Þjóðviljinn - 24.11.1966, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJTNN — Fimmtudagur 24. nóvember 1966.
Otgeíandi: Samelningarflolckui alþýöu — Sósialistaflokk-
urinn.
Ritetjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
EVéttaritstJóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson.
Simi 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa-
söluverð kr. 7.00 .
Stökkbreyting
Í undanfömum árum hafa orðið ýmsar athyglis-
vérðar breytingar í stjómmálum Vestur-Evr-
ópu, jafnhliða því sem losnað hefur um viðjar
kalda stríðsins. Jafnt kjósendur sem stjórnmála-
flokkar hafa tekið ýms viðhorf sín upp til endur-
skoðunar, hafnað fomum starfsaðferðum og kredd-
um, og næsta óvæntar breytingar hafa orðið í
kosningum og athöfnum stjórnmálaflokka. Einna
mesta athygli hafa vakið alger umskipti á stefnu
Frakklands í alþjóðamálum og gerbreytt staða
Atlanzhafsbandalagsins af þeim sökum. En einn-
ig meðal nánustu frændþjóða okkar á Norðurlönd-
um hafa orðið mjög fróðlegar breytingar á tæpum
áratug. Þar ber þá staðreynd hæst að róttækir
sósíalistískir flokkar hafa verið í stöðugri sókn að
undanfömu, SF-flokkar í Noregi og Danmörku,
Kommúnistaflokkurinn í Svíþjóð. Flokkar þessir
hafa um skeið aukið fylgi sitt í hverjum kosning-
um, og sú þróun hefur aftur haft áhrif á aðstöðu
annarra flokka, ekki sízt hinna stóru sósíaldemó-
krataflokka. Hámarki sínu náði þessi atburðarás
með stórsigri Sósíalistíska alþýðuflokksins í Dan-
mörku í kosnin^unum í fyrradag; var þar um að
ræða stökkbreytingu, flokkurinn meira en tvöfald-
aði atkvæðatölu sína og jók þingmannafjölda sinn
úr 10 í 20. Þau málalok voru þeim mun athyglis-
verðari sem kosningarnar voru gerðar að átökum
um það hvort á þingi Dana ætti að verða meiri-
hluti verklýðsflokka eða borgaraflokka, og sósíal-
demókratar breyttu fyrri kredduafstöðu sinni og
lýstu vilja sínum til samvinnu við Sósíalistíska al-
þýðuflokkinn. Kjósendur veittu þessum tveimur
flokkum meirihluta á þingi, enda þótt þingmönn-
um sósíaldemókfata fækkaði um sjö.
17'innig hér á íslandi hefur verið ljóst um skeið
^ að kjósendur eru að brjóta af sér hin stöðnuðu
viðhorf kalda stríðsins, einnig hér eru stjórnmálin
í deiglunni. Kosningasigur Alþýðubandalagsins í
bæjarstjómarkosningunum fyrr á þessu ári var
óræk vísbending um það að einnig hér má vænta
stökkbreytingar til vinstri í næstu kosningum.
Húsnæðisokur
Aborgarstjórnarfundi i Reykjavik fyrir skömmu
höfnuðu stj órnarflokkamir báðir og Framsókn-
arflokkurinn tillögu sem Jón Baldvin Hannibals-
son, fulltrúi Alþýðubandalagsins, flutti um ráð-
stafanir til að koma í veg fyrir húsaleiguokur. í
gær reynir Morgunblaðið að réttlæta þessa afstöðu
með þeirri kenningu að ekki sé framkvæmanlegt
að hafa raunhæft eftirlit með húsaleigu. Sú kenn-
ing er fjarstæða; í Danmörku hefur slíkt eftirlit
til að mynda verið framkvæmt frá síðustu styrj-
öld og haft mjög víðtæk áhrif. Afnám gildandi á-
kvæða um hámarkshúsaleigu var eitt aðalmál þing-
kosninganna í fyrradag, og andstaða Sósíalistíska
alþýðuflokksins við þá-breytingu mun hafa tryggt
honum mikið fylgi- Á sama hátt þurfa íslenzkir
kjósendur að gera upp sakir við þá þrjá stjómmála-
flokka sem vilja láta húsnæði almennings vera
okurvöru á uppboðsmarkaði. — m.
Frá þingi ASÍ í Lídó. — (Ljósm. Þjóóv. A. K-).
