Þjóðviljinn - 22.10.1966, Qupperneq 6
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 22. október 1966.
„Ó; þetta er indælt stríð" í Þjóðleikhúsinu í kvöld
Söngleikurinn frægi „Ö, þetta er indælt strið," hefur nú verið sýndur 18 sinnum í Þjóðleikhúsinu
við góða aðsókn. Næsta sýning verður i kvöld — Myndin er úr byrjunaratriði leiksins.
atriði leiksins.
STARF í LONDON
Flugfélag íslands h.f. óskar að ráða stúlku
til starfa við skrifstofu félagsins í London.
Reynsla í skrifstofustörfum og góð mála-
kunnátta nauðsynleg.
Umsóknareyðublöð, sem fást á skrifstofum
vorum, óskast send starfsmannahaldi fyrir
27. okt. n.k. — Eldri umsóknir óskast endur-
nýjaðar.
Á/ff/u/Sff.x
ICEIMVBAIR
Útgerðarmenn og
fískverkendur
Á fundi bæjarstjórnar Hafiiarfjarðar 11. okt. s.1.
var samþykkt að fram fari ítarleg athugun á því,
hvort og á hvern hátt unnt kynni að vera að tryggja
áframhaldandi starfrækslu Fiskiðjuvers Bæjarút-
gerðar Hafnarfjarðar svo og annarra þátta fyrir-
tækisins, án fjárhagsáhættu fyrir bæjarfélagið.
Skv. þessu er þess óskað, að þeir útgerðarmenn
eða fiskverkendur sem hug hafa á viðskiptum,
eða að yfirtaka reksturinn allan, eða einstaka hluta
hans, hafi samband við bæjarstjórann í Hafnar-
firði fyrir 5. nóv. n.k.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði,
Krístinn Ó. Guðmundsson.
AUGLÝSING
um varnir vegna hundapestar í nágrenni
Reykjavíkur.
Þar sem hundapestar hefur orðið vart í nágrenni
Reykjavíkur skulu allir hundaeigendur í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu, Reykjavík, Hafnarfirði og
Keflavík gæta þess að halda hundum sínum heima,
forðast að þeir hafi samgang við aðra hunda og
hafa þá ekki með sér utan heimilis.
Úr þessum landshluta má ekki flytja hunda til
annarra staða á landinu og þangað má ekki flyt'ja
hunda nema með leyfi sýslumanns eða bæjarfógeta.
Hreppstjórar og bæjarfógetar skulu sjá um, að öll-
um hundum, sem sýkst hafa eða sýkjast af hunda-
pest verði lógað án tafar og hræin grafin. Sama
rnáli gegnir um alla flækingshunda.
Brot gegn fyrirmælum þessarar auglýsingar varða
sektum samkvæmt lögum nr. 16, 1952,
Landbúnaðarráðuneytið,
21. október 1966.
• Hjónaband
• 15. október voru gefin saman
í hjónaband af séra Sigurði H.
Guðjónss. ungfrú Elly Kratsch
og Þröstur Jónsson. Heimili
þeirra er í Hraunbao 32.
(Nýja myndastofan, Lauga-
vegi 43 b, sími 15125).
• 15. október voru gefin saman
í hjónaband af séra Óskari J.
Þorlákssyni ungfrú Sigríður
Jónasdóttir og Heimir Lárus-
son. Heimili þeirra er í Kar-
ise, Danmörku.
(Nýja myndastofan, Lauga-
vegi 43 b, sími 15125).
13.00 Óskalög sjúklinge. Sigríð-
ur Sigurðardóttir kynnir lög-
in.
14.00 Háskólahátíðin 1966. Ot-
varp frá Háskólabíói. a)
Strengjasveit leikur undir stj.
Björns Ólafssonar. b) Há-
skólarektor, Ármann Snævarr
prófessor, flytur ræðu. c) Há-
skólarektor afhendir Sigurði
Nordal prófessor doktorsbréf.
d) Stúdentakórinn syngur-
Söngstjóri: Jón Þórarinsson.
e) Háskólarektor ávarpar ný-
stúdenta.
15.20 Einn á ferð. Gísli J. Ást-
þórsson flytur þátt í tali og
tónum.
16.00 Ingólfur Davíðsson grasa-
fræðingur velur sér hljóm-
plötur-
17.05 Létt lög.
17-30 Úr myndabók náttúrunn-
ar. Ingimar Óskarsson nátt-
úrufræðingur svarar spurn-
ingunni. Á hverju nærast
trén?
