Þjóðviljinn - 19.11.1966, Síða 4
TRYGGVI EMILSSON:
^ SÍDA — ÞJÓB'VTLJTNN — Laugardagur 1S. nóv«mber 1066
DIOÐVIUINN
Otgefandi: SametulÐgarflokkur alþýöu — SóaíaUfitaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Stgurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sifitttdur V. F'riðþjófsson.
Auglýalngastj.: Þorvaldur Jóhannesson.
Sími 17-500 (5 línur). Askriftaflrverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa-
eöluverö kr. 7.00.
Alþýðusambandsþingið
T dag mæta hátt á fjórða hundrað fulltrúar frá
verklýðsfélögum um land allt til þrítugasta
þings Alþýðusambands íslands. Þetta verður há-
tíðaþing, þar sem menn minnast þeás að í vor var
liðin hálf öld frá stofnun heildarsamtakanna, og
raunar hittist svo skemmtilega á að á sömu stund
og hátíðafundurinn hefst í Háskólabíói í dag eru
liðin nákvæmlega 50 ár síðan annað þing Alþýðu-
sambandsins hófst, fyrsta þingið eftir stofnfund-
inn. Víst hefur verklýðshreyfingin á íslandi ástæðu
til að minnast mikillar sögu; hún er það þjóðfé-
lagsafl sem átt hefur langríkastan þáttinn í þeim
stórfelldu umskiptum sem orðið hafa á íslandi
síðan í heimsstyrjöldinni fyrri; athafna hennar sér
ekki aðeins staði í lífskjörum og réttindum verka-
fólks, heldur í þjóðlífinu öllu, jafnvel á ólíklegustu
stöðum. Brautryðjendurnir sem hófu merkið og
þær þúsundir karla og kvenna sem börðust áratug
eftir áratug. fyrir hugsjónum verklýðshreyfing-
arinnar hafa skilið eftir sig djúp spor í íslenzkri
sögu á örasta breytingaskeiði sem þjóðin hefur
lifað.
Tj^n þrítugasta þingið verður ekki einvörðungu
minningaþing; liðin afrek eru ekki tilefni til
sjálfumgleði heldur hvatning til nýrra dáða; verk-
lýðshreyfing okkar daga þarf að vera þeim mun
djarfari í markmiðum sínum sem hún hefur betri
aðstöðu til baráttu en brautryðjendumir. Og verk-
efnin blasa hvarvetna við, í innri málum samtak-
anna sjálfra, á flestum sviðum þjóðlífsins. Samt
ber tvö vandamál tvímælalaust hæst. í kjaramál-
um yfirgnæfir sú stórfellda nauðsyn að tryggja
öllu verkafólki sómasamleg lífskjör fyrir dagvinnu
eina saman, afnema með markvissum átökum,
helgidagavinnu, næturvinnu og eftirvinnu án
skerðingar á heildarkaupi. Þessi áætlun er engin
fjarlæg draumsýn, hagskýrslur um þjóðarfram-
leiðslu og þjóðartekjur sýna áð hún er raunhæf og
framkvæmanleg, og það er skylda verklýðshreyf-
ingarinnar að beita öllu afli sínu til þess að gera
hana að veruleika á næstu árum. í þjóðmálunum,
sem ævinlega hafa verið viðfangsefni verklýðs-
hreyfingarinnar og eiga að vera það áfram í enn
ríkara mæli, er það verkefni langsamlega brýnast
að efla þjóðlega atvinnuvegi landsmanna sem eru
nú í mikilli hættu staddir vegna rangrar efnahags-
stefnu og innrásar erlends fjármagns. Því aðeins
að atvinnuvegir þjóðarinnar eflist er hægt að
tryggja atvinnuöryggi, varanlegar lífskjarabætur
og það þjóðfélag jafnaðar og réttlætis sem frum-
hérjarnir stefndu að; því ber verklýðshreyfingunni
að beita öllu afli sínu til að tryggja efnahagslegt
fullveldi b.ióðarinnar á miklum hættutímum.
lVjoðviljinn býður fulitrúana a þrítugasta þing
* Alþýðusambands íslands velkomna til starfa;
ákvarðanir þeirra skipta miklu máli jafnt fyrir
verkafólk og þjóðina alla. — m.
SAMTÖKIN
Þá rétti sig margur úr kút sem var boginn og beygðar
er bjarminn af degi hins snauðasta loks var eygðór,
við árrisul samtök tók orkan að streyma fram,
þó afturhálds fjandinn sig belgdi með kúgarans hramm.
í sigg-grónum höndum og svip hvers erfiðismanns
varð sólskinið sólskin, því nú var baráttan hans.