Treysta þarf atvinnulífið í landinu
Á kvöldfundi Alþýffusam-
bandsþings á þriðjudag voru
afgreiddar tvaer ályktanir þings-
ins, báftar með samhljóða at-
kvæðum þingfulftrúa. Var önn-
ur þeirra ályktun inn atvinnu-
mál en hin um öryggis- og
tryggingamál. Urðu miklar um-
ræffur um fyrri ályktunina, sem
Tryggvi Helgason frá Sjó-
mannafélagi Akureyrar hafffi
framsögu fyrir. Snerust umræð-
urnar þó að Iangmestu leyti um
það mál hvort hleypa bæri ís-
lenzkum togurum inn í land-
helgina, og voru skoðanír
manna mjög skiptar, og engin
afstaða tekin til málsins í a-
Iyktun þingsins.
Ályktun Alþýðusambands-
þings um atvinnumál er allýt-
arleg og skal hér einungis birt-
ur lokakafli hennar og niffur-
stöður um nálæg verkefni á
sviði atvinnumála. Þar segir
svo:
auknum fjárveitingum frá rik-
inu. Leit að nýjum fiskimiðum
á vegum hafrannsóknanstofnun-
arinnar verði aukin til muna
frá því sem nú er.
4. Nú þegar verði hafin end-
urbygging togaraflota lándsins
og árlega keypt nokkur ný skip
af stærð og gerð, sem bezt eru
talin henta okkar aðstæðum að
dómi hinna kunnustu manna
um þau efni. Ennfremur verði
gerðar ráðstafanir til að byggð-
ur verði nauðsynlegur fjöldi
nýrra fiskibáta, sem vel henti
til þorskveiða til að afla hrá-
efnis -fyrir fiskvinnslustöðvarn-
ar.
Lánákjörum verði breytt á
hann veg, að föst lán til langs
tíma nemi ekki minna en 90%
af kaupverði nýrra fiskiskipa
með öllum útbúnaði.
4. Unnið verði undir forust.u
ríkisins, að leit markaða erlend-
is fyrir mikið magn niðurlagðr-
ar kryddsíldar og niðursoðinnar
síldar og annarra fiskafurða og
jafnframt greitt á annan hátt
eftir föngum fyrir því að koma
upp verksmiðjum til þeirrar
framleiðslu, sérstaklega á þeim
stöðum sem búa við ófullnægj-
andi atvinnu.
5. Veitt verði hagkvæm lán
til framkvæmda, sem leitt geti
til nauðsynlegra umbótá í fiski-
iðnaði landsins.
6. Stórauknar verði fjárveit-
ingar til hafnargerða og hrað-
að verði svo sem hægt er að
hafnimar verði gott og öruggt
lægi fyrir vaxandi fiskiskipastól
landsins og afgreiðslu farm-
skipa í samræmi við þarfir
hvers byggðarlags.
7. Skipásmíðar innanlands
verði efldar með nauösyrhlegum
lánum til uppbyggingar og
reksturs, og íslenzkum skipa-
smíðastöðvum með því gert
kleift að bjóða kaupendum
nýira fiskiskipa hliðstséð kjör
og erlendar skipasmíðastöðvar i
bjóða. Verði að því stefnt, að J
íslenzkur skipasmíðaiðnaður geti
sem fyrst annazt allar nýbygg-
ingar skipa, fyrir landsmenn.
auk nauðsyniegra viðgerða.
8. Innlenda iðnaðinum verði
veitt nauðsynleg lán með hag-
stæðum kjörum til starfsemi
sinnar, tollar lækkaðir á inn-
fluttu hráefni og vélum. Jafn-
framt verði iðnaður, sem starf-
ar á hagkvæman hátt, vemdað-
ur fyrir óhagkvæmum innflutn-
ingi samskonar iðnaðarvamings
erlendis frá.
9. Stjómarvöldin hafi forustu
um, að stofnaður verði félags-
skapur síldarvinnslustöðva til
kaupa og reksturs á hæfilega
mörgum, hentugum skipum sem
hafi það hlutverk að flytja síld
frá veiðiflotanum tij, verk-
smiðja og vinnslustöðva á við-
komandi verðlagssvæði, og með
því gert fært að nýta betur en
nú er verksmiðjukost og
vinnslustöðvar, sem til eru i
landinu og um leið aukið á hag-
kvæma nýtingu veiðiflotans,
þegar síld veiðist langt frá
landinu.
10. Skipulega verði unnið að
markaðsleit og sölu erlendis á
framleiðsluvörum landsmanna,
undir ströngu eftirliti og for-
ustu ríkisins. Ráðstafanir verði
gerðar til þess, að sölumálin
verði í höndum hinna hæfustu
manna, sem völ er á og ekki
dreift á fleiri hendur en hag-
kvæmt getur talizt, til að
tryggja svo vel, sem kostur er,
hagkvæmustu þjónustu í þessu
efni fyrir atvinnuvegina og
þjóðarheildina.“
í verkalýðs- og atvinniumála-
nefnd þingsins,sem flutti þessa
ályktun eiga sæti: Gumundur J.
