Þjóðviljinn - 23.10.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.10.1966, Blaðsíða 3
\ V . 4 ' . ^ i Sunnudagur 23. október 1*966 — ÞJÖÐVIIUINN — SlÐA J á HVÍLDAR- DAGINN KENNING Endurskoðunar- stefna Á kreppuánin-um á fjórða tugi aldarinnar birtust andstæð- ur auðvaldsskipulagsins í hrika- légum myndum, annarsvegar stórfélld framleiðslugeta og nauðsynjar sem hrúguðust upp óseljanlegar, hins vegar sárasta neyð hjá tugum miljóna manna í iðnþróuðum ríkjum, svo að ekki sé minnzt á þann meiri- hluta mannkynsins sem þekkir ekki annað hlutskipti enn þann dag í dag. En forsvarsmen* auð- valdsskipulagsins hafa lært af reynslunni; síðan annarri heimsstyrjöld lauk hafa þeir að- hyllzt endurskoðunarstefnu og beitt hinum fjölbreytilegustu ráðum til þess að hressa upp á hagkerfi sitt; margar hug- myndir hafa þeir tekið að láni úr fræðikenningum sósíalista, þar á meðal talsverð drög að áætlunarbúskap sem nú er beitt í ýmsum löndum Vesturevrópu; einnig hafa þeir hagnýtt ríkis- valdið í vaxandi mæli til þess að brúa andstæðut milli auð- vaJdsframleiðslu og þjóðfélags- legra þarfa. Aðeins einu hefur ekki mátt hagga, eignarréttin- um sjálfum og þar með vald- inu; sameign og lýðræðisleg stjóm á efnahagskerfinu eru enn sem fyrr bannhelg hugtök. Neyzluþjóð- félagið Ráðið til þess að brúa bilið milli framleiðslu og neyzlu i iðnþróuðum ríkjum'er kenning- , !n um markaðinn sem undir-- stöðu framleiðslunnar, hið svo- nefnda neyzluþjóðfélag- For- ystumenn auðvaldsskipulagsins hafa fallið frá þeirri afstöðu að nauðsynlegt sé að h'alda slhn flestum þegnum í heima- löndum sínum á hungurstigi og látið sér lynda að veita kaup- getu út í iðnþróuð þjóðfélög- Sú breyting stafar þó ekki af neinum félagslegum réttlætis- sjónarmiðum, heldur af þeirri ha-gfræðilegu röksemd að eftir- spurn og kaupgeta örvi fram- leiðslu, gengi atvinnuveganna sé háð markaðnum. Smám saman hefur neyzlan orðið að takmarki í sjálfu sér,' og upp er risinn stórfelldur ayglýsinga- iðnaður sem' hefur það mark- mið að búa til „þarfir", beina neyzlu þeirra sem mesta kaup- getu hafa inn á nýjar brautir. sem engan óraði fyrir, stuðla að lifsþægindagræðgi. I Banda- 1 ríkjunum eru gamlar dyggðir eins og nýtni og hófsemi tald- ar þjóðhættulegar, menn eiga að eyða eins miklu og þeir geta; sá sem á bíi má ekki reyna að láta. hann endast sem lengst heldur kaupa sér sem allra oftast nýja bifreið og henda gamla gripnum; það efl- ir bílaiðnaðinn; menn eiga sem oftast að skipta um húsgögn. tolla í tizkunni í kiæðaburði. elta hverja nýjung í heimilis- vélum og híbýlaprýði, dansa eftir pípu hvers auglýsanda. Hliðstæð hefur þróunin orðið i Vestur-Evrópu, og til þess að lögmál marlraðsins hrífi sem bezt* hafa ríki skipað sér i stærri heildir, Efnahagsbanda- lag og Fríverzlunarsvæði. Kenn- ingin um að neyzlan — ein- hvers konar neyzla og alls kon- ar neyzla — sé undirstaða framleiðslunnar, sá hvati sem stuðli sjálfkrafa að skynsam- legri hagþróun, hefur verið tal- in gefsst vel; hún er sögð hafa komið í veg fyrir alvarlegar kreppur í auðvaldsríkjum tryggt að atvinnuleysi sé í lág- marki, eflt hagþróunina jafnt og þétt. En í skugga neyzlu- þjóðfélagsins eru gömlu and- stæðurnar óbrúrðar. þjóðféiac’s- legt misrétti þlasir enn sem „og danskir tertubotnar sem að vísu munu vera farnir að mygia*' fyrr við hverjum manni, þeir afskiptustu hafa aldrei verið einangraðri en nú til að mynda í Bandaa-íkjunum; og mannúð- ‘arstefna hefur verið á undan- haldi fyrir kaldri peninga- hyggju. Og lífsþægindagræðgin er.