17.50 Söngvar í léttum tón-
19.30 Vetrarvaka. a) Hugleiðing
við misseraskiptin. Séra Þor-
steinn B. Gíslason prófastur
í Steinnesi flytur. b) Ein-
söngur: Ólaíur Þ. Jónsson
syngur íslenzk lö,g- c) Um
huldufólk. Flytjendur: Kristj-
án Bersi Ólafsson, Brynja
Benediktsdóttir og Haraldur
Ólafsson.
21.30 Islenzkur gamanleikur:
Þváðrið, eftir Pál J. Árdal.
Leikendur: Nína Sveinsdóttir,
Guðbjörg Þorbjarnardóttir,
Þóra Borg, Margrét Ólafs-
dóttir, Valdimar Lárusson.
22.10 Dansskemmtun útvarps-
ins í vetrarbyrjun. Auk
danslagaflutnings af plötum
leikur hljómsveit Ásgeirs
Sverrissonar gömlu dansana
og Ingimars Eydals hina
nýju. Söngfólk: Sigríður
Magnúsdóttir, Erla Stefáns-
dóttir og Þorvaildur Halldórs-
son.
02.00 Dagskrárlok.
(Klukkan færð til íslenzks
meðaltíma, — seinkað um
eina stund).
• Vandræði
• Það er að vísu sök sér að
gryrnra lítið í því s«m fyrir
mann ber á sviðinu «ða utan
þess- En að hafa af því enga
skemmtun — það er öldungis
afleitt.
(Ólafur Jónsson í Alþýðu-
blaðinu).
• Sauðkindin
jarmar
• Stóri, gantli maðnrinn 1 ísra-
elskum bókmenntum, hinn 78
ári gamli Samuel Joseph Haleui
Agnon hefur hlotið bókmennta-
verðlaun Nóbels í ár ....
(Frétt i Timanum)
• Staðfestar af-
greiðslur mála
Á fundi ríkisráðs í Reykja-
vík i dag staðfesti forseti Is-
lands ýmsar afgreiðslur, sem
farið höfðu fram utan rfkis-
ráðsfundar og féllst á tillögur
um að leggja nokkur frumvöi’p
fyrir Alþingi sem stjómarfrum-
vörp.
Ríkisráðsritari, 21. okt. 1966.
• Góð gjöf til Krabbameinsfélagsins
• Nylega afhenti Kiwanis-
klúbburinn „Hekla“ Krabba-
meinsfélagi Reykjaivíkur að
gjöf tæki (gastro-camera), sem
ætlað er til hjálpar sérfræð-
ingum við greiningu á maga-
sjúkdómum, m a. magakrabba-
meini. Þetta tæki er sérstaklega
þægilegt og auðvelt í notkun
fyrir þá, sem kunna með það
að fara, létt og færanlegt og
hægt að nota það bæði á spít-
ölum og uban þeirra.
Krabbameinsfélag Reykjayíl^-
ur er mjög þakklátt Kiwanis-
klúbbnum fyrir þessa góðu
gjöf, og mun tækið verða tekið
mjög fljótlega í notkun'af ser-
fræðingum í meltingarsjúkdóm-
um- M.a. hefur komið fram sú
hugmynd hjá krabbameinsfélög-
unum, að hefja fjöldarannsókn-
ir á magakrabbameini með
hjálp þessa tækis. Væri það
ekki óeðlilegt, þar sem maga-
krabbameinið er slgengasta
krabbameinið á Islandi.
★
I fjarveru formanns Krabba-
meinsfélags Rvíkur (Gunnlaugs
Snædals) veittu þeir próf. Ólaf-
ur Bjamason, o£ v
Jónsson læknir tælkinu móttöku
f.h. félagsins, e>g færðu forráða-
mönnum klúbbsins alúðarþakk*
ir fyrir.
• „Óboðinn gestur" í Kópavogi
Leikfélag Kópavogs endursýnir um þcssar mundir hinn vinsæla
gamanleik „Óboðinn gest“ eftir Svein Halldórsson. Vegna nýrra
vcrkcfna verða þó aðeins örfiiar sýningar á leikritinu til við-
bótar, þeir sem hafa hug á að sjá lcikritið ættu því ekki að láta
það dragast- Næsta sýning cr mánudag 24. októbesr. Myndin er
af Sveini Iialldórssyni og Bimi Magnússyni í hiutverkum sínum.
• Hernámsandstæðingar
★ Dregið var í happdrætti Samtaka hernámsandstæðinga 5 októ-
★ ber sl. Þeir sem enn hafa ekki gert skil í happdrættinu eru
★ beðnir að gera það sem allra fyrst svo hægt sé að birta vinn-
★ ingsnúmerin. Tekið er á móti skilum í skrifstofu samtakanna í
★ Mjóstræti 3, 2. hæð, sími 24701.