Þjóðviljinn - 25.11.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.11.1966, Blaðsíða 2
PIPP^ V'ERÐLÆKKUN hjólb. slöngur 670x15 kr. 1.070,— kr. 148,— 820x15 kr. 1.500,— kr. 150,— 500x16 kr. 625,— kr. 115,— 650x20 kr. 1.900,— kr. 241,— 750x20 kr. 3.047,— kr. 266.— EIIMKAUMB HJ0LBARÐAR fPa RASNOIMPORT MOSKVA Askorun frá útvegs- mönnum í Reykjuvík Á fundi Útvegsmannafélags Reykjavíkur, sem haldinn var fyrir skömmu, var eftirfarandi ályktun gerð: „Fundur í Útvegsmannafé- íagi Reykjavíkur 19/11 1966, leyfir sér að skora á alla stjórnmálaflokkana að gefa ó- tvíræðar yfirlýsingar fyrir næstu kosningar um það hvemig þeir ætli sér að leysa yfirstandandi efnahagsvandræði sjávarútvegsins, og hvemig þeir ætli sér í framtíðinni að tryggja honum þann hlut, sem honum ber, og þar með eðlilegan rekst- ursgrundvöll. Jafnframt leyfir fundurinn sér að varpa þeirri spumingu til sömu aðila, hvort ekki ■ væri GefiS Geðvernd notuð frímerki Að gefnu tilefni hefur blaðið vtrið beðið að vekja athygli les- er.da sinna á því, að hérlent líkn- arfélag, sem berst í bökkum f jár- hagslega, hefur á síðastliðnu ári aflað nokkurra tekna með sölu ísl. frímerkja. Það er Geðvernd- arfélag lslands, og hafa sjúkling- ar fest frímerkin á þar ti.l gerð spjöld, með skýringum á ensku. Blaðið er beðið að hvetja alla landsmenn, fyrirtæki og stofnan- ■ir til þess að senda fél. notuð frímerki (innlend og erl.) merkt: GeSvemd pósthólf 1308, Reykja- vík, og styrkja með því gott málefni. ‘ Frímerkjaspjöld félagsins eru hentug jólagjöf til ættingja og vina erjegdis. Fáanleg á eftirtpld- um stöðum: M. Benjamínsson & Co., Veltu- sundi 3, Hótel Saga, verzl. Stof, an Hafnarstræti 21. Rammagerð- in Hafnarstræti. eðlilegt að í stól sjávarútvegs- málaráðherra sæti alitaf maður, sem hefði reynslu, bæði sem sjómaður og útgerðarmaður, an tillits til hvort hann væri kjör- inn þingmaður eða ékki. Greinargerð: Við álítum að sú óvissa og sá óstöðugleiki, sem ríkt hefur um afkomu sjávarútvegsins sé óþolandi með öllu. Við álítum þvi ekki einnng- is að okkur, heldur allri þjóð- inni sé nauðsyn á því að.þess- um málum sé rétt ráðið með djörfung og festu, eftir ein- hverju því kerfi, sem að haldi kemur, og því sé það eðlileg krafa okkar að við fáum sem gleggsta mynd af því, sem við blasir áður en við göngum að kjörborði. Við vitum, að ekkert pao kerfi er til, sem spannar yfir það að mæta öllum þeim að- stæðum, sem upp geta komið i i svo margbreytilegum atvinnu- vegi, sem sjávarútvegi. Því álít- um við mikils vert að æðsti ráðamaður þeirra mála sé mað- ! ur, sem fær sé um að bregð- ast fljótt og örugglega við hverjum slíkum vanda, semað höndum ber. Okkur þykir eðli- legast að slíks mannssé helzt að leita meðal þeirra, sem fengizt hafa við þessi mál og þroskazt upp í þeim. Það mætti ætla, að þegar hægri flokkarnir í Noregi kom- ust' í stjórn fyrir ári síðan eft- ir 30 ára minnihluta, þá hafi þeim þótt nokkuð við liggjaað vel tækist til við stjómarstörf- in. Þeir kölluðu í starfandi skipstjóra, sem jafnframt var útgerðarmaður, og gerðu hann að sjávarútvegsmálaráðherra í hinni nýju . ríkisstjóm. Það við bezt vitum hefur þetta tek- izt vel til.“ Spurning sem gleymdist Alþýðublaðið tekur í gær i forustugrein rösklega úndir frásagnir Þjóðviljans um kolasöluhneykslið í höfuð- borginni. Blaðið segir m.a.: „Þeir Reykvíkingar, sem þurfa á kolum að halda, verða að mæta með nafnskírteini i höndunum, því ekki er ætl- unin að láta svo mikið sem kolamola í hendur þeirra. sem búa utan við borgarmörk. Þá verður að sækja kolin á tímabilinu klukkan 1—5, sem er yfirleitt vinnutími karl- manna, svo að líklega er hús- mæðrum ætlað að sjá um kolakaupin. Hvort hjónanna sem mætir getur gegn stað- greiðslu fengið tvo " poka á hverri viku fyrir íbúð. Enda þótt mikið sé hitað með olíu og hitaveita sé víða, eru enn margir sem nota kol — líklega helzt í lélegasta húsnæði borg- arinnar. Sumir þurfa að bæta ’ kolakyndingu við hitaveitu. sem á það til að bregðast í kuldum. Hvernig stendur á því að Reykvíkingar þurfa að sæta svo niðurlægjandi verzlunar- háttum með kol? Hvar er hið volduga verzlunarapparat þjóðarinnar. sem sífellt stækkar og eykst? Hvar er marglofað einkaframtak?