-því- verði keypt að arðrán fer sífellt vaxandi £ vanþróuð- um ríkjum, þeim samfélögum sem ekkert hafa á boðstólum nema hráefni, aðgang að auð- lindum og ódýrt vinnuafl. Sé veröldin öll tekin sem eitt neyzlusvæði hafa andstæðumar haldið áfram að magnast, bilið milli ríkra þjóða og fátækra fer sífellt vaxandi, þeir fjáðu hreykja auðlegð sinni framan í neyðina af sívaxandi hroka og fylgja arðráninu eftir með styrjöldum ef á þarf að halda. Flutt til íslands Kenningin um að kaupsýsla og neyzla stuðli sjálfkrafa a© gengi atvinnuveganna og örri hagþróun barst hingað til lands ■méð viðreisninni. Islenzkir hag- fræðingar höfðu haft kynni af þessu bjargráði auðvaldsskipu- lagsins í nágrannalöndum okk- ar í austri og vestri og töldu einsætt að flytja það inn. Þeg- ar viðreisnarflokkamir höfðu að eigin sögn tryggt atvinnu- vegunum eðlilegan grundvöll með gengislækkunum, sneru þeir sér því fyrst og fremst að verzluninni. Þeir brutu niður hvers konar eftirlit með inn- flutningi og verðlagningu, gáfu verzlunina frjálsa eins og það var orðað, veittu henni stórfé innan lands og utan til fjár- festingar og reksturs, ýttu und- ir þær nýju kaupsýsluhallir sem nú setja svip sinn á Reykjavík og fleiri staði, beindu vinnuaflinu fyrst bg fremst í viðskiptin. Ríkisstjómin hafði bvílíka tröllatrú á neyzlukenn- ingunni, að tekjustofnar ríkis- ins vom fyrst og fremst gerðir háðir henni með sölúskatti og hliðstæðum álögum; á sama hátt og neyzlan var talin for- senda atvinnuveganna, átti hún sjálfkrafa að tryggja blómlegs afkomu ríkissjóðs án nýrra skattstofna- öll auðveldaðist bessi stefna ríkisstjórnarinnar af því að hún naut góðæris ár eftir ár, metafla og síhækkandi verðlags á erlendum mörkuð- um, og íslenzkum neytendum tókst að drýgja tekjur sínar til muna, ekki sízt með því að leggja á sig síaukinn þrældóm- Og ráðherramir hældust um yfir snilld sinni; í einum út- varpSumræðum birtist Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra í húsmóðurgervi og lýsti því hversu ánægjulegt væri að fara í verzlanir á Islandi, þar sem nú er á boðstólum allt heims- ins kex, kaldir búðingar bg danskir tertubotnar sem að visu mumi vera famir að mygla. Hver er reynslan? Ríkisstjórnin hefur haft ær- inn tímai til þess að sanna gagnsemi þeirrar hagfræði- kenningar sinnar að neyzlan væri driffjöður atvinnulífsins hér á landi. Og hver er þá Veynslan? Hún er sú að kenn- ingin hefur reynzt alger fjar- stæða við íslenzkar aðstæður. Þrátt fyrir hin hagstæðustu skilýrði eiga atvinnuvegir Is- lendinga nú í meiri erfiðleikum en nokkru sinni fyrr síðan annarri heimsstyrjöldinni lauk, það er neyðarástand í sjávarút- vegi og fiskiðnaði, landbúnað- urinn á við stórfelld vandamál að etja, og annar neyzluvöru- iðnaður hefur dregizj: saman. ] Það hefur ekki reynzt neitt sjálfkrafa samhengi milli j r.eyzlu og atvinnuþróunar, enda , lá bað í augum uppi frá önd- verðu að um slíkt samhengi gat ékki verið að ræða. Neyzla Islendinga stuðlar á engan hátt að því að auka eftirspum eft- ir fiski og bæta hag sjávarút- vegsins; hann á allt sitt undir neyzlunni í öðrum löndum. Ekki eykur neyzlan heldur framleiðslu landbúnaðarins eft- ir að vissu marki er náð, öllu heldur kunna danskir tertu- botnar að draga úr þeirri neyzlu. Mjög verulegur hluti af vörukaupum íslendinga er innfluttur og mun verða það um ófyrirsjáanlega framtfð, og aukið framboð af þvílíkum varningi eflir atvinnugreinar erlendi^s i en ekki hér. Þær greinar neyziuvöruiðnaðar sem til eru á Islandi hafa flestar reynzt þess algerlega ómegn-1 ugar að taka uþp samkeppni við erlend fyrirtæki, sem geta beitt miklu fullkomnarí véla- koisti, og hagkvæmari vinnu- brögðum, enda hafa hérlend fyrirtæki hrunið eitt af öðru að undanförnu, einnig sum þau sem 'fullkomnust voru- talin. Þannig hefur neyzlustefnan ekki eflt íslenzkar atvinnu- greinar heldur grafið undan beim, en að vísu eflt erlend framleiðslufyrirtæki að sama skapi, þótt lítið kunni um það að muna eins og framlag mús- arinnar til sjávarins. Á allt öðru þróunarstigi Vera má að hagfræðingar rík- isstjómarinnar hafi gert sér það ljóst að ekki var um neitt sjálfkrafa samhengi að ræða milli neyzlu og atvinnuþróunar á Islandi; þeir hafi stefnt