Vér vitum að margt var af skorti og þrengingum þolað
en þyngst var oss raunin ef félagsins anda var bolað,
og því voru hin dýrustu samtök til sóknar efld,
og séð út tit ljóssins sem breiðist um loftin hvelfd
að leysa þann kraft sem í lýðsins hjarta brann,
í lífi og starfi að göfga og stækka hvern mann.
Er rutt var af þjóðleiðum aldarfars óvizku björgum,
og afturhaldsgoðunum snúið á blótstallsins hörgum,
fékk alþýðan stjórnvölin teygt út á tæpustu nöf,
svo togarafloti hóf sókn út á víðari höf,
og lauk upp þeim miðum að landið fékk nýjan svip,
og lýðveldið birtist og hóf sín fyrstu grip.
Er aflinn tók land óx þeim glýja í gömlum augum,
sem ganga til sængur með lykla að mammons haugum.
sem grafa pund sinnar þjóðar og gleðjast í sök,
og græða því meir sem fleiri eru stritandi bök.
Þá börðum vér trumbur og héimtuðum hærri laun.
Hvert hamingju skref vorrar þjóðar er baráttu raun.
Með starfandi höndum slæst orkan úr landsins æðum,
aflið sem fyrrum var hugsjón í skáldanna kvæðum,
vélamar, tæknin hið stórvirka á hafi og storð,
er stritandi þekking, svo helgist hin dýrustu orð,
með anda þjóðtungu vorrsrr og anda hins nýja máls,
þá erum vér sterk ef vér viljum, sterk og frjáls.
Hip straumþungu vötn eru ljós vor að bjartari bjarma,
og bylgjurnar hafknúnu rétta fram hvíta arma,
og gróðurlönd breiða oes til veizlunnar græna voð.
Því göngum vér fram og þiggjum hin miklu boð,
og stöndum í lyfting og stillum kröftunum hátt,
þá stækkar vor þjóð og eykur kraft sinn og mátt.
Að knúðum vér dyra og luktum upp læstum hurðum,
til lands og til sjávar að nútímans undrum og furðum.
oss baráttan hefur til farsælli lífskjara leitt.
En loginn á æskunnar kyndlum brennur heitt.
og krefur oss enn að víkka og staekka vor störf,
að stefnan að marki sé áfram jafn hrein og djörf.
Hið nýja vex, en þekkjum vér aðgangsorðin,
sem ein hafa gildi er taflið er lagt á borðin?
Þau orð eru þekking sem töfrast við tungunnar mátt,
og tækni að mala oss gullið við aflsins slátt,
þau orð eru máttug en murmm að líta oss nær,
að maðurinn sjálfur á hjartað sem undir slær.
Ef spurt er að lokum er hálf öld úr hafi er liðin
hvar hæst beri vitann sem lýsir oss fjarst út á miðin
hvort fetið frá örbirgð og sulti sé stökkið stærst
hvort stærst sé að hafa í menningaráttina færzt
og stærst að vita vaxandi samtaka mátt,
þá veit ég að stærst er að hafa samtökin átt.
Og fram verður stefnt, að því stærsta og hæsta skal voga,
og stefnan skal mörkuð af hugsjóna eldi o-g loga.
Hvert átak sé miðað við fulíhugans þekkingar feng
og fegurstu vonimar læstár um spenntan streng.
Svo baráttan ,öll verði birtunni og lífinu studd,
og brautin hans Þorsteins að lokum til enda rudd.
Uppskeruhorfur eru víðast
hvar nokkru betri en á&ur
Matvæla- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuðu jijóðanna
(FAO) gaf nýlega skýrslu um
versta afturkast sem komið hef-
ur í matvælaframleiðslu heims-
ins síðan seinni heimsstyrjöld
Iauk. Skýrslan tók til ársins
1965— 66. Nú skýrir stofnunin
frá því að horfurnar fyrir árið
1966— 67 séu allmiklu betri. En
jafnframt er lögð áherzla á, að
þessi bati nægi ekki til þess að
vanþróuðu löndin komist á
sama stig og fyrir uppskeru-
brestinn.
Þær upplýsingar, sem fyrir
lágu í októbermámuði, benda ti)
staerri uppskeru á flestum land-
búnaðarafurðum. Kom það fram
Heimilt að flytja
inn fóðurvöru frá
hvaða landi sem er
Ríkisstjómin hefur ákveðið að
frá og með 1. janúar 1967 verði
heimilt að flytja inn fóðurvörur
frá hvaða landi sem er. iin
með auglýsingu frá 31. maí 1960
var ákveðið, að binda kaup
vörum þessum við Bandaríkin
vegna sérstakra samninga, eftir
því sem við væri komið. Hafa
fóðurvörur að mestu veriðflut.t-
ar inn frá Bandaríkjunum síðan
Rétt er að vekja athygli á því.
að ekki verða veittar gjaldeyris-
heimildir til fóðurvömkaupa frá
Evrópu fyrr en eftir áramót.