“ Alþýðublaðið gleymir að- eins einni spurningu: Hvar er viðskiptamálaráðherrann? Hringrás vitfirringarinnar f hvert skipti sem maður fer í verzlun og kaupir sér einhvern varning, nauðsynleg- an eða miður nauðsynlegan, greiðir hann söluskatt í rík- issjóð, en, þessi neyzluskattur hefpr á undariförnum árum verið mesta tekjulind ríkis- ins (þótt tekjurnar komist engan veginn allar á áfanga- stað). Þessi söluskattur hækk- ar að sjálfsögðu allt vöruverð í landinu til mikilla muna. Talsverður og sívaxandi hluti af þessum neyzluskatti er nú notaður til þess að greiða niður verð á sumum vörutegundum. Nýlega hefur ríkissjóður bætt við þessar athafnir sínar sem svarar 143 miljónum króna á ári. Þannig er tekin mikil upp- hæð úr hægri vasa neytenda, og eftir ærnar krókaleiðir og sívaxandi skriffinnsku, er hluta af upphæðinni stungið í vinstri vasa neytenda. Tilgangurinn með þessum niðurgreiðslum er sá að koma í veg fyrir þær kauphækk- anir sem eru nauðsynlegar ,til þess að neytendur geti stað- ið undir söluskattinum sem fer í niðurgreiðslurnar sem .... o.s.frv. Hringrás vit- firringarinnar verður sífellt víðtækari og hraðari. — Austri. Simmenthal hafði yfirhurði TRADIIMG CO SIMI17373 LlVEkPOOL AUGLYSIR SKRAUTKERTI Mjkið úrval Hagstætt verð. Laugaveg 18 Liverpoof ***f*t|ií* Síðari leikur KR og Evrópumeistaranna Simmenthal frá Ítalín í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar í körfuknattleik fór fram í Milano í fyrrakvöld. islandsmeistararnir stóðu sig þá ekki eins vel og i fyrri ieiknum í LaugardalshöIIinni á dögunum, tapið var mun stærra en þá: 115 stig gegn 64. í hléi voru stigin 55 gegn 24. í liði KR- inga voru þessir stigahæstir: Gunnar og Eln- ar með 13 stig hvor, Hjörtur 12 og Kolbeinn Pálsson 11 stig. — Myndin hér fyrir ofan var tekin í Laugardalshöllinni, þegar liðin áttust þar við. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Knattleiksmótin um næstu helgi Reykjavíkurmeistaramótunum í körfuknattleik og handknatt- leik verður haldið áfram um helgina. Á sunnudagskvöldið verða háðir þrír leikir í körfuknatt- íeiksmótinu í íþróttahúsinu að Hálogalandi. Þá leika í 3. flokki karla KR og Ármann, í 2. flokki karla ÍR og KR og f 1. flokki karla KR og Ármann. Handknattleiksmótinu verður haldið áfram að Hálogalandi annað kvöld, laugardag, kl. 8,15. Þá leika í 2. flokki kvenna Ár- mann og KR og Fram og Vík- ingur. f 3. flokki karla leika KR og Víkingur, í 1. flokki karla Valur og ÍR, KR og Fram, Víkingur og Þróttur. Á sunnudagskvöldið verða svo háðir þrír leikir í meist- araflokki karla í Laugardals- höllinni.'Þá leika KR og Fram, ÍR og Ármann, Þróttur og Vík- ingur. Skemmtifundur Frjálsíþróttadeild IR heldur skemmtifimd sunnrudaginn 27. nóv. kl. 3 f ÍR-húsinu við Tún? götu. Til skemmtunár verður kvik- myndasýning og skemmtiþáttur sem ömar Ragnarsson sér um. Talað verður um félags- starfið á komandi vetri o.fl. Mætið sem flest og takið með ykkur gestl. Lausstaða Staða við veðuratiiuganir og kortaritun á Veður- stofunni á Reykjavíkurflugvelli er. laus til um-... sóknar. — Umsækjendur þrurfa að hafa gagnfræða- þfóf eðá hliðstæðá''h7Ön-n.tun, vera heilsyhraustir og hafa góða rithönd. Vélritunarkunnátta æskilég. Laun eru samkvæmt 10. flokki launasamninga ríkis- starfsmanna og auk þess vaktaálag. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Veðurstofunnar fyrir 15. des. n.k. Veðurstofa íslands. I. ! \ ■ ’ , f 9 ■ ■ Þökkum innilega börnum og barnabörnum, vinum og vandamönnum fyrir blóm, skeyti og hlýjar óskir á 50 ára hjúskaparafmœli okkar 11. þ.m. ■ p í 4 ■ Sólveig Jóhanna Jónsdóttir 8 * ... ■ Ingimar ísak Kjartansson ’■ Lengarási v/Laugarásveg, Reykjavík. MALFUNDUR SOSÍALISTA Í LINDARBÍE áJÁVARÚTVEGURINN 1 ÍSLENZKUM ÞJÓÐARBÚSKAP Sunnudaginn 27. nóvember kl. 2 síðdegis verður haldinn málfundur sósíalista í Lindarbæ. Lúðvík Jósepsson flytur framsöguerindi: Sjávarútvegurinn í íslenzkum þjóðar- búskap. — Öllum er heimill aðgangur. ÆskulýðsfyBcmgin. Auglýsingasími Þjódviljans er 17500 2 SlÐA — ÞJÓÐVILJTNN — Föstudagur 25. nóvember 1966.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.