Þjóðviljinn - 20.11.1966, Síða 3

Þjóðviljinn - 20.11.1966, Síða 3
Sunnudagur 20. ndvember 1966 — ÞJÓBVIUINN — SlÐA J A HVÍLDAR- DACINN HAGFRÆÐI EYMDARINNAR • ' „Vaxtarskeiðinu er lokið" Á mánudagskvöldið var flutti Jónas H. Haralz, for- stöðumaður Efnahagsstofnun- arinnar, ræðu í kvöldverðar- samkvæmi kaupmanna, og var fréttamijjnnum hlaða og út- varps bodið að hlýða á mál hans. Við Þjóðviljamenn höfð- um því miður ekki tök á að taka þátt í þessum merkisat- burði, en það kemur ekki að sök því ræða Jónasar hefur verið rakin næsta skilmerki- lega í útvarpinu og í frásögnum Morgunblaðsins og Vísis. Hafa þessi stjórnarblöð raunar tek- ið orðum Jónasar sem guðlegri opinberun og lagt út af þeim á marga lund síðan, en hann ræddi í upphafi um hina öru aukningu þjóðarframleiðslu og þjóðartekna á undanförnum árum en kom síðan að kjarna málsins: „Slíkt vaxtarskeið, sem staðið hefur síðustu 4—5 árin stendur ekki að eilífu, og við hagfræðingarnir höfum alltaf verið að búast við því, að þetta tímabil mundi senn á enda. Nú er það ljóst,- að sá mikli vöxtur sem verið hefur á síðustu árum verður ekki á þessu ári. Breytingarnar koma aðallega utan frá, vegna verð- lagsþróunar erlendis á útflutn- ingsafurðum okkar. Einnig er um nokkrar breytingar að ræða innanlands, og þá sér- staklega í sjávarútvegi -sem verkar í sömú átt. Síldveiðar hafa að vísu haldið áfram að aukast en þorskveiðar hafa dregizt 'saman . . . í þessu sambandi er rétf að vekja at- hygli á, að við getum ekki gert ráð fyrir síldveiðarnar haldi áfram í jafnmiklum ‘mæli og verið hefur . . . Al- kunnugt er, að fiskifræðingar telja, að um ofveiði sé að ræða á þorskstofninum . . . En jáfn- vel þótt viðskiptakjörin batni eithvað, er ólíklegt að bréyt- ingin verði svo mikil að verð- lagið á útflutningsafurðum okkar nái því, sem það var í byrjun þessa árs.“ Þessar döpru staöhæfingar Jónas- ar H. Haralz birti Morg- unblaðið undir fyrirsögninni „Vaxtarskeiðinu er lokið“ og hefur síðan rætt um „sveiflur" og „kenjar" og „óvænt atvik“ sem ráði úrslitum um hagþró- un á íslandi; hún sé „óút- reiknanleg“. Allt minnir þetta á ummæli stjórnmálamannsins sem kvað kreppuna vera eins og vindinn; enginn vissi hvað- an hún kæmi eða hvert hún færL Föst regla í hagstjórn Það er er einkennileg stað- hæfing hjá nútímahagfræðingi að sæmilega ör hagþróun „standi ekki að eilífu“, að á velgengnistímum eigi ráðamenn „að búast við því, að þetta tímabil muni senn á enda.“ Þar sem reynt er að hafa ein- hverja heildarstjórn á þróun efnahagsmála, hvort sem er í sósíalistílkum ríkjum eða'auð- valdsríkjum, er forsendan sú að stöðúg og næsta ör hag- þróun sé eðlileg og sjálfsþgð, ekki undantekning heldur regla. Náist slík aukning ekki er ástæðnanna leitað í röngu stjórnarfari og reynt að fram- kvæma breytingar sem tryggi aukningu á nýjan leik. Vera má að Jónas H. Haralz telji atvinnuvegi á íslandi svo frumstæða að nútímahagstjórn af þessu tagi geti ekki tekizt hérlendis, en þá á það að vera verkefni hágfræðinga aðleggja á ráðin um fullkomnara at- vinnulíf, svo að landsmenn S6u ekki leiksoppar óviðráðan- legra örlaga, svo að velgengn- istimar séu ekki