls 203 milj. kr- pg sé miðað við sama verðlag bæði árin urðu framkvæmdir að magni til svo til þær sörtru og 1965 og 1964, þrátt fyrir 20 prósent niðurskurðinn, eða lækkun um 2—3 prósent. Á yfirstandandi ári hefur verið beitt líkum vinnubrögð- um og 1965, mismunurinn er aðallega sá, að Alþingi hefur sjálft farið inn á þá braut, að veita framlög sem má geyma þar til skilyrði um nægan und- irbúning, þ.á-m. fjárhagslegan undirbúning, er betur uppfyllt. Hér við bætist, að Alþingi sam- kvæmt tillögum menntamála- ráðuneytisins hefur leyft þeim sveitarfélögum, sem hafa fram- lög á fjárlögum til fleiri eil einnar skólabyggingar, /eða fleiri áfanga sama skóla, að nota samanlagt framlag á þann hátt, er sveitarfélögunum herrt- aði bezt. Enn fremur getur mennta- málaráðuneytið samkvæmt sam- komulagi við fjármálaráðuneyt- Framhald á 7. f:ðu. ... og þegar um hægist hjá þér þá kemurðu til okkar í Mími Þú veizt, að þú þarft að læra ensku, og þú veizt að betri tómstundaið.ja er ekki til. Þú getur lært þar að LESA ensku — og ef þú vilt, að SKRIFA ensku — en umfram allt: að TALA ENSKU. í Mími er fólk á öllum aldri fullorðið fólk og ungt fólk en bcjrn og unglingar í sér deildum. Allir eiga erindi í Mími skólann. sem kennir þér að TALA tungumálin. SÍÐASTI INNRITUNARDAGUR. Málaskólinn Mímir Brautarholti 4, sími 1 000 4 (kl. L—7 e.h.) Hafnarstræti 15, sími 2 16 55. BLAÐDREIFING Blaðburðarfólk óskast í eftirtalin hv&rfi: Framnesveg Höfðahverfi Hverfisgötu I og n Laneholtsveg. ÞJÓÐVILJINN Sími 17-500. KÓPAVOGUR: Blaðburðarbörn óskast í Kópavog. ÞJÓÐVILJINN Simi 40-753.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.