að því að tengjast stærri heild, og þá gætu Islendingar notið lög- mála neyzluþjóðfélagsins sem hluti af heildinni; smám sam- an gætu landsmenn komið sfn- um -iðnvamingi á markaði er- lendis og þannig náðst jafn- vægi; þeirrar kenningar verð- 'ur vart í skýrslu Jónasar Har- alz til hagráðs. En einnig þetta sjónarmið er sprottið af alger- lega röngu mati. Hin svoköll- uðu neyzluþjóðfélög, auðugu ríkin í Vestur-Evrópu og Norð- ur-Ámeríkú, eru öll fullgild iðnaðarríki og á hliðstæðu þró- unarstigi. Við Islendingar eram enn-vánþróað ríki í atvinnumál*- um. Megihlutinn af útflutningi okkar er hráefni, og það er mjög athyglisvert að einmitt á tíma- bili neyzlustefnunnar hefur hlutur hráefnisútflutningsins farið vaxandi, aukningin hefur orðið á síldarlýsi og síldar- mjöli. Hraðfrystiiðnaður sem íður var kominn til sögunnar hefur dregizt stórlega saman, óg nýjar tilraunir í fiskiðnaði. svo sem Norðurstjaman í Hafn- arfirði, hafa mistekizt hrapal- lega. Annað dæmi um hlið- stæða þróun er viðskipti okkar við svissneska alúmínhringinn- Við seljum honum hráorku á kostnaðarverði — eða trúlega undir því — en hann hirðir verðmætisaukann og flytur hann úr landi. Eigi að gera okkur hluta af kerfi hinna iðn- bróuðu ríkja, eins og stefnt hefur verið að um langt skeið. mun ekkert af því hljótast ann- að en það, að þau kaupa hrá- efni bkkar og afnot af auð- lindum okkar en nota síðan ís- lenzkt þjóðfélag sem markað fyrir fullunninn iðnvaming frá sér. Víst má segja að neyzlu- stefnan sé í fullu gildi þegar svo er komið, en hætt er við að neyzlustigið verði þá býsna miklu lægrai en nú. Önnur leið er ekki til Þjóðfélag sém er jafn van- þróað iðnaðarlega og Islending- ar mun aldrei geta leyst vanda sinn með því að flytja inn hagfræðikenningar frá há- þróuðum auðvaldsríkjum og ætla að láta þær annast sjálf- krafa stjórn; þaöan af síður mun slíkri þjóð duga að leyfai erlepdum iðnaðarveldum að leika lausum hala hérlendis. Þjóð sem er skammt á _ veg komin í iðnaði á engan anrtan kost en að ákveða stefnu og fraimkvæma hana með þeim ráðstöfunum sem duga; láta mannlegan vilja og mannlega þekkingu ráða í stað sjálfvirkra efnahagslögrríála. Þannig vinna allar vanþróaðar þjóðir að því að efla atvinnulíf sitt; önnur leið er ekki til; og gildir einu hvert hagkerfi menn kunna að aðhyllast- Á sama hátt og ein- staklingur, sem á sér markmið, breytir hegðan sinni í samræmi við það, sefcur sér skorður, tak- rnsrkar frelsi sitt — á sama hátt verður vanþróað þjóðfélag að marka stefnu og fram- kvæma hana með þeim ráð- stöfurtum sem óhjákvæmilegar reynast. Við endumýjum aldrei togaraflotann með því að flytja inn kex frá öllum heimshom- um og bíða eftir því að kex- neyzlan hafi blessunarrík áhrif á íslenzka atvinnuvegi, héldur með þvi einfalda úrræði að á- kveða að kaupa togara og gera v. þær ráðstafanir sem duga til þess ,að tryggja reksbur þeirra. Við eflum aldrei fiskiðnaðinn með því að flytja inn portúg- alskar sardínur og norska. gaff- albita og bíða þess síðan að einhver sjálfvirk hagfræðikenn- ing hrífi, heldur með því að ákveða að leggja fram það fjármagn og þá sölutækni sem barf til þess að fiskiðnaður okkar standist öðrum snúning. Við komúmst með engu móti hjá því að taka upp áætlun- arbúskap, fela hinum hæfustu og lærðustu mönnum að leggja á ráðin um þróun atvinnuveg- anna, og taka á okkur þau verkefni sem því eru samfara. Forsendan fyrir neyzlu okkar er velgengni atvinnuveganna — kenningin um að þessu sé öfugt farið er- fásinna- Átti stjóm- arvöldin sig ekki á bessum augljósu sannindurn mun sú svokallaða velmegun neyzlu- bjóðfélagsins sem mest hefur verið státað af að undanfömu hrynja fyrir augunum á okkur eins og spilaborg. — Austri. Kr. 300,00 daggjald og 2.50 á ekinn km. ÞER upiiiiiM bílaleican rALUR H LEIK Rapðarárstíg 37 sími 22-0-22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.