Guðmundsson, Sigurður Stefáns-
son, Björgvin Jónsson, Helgi
Helgason, Njarðvík, Guðmundur
Kr. Ólafsson, Guðjón Sigurðs-
son,Pétur Guðfinnsson, Tryggvi'
Helgason, Benedikt Davíðsson,
Benedikt Sæmundsson, Jón Sig-
urðsson, Reykjavík, Sverrir Her-
mannsson, öm Scheving.
„Þingið leggur ríka áherzlu
á, að^ stöðugt verði haldið á-
fram að byggja upp og treysta
atvinnulífið í öllu landinu, f
samræmi við þarfir hvers
byggðarlags og á þann háit
keppt að því að draga úr hin-
um stöðuga flótta fólks utan af
landsbyggðinni til höfuðborgar-
svæðisins. Gerð verði fram-
kvæmda-áætlun fyrir landið
allt, sem stefni að þvi að fram-
farir geti orðið í öllum byggð-
um landsins. Verði slík áætlun
um framkvæmdir gerð í sam-
ráði við fulltrúa verkalýðssam-
takanna, fulltrúa atvinnuveg-
anna og forráðamanna hinna
einstöku byggðarlaga.
Þingið telur nauðsynlegt, að
rfkið hafi forustu um uppbygg-
ingu atvinnulffsins, til að
tryggja sem bezt æskiléga þró-
un og framfarir fyrir þjóðina
alla, og vill þenda á eftirgreind-
ar framkvæmdir, sem nú er m.^
a. áríðandi að hrundið verði í
verk.
1. Að nú þegar verði
hafinn undirbúningur af
stjómarvöldunum að útfærslu
fiskveiðilandbelginnar í sam-
ræmi við lög um vísindalega
verndun fiskimiða landgrunns-
ins, og útfærslan komi til fram-
kvæmda svo fljótt, sem kostur
er. Jafnframt verði unnið að
því, að skipuleggja fiskveiðar
landsmanna með það fyrir aug-
um, að fiskveiðamar verði
landsmönnum til sem beztra
nota og um leið spomað við
ofveiði eða rányrkju á fiskimið-
unum.
2. Vísindaleg þjónusta við at-
vinnuvegina verði stóraukin-
bæði varðandi hafið umhverfis
landið vegna fiskveiðanna og
einnig í landinu vegna allra
greina iðnaðarins og landbún-
aðar.
Tæknistofnanir atvinnuveg-
anna verði efldar m.a. með
ilmbætur á tryggingamálum
Hennann Guðmundsson, for-
maður Verkamaftnafélagsins
Hlífar í Hafnarfirði, hafði fram-
sögu . fyrir áliti öryggismála-
nefndar og var álitið í fjómm
köflum: öryggismál sjófarenda,
öryggi á landi, tryggingamái og
öryggismál almennt. Var Her-
mann hvassyrtur um það hve
seint gengi að fá framgengt ýms-
um kröfum verkalýðshreyfingar-
innar í öryggismálum, og deildi
jafnt á stjórnarvöld og verka-
lýðshreyfinguna sjálfa, að hún
fylgdi ekki nógu fast eftir
samþykktum Alþýðusambands-
þinga og annarra aðila um mál-
ið.
Hér fer á eftir sá kafli álykt-
unarinnar sem f jallar um trygg-
ingamál svo og Iokakafli álykt-
unarinnar um öryggismál al-
mennt.
30. Þing A.S.I. leggur áherzlu
á að eftirfarandi breytingar á
almannatryggingaFlögunum nái
fram að ganga:
1. Að örorku- og ellilaun verði
hækkuð.
2. (Að dánarbætur verði hækk-
aðar verulega.
3. Að þeir, sem hafa elli og
örorkulífeyri, fái 25% aí
Iaunum til eigin þarfa, ef
þeir dvelja á sjúkrahúsum
eða elliheimilum.
4. Greiddur sé lífeyrir með
barni látinnar móffur á sama
hátt og nú er með barni iát-
ins föður.
5. Barnalífeyrir vegna munað-
arlausra barna sé greiddur
tvöfaldur. 1 stað heimildar
komi skilyrðislaus réttur.
6. EHitryggingum sé breytt í
það horf, að hjón fái ellilíf-
eyri sem tveir einstaklingar.
7. Skylt sé aff láta rétt til elli-
Iífeyris ekki falla niður við
sjúkrahúsvist allt upp í 26
vikur á ári.
8. Að greiddar séu tannviðgerð-
ir.
9. Að greiddur sé kostnaður viff
Framhald á 7. síðu.
Kr. 300,00 daggjald
og 2.50 á ekinn km.
Nýtt haustverð
LEIK
BiLALEiGAN
i Murm n
Rauðarárstíg 31
simi 22-0-22