Þjóðviljinn - 19.11.1966, Síða 2

Þjóðviljinn - 19.11.1966, Síða 2
2 SlÐA — ÞJÓBVHíJINN — Laugardagur 10. n6vember 1066 Bingó til styrktar sumardvalarheimili Kópavogs Lionsklúbbur Kópavogs efnir til bingó-spils í Kópavogsbíói laugardaginn 19. nóv. n.k. kl. 14.00 til ágóða fyrir sumardval- arheimili fyrir böm í Kópavogi. Er þetta fyrsti áfangi í fjár- öflunaráætiun klúbbsins vegna þessarar byggingar, sem hann hefur haft forgöngu um að kom- ið verði upp á þessu og næsta ári. Er eindregið mælzt til þess við Kópavogsbúa að þeir komi og sýni hug sinn tii þessa mál- efnis um leiö og þeir eignast ánægjustund. Margt eigulegra muVia verður meðal vinninga. Langt er síðan hugmyndin um byggingu sumardvalarheim- ílis fyrir böm var fyrst rædd í Kópavogi og hafði Leikvalla- nefnd bæjarins valið því stað í landi kaupstaðarins í Lækjar- botnum. Á fjárhagsáætlun kaupstaðarins í ár eru vejttar kr. 350 þús. til þessa verks. En þar sem þörfin fyrir slíkt heim- ili er mikil í þessum bam- marga bæ ákvað Lionsklúbbur Kópavogs að reyna að flýta þessu verki með , því að koma á samstarfi sem flestra aðila um bygginguna. Eins og komið hef- ur fram áður, hefur komizt á samvinna milli Kvenfélags Kópavogs, Lionsklúbbs Kópa- vogs og Leikvallanefndar bæj- arins og hugmyndin er að fá fleiri félög til samstarfs. Fyrir forgöngu Lionsklúbbs- ins er bygging hússins hafin, það er 230 ferm. o" teiknað af Herði Bjömssyni, tæknifr. Botnplatan er þegar steypt, einnig er allt efni í grind hússins til niðursniðið og verð- ur húsið reist innae tíðar. Hafa félagar klúbbsins iagt fram í, sjálfboðavinnu mest allt ]iað starf sem þegar hefur verið unnið. Fyrir hendi eru mörg og góð loforð um framlag í efni og vinnu, en hinsvegar er því ekki að leyna að kostnaður við þessa byggingu er mikill og því er <$> Endurskoða verður spúr SÞ um fólksfjölgun í heiminum Tveimur árum eftir að SÞ lögðu fram útreikninga sína um væntanlega fólksfjölgun í heim- inum á næstu áratugum hafa þær orftið aft endurskoða þessa útfeikninga. Árið 1964 spáðu maimtalssérfræftingar samtak- annar því, að árift 2000 yrðu jarðarbúar komnir upp í 5.970 miljónir. Nú hafa þeir hækkað þessa tölu upp í 6.130 miljónir — og nemur aukningin 160 miljónum. Samkvæmt hinni nýju skýrslu (World Popúlation Prospects) hefur fólksfjölgun í héiminum orðið mun örari vegna síminnk- andi barnadauða og lengri með-. alaldurs, og hún getur átt eftir að verða enn örari af sömu or- sökum. Að vfsu getur enginn hlutur haldið áfram að vaxa endalaust, og hugsanlegt er að vöxturinn eigi eftir að verða hægari vegna minni frjósemdar, en það mun ekki verða á næstu áratugum, jafnvel þótt fæðing- um fækki nú þegar. 1 skýrslu SÞ er gengið úr frá þremur mismundandi möguleik- um varðandi fólksf jölgun i framtíðinni — örri fjölgun, hægri fjölgun og meðalfjölgun. Síðastnefndi möguleikinn, sem er sennilegastur, felur. í;sér æ örari fjölgun fyrst í stað, sem síðan muni minnka misjafnlega ört á ýmsum svæðum heimsins. Mestur vöxtur I vanþróuðum löndum Fólksfjölgunin næsta þrjá og hálfa áratug verður örust f van- þróuðu löndunum. Um næstu aldamót munu búa þar 4,6 milj- arðar manna, en íbúafjöldi þeirra nam 2 miljörðum árið 1960, þannig að hann gerir miklu meira en að tvöfaldast á 40 árum. 1 nálega öllum vanþróuðum löndum eru enn horfur á að dánartala lækki verulega, þannig að allt bendir til mun örari fjölgunar en nú á sér stað. Fólksfjölgunin í flest- um vanþróuðum löndum nemur nú milli 1 og 3,5 af hundraði árlega. 