óvænt happ og ekki megi alltaf búast við Hagfræði eymdarinnar mála. Og nú er spurt hvort við eigum að guggna á því að efla þjóðlega atvinnuvegi, hvort við getum sjálfir borið þjóðfélag okkar uppi efnahags- lega, eða hvort erlendir auð- hringir eigi að vera „vaxtar- broddarnir" eftirleiðis. Víst er það raunveruleg spurning hvort við erum menn til að halda sjálfstæði okkar, örfámenn þjóð á öld fjár- magns, vísinda og tækni. Enr svarið við þeirri spurningu pr ekki óháð vilja okkar. Það reynir ekki á getuna, ef við heykjumst áður en á hólminn er komið. Valdhafarnir hafa gefizt upp, en er þjóðin sama sinnis? fiskveiða hérlendis er miklu meiri en í nokkru öðru landi, qg þá yfirburði eigum við að geta hagnýtt til frambúðar. Að sjálfsögðu verða aflamagninu takmörk sett af þeim fisk- stofnum sem tiltækir eru í hafinu hverju sinni, en okkur á að vera í lófa lagið að tryggja að jafnan berist á land sá hámarksafli sem fáanlegur er, og eigum hvorki að þurfa að ræða um höpp né óhöpp í því sambandi. Á okkar valdi Það er einnig fráleit kenn- ing að við stöndum uppi varn- arlausir gagnvart verösveiflum erlendis; við getum að mjög verulegu leyti ráðið því sjálfir hvert verð við fáum fyrir af- urðir okkar. Eins og nú er á- statt seljum við meginhlutann af aflaföngum okkar sem hrá- efni, ekki sízt sem skepnufóð- ur, og erum því háðir þeim markaði sem ótryggastur er og að sjálfsögðu óhagkvæmastur. Sú nauðsyn hefur lengi blasað við okkur að fullvinna fiskaf- urðir okkar í sívaxandi mæli og gera úr þeim dýrmæt mat- væli. Menn skyldu aldrei gleyma þeirri einföldu stað- reynd sem Davíð Ólafsson fiskimálastjóri benti á fyrir nokkrum árum, að ef við hag- nýttum afla okkar á hliðstæð- an hátt og Vestur-Þjóðverjar gera um þessar mundir, gæt- um við tvöfaldað gjaldeyris- verðmætið. Útflutningur okkar nam á síðasta ári um 8.000 miljónum króna. í tvöföldun þess verðmætis er semsé vara- sjóður sem við getum fært okkur í nyt án þess að afla- magn aukist nokkuð; og eftir því sem við framleiðum dýr- mætari vörur skipta verð- sveiflur á mörkuðum erlendis minna máli. Sá aðsteðjandi vandi sem Jónas Haralz telur óviðráðanleg örlög þessa dag- ana er smáræði eitt í saman- burði við þau tækifæri til stóraukningar á verðmæti út- flutningsins sem stjórnarvöldin bera ekki við að hagnýta. Skortur á forsjálni Mér dettur ekki í hug að það sé létt verk oglöðurmann- legt að stórauka fiskiðnað á íslandi og tryggja markaði fyrir hann; það er tvímæla- laust fjölþætt verkefni, erfitt og kostnaðarsamt. En undan þeirri nauðsyn fáum við með engu móti skotizt, ef við ætl- um að ná því valdi á fram- leiðslu okkar sem nútímaþjóð hentar. Þeim mun alvarlegra er það að núverandi ráðherrar og hagfræðingar þeirra hafa látið þveröfuga þróun við- gangast á undanfömum árum. Þeir hafa látið framleiðslu hraðfrystihúsanna dragast saman ár frá ári, þar til nú er svo komið að ýms beztu og stærstu hraðfrystihúsin hafa hætt störfum. Þeir hafa látið niðurlagningarverksmiðjuna á Siglufirði verða fálm eitt og handvömm. Þeir hafa horft á það köldum augum að niður- suðuverksmiðjan Norðurstjarn- an í Hafnarfirði hætti störfum eftir