á nýafstöðnum FAO-fundi i
Róm. Einkanlega hefur ko(m-
uppskeran batnað mikið. Hveiti-
uppskeran í Kanada og Sovét-
rikjunum — síðamefnda landið
hefur á seinni árum verið einn
mesti hveiti-innflytjandi í
heimi — fer fram úr björtustu
vonum. I Bandaríkjunum hefur
hins . vegar orðið talsverður
uppskerubrestur, en hann nem-
ur þó ekki nema 2 af hundraði, .
þó búizt væri við 7 af hundr-
aði. Ástandið í Rómönsku
Ameríku er tiltölulega gott.
Búizt er við meiri hveitiupp- I
skeru i Argentínu.
Að því er varðar hrísgrjóna-
uppskeruna eru horfumar
j miklu bjartari en fyrir einu
| ári. Búizt er við að framleiðsl-
an í Asíu aukist. í Indlandi
tókst að afstýra hungursneyð.
en í landinu er stöðugur mat-
vælaskortur og ekki eru neinar
horfur á breytingu til batnað-
ir, a.m.k. ekki fyrr en uppskera
’rsins er komin undir þak.
Enn er of snemmt að segja
um það með vissu, að hvaða
marki ástandið á eftir að batna.
Þó liggur nú þegar Ijóst fyrir,
að framleiðsluaukningin í van-
bróuðu iöndunum íiær ekki 7
af hundraði, en þeirri aukningu
var nauðsynlegt að ná til að
komast á sama framleiðslustig
og árið 1964—65, og er þá mið-
að við framleiðslumagn á hvem
íbúa.
Sérfræðingar FAO benda á að
svo mikil aukning á einu ári
sé mjög ólíkileg. Það getur tekið
alllangan tíma að ráða bót á
Flóttamannahjálp SÞ við
þá Araba sem fiúðu heimili
sín í fsrael árið 1948 — UNR
WA — horfist í augu við mjög
alvarlega efnahagserfiðleika,
sagði forstjóri hennar, Laur-
ence Micelmore, í skýrsin til
Ailsherjarþingsins nýlega.
Starfseminni hefur verið
bjargað um stundarsakir með
fjárframlögum úr ýmsum átt-
um, þannig að hægt var að
lækka skuildirnar úr 4,5 miljón-
um niður í 1 miljón dollara.
en framtíðarhorfumar eru væg
ast sagt dökkar.
Þessi umfangsmikla starfsemi
hefur verið kostuð af frjálsum
fjárfnamlögum, en þau hafa
hvergi nærri hrokkið til. Flótta-
mennimir eru nú ein miljón
taisins, og þeim fjölgar jafnt og
afturkasti, nema gripið sé tfl
ráðstafana í stórum stfl til að
auka , framleiðsluna í þessum
löndum.
Athugasemd. Vegna mikiöa
þurrka á stórum svæðum var
matvælaframleiðsla heimsins
árið 1965—66 óbreytt frá árinu
áður. En þar sem jarðarbúum
fjölgaði um 70 miljónir á sama
tíma, minnkaði JEramleiðslan á
hvert mannsbam um 2 af
hundraði. 1 vanþróuðum lönd-
um nam minnkunin á hverri i-
búa 4—5 af hundraði.
þétt. Þeir eru enn sem fyrr
háðir hjálp UNRWA um mennt-
un, heilbrigðisgæzlu og hundr-
uð þúsunda þeirra þiggja bæði
mat og húsaskjól af UNRWA.
Flóttamennimir halda enn
fast við það, að þeir hafi lög-
legan rétt til að snúa aftur til
heimila sinna. Þeir leggja á-
herzlu á, að Allsherjarþingið
hafi með sérstakri ályktun gef-
ið þeim ioforð um heimsend-
ingu og fullar bætur. Þetta lof-
orð hafi ekki enn verið efnt.
Michelmore bendir á að
flóttamennimir telji sig hafa
verið beitta miklum órétti og
telur að vandamál þeirra geti
haft alvarlegar afleiðingar fyr-
ir frið og öryggi landanna við
austanvert Miðjarðarhaf.
(Frá SÞ)
(Frá SÞ)
Palestínu-flótta-
menn ilSa staddir
f