1 iðnþróuðum löndum verð- ur hlutfallstala elztu áldurs- flokkanna sífellt hærri, þannig að fólksfjölgunin hefur tilhneig- ingu til að verða hægari þegar frá líður. Venjuileg fjölgun nemur þar 0,5 til 1,7 af hundr- aði árlega. Afleiðingiri af þessum mis- muni á htaða fjölgunarinnar verður sú, að hlutur vanþróuðu landanna í fólksfjölda heimsins verður stöðugt stærri. Árið 1960 bjuggu 67 af hundraði allra jarðarbúa í vanþróuðu löndun- um, en árið 2000 munu búa þar 76 af hundraði jarðarbúa, sé^ miðað við meðalfjölgunina. Hlutur Suður-Asíu í fólks- fjölda heimsins hefur á síðustu áratugum vaxið úr þriðjungi upp í tvo fimmtu hluta. Þetta hilutfall verður að miklu leyti óbreytt á næstu þremur eða fjórum áratugum, og það þrátt fyrir að búizt er við miklu minni frjósemi á þessu svæði. Hlutur Evrópu minnkandi Hlutur Evrópu í fólksfjölg- uninni, sem var tiltölulega stór á þriðja og fjórða áratugi ald- arinnar, mun hins vegar minnka og verða tiltölulega lít- ill. Búizt er við að Afrxka muni eiga mjög stóran hlut í fólks7 fjölguninni og Rómanska Amer- íka allstóran. Spámar um íbúatölu Kína ár- ið 2000 e?u óvissar, sem stafar af því að eins og stendur ligg- ur ekki fyrir örugg vitneskja um stærð kínversku þjóðarinnar Hættir keppni ★ Margaret Smith frá Astra- líu, einn snjallasti tennisleik- ari, sem uppi hefur verið, hef- ur nýllega lýst þvi yfir opin- berlega, að hún muni hætta allri keppni. >■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■aBH■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! 1 þágu gróðamanna 1 hásætisræðu þeirri sem Bjami Benediktsson forsætis- ráðherra flutti í upphafi þings lét hann þess getið að stjóm- in hefði í hyggju að leggja niður ríkisfyrirtæki, Viðtækja- verzlun ríkisins, og síðan hef- ur Morgunblaðið margsinnis fagnað þeirri væntanlegu ráðabreytni. Viðtækjaverzlun ríkisins var á sínum tíma stofnuð til þess að gera lands- mönnum kleift að koma upp útvarpskerfi, hún átti í senn að tryggja hagkvæman inn- flutning á viðtækjum í þágu almennings og skila ágóða sem nota mætti til að efla útvarpsstarfsemina. Þessar fyrirætlanir stóðust vel um skeið, Viðtækjaverzlunin flutti inn góð viðtæki á hagkvæmu verði og skilaði drjúgum á- góða sem hefur runnið bæði til Ríkisútvarpsins og annarr- ar rnenningarstarísemi í Tand- inu. En þessi ríkisverzlun var að sjálfsögðu litin hornauga af þeim mönnum sem meta öll viðfangsefni út frá því hvort unnt sé að hafa af þeim persónulegan gróða, og um- boðSmenn þeirra afla hafa um langt skeið farið með mest völd í stjórnarráðinu. Þvf hefur að undanfömu verið grafið jafnt og þétt undan Viðtaekjaverzlun ríkisins, ein- staklingar hafa fengið að sölsa undir sig verzlun með við- tæki og sjónvarpstæki I sívax- andi mæli, þar til ríkisverzl- unin er orðin aðeins svipur hjá sjón — og niðurlæging hennar er svo að lokum not- uð sem röksemd fyrir þvi að leggja hana niður. Hins vegar vita kunnugir að jafnhliða því sem einstaklingar hafa tekið að sér verkefni ríkisverzlun- arinnar hafa vörurnar hækkað í verði og oft til