sjö mánuði og mikil fjár- festing varg til einskis. Undir þeirra stjórn hefur útflutning- ur hráefnis og framleiðsla skepnufóðurs orðið miklu hærra hlutfall heildarútflutn- ingsins en áður var. Og allt hefur þetta gerzt á sama tima og þjóðarbúinu hafa bætzt miljarðar/króna í aukatekjum. Ef í landinu hefði verið for- sjál stjórn sem hefði gert sér grein fyrir verkefnum sínum og haft trú á atvinnuvegum landsmanna hefði hún hagnýtt þá fjármuni m.a. til þess að efla sjávarútveg og fiskiðnað íslendinga, gera okkur kleift að framleiða dýrmætari vörur úr aflanum — í stað þess að sóa þjóðarauðnum í verzlunarhall- ir, lúxushíbýli, lífsþæginda- græðgi og innflutning á fárán- legasta hégóma. Ef góðu árin hefðu verið hagnýtt af fyrir- hyggju hefði Jönas H. Haralz ekki þurft að standa uppi núna eins og hrunpostuli og tala um það sem sjálfsagðan hlut að vaxtarskeiðinu sé lok- ið. Þarna er skýringin Hvernig stendur á því stjórnarfari sem verið hefur í landinu undanfarin ár? Svarið var einnig að finna I þeirri ræðu sem Jónas H. Haralz hélt yfir kaupmönnum, sinni hjart- fólgnu stétt. í myrkum lestri hans brá allt í einu fyrir von- arglætu er hann sagði: „Bygg- ing álbræðslu mun verka nokkuð á móti þessu.“ Og Morgunblaðið hefur fylgt dyggilega í slóðina; það sagði í forustugrein á fimmtudaginn var: „Líklega gerðu fáir ráð fyrir því sl. vetur, þegar deil- urnar um álbræðsluna stóðu sem hæst, að þess mundi skammt að bíða, að það kæmi fram í raun hvor aðilinn hefði á réttu að standa í þessum deilum.“ Fögnuðurinn yfir vandkvæðum íslenzkra at- vinnuvega leynir sér ekki: Vissi ég ekki, bankabygg! Og einmitt þarna er skýringin. Stjórnarvöldin og hagfræðing- ar þeirra hafa ekki trú á ís- lenzkum atvinnuvegum og getu þeirra til þess að tryggja þjóðinni öra hagþróun í sam- ræmi við nútímalegar þarfir. Því er leitað á náðir útlend- inga og þeim eftirlátið að tryggja þá atvinnifþróun sem ríkisstjórn íslands og sérfræð- ingar hennar hafa gefizt upp við. Stórfelld hrörnun ís- lenzkra atvinnuvega á mesta góðæristímabili sem fslending- ar hafa kynnzt er ekki einu- sinni afleiðing af dugleysi valdhafanna, heldur birtist þar sú stefna að íslendingar séu ekki menn til að hagnýta auð- lindir sínar sjálfir. Hitt er^ misskilningur hjá Morgunblað- inu að íslendingar muni frek- ar sætta sig við hið erlenda risafyrirtæki er þeir sjá vanda innlendra atvinnugreina. Margir kunna að hafa hugsað sem svo að alúmínbræðslan þyrfti ekki að verða hættuleg við hlið blómlegra atvinnu- vega innlendra. En eigi erlend stóriðja að koma í stað (s- lenzkrar atvinnuþróunar, eigi þar að vera „vaxtárbroddur- inn“, eins og Jónas H. Haralz orðar það, hvernig er þá kom- ið efnahagslegu fullveldi ís- lendinga? I einum brennidepli Það er mjög athyglisvert hvernig öll meiriháttar vanda- mál hins íslenzka þjóðfélags sameinast smátt og smátt í einum brennidepli, þeirri spum- ingu hvort íslendingar séu þess megnugir að halda uppi sjálfstæðu þjóðríki í landi síny. Sú var tíð að hin nýja sjálfstæðisbarátta landsmanna var einkum talin tengd her- náminu og stefnunni í utan- ríkismálum. Síðan voru lands- menn spurðir þeirrar spurn- ingar hvort þeir vildu stiga upp úr litlu fleytunni sinni yfir í hinn mikla farkost Efna- hagsbandalags Evrópu. Þá bar að þann vanda hvort eftirláta ætti erlendu stórveldi forræði á mikdlvægu sviði menningar- Ég verð að viðurkenna að mér kom nokkuð á óvart ræða sú sem Jónas H. Haralz hélt yfir kaupmönnum. Ég man vel fullveldisræðuna sem hann flutti lsta desember 1959, þeg- ar viðreisnin stökk alsköpuð 'úr höfði hans. Hvað sem ein- stökum tillögum hans og skoð- unum leið þá, var mál hans yljað af hugsjónum; hann ræddi sérstaklega um þann vanda að vera íslendingur og taldi að stefna viðreisnarinnar ein gæti tryggt efnahagslegt fullveldi. Hann var minntur á þessa ræðu hér í pistlunum í sumar, rifjað upp hvernig hann ætlaði að stöðva óða- verðbólguna og lagðar fyrir hann nokkrar spurningar. Hann valdi þann kost að svara ekki og hefur raunar verið næsta þögull á opinberum vettvangi um margra ára skeið. Sumir héldu að hann væri að hugsa ráð' sitt, ætti jafnvel í sálarstríði og væri óánægður. með ýmsar gerðir viðreisnarstjórnarinnar. En hann hefur auðsjáanlega aðeins verið að þjálfa sig und- ir næsta hlutverk sitt, það verkefni að boða hagfræði eymdarinnar í lok mesta vel- gengnistímabils í sögu íslands, sætta landsmenn við að það sé ekki nema eðlilegt að vaxtar- skeiði íslenzkra atvinnuvega ljúki og að vonimar einu séu bundnar erlendri forsjá. — Austri. BRlDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannargæðin. B:RIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRTDGESTONE ávallt fyrirliggiandi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 áföllum. Það er tilgangur allr- ar mannlegrar viðleitni að ná valdi á umhverfi sínu 'og hág- nýta það í sína þágu; sú verð- ur einnig að ,vera leiðarstjarna íslendinga. Stjórnarvöld og hagfræðingar sem átta sig ekki á jafn einföldum grundvallar- atriðum eru þess ekki megn- ug að fara með forustu þjóð- arinnar, hvorki á auðveldum tímum né erfiðum. Engin tilviljun Það er engin afléiðing af höppum éðá' kénjum hversu Jónas H. Haralz. mikið aflamagn berst á land á íslandi. Hið mikla og sívax- andi síldarmagn undanfarinna ára stafar ekki af því að síldin hafi gert sér leik að því að vaða í veiðarfæri sjómanna; ástæðan er einvörðungu aukin kunnátta og tækni, betri skip og veiðarfæri. Hegðun síldar- innar hefur raunar verið slík að hefðu fiskimenn ókkar ekki ráðið yfir meiri þekkingu og betri tækni en tíðkaðist fyrir fáeinum árum, hefði sáralítið síldarmagn borizt á land. Og þá hefðu ráðamenn og hag- fræðingar að sjálfsögðu talað af alvöruþunga um duttlunga síldarinnar og óviðráðanleg örlög. Sannleikurinn er sá að fisbveiðar eiga ekki meira skylt við duttlunga en aðrar mannlegar athafnir; ráði menn ekki við þau verkefni stafar það af skorti á þekkingu og tæknibúnaði og engu öðru. Það er einn meginstyrkur ís- lenzkra atvinnuvega um þess- ar mundir að fiskimenn okkar kunna öllum öðrum betur til verka og hafa hinn fullkomn- asta búnað á síldveiðum; hins vegar hefur orðið stöðnun og : afturför í öðrum fiskveiðum um skeið vegna rangrar stjórnarstefnu. Framleiðni

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.