mikilla muna. Vert er að vekja athygli á því hversu kostnaðarsamt það er fyrír þjóðina að leggja við- tækjaverzlunina niður fyrst í verki og síðan endanlega, á sama tíma og unnið er að því að kcma upp mjög kostnaðar- sömu sjónvarpskerfi á lslandi. Talið er að í fyrsta áfanga verði flutt inn 20-30 þúsund sjónvarpstæki til að fullnægja eftirspurninni. Hlutur sá senn innflytjendumir hirða mun nema om 6.000 krónum á hvert sjónvarpstæki til jafnað- ar, eða svo sem 150 máljónum króna miðað við magnið allt. Af þeirri upphæð fer að sjálf- sögðu verulegur hluti í óhjá- kvæmilegan kostnað, en þess ber þá að gæta að kostnaður verður auðvitað mun mefri þegar hann þarf að standa undir fjölmörgum fyrirtækj- um. Hins vegar nemur hreinn gróði kaupsýslumannanna tvi- mælalaust fjðlmörgum tugum miljóna; það hafa ekki aðrir landsmenn lifað meiri gullöld og gleðátíð en þeir á undan- fömum árum. Éf þessi gróði hefði haldizt hjá Viðtækja- verzlun ríkisTns hefði verlð hægt að nota hann til þess að bæta dagskrá sjónvarpsins og hraða sjónvarpsframkvaxmd- um um land ailt,- 'Með fram- taki einstaklingsins á þessu sviði er aðeins verið að skatt- leggja þjóðina að nauðsynja- • lausu í þágu gróðamanna, gera sjónvarpsframkvæmdir kostnaðarsamari og erfiðari en nauðsynlegt var. Ungir jafnaðarmenn bentu nýlega á nauðsyn þess að auka hlut ríkisins í efnahags- kerfinu en skerða hann ekki. Væri ekki' ráð að þeir töluðu við varaformann Alþýðu- flokksins, ráðherra viðskipta og mennta, áður en rfkis- stjómin leggur fram frum- varp sitt um endanlegt afnám Viðtækjaverzlunar ríkisins? — Austri. nú unnið ' að skipulagningu á fjáröflun og er það von þeirra sem að þessu verki standa að allir Kópavogsbúar bregðist vel við þeim ráðstöfunum sem þeg- ar hafa verið ákveðnar til að tryggja fé til þessa verks. Á- ætlaður byggingarkostnaður er um 2 miiljónir króna fyrir húsið fullbúið og húsbúnað. Hug- myndin er að nota húsið einnig að vetrarlagi fyrir skolanem- endur til skammrar dvalar. Ætlunin er að húsið verði tilbúið til notkunar fyrir næsta sumar, en í því verður rúm fyrir 32 böm í einu. Árni Ölafsson er formaður fjáröflunarnefndar Lionsklúbbs- ins í Kópavogi, en Stefnir Helgason formaður byggingar- nefndar. Formaður klúbbsins er Hjálmar Ólafsson bæjarstjóri. Handknattleiks- mótið á morgun Reykjavíkurmótið í hand* knattleik heldur áfram á morg- un, sunnudaginn 20- nóvémber og hefst klukkan 14.00. Leikift verður í eftirtöldum flokkum: 3. flolckur karía: KR — Ár- mann, Fram — Valur, Þróttur — Víkingur- 1. flokkur kvenna: ■ Fram — KR, Fram — KR, Víkingur — Ármann. 2. flofckur karla: Víkingur. — Fram, Valur — ÍR, KR — Þróttur. Leikir þessir fara fram i Lauigardalshöjlinni. 1 leikskrá stendur að 1. flokkur kvenna eigi að leika en þar á að standa mfl. kvenna. Sunnudagskvöldið 20- nóv klukkan 20.00 verður svo leik- ið í mfl. karia: Vatar — Ármann, KR — Víkingur, iR — Þróttur. (Frá H. K. R- R.)- SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32401. Slml 19443. r CtbbAM ÞAGr í !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■•■ ,■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■** Nfi'P HetMSr'iEr f SÖLU. KÍlLlLVZNNn V Yfj/Z 3 wiLL-jÓNnz \/£7ZE> Kr